Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.06.1909, Síða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.06.1909, Síða 2
118 ÞjÓÐVILJíNN. XXIII., 30. SÍLD. Eptirspurn eptir stórri, feitri, vel verkaðri síld, og rnætti, sem stendur, líklega fá 17—20 kr. fyrir tunnuna. Smá-síld, og milli-síld, á hinn bóginn í mjög litlu verði, og nær óseljanleg. — LYSI sé það grómlaust: Ljóst þorska- lýsi á 26 kr., dökkt á 24 kr., hákirls- og sel-lýsi á 28 kr., meðalalýsi á 37 kr. (Tunnan talin 210 pd. netto.) — SELSKINN dröfnótt, seld fyrir fram á 4 kr. hvert. — ULL. Söluhorfur mikið betri, en í fyrra. — Gtízkað á, að hvit norðlenzk ull, beztu tegundar (úr Eyjafjarðar- og Þing- eyjarsýslum) seljist á allt að 80 aur. pd., ull úr Skagafjarðar- og Húnavatnssýslum á 75 aur., en ve9tfirzk og sunnlenzk á 70 aur. — LAMBSKINN í litlu verði, líklega 30 aur. fyrir einlit skinn, ógölluð. — ÆÐARDÚNN. Gh'zkað á 10 — 11 kr. pd. — PRJÓNLES verður að líkindum í nokk- uð lægra verði, en í fyrra, og heppileg- ast, að það, sem nú er til, só sent i júli, svo að það sé komið á erlendan markað snemma í ágúst. HAUSTVÖRUR. Horfur fremur góð- ar, einkum að því er snertir gærur. — lög, samþgkkt á alþingi. —0— Auk laga þeirra, er siðasta alþingi sam- þykkti, og blað vort hefir þegar getið, er þessara enn ógetið: LII. Ivög um verzlunar- ■baeliXTr- (í lögum þessum er ákveð- ið, að kaupmenn skuli halda sjóðbók, höf- uðbók og bréfabók, auk þess er öll við- skipti, er eigi selur hönd hendi, eiga dag- lega að skrást í frumbók, jafn skjótt sem þau fara fran:. I hvert skipti, er einhver verzlunar- viðskipti fara fram bóklega. á að láta skiptavini i té sarnrit af viðskiptunum. Um sönnunargildi frumbókar, sé bók- in vel og skipulega rituð, og engin atvik liggja til, er geri bókina grunsama, segir í 8. gr. laganna, að sé skuldar krafist innan árs frá því, er hún varð til, skuli álíta það rétt, er í frumbókinni stendur, ef aðili sá, er í hlut á, vill eigi synja fyrir með eiði, að rétt sé bókað. — En sé hann dáinn, eða geti ekki unnið eið- inn, eða treystist ekki til þess, sakir minnisbrests, eða því um liks, má, ef engin atvik gera það ísjárvert, dæma eig- anda, eða umráðamanni veizlunarinnar, heimilt, að sanna sitt mál með eiði sín- um, eða eiði þess manns, er í bókina hafði ritað það, er um var þrætt. Kaupmönnum er og gert að skyldu, að gera yfirlit yfir efnahag sinn einu sinni á ári hverju, í sama mund hver, og færa það inn í löggilta bók, eða í höfuðbók sína, sé hún löggilt. Ýms önnur ákvæði eru og í lögum þessum, t. d. að það er látið varða sekt- um, eða fangelsi, ef skafið er út, eða á annan hátt gert ólæsilegt það, sem eitt sinn var skráð í verzlunarbók, í stað þess að leiðrétta á annan hátt, ef misritast hefir). LIII. T jög- um girðíngar. í lögum þessum segir í 1. til 4 gr: 1. gr. Girðingar þær, sem lán er veitt til úr landsjóði svo og aðrar girð- ingar, er njóta styrks af almanna fé, skulu vera að minnsta kosti 42 þuml. á hæð. Eigi er vírgirðing á jafnsléttu full- gild. nema hún sé með 5 strengjum. — Glarð má hlaða undir vírinn óg skal hann vera 2—3 fet á hæð og 3 strengir ofan á honum, ef hann er 2 fet, en 2 strengir, ef garðurinn er 3 fet á hæð. 2. gr. Stuðlar, sem vírinn er festur á, skulu vera með U/g faðms millibili, hvort sem girðingin er á jafnsléttu eða garður hlaðinn undir vírinn, samkvæmt 1. gr. Grirðing, sem lán er veitt til úr land- sjóði, sé gerð að öðru leyti samkvæmt reglugjörð, er landstjórnin semur. 3. gr. Þegar einhver vill girða, hvort sem það er einstakur maður eða félag, og leitar um lán úr landsjóði til þess, skal hann láta fylgja lánbeiðinni skýrslu um lengd og fyrirkomulag hinnar fyrirhug- uðu girðingar og áætlun yfir kostnaðinn. — Nægi eigi fé það, sem ætlað er á ári hverju til girðinga til að íullnægja öllum, er um lán hafa beðið, skulu þeir, sem eigi komast að i það sinn, hafa forgangs- rétt næsta ár að öðru jöfnu. 4. gr. Œrðing, sem lánað er til úr landssjóði, skal vera fullger innan tveggja ára frá þvi að lánið var veitt. Skulu úttektarmenn hreppsins taka girðinguna út og senda stjórnarráðinu vottorð um að hún sé gerð samkvæmt fyrirmælum 1. og 2. gr. og reglugerðum þeim, er getur um í 2. gr. Kostnað við úttekt greiðir lántakandi. — Ef girðingunni er eigi lokið þegar tvö ár eru liðin, fellur lánið í gjalddaga með 6°/o vöxtum. Enn fremur er sýslunefnd heimilað í 9. gr. laganna, að gera samþykktir fyrir stærri eða minni svæði innan sýslu, um notkun gaddavírs, um samgirðing gegn ágangi búfjár, um tilhögun þeirra og við- hald, og beit innan girðingarinnar. Itáskólapróf í stjórnfræði. tóku í Kaupmannahöfn í júní þ. á.: Ólafur Bj'órnsson, ráðherra Jónssonar, og Oeorg Ólajsson, og hlutu báðir aðra einkunn. Mciðyrðainál hefir ráðherra Björn Jónsson nýlega höfðað gegn útgáfunefnd blaðsins „Reykjavík11; en í úteáfunefndinni eru: Lárus H. Bjarnason, laga- skólaforstcðumaður, tiig/ús Eymundsson, bóksali, og Tryggvi bankastjóri Ounnarsson. Mál þessi eru höfuð, út af tveim greinum í blaðinu: „Prentun alþingistíðindanna1* og „Kráku- bróðirinn“. Fyrir hönd ráðherra flytur málin yfirdóms- málfærslumaður Magnús Sigurðsson. — Sjálfsmorð. Snikkari í Reykjavík, Sigurður Jónsson, frá Fjöllum í Kelduhverfi, fyrirfór sér nýskeð, fannst nær dauða en lifi, fyrir innan Rauðará 20. júni síðastl., og andaðist daginn eþtir, af áverka, sem hann hafði veitt sér. Hann var maður um þrítugt, og lætur eptir sig konu, og þrjú börn. Ástæðan til þessa óyndisúrræðis, kvað hafa verið sú, að peningakröggur höfðu þrengt að honum. Lœknir fer ntan. Héraðslæknir Rangæinga, Jón H. Sigurðsson að nafni, hefir fengið leyfi stjórnarráðsins, til að dvelja erlendis í eitt ár, til að afla sér aukinnar þekkingar i læknisfræði, og ætiar að ganga á spítala í Kaupmannahöfn og Berlín. Hann fór utan með „Lauru“ í júní. Veitt sýslumannscinbætti. Sýslumannsembættið í Vestmannaeyjarsýslu. hefir verið veitt Karli Einarssyni, aðstoðarmanni í stjórnarráðinu. Blaðið „íngðlfur“ hefir nýskeð verið selt hlutafólaginu „Sjálf- stjórn11, sem hefir sett sér það hlutverk, að hefja baráttu gegn lögum síðasta alþingis um aðflutn- ingsbann á áfengi, og er leiðinlegt, að svo skyldi fara um blaðið. Ritstjóri blaðsins til bráðabyrgða er stud. jur. Sigurður Lýðsson. Hundrað ára afmæli. 25. júni síðastl. voru hundrað ár liðin, síðan Jörundur, er Islendingar ýmsir hafa nefnt „Hunda- dagakonung11, brauzt til valda á íslandi, og lýsti það sjálfstætt ríki, laust við öll yfirráð Dana. — En völd Jörundar stóðu, sem kunnugt er. eigi lengur, en til 22. ágást 1909, enda reyndust ís- lendingar, sem mest áttu undir sér í þá daga, honum í meira lagi undirförulir, og kunnu ekki að hagnýta tækifærið þjóðinni að neinu leyti til góðs, enda Jörundur verið sumum þeirra í meira lagi harður í horn að taka. Dr. Jón Þorkelsson hefir ritað sögu þeirra at- burða, er þá gjörðust hér á landi. Fornmenja-rannsóknir. Kapt. Daníel Bruun er nýlega kominn til Is- lands, og ætlar að rannsaka fornmenjar, hoftótt. og forn mannvirki i Ljárskógum í Dalasýslu, þar sem fyrrum bjó Þorsteinn Kuggsson, er getur í Grettissögu. Dr. Einnur Jónsson fæst við rannsóknir þess- ar með honum, og kemur hann til Austfjarða frá útlöndum. Settur prcstaskólakennari. Síra Haraldur Níelsson, dómkirkjuprestur í Reykjavik, hefir frá 1. júli þ. á. verið settur annar kennari við prestaskólann, með hálfum embættislaunum, og er honum ætlað, að kenna þar ýmsar guðfræðisnámsgreinar, en síra Eiríki Briem, fyrsta kennara, ætlað að kenna áfram heimspeki, sem verið hefir. — Mannaiát. 3. marz siðastl. andaðist að Ásláksstöðum á Vatnsleysuströnd bóndinn Guðmundur Ouðmunds- son 79 ára gamall. Guðmundur sál var fæddur á Auðnum í marzmán. 1830, og var alla æfi sína i sama hreppi. Árið 1858 kvæntist hann Ingi- bj'árgu Bjarnadöttur, ættaðri héðan úr hreppi, og byrjaði sama ár búskap í Minni Vogum. Vorið eptir fluttu þau hjón að Ytri-Ásláksstöðum og keyptu þá jörð og bjuggu þar til dauðadag^ Þau eignuðust 8 börn og eru aðeins 2 dætur þeirra enn á lifi. Konu sina missti Guðmundur sál. fyrir 4 árum síð. n. Guðmundur sál. var þrekmaður, fjörmaður og gleðimaður á yngri árum. Allt fram á efstu ár

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.