Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.04.1909, Side 2
78
Þjósviljinn
XXIII, 20.
full samið, svo að þeir gæt.u gagnrýot það
í nefndaráliti sinu, enda áttu þeir alls
enga heimtingu á því, og gátu lýst sinni
skoðun á málinu hvað sem nefndaráliti
meiri hlutans leið. — því fór og fjarri,
að þeir byðu 099, meirihlutamönnum, að
sýna oss álitsskjal sitt, og gátu því eigi
vænzt þess, eins og allri breytni þeirra
í nefndinni hafði verið háttað frá öndverðu,
að vér færum að breyta öðru vísi við þá,
en þeir við oss.
Eg hefi talið mér skylt, að láta þing-
inu í tó þessa skýrslu um gang nefndar-
starfanna, svo að ósannindi og aðdróttan-
ir minni hluta nefndarinnar, til að hylja
sínar eigin aðfarir, og banaráð við málið
á þinginu, stæði eigi ómótmælt í skjala-
parti þingtíðindanna, og það því síður,
sem minni hlutinn, ofan á öll ósannindin
og get9akirnar, vitnar til „guðs og sam-
vizkunnar, sem reyndar virðist sofa svefni
hins andvaralausa, að því er til ummæl-
anna í álitsskjali hans kemur.
Þessa var því fremur þörf, sem til-
gangur minni hluta nefndarinnar leynir
sér alls eigi. — Hann kemur til dyranna
mjög sakleysislega, sem vandandi um
dráttinn á málinu, beitir því fyrir sig
hinu góða tii að geta þvi betur blekt
þjóðina með ósanninda-aðdróttunum sínum.
Yfirleitt ætti að mega vænta þess af
þingmönnum, að þeir leyfi sér ekki þá
ósvinnu, að bera fram bláber ósannindi
í þingskjölum. — Slíkt sómir sér alstað-
ar ílla, og þó hvergi ver en þar.
Neðri deild alþingis 23. april 1909.
8hili Ihoroddsen
íormaður sambandslaganefndarinnar
LandsbanKinn. — RannsóKn siupuð.
ÞRIGGJA MANNA NEFND.
--O—
Ráðherra hefir 26. april þ. á. gertsvo
látandi ráðstöfun:
„Stjórnarráðið felur yður, hr. skrifstofu-
stjóri Indriði Einarswn. ásamt cand. ,jur.
Karli Einarssyni, og kennara við kennara-
skólann, Ólafi Danielssyni, samkvæmt 26. gr,
i lögum 18. sopt. 1885, að rannsaka nú þeg-
ar allan hag iandshankans, og eruð þér for-
maður þoirrar rannsóknarnefndar.
Nefndinn er falið sérstaklega, að aðgæta
seðlafúlgu hankans, þar á meðal að hve miklu
leyti gömlu seðlai'nir bafi verið dregnir inn,
og hve mikið hefir verið getið vit af nýjum
seðlum; að aðgæta þær skuldbindingar, víxla
skuldabréf o. fl., sem bankinn hefir í hönd-
um, eða veðdeild bankans, og gera sér grein
fyrir gildi þeirra; að rannsaka, hvort viðlaga- j
sjóður bankans, og varasjóður sparisjóðsins, j
er tryggður að lögum, og sannreyna, hvort j
sjóður bankans er fyrir hendi; að aðgæta
hverjar, og hve miklar skuldbindingar bank- |
ans eru, bæði við þá, sem lagt hafa fé í spari-
sjóð bankans, og hina, sem eiga fé hjá bank-
anum á annan hátt.
Þér getið lagt fyrirspurnir fyrir banka-
stjórnina, eða sérstaka menn úr henni, som
skylt or að svara, krafist að yfirfara bækur
bankans, og heimta yður sýnd öll þau skjöl,
verðbréf, víxla eða skuldbindingar, sem bank-
inn heíir í höndum, og sömuleiðis heimtað,
að yður sé sýndir, og afhentir til gagnskoð-
unar, allir reikniugar, sem bankann snerta,
eða einhverja grein hans, eins þótt þeir séu
frá umliðnum árum.
Að loknu verki gefið þér félagar ráðherra
íslands skýrslu um gerðir yðar.
Þetta birtist hinni háttvirtu stjórnarnefnd
hér með til leiðbeiningar.
Björn Jónsson.
Jon Hermannsson.
Til
stjórnar landsbankans.11
Eins og bréfið bendir á, or heimild
stjórnarinnar til ráðstöfunar þessarar byggð
á 26. gr. laga 18. sept. 1885, er svo segir:
„Stjórn bankans er ávalt skyldug, að geta
landshöfðingja allar þær upplýsingar um bank-
ann, sem honum kann að þykja ástæða, til að
heimta.
Landshöfðingi getur og, hvenær sem er,
látið rannsaka allan hag bankans11.
Að hagnýta að eins fyrri lið greinar-
innar hefir ráðherra, svosem bréfið sýnir,
eigi talið nægja, og dylst eigi, hvað í
því felst.
Bréfið sýnir og að ganga á úr skugga
um það, hvort nokkur óregla, eða óvar-
kárni i útlánum hefir nokkuru sinni átt
sér stað við landsbankann, þar sem jafn
vel er, í niðurlagi bréfsins, mælt svo fyr-
ir, nð leita skuli til umiiðinna ára.
Það er boðið, að rannsaka eitt, og síð-
an annað o. s. frv.
Ef eigi þetta — þá hitt.
Á hinn bóginn hefir ráðherra lýst því
yfir á alþingi, að tilgangurinn sé að eins
sá, að „kynna sér hag bankans“, er hann
nú tekur við stjóroinni, og þá um leið
við „ábyrgð á bankanum-1, án þess rann-
sóknin sé sprottin af nokkrum „íllum
grunu af hans hálfu.
En hvað sem því líður, hefði þsð ver-
ið heppilegra bæði frá sjónarmiði lands-
sjóðs, sem er eigandi bankans, og frá
sjónarmiði almennings, að ráðherrann
hefði hagað svo til, að hann hefði „kynnt
sér hag bankansu, án þess að gera það
j heyrum kunnugt á þann hátt, sem orðið er.
Hvorki sparisjóðs-innieigendur, né er-
lendir lánveitendur bankans, geta vitað,
hvort tilefni rannsóknarinnar er, og geta
skapað sér einhverjar grýlur, þótt engin
sé ástæða til.
Yæntanlega nær skýrsla sú, er ráð-
herra gaf alþingi, svo sem að framrn er
á vikið, þó þeim tilgangi sínum, að friða
hugi manna.
Teljum vér og víst, að eigi sé nein
ástæða til neinnar hræðslu, eða kvíða
— þrátt fyrir ofan greinda stjórnarráð-
stöfun — að því er til fjárhagslegu hiið-
arinnar kemur.
Hvað hitt atriðið snertir, hafi einhver
óregla átt sér stað við landsbankann, fyr
eða síðar — en um það er ritstjóra „Þjóðv.u
auðvitaðjafn ókunnugt, sem almenningi—,
þá kemur fyrst til etjórnarinnar kasta, að
íhuga það atriði málsins, er rannsókninni
er lokið
Irá fijiklandi.
fjioldán sviptur völdum.
Eptir hryðjuverkin, dráp dómsmála-
ráðherra o. fl., sem „Þjóðv.u hefir getið
um, söfnuðu Ung-Tyrkir herliði úr ýms-
um héruðum ríkisins, og hófu síðan um-
sát um höfuðborgina, Konstantinbpel.
Lauk svo, að því er símskeyti herma
27. apríl, að herlið soldáns varð loke að
gefast upp.
Mannfall kvað hafa orðið mikið.
Soldán rekinn frá ríkisstjórn 27. apríl.
Eptir aðfarir soldáns, og ýmsa klæki
hans, fyr og síðar, mega öllum þykja tíð-
indi þessi góð.
hoiG-tilboðið.
—O —
Eptir útkomu síðasta nr. blaðs vors,
lagði meiri hluti samgöngumálanefndar-
innar það til, að frumvarpinu yrði breytt
þannig, að 1. gr. þess væri orðuð svo:
Landstjórninni veitist hoimild til að setja
á stofn hlutafélag til að annast einskipaferðir
landsins og verja til þess allt að 500 þús. kr.,
með þeim skilyrðum, seui bér fara á eptir:
a. Hlutafé félagsins sé minnst. 800 þús. kr.,
en fari eigi fram úr 900 þús. kr.
b. Hlutir landssjóðs skulu vera forgöngublutir,
sem gefa 4°/n á undan öðrum og eigi má
skerða fyr en þorrið er annað fé félagsins.
c. Núverandi hlutböfum „Thore“-félagsin8 gefst
forkaupsréttur að almennu hlutunum, 300
þús. kr.
d. Félagið skal að minnsta kosti hafa fjögur
hentug skip til að fara milli landa og tvo
strandferðabáta. Kælirúm skulu vera í ekki
færri en tveimur hinna fyrnefndu skipa.
e. Landssjóður á rétt til að kaupa almennu
hlutina fyrir ákvæðisverð hv6nær sem er.
f. í lögum félagsins skulu vera öll þau ákvæði,
sem nauðsynleg eru til þess, að tryggja rétt
landssjóðs um forgönguhlutina.
Ráðherra var dú og ætlað að starfa
lauDalau9t í stjórn félagsios.
Eíds og getið var í siðasta nr. blaðs
vors, var málið sótt af miklu kappi, enda
þótti kynlega við bregða, er tveir þing-
menn, sem kunnugt var um, að málinu
voru andvígir, hurfu af þingfundi, og tóku
því eigi þátt í atkvæðagreiðslunni.
Að lokum var með 12 atkv. gegn 11
samþykkt svo látaudi rökstudd dagskrá,
er Skúli Thoroddaen bar fram:
I trausti til þess, að landstjórnin afli sér
glöggra skýrslna þekkingarfróðra manna um
allt er að oimskipaútgerð lýtur,. som og um
óskir landsmanna, að þvi or milli-landa- og
strandferðir snertir, og leggi fyrir nœsta al-
þingi, ásamt tillögum sínum um málið, tekur
deildin fyrir næsta mál á dagskránni.
Atkvæðagreið9lan kom mjög flatt upp
á fylgismenn málsins, en vel fór, sem fór
að þessu sinni.