Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.04.1909, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.04.1909, Blaðsíða 2
74 ÞjÓÐVILJÍNN. XXIII., 19. gengi fyrir, ef hann vildi kaupa, að verð jarðarinnar var hækkað úr 8200 í 12000 kr. En þótfc sú breytingartillaga þeirra væri samþykkfc, greiddu þeir þó engu að síð- ur atkvæði gegn sölu jarðarinnar. Verð jarðarinnar verður að öllum lik- indum fært niður í 10,000 kr í efri deild. Wýtt lœknishórað í Vestur-lsafjarðarsýslu. Efri deild hefir samþykkt frumvarp um skipting Vestur-lsafjarðarsýslu í tvö læknishéruð, og verða læknasetur á í>ing- eyri og á Flateyri. Málið eigi komið til umræðu í neðri deild enn. Mat jarðabóta á Vestfjörðum því máli var vísað til landbúnaðar- nefndarinnar á þÍDgfundi neðri deildar 20. apríl. íslandsbanki. Penmgamálanefndin ber fram frv. þess efnis, að kaupa hlutabréf í Islandsbanka fyrir allt að 2 millj. króaa, og borga með allt að 101 kr. hundraðið. Borgunin greiðist í landssjóðsskulda- bréfum, er greiddir eru af 4}j2°j0 ársvext- ir, og kaupir íslandsbanki þau fyrir að minDsta kosti 98 kr. hundraðið. Af landssjóðsskuldabréfunum innleysir landssjóður ^ á ári hverju, í fyrsta skipti í des. 1910, en getur þó leyst þau öll inn eptir 1. júlí 1919. Nýtt læknishérað í Strandasýslu. Efri deild hefir fallizt á, að í Stranda- sýslu verði þessi tvö læknishóruð: 1. 7i'eykjarfjarðarhérab: Árneshreppur, og nyrðri hluti Kaldrananeshrepps að Bjarnarnesi. — Læknissetur á Reykj- arfirði. 2. Hölmavíkurhérað: Syðri hluti Kald- rananeshrepps frá Bjaroarnesi, Hróf- bergshreppur, Kirkjubólshreppur, Fells- hreppur og Óspakseyrarhreppur. — Læknissetur á Hólmavík. Neðri deiid hefir enn eigi fjallað neifct um þet!a mál. Lending í Bolungarvík. Þingsályktunin um það, að verkfræð- ingur verði sem fyrst látinn skoða, og gera tillögur um nauðsynlegar umbætur á lendingunni í Bolungarvík var sam- þykkt í neðri deild 20. april. Almenni menntaskólinn. Kennslumálanefnd neðri deildar ber fram svo látandi tillögu til þÍDgsálykt- unar: Neðri deild Alþingis ályktar aö skora á stjórn- ina að láta sem fyrst endurskoða og bæta reglu- gerð hins almenna mentaskúla, og gera tafar- laust þá breytingu, að fella burt efra aldurs- takmarkið, sem nefnt er í 18. gr. í bráðabirgðar- reglugerð fyrir hinn almenna menntaskóla í Reykjavík, 9. septbr. 1904, og slíkt hið sama neðra aldurstakmarkið um viðtöku í lærdóms- deildina, og enn að breyta nú þegar 12. gr. svo að nemendur utan skólans megi ganga undir öll próf skólans. Enn skorar deildin á stjórnina að koma á samræmi um námstíma og aldurstakmark milli hins almenna menntaskóla og gagnfræðaskólans á Akureyri. Þingsáiyktun þessi fær væntanlega góðan byr á þingi, enda hér uin brýna ! nauðsyn að ræða. Thore-félagið: Landssjóður hluthafl., Hálf millj. króna. Meiri hluti samgöngumálaaefndar neðri deildar ber fram svo látandi frutnvarp: 1. gr. Landsstjórninni veitist heiraild til að kaupa hlutabróf í gufuskipafélaginu „Thore“ fyr- ir 500 þúsund krónur með þeim skilyrðum, sem hér fara á eptir: a. að hlutafé félagsins verði 800,000 krónur; b. að hlutir landssjóðs verði 4°/0 forréttinda- hlutir. o. að þessar breytingar verði gerðar á núver- andi skipastól félagsins: 1. í stað skipanna „Kong Helge“ og „Per- wie“ komi nýtt skip eða nýlogt með líkri stœrð og gerð eins og skip fétags- ins „Sterling“ og með eigi minni hraða. Þetta skal vera framkvæmt áður en landssjóður tekur hluti í félaginu. 2. að keypt verði nýtt eða nýlegt skip með líkri stærð og gerð eins og skip féiagsins „Sterling“ og með jafn miklum hraða að minnstá kosti. 3. að keypt verði 2 ný eða nýleg strand- ferðaskip með hér um bil 150 smá- lesta larmrúmi, farrúmi. fyrir 10— 15 farþegja á 1. farrými, 20—25 far- þegja á 2. farrými og með 9 mílna hraða að minnsta kosti. 4. að útbúin verði kælirúm í 2 skipum að. minnsta kosti at' framan greind- um skipastól, sem ganga landa á milli. d. að landssjóður eigi rétt á, að leysa til sín fyrir ákvæðisverð hve nær sem er jhina almennu hluti í félaginu, e. að alþingi skipi stjórn félagsins að hálfu — 3 menn, —. og ráðherra íslands sé auk þess sjálfkjörinn formaður stjórnarinnar, f. að skip Thore-félagsins, sem nú eru, með þeirri breytingu, sem ræðir um undir staf- lið e. 1., verði afhent hinu nýja félagi tyrir það verð, er þau verða metin. Matið skal framkvæmt af 3 mönnum, dóm- kvöddum. af landsyfirrétti íslands, g. að þær breytingar verði gerðar á lögum j Thore-félagsins, sem fulltrúar alþingis og j ráðherra íslands telja nauðsynlegiir til að tryggja rétt landssjóðs, som forréttinda- j hluthafa í félaginu. Pélagið hafi vat-nar- j þing á Islandi. 2. gr. Til þess að kaupa hlutabréf þau, sem j um getur í 1. gr., voitist landsstjórninni heim- j ild til að taka 500,000 króna lán, sem afborgist með jöfnum afborgunurn k 20 árum, og niega vextir af því eigi fara fram úr 4L/.3°/0 eða sem því svarar. j Heimildin til að kaupa hlutabréfin er því skilyrði bundin, að lán þetta fáist með eigilak- j ari kjörum. Það er vilji nýja ráðherrans, sern eigi j er farið leynt með, að reyna að liamra ! frumvarp þatta gegnum þingið, hvernig sem það nú lánast. Öskandi, að tilraunin misheppnaðist. Seld verzlun. Stórkaupmaður Thor. E. Tuliníus íKaupmin na- höfn hefir selt Þórhalli DaníeUsyni verzlun sína > Höfn í Hornafirði. Hr. Þórhallur Danielsson hefir áður verið verzlunarstjóri Tuliniusar í Höfn í Hornafirðf. log, samþgkkí á alþingi. —O— VII. Lög inri viðauka við iög nóv. 1907, um bæj- ar stjörn i Hafnarfirði. (Á- kvæði um skyldu, til að taka sæti í bygg- ingarnefnd, og í hafnarnefnd, um bygg- ingarsamþykkt fyrir kaupstaðinu, hafnar- reglugjörð, er stjórnarráðið setur, sem og um reglugjörð um notkun vatnsafis o. fl.) VIII. Lög 111m breytiag á lögum ÍO. nóv. 1905, nm bann gogn innflixtningfi á út- lendu kvikfé. Ákvæði, er banna að flytja hingað til lands hunda frá útlöndum. IX. I^ög nxn breyting á lög’nm növ. 1907, 3. gr., um kennaraskóla í Reykja- vfli. Námstíminu í kennaraskólanum byrj- ar fyrsta vetrardag, og endar siðasta vetr- ardag. X. Lög ixtn fiskimat. 1. gr. Allur saltíiskur, sem fluttur er héðan af landi og fara a til Spánar eða ítaliu, hvort heidut- beina leið eða um önnur lönd, skal met- inn og flokkaður optir gæðum af fiskimatsmönu- um undir umsjón yfirfiskimatsmanns. Yfirfiski- matsmennirnir skulu einnig h.tfa umsjón með útskipun, hleðslu og meðfet-ð fiskjarins í útflutn- ingsskipunum og gefa fyrirskipanir hér að lút- andi, er þeim er skylt að hlýða, er hlut eiga að máli. Hverjum fiskfarmi skal fylgja vottorð yf- irfiskimatsmanns ritað á farmskrárnar. Nánari reglur um matið og meðferð vörunn- ar bæli við útskipum og i útflutningsskipunum skulu settar i crindisbréfum yfirfiskimatsmanna og fiskimatsmanna, sem stjórnarráðið gefur út. 2. gr. Ráðherrann skipar yfirmatsmennina, og ekulu þeir hafa aflað sér þekkingar á fiski- mati, verkun og meðferð fiskjar, annað hvort með því að hafa starfað sem fiskimatsmenn eða á annan hátt. Þeir skulu rita undir eiðstaf, um að þeir vilji hlýða ákvæðum þeim, sem sett eru viðvikjandi starfi þeirra, og með alúð og kostgæfni rækja skyldur þær þær, sem á þeim hvíla i stöðu þeirra. 3. gr. Þessir yfirfiskimatsmenn skulu þegar skipaðir og laun þeirra greidd úr landssjóði: 1. Yfirfiskimatsmaðurinn i Reykjavík. Umdæmi hans skal ná yfir svæðið austan frá Þjórsá vestur að Öndverðarnesi. Árslaun hans eru 2000 kr. Hann er jafn framt ráðunautur stjórn- arráðsins í þeim málum, sem viðkoma fiskimati og fiskverkun. 2. Yfirmatsmaðurinn á ísafirði. Umdœmi bans skai ná yfir svæðið frá Öndverðarnesi norður til Reykjarfjarðar í Strandasýslu. Árslaun hans eru 1800 kr. 3. Yfirfiskimatsmaðurinn á Akureyri. Umdæmi hans skal ná yfir svæðið frá og með Reykj- arfirði austur að Langanesi. Arslaun hans eru 1600 kr. 4. Yfirfiskimatsmaðurinn á Seyðisíirði. Umdæmi hans ska.1 ná norðan frá Langanesi suður að Hornafirði, að þeim firði meðtöldum. Árslaun hans eru 1600 kr. 5. Yfirfiskimatsmaðuiinní Yestmannaeyjum. Um- dæmi hans er Vestmannaeyjar og Vík í Mýr- dal og árslaun 800 kr. Tölu yfirfiskimatsmanna má auka með fjár- veiting á fjérlögum og verður þá gerð nauðsyn- leg hrevting á umdæmuin þoirra með konungs- úrskurði. 4. gr. Fiskimatsmenn skipar lögrelustjóri á hverjum fiskiútflutningsstað svo marga, sem yf- j ir fiskimatsmaður telur þurfa og eptir tillögum

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.