Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.04.1909, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.04.1909, Blaðsíða 1
Terð árgangsins (minnst 60 arkir) 3 kr. 30 aur.; erlendi8 4 kr. 50 aur., og t Ameríku ioll.: 1.50. Borgist fyrir júnimán- aöarlok. ÞJOÐVILJINN. —■'1 |= Tuttuöasti oö þbibji ábgangub. =1 . =— ■«—*»•!= RITSTJÓBI: SKÚILI THORODDSEN. +~ Vpps'ógn skrijleg ogild nema komiö sb til útqef- amJa fyrir 30. dag júní- m ánaðar, og kaupandi samhliða uppsögninni I borgi skuld sína fyrir Yblaðið. M 19. Reykjavík, 24. APBÍL. 1909. f hore-tilboðið. —oOo- anir, sem tyrir homim kunna að vaka — j Breyting ábúðarlaganna. í 14. nr. „Þjóðv.u þ. á., létum vér þess getið, að „nauða litlar líkur“ væru til þess, að tilboði Thore-félagsins yrði sinnt. Þessi ummæli blaðs vors voru þá eigi töluð út í bláinn, heldur var oss það þá full kunnugt, að allur þorri þingmanna í sjálfstæðisflokknum var málinu mótfallÍDn. Að sinna boðinu þótti mönnum áhætta, sem eigi væri leggjandi út í, ekki sízt þar sem þingið brestur mjög þekkÍDgu í slikum málum, og engar voru upplýsing- ar, er á væri að bygf.ja, nema þær, er Thoro-félagið sjálft hafði í té látið. Meðan forsetarnir voru erlendis, var núverandi ráðherra því sent símskeyti frá meiri liluta samgöngumálanefndarinnar þess efnis, að forsetarnir kæmust eptir því, hvort Thore-félagið væri oigi fáan- legt, til að gera tilboð, að taka að sér gufuskipaferðirnar, svo að þingmenn hefðu um annað, en tilboð sameinaða gufuskipa- félagsins að velja. Mun það þá hafa vakað fyrir flestum þingmönnum í sjálfstæðisflokknum, ef eigi öilum, að réttast væri, að gufuskipa- málinu væri að þessu sinni ráðið svo til iykta, af' stjórnirmi væri lát'ð þnð frjálst, — fengist eigi það tilboð trá Thore-fé- laginu, er þÍDginu gætist að —, hvort hún kysi þá heldur að semja við það, um millilanda- og strandferðirnar, eða við sameinaða gufuskipafélagið. Svars upp á fyrirspurn þessr væntu menn þá innan fárra daga, < n það kom aldrei og stafar það að öllum líkindum, að minnsta kosti raeðfram, af þvi, hve afar-mikið kappsmál nýja ráðherranum, sem og — nú orðið — nánustu vinum hans á þingi, er orðið það, að landssjóð- ur gerist hlutbafi í Tborefélaginu, með 500 þús. króna framlagi. Yér getum nú eigi annað en talið það miður viðeigandi, að nýji ráðherrann geri sér sérstakt far um, að fá máli þessu framgengt á þingi, þar sem sonur hans er umboðsmaður nefnds félags, að því, er til tilboðsins kemur, og á hagsmuni mikla í aðra hönd, fáist rnálinu fram gengt á þingi, auk þess er ráðherranum er sjálf- um ætlað, að vera formaður í stjórn hins nýja félags, sem óefað verður all-hálaun- uð staða, og þar á ofan sérstakur vin- ur hans 7hor. E. Julinms, sem í blut á, er brá fyrir hann skildi í dönsku blaði i vetur, er á ráðherra var ráðið. En þegar svo er ástatt, getur hvorki ráðherra vor, né nokkur annar, er líkt stendur á um — og hve göfugar hugs- ætlast til þess, að byggt só á áliti hans, eða tillögum, fremur en gerist í daglegu viðskiptalífi manna, þar sem þeir eiga hlut að máli, er eigi verða óviðriðnir taldir. Það liefir þó eigi leynt sér, að ráð- herra vor lítur allt öðrum augum á af- stöðu sína til máls þossa, og skyldu sina sem ráðherra, en vér, og ýmsir aðrir, gerum. En því síður ættu tillögur hans, að ráða nokkru í máli þessu, enda öllum skylt, og þá þingmönnum eigi hvað sizt, að gæta sjálfstæðis sins, og fylgja því einu fram í hverju máli, er þeir, við nókvæma yfirvegun, sem byggð er á þekkingu þeirri, er þeir hafa frekast haft föng á að afla sér, telja vera róttast og þjóðfélaginu heillavænlegast. Á hinn béginn er því þó svo farið á alþingi voru, sem víðar vill við brenna, að sumir gæta þess alls eigi, sem skyldi. Þegar kapp er á ferðum, hafa og sumr ir þingmenn naumast Dokkurn frið á sér, eru beittir þaulsetum, og fæst vopn látin óspöruð, til að fá þá til þess, að breyta gagnstætt vilja sinum, eða beygja hann að annara skapi, þótt ljótt só til frásagnar. En slík aðferð er algeng á þingi, þótt eigi séu það, nema sumir, er til slíks vilja hafa sig, þar sem öllum er skylt að óska þess, að aðrir sóu sem sjálfstæðastir, eins og þeir vilja sjálfir sjálfstæðis njóta. En hvað sem þessu líður, þá er það víst, að mjög er nú skipt orðið uui fylgi málsins á þingi, og hafa þó engar nýjar upplýsingar fram komið. Og svo er það þjóðræknin ein, og þjóð- arhagsældÍD, sem Jeiknum ræður í þessu máli, sem öðrum. Að voru áliti myodi þó þjóðinni happa- sælast, að málið yrði óútkljáð að þessu sinni, og tíminn til næsta þÍDgs notaður, til þess að afla sér þeirrar þekkÍDgar á málinu, sem þörf er á. fregnir frá alþingi. — oOo — X. Eignarnómsheimild, Síra Sig. Stefánsson hefir í efri deild borið fram frv. þess efnis, að bæjarstjórn ísafjarðarkaupstaðar veitist heimild, til að láta eignarnám fara fram á lóð undir barnaskólahúsbygging, og aðrar nauðsyn- legar byggÍDgar, og svæði, í sambandi við skólann. EigDarnámið skal framkvæmt af tveim dómkvöddum, óvilhöllum mönnum, er ekki eiga sæ.i í bæjarstjórninni. í frumvarpi um breyting ábúðar- og iittektarlaganna, er landbúnaðarnefndin í neðri deild ber fram, er ákveðið, meðal annars, að þegar leiguliði fer frá jörðu ekuli meta jarðabætur, er hann hefir unn- ið á jörðinni, og eigi voru áskildar í byggingarbrófi, skuli landsdrottinn gjalda honurn 1 kr. fyrir hvert dagsverk, en þó svo, að x/10 dregst frá fyrir hvert ábúð- arár, að undanteknu fyista árinu, eru leigu- liði naut jarðabótarinnar. Enn fremur eru og ákvæði ura það, að þegar nauðsynlegt er, vegna ábúðar jarðarinnar, að byggja ný bæjarbús, eða eDdurbæta þau að mun, skuli landsdrott- inn leggja fram ®/4 húsakostnaðarins, að frádregnu álagi, og andvirði gö.nlu jarð- arhúsanna. — Af upphæð þeirri er lands- drottinn þannig leggur fram, greiðir leigu- liði 4 af huDdraði árlega, auk leigumálans. Enn er og ákveðið, að leiguliði geti leyst til sin innstæðukúgildi gegn borgun i húsum eða jarðabótum, nema lands- drottinn kjósi heldur, að taka þau til sín. Kaupi leiguliði kúgildin áfyrgreind- an hátt, leggst kúgildaleigan við land- skuld jarðarinnar. Taki landsdrottinn á hinn bóginn kú- gildin, hækkar landskuldin um mismun þann, er metinn verður á kúgildaleig- unni og almennri peningarentu af verði kúgildanna. Landsbankinn. Peningamálanefnd neðri deildar befir borið fram frv. þess efnis, að í stjórn landsbankans skuli vera tveir bankastjór- ar, er ráðherra skipar, sem og lögfræðis- legur réðunautur kosinn af sameinuðu al- þingi til 4 ára í senn Ráðherra setur i reglugjörð ákvæði um 8ambandið milli bankastjóra, sera og milli bankastjóra og nefnds ráðanauts. Arslaun hvers bankastjóra eru 4000 j kr., auk gróðahlatdeildar, er skal vera j 10%, er greitt hefir verið 1% af seðla- I skuld bankans til landssjóðs, 1% í hús- ! næðissjóð, og 2% í varasjóð. Laun bókara við bankann eru ákveðin 8000 kr., en féliirðis 2400 kr., auk þús- UDdsgjalds, er veldur því, að þau geta orðið hæðst 5000 kr. Sala þjóðjarðarinnar Kjarni. Um sölu þjóðjarðar þessarar, sem Ak- ureyrarkaupstaður hefir fa’uzt eptir kaup- um á, hefir orðið töluverður ágreiningur, með því að núverandi stjórnarandstæð- ingar hafa, sem einn maður, barist gegn sölunni. — Pengu þeir því framgengt, er felld hafði verið tillaga þingmanna Eyfirðinga um það að Hrafnagilshreppur

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.