Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.03.1909, Qupperneq 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.03.1909, Qupperneq 2
60 Þ-ÓÐVILJiNN. XXIII., 13. • ' í . Argeótftia. Mœit-er, að LeopÓldýBelgii- ^onungur,, hafi fengið leyfi,, til að leggja járnbraut’ um vesturhluta argeDtínska lýð- veldisins, og sé það mjög mikilsvert fram- farafyrirtæki. —-------- ■’**>• I Persaland. Foringi þess flokks, er eigid Vifl1 þola lögleysur, og stjórnarskrár- brot, keisara, hafa nýlega náð bróður keisara, sem er uni þrittigt, á sitt vald- og'ætia að halda honum, sem gísla, unz keisari bætir ráð sitt. Flestir eru þó þeirr- ar skoðunar, að keisari muni fara sinu frám, og eigí hifða um, hvað um bróður bans verður. —■' — — ie ihJíqqnr tjiev öa go a :i iöfluiningsbann á áfengi. (Niðurlag.) 9. gr. Veitingamenn og vínsölumenn, þeir sem feyfi hafa til vínaölu hér á landi samkv. lög- um nr. 26, lli nóv. 1899, utn verzlun og veit- ingar áfengia drykkja, mega ekkert selja hér á landi, gfcfa, veita eða láta af hendi á annan hátt til annará manna af áfengisbirgðum þeim, er þeir háfdj þégar lög þessi öðlast gildi. Skulu Iðgreglustjórar hvðr'í síhu umdæmi skyldir til að: rannsaka áfengisbirgðir og innsigla þær. Að- ur en 8 vikur eru liðnar, skulu eigendur áfeng- isins skyldir að flytja hirgðirnar eða láta flytja þ'ær burt’ a£ landi, pg skulu lögreglustjórar hafa nákvæfnt eþtirlit með að svo sé gert. Öllu því áfengi, sem þá er ekki útflutt, skal tafarlaust hellt nið«r án nokkurs endurgjalds til eiganda. Áþvæði þessarar greinar um óheimild til sölu, gjafa,, eða veitingu áfengis, nær og til ann- aia einstakra manna, er áfengisbirgðir kunna að hafa í síhum vörzlum, er lög þessi öðlastgildi. 10 gr. Ef npkkur maður er grunaður með rokum um óleyfilegan aðflutning oða óieyfilega söl’u eðá Veitingu áfengis, þá skal ger heimilis- rannsókn bjá honum, ef það er talið nauðsynlegt ti) þpss áð komast fyrir málið. Skal rannsókn- in, gerð ,aiMögreglustjóra þeim, er í hlut á. Komi það í ljós við heimilisrannsóknina, að áféhgi sé í vörzlum þess, er rannsakað er hjá, skal hann skyldur að sýna vottorð um, hvaðan bótrurð eru komnar birgðirnir. ‘íl. gr. Hve nær sem hafin er ákæra út af ólöglegri sölu eða veitingu áfengis, má stefna kaupanda eða þeim, sem veitt er, til vitnisburð- ar um málið, ef engir meinhagir eru annars á, og ,er rétt, að hann staðfesti framburð sinn með eiði, ef krafist er. 12. gr. Hver sá, sem dærodur eru sekur um brot á ákvæðum þessara laga, skal auk lögboð- ins málskostnaðar greiða kæranda og vitnum allan þann kostnað, er þau hafa haft af málinu. Hvornig sem ástatt er, skal dómari skyldur áð taka mál, er risa út af brotum á lögum þess- um, til meðferðar svo fljótt sem verða má og eigi síðar en .2 mánuðum eptir að fyrir honum hefir verið kært. 13. gr. Heirailt skal að leiða hvetn þann mann fyrir dómara, er sést ölvaður eptir að lög þessi öðlast gildi, og skal hann skyldur að skýra frá, hvar hann hefir fengið áfengi það, sem hann varð ölvaður af, sæti ella fésektum allt að 100 kr. eptir málavöxtum. 14. gr. Biot gegn 1. gr. laga þi ssara varða sektum eigi minna en 900—5000 kr. Brot í annað sinn varðar ekki minna en 3 mánaða fangelsi. Brjóti nokkur optar gegn ákvæðum þessarar greinar varðar það betrunarhúsvinnu. Við broti á grein þessara skai hið aðflutta áfengi ávalt gert upptækt og því helt niður. T TT T T TT /T áO 15. gr. Nú sannast það á skipstjóra, að hann skýrir lögreglustjóra vísvitandi rangt frá um á- fengi það, er hann hefir meðferðis, og skal hann þá sekur um 500—2000 kr., ef ekki liggur þyngri hegning við samkvæmt lögum. __ Brot gegn þeim ákvæðum í lögum þessum, er óheimila að veita, gefa, selja eða á annan hátt láta af hendi áfengi til annara manna, varða sektum 200— 1000 kr., ef ekki liggur þvngri hegning við að lögum. Ef hrot erítrekað, varð- ar það allt að 8 mánaða fangelsi. Sama hegníng líggur og við því, ef lyfsali lætur áfengi af hendi án skriflegrar læknisfor- skriptar eða optar en einu sinni eptir sama læknisseðli. 16. gr. Brot gegn 7. gr. laga þessara varða sektum 50—1000 kr. og skal hið flutta áfengi ásamt ílátum gert upptækt og því helt niður; svo skulu og flutningstæki þau, er áfengið er flutt á, ef aðalflutningurinn var áfengi, gert upp- tækt, nema hafskip sé, og skal andvirði íláta og flutningstækja renna í landssjóð. 17. gr. Nú verður læknir sannur að sök um að hafa látið af hendi læknisseðil um áfengi, til þess að það sé notað til einhvers annars on sem læknislyf. og skal hann þá sekur 200—2000 kr. í fyrsta sinn, og skal sektin tvöfaldast sé brotið endurtekið. Lækni þann, er í hlut S má og svipta læknisieyfi hér á landi 2—10 ár eða að öliu, ef miklar sakir eru. 18. gr. Hver sá embættismaður, sem skyidur er að hefja rannsókn út af brotum gegn lögum þessum og vanrækir það, skal sekur eptir því sem ákveðið er í lögum þessum, sem hann hefði sjálfur brotið. Nú sýnir hann sig optar en einu sinni í van- rœkslu eða verður [sjálfur sekur eptir lögum þessum, og varðar það þá emhættismissi. 19. gr. Allar sektir eptir lögum þessum renna að hálfu í landssjóð, en að hálfu til upp- ljóstrarmanns. 20. gr. Með brot gegn lögum þessum skal farið sem almenn sakamál. 21. gr. Lög þessi skal prenta á íslenzku, dönsku, þýzku, ensku og frönsku og svo mörg eintök að nægi til að senda dönskum verzunar- fulltrúum í öðrum löndum. 22. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. jan. 1912, og eru með þeim numin úr giidi lög nr. 26, 11. nóv 1899 um verzlun og veitingar áfengra drykkja, svo og öll önnur lög og tilskipapir, er koma í bága við lög þessi. Ritsímaskeyti. til „Þjóðv.“ —o— Kauptnannahöfn 17. marz 190y. Knud Berlin og sambandslaga-írumva r*piÖ. Knud Berlín hefir ritað nýja grein, og segir þar, að orðið „medvirkning“ (ídanska textanum) só ranglega þýtt með orðÍDU „samþykki“. Danir eigi eklá að verða umboðsmenn Islendinga, heldur fara með málin fyrir ríkisins hönd, og að eins aðþví leyti fyrir íslands hönd. Stjórnarandstæðingar hafa þrásÍDnis sýnt fram á, hve skýringar hinna (þ. e. stjórnarmanna á íslandi) væru fráleitar. Lundborg og stjórnarblöðunum hafi skjátl8zt. j»akkar-áYörp til rdðherra. —oW.t •..Hok niktsmb. I Síðan ráðherra H. Hafstein beiddist lausnar, hafa stjórnarmenn gert sér afar-mikið far um, að safna sem víðast undirskriptum undir þakk- lætis-símskeyti til hans. IÞakkar-ávörp þe8si keppast stjórnarmátólin hér i Reykjavík siðan við, að hirta almenningi mjög hátiðlega, — og með kjökurhljóði. Yér efum því eigi, að þau birta ávörp þessi ókeypis, þó að ýms blöð fylgi ella þeirri reglu, að taka nokkru hærra gjald fyrir þakkar-ávörp, en fyrir aðrar auglýsingar. Það gerir alraenningi enn hægra um vik! Hvort stjórnarblöðunúm bru Send þessi þakk- ar-ávörp beina leið frá undirskrifendunum, eða ráðberra afhendir þau sjáifur til birtingar, sem þá væri all-óvanaleg aðferð, er um þakkar-ávörp ræðir, vitum vér þó eigi. Sumum er það jafn ógeðfellt, að heyra skjall um sjálfa sig, sem að fara með skjall um aðra. Stjórnarblöðin eru auðsjáanlega alls ekki í þeirra tölu, og gera eigi þá kröfu til ráðhorra síns. Yörn og viðreisn. -------Tvær ræður eptir síra H.IRALD NÍEL8SON. Rvík 1909. — 31 bls. 8vo Ræður þessar eru báðar um bindindismálið. — Fyrri ræðan, er nefnist „Yogin þín 10. sept.“, var flutt á umræðufundi um aðflutningsbanns- málið 8. sept. 1908, en hin síðari, „Sannleikur- inn mun gera yður frjálsa“, haldin í dómkirkj- unni í Reykjavík 10. janúar síðastl., á 25 ára minningarhátíð Goodtemplara. Ræður þessar eru báðar sköruleg erindi bind- indismálinu til eflingar. Fregnir frá alþingi. --G0O- V. Bann gegn hvalaveiðum. Þingmenn Sunnmýlinga bera í neðri deild fram frv. þess efnis, að banna öll- um hvalaveiðamönnum, að hafa bækistöð- ur sínar hér á landi. Bannað er og öllum, að flytja hér á land nokkurn hval, sem þeir hafa drep- ið, né óunnar afurðir hvala, nema dauðir hafi fundizt. Skipun læknahóraða. Stranda-læknishéraði og Miðfjarðar-lækn- ishéraði leggur Ari Jóns9on til, að skipt só í þessi þrjú læknishórtið: 1. Beykjarf)arðarhérað: Árneshreppur og Kaldrananeslireppur. — Læknissetur á Reykjarfirði. 2. Bitruhérað: Hrófbergshreppur, Kirkju- bölshreppur, Fellshreppur, Óspakseyr- arhreppur, og ýtri hluti Bæjarhrepps að Laxá í Hrútafirði. — Læknissetur í Bitruhrepp eða Fellshrepp. 3. Miðfjarðarhérað: Húnavatnssýsla vest- an Gljúíurár, og innri hluti Bæjarhrepps í Strandasýslu að Laxá. Vólagæzla á isl. gufuskipum. Gæzla gufuvéla á jandi. Magnús Blöndal ber fram í neðri deild

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.