Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.03.1909, Page 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.03.1909, Page 4
52 Þjóðviljinn. XXIIL, 13. Ottu Monsted® danska smjörlíki er bezt, Jóbann L. Sveinbjörnsson 4 Hólmum verð tekinn í 1. launaflokk presta, eða fái árlega launaviðbót. 55. Beiðni frá hreppsnefnd Laugardalshrepps um 3000 kr. styrk til aðgerðar á þjóðveginum frá Þingvöllum til Geysis. 66. Beiðni frá Indriða Helgasyni um 600 kr. styrk til áframhaldsnáms í rafurmagnsfræði. 57. Beiðni frá Einari lagakennara Arnórssyni um 700 kr. launahækkun á ári. 68. Beiðni frá ísólfi Pálssyni um 1600 kr. styrk árl. um næstu 2 ár, tii þess að afla sér tekniskr- ar menntunar erlendis. 59. Beiðni frá leiðtoga hjálpræðishersins á ís- landi um 600 kr. árl. styrk. 60. Beiðni frá Ríkharði P Jónssyni um 600— 1000 kr. styrk til þess að geta gengið á dagskóla í mótun og teikningu. 61. Beiðni frá Ingimundi Stefánssyni um 800 kr. styrk næsta ár, til að ganga á teikniskóia. 62. Beiðni frá þeim G. G. Zoéga og Þórarni Kristjánssyni um 1000 kr. styrk handa hvor- um næsta ár til að halda áfram námi við poiytekniskan skóla. Bœjarbruni. í öndverðum þ. m. brann bærinn Tjarnagarðs- horn f Svarfaðardal í Eyjafjarðarsýslu, og varð litlu bjargað, með því að eldurinn kom upp að nóttu. — Baðstofan brann þó ekki, en allt, sem brann var óvátryggt. Bóndinn, Sófonías Jóhannsson, kvað hafa fengið brunasár á höndum og fótum. Ætlun manna er, að eldurinn hafi komið upp i eldhúsinu. Sýslumannsembætti vcitt. Sýslumannsembættið í Strandasýslu var 1. marz síðastl. veitt Halldðri Júliussyni, sem verið hefir fulltrúi bæjarfógetans í Reykjavík. Eimm botnverpingar sektaðir. Danska varðskipið tók ný skeð þrjá þýzka botnverpinga, og tvo enska, í grennd við Yest- mannaeyjar, og voru þeir allir sektaðir af sýslu- manni Vestmanneyinga. Um upphæð sektanna hefir enn eigi spurzt. Botnvörpuveiðagufuskip strandar. Enskt botnvörpuveiðagufuskip frá Hull, „Mar- con“ að nafni, strandaði 6. marz síðastl. i Aust- ur-Skaptafellssýslu. — Skipverjar, 18 að tölu, komust þó allir lffs af. Prestaskólakcnnaraembætti vcitt. Pyrsta kennaraembættið við prestaskólann hef- ir verið veitt sira Eiríki Briem, heimspekiskenn- ara, frá 1. marz þ. á. Marga furðar á embættisveitingu þessari, þar sem sira Haraldur Níelsson, er gengt hafði em- bættinu, sem settur, hafði einnig sótt um það, og hefir vitanlega aflað sér mun meiri þekk- ingar í guðfræði, en sira Eirikur, auk þess er ! starf bans við biblíu-þýðinguna átti að sjálfsögðu einnig að koma t il greina, Haraldi tilmoðmæla. Tvö þýzk botnvörpuveiðagufuskip rekast á. Þýzka botnvörpuveiðagufuskipið „Baden" rakst á þýzka botnvörpuveiðagufuskipið „Branden- burg“ suður undan Portlandi, og kom gat á „Brandenburg11, svo að skipverjar urðu að hleypa ( því á land, og kvað skipið vera svo laskað, að eigi verði við það gert. — Einn skipverja drukkn- aði, en ellefu komust iífs af. MANNALÁT. 30. janúarl siðastl. andaðist i borginni Roosevelt i Minnesota í Bandaríkj- unum Páll Jóhannesson, 76 ára að aldri, ættaður úr Snæfellsnessýslu, en átti heima í Reykjavík, er hann fluttist til Ameríku. Andlátsfregnar þessarar er hér getið eptir tilmæium annars íslenzka blaðsins í Winnipeg. REYKJAYÍK 19. marz 1909. Kuldar all-miklir, og norðan-beljandar, síð- ustu dagana. — Prostið þó eigi meira en 6 stig. •------- „Prospero", skip frá Thore-félaginu, kom hingað, norðan og vestan um land, 17. þ. m. — Með skipi þessu kom dr. Valtýr G-uðmund.sson, er ætlar héðan til útlanda með „Sterling11 21. þ. m. — Enn fremur kom og Sighvatur bankastjóri Bjarnason o. fl. „Sterling“ leggur af stað til útlanda 21. þ. m., og þá hefst „utanför forsetanna11, sem áður hefir verið vikið að í blaði voru. Prentsmiðja Þjóðviljans' 126 „.Jeg tel það ekki mjög hættulegt!“ roælti Raffles!u „Þá getur sagt það!“ svaraði Twysten all-æstur. „En það er jeg, sem fæ að súpa seyðið! Og það er aunað en gaman! Það er ýfulaus sjór daglega, og bansettur sunn- anvindurinn rekur „Maurinn“ mun fyr heim frá Havana, en við áttum von á, og rekst liann þá á fallbyssubátinn“. „Giles skipstjóri gætir sín! Þér getið reitt yður á það!‘ „Gætir sín? Já, verði því við komið!“ mælti kaup- maðurinn, og æddi fram og aptur um herbergið. „Svart- an ára, eins og fallbyssubáturinn er, sér maður ekki, fyr en rekist er á hann!“ „A sjónum er það sjaldgæft, að menn reki saman nefin!“ svaraði Raffles, fyrirlitlega. „Maurinn“ getur hundr- að sinnum siglt fram hjá fallbyssubátnum, án þess hann verði hans var, og þó að hann mæti „Mosquito“, þá erhætt- an ekki eins rnikil, eins og þér ímyndið yður! Ekki sézt það utan á skipinu, að það ætli að lauma inn tollskyld- nm vörum? Hljóða ekki skipsskjölin upp á nafnið Boston? Séu ekki þau svik í tafli, að skipherrann á fallbyssubátn- um komizt að hátterni voru, og fari því að elta „Maur- inn“, þá er alls ekki mikil hætta á ferðum“. Yið orð þessi varð kaupmaðurinn nokkru rólegri. „Eru þá settir áreiðanlegir verðir?“ spurði hann og hætti að ganga um gólf. „Jeg er einatt hræddur um, að „Maurinn komi fyr, en ætlað var, i þessu hagstæða veðri ef til vill í dag eða á morgun. — Nátt-kíkirinn, sem eg hefi ritað eptir, er og ókominn enn!“ „Það skiptir engu“, mælti Raffles, „því [að metm vorir sjá eins vel með berum augum, eins^og þér ínátt- kíkinum yðar, og vörður er sífellt á klettunum“. 127 „Það er gott! Jeg veit, að jeg get treyst yður! Hefir liðsforinginn enn ekki koinizt á snoðir um neitt?“ „Hvernig ætti hann að hafa gert það? Detturyður í hug, að vér gerumst þeir kunníngjar hans, að þúa hann?“ „Engan veginn!“ mælti Twysten. „En eg hefi enn alls eigi boðið yður neitt að drekka, Raffles! Á það að vera romm, visky eða kognakk?“ „Helzt visky! En förum svo inn í sölubúðina, svo að liðsforingjann gruni ekkert“. Twysten rétti honum nú glas af visky-i, og tæmdi Raffles það í einum teyg. „Jeg átti líka að fá fimmtán pund af púðri handa Bill“, mælti Raffles, og setti glasið á borðið. „Púður! Handa Bill! Fimmtán pund! Hvað ætlar hann að gera við þau?“ „Ekki veit eg það, og ekki kemur mér það við!“ „Hm — það finnst mér þó!“ mælti Twysten, og varð áhyggjufullur á svipinn. „Jeg hygg nauðsynlegt Raffles, að þér hafið betra taumhald á Bill, svo að hann steypi os3 eigi öllum í glötun. — Hvaða strákskap framdi hann nýskeð á stöðinni? Yður varð það að vísu eigi að meini, en liðsforingjann og fallbyssubátinn, fengum vér þó, og heimskunni, og fljótfærninni, i honum eru vandræðin að kenna, sem vér erum komnir í.“ „Alveg rétt!“ svaraði Raffles. „Zeke hefir skipað- að eigi megi vinna stöðinni noitt tjón, ef stöðvarmenn gjöri eigi á hlut vorn. — Bill hlýðir þeirri skipun vafa- laust, því að Zeke er eini maðurinn, sem hann ber virð- ingu fyrir. — En ef þér viljið selja honum púðrið.“ „Jú, vissulega skal hann fá það!“ greip Twysten

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.