Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.07.1909, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.07.1909, Blaðsíða 1
Yerð árgangsina (minnst | 60 arkir) 3 kr. 50 aur.; i erlendis 4 kr. 50 aur., og \ í Ameríku ioll.: 1.50. Btrgist fyrir júnlmán- aáarlok. ÞJÓÐVILJINN. — .|= Tutttj&asti oö ÞBIBJI ÁHGANGUB. =1=--.=— |= RITSTJÓRI: SKÚLI THORODDSEN. - TJppsögn skrifleg ðgild nema komið sð til útgef- anda fyrir 30. dag júní- | mánaðar, og kaupandi ' samlúiða uppsögninni I borgi skuld sína fyrir ’ blaðið. Reykjavík, 24. júlí. 1909. M 33. Prestarnir. — o— Preetastefnan á Þingvöllum var alger- lega andvíg aðskilnaði ríkis og kirkju, svo sem áður hefir verið frá skýrt hér í blaðinu. Þeir geta fyrst og fremst ekki viður- kennt að þjóðkirkja sé óeðlilegt fyrirkomu- lag, og telja því opinbera skylt að styrkja trúarfélögin, svo framarlega sem þjóðin viðurkenni þann sannleika að sið- gæði borgaranna sé þýðingarmesta atriðið í hverju mannfélagi, og að trúin sé öfl- ugasti þátturinn í að efla það. Jeg varð alveg agndofa afundrun, er jðg las þetta, að því skyldi á tuttugustu öldinni vera haldið fram að siðgæði væri ávöxtur trúarinnar, og meira að segja ætl- ast til að ríkið hefði þá skoðun. Geta þessir menn bent á að guðhrædda fólkið breyti nokkra lifandi vitundbetur en guðleysingarnir? Og geta þeir sýnt fram á að evangel- iska lúterska kirkjan hafi meiri siðbæt- andi áhrif á mennina en nokkur önnur trú? Það er fullkomlega sannanlegt mál, að það er hverjum manni hollast að breyta vel, að honum Hður bezt hér í lít'inu, ef hann gerir það, og þessvegna á bann að gera það. Það er samvizkan sem ráða á breytni manna, og samvizkan er engu ónæmari hjá vantrúarmanninum en hinum trúaða Tilgangur þjóðfélagsins er að gera mennina betri og sælli. Og það er að minnsta kosti ósannað mál, að trúin geri mennina nokkra vitund betri eða sælii. Ein af helztu skyldum þjóðfélagsins er að gera öllum einstaklingum jafn hátt undir höfði. Það á að lofa hverjum einstaklingi að hafa sannfæringu sina í friði, og það á ekki að særa tilfinningar manna, nema brýn nauðsyn beri til. Þessvegna é það að lofa hverjum manni að trúa því, sem hann sjálfur vill- Þetta er líka í orði viðurkennt — trú- frelsi er borgurunum tryggt í stjórnarskrá hvers siðaðs ríkis. En trúarfrelsið er víða brotið. Mönnum er að vísu lofað að hafa trú- arsannfæringuna i friði fyrir árásum rik- isins, það er að segja ríkið valdbýður ekki neina ákveðna trúarskoðun. En ríkið á líka að gera öllum jafn auðvelt að útbreiða sína trú, svo framar- lega sem ekkert er kennt, er stríðir á móti lögum og velsæmi, og það getur það með því einu móti að láta allt trú- boð hlutlaust. En þjóðkirkjufyrirkomulag er brot á þessu jafnrétti. Það gerir einum trúarfiokki hægra að útbreiða sinar skoðanir, en öllum öðrum trúarflokkum, sem til eru í landinu, það launar embættismenn, er hafa það hlut- verk að efla og styrkja fylgið við á- kveðna trúarskoðun. Og það gerir meira, það misbýðurtrú- arsannfæringu þeirra manna, er andvígir eru skoðunum þjóðkirkjunnar, með því að verja fé úr hinum sameiginlega sjóði allra borgaranna, til eflingar skoðunum, sem þeir ef til vill telja skaðlegar, og ! þá jafnframt til þess að útrýma því, sem þeir telja sannleikann í trúarefnum. Þjóðkirkja er gagnstæð tilgangi rík- isins, og ríður í bága við trúfrelsishug- sjónina. Verði ríki og kirkja aðskilin, er apt- ur á móti öllum trúbragðafélögum gert jafn hátt undir höfði, í því felst ekki á- rás á trúarskoðun nokkurs manns, eða flokks, heldur er með því fullnægt kröf- um sanngirni og réttlætis í trúarefoum. Alveg fráleit er líka sú tillaga, að krefjast sórstakrar atkvæðagreiðslu, og mikils meiri hluta fyrir skilnaði, eigi hann að koma til framkvæmda, eins og presta- steínan gerði. Það getur ekkert vit verið í að heimta að öðru visi sé með þetta mál farið, en önnur, þau er löggjafarvaldið ræður til lykta. Einfaldur meiri hluti verður að sjálf- sögðu að ráða úrslitum. Og það er engin ástæða til þess að bera málefnið undir þjóðina sérstaklega, meðan það ekki er gert við hvert meiri báttar mál, sem þingið hefir til meðferðar. Og það er að mínu áliti alveg rangt, að láta þjóðina fyrst greiða atkvæði um málið, og löggjafarvaldið svo setja lög- in á eptir. Eigi nokkur meining að vera í atkvæðagreiðslunni, og eigi hún að vera þjóðinni nokkur trygging fyrir að þingið ekki að hafist það, sem henni er þvert um geð, þa á hún að fara fram eptir að þingið hefir samþykkt fruinvarpið, enda er því svo hagað þar sem slik atkvæðagreiðsla þekkist hér í álfu. Því að það liggur i hlutarins eðli, að þótt máiið sjálft í einhverri mynd hafi fylgi meiri hluta þjóðarinnar, þá er eng- an veginn víst, að það hafi það i því , formi, sem löggjafarþingið hefi afgreitt það. ! L. TJ tlönd. - -o— Til viðbótar útlendu fréttunum í síð- asta blaði skai þessara tíðinda getið: Danmörk. í Kaupmannahöfn héldu listamenn og rithöfundar úr mörgum lönd- um fund síðast í júnímánuði, til þess að ræða um ýms áhugamála sinna svo sem réttinn til verka sinna og hvernig hann yrði bezt tryggðar. í Kaupmannaböfn var þeim forkunnar-vel tekið. Móttöku- hátíðin var haldinn á háskólanum og töl- uðu þar af Dana hálfu utanríkisráðgjafinn, t'ormaður rithöfundafélagsins danska, og G-eorg Brandes, þá gekkst og bæjarstjórnin l fyrir hátíðahaldi í ráðhúsi borgarinnar. Svíþjóð. Mjög háttsettur foringi í sjó- liði Svía, Beckman að nafni hefir ný- lega verið myrtur á götu í Stokkhólmi. Hann var þar á gangi ásamt fleira fólki, allt i einu heyrðist skot, og í sama bili hneig Beckman til jarðar, einn félaga hans ætlaði að hjálpa honum, en þá kom hann auga á mann, er stóð rétt hjáhon- um, og miðaði á hann skammbyssu, hann stökk því til hliðar, svo að skotið fór fram hjá honum, en særði annan mann, er þar gekk fram hjá í því bili. Þegar morðinginn sá að hann fékk ekki frekar að gert skaut hann sjálfan sig. Maður- inn, er glæpinn framdi var unglings pilt- ur 22 ára gamall, og það sem kom bon- um til ódæðis þessa, var hatur é hernaði og öllu er að honum lýtur, hinn myrta sjálfan þekkti hann ekkert. Englandi. Á blaðamannafundi, er var haldinn í Lundúnum í júnímánuði, varmeð- al annars rætt um, hvernig hægt væri að fá taxta á ritsímaskeytum færðan niður, að því er skeyti til blaða snertir. Meðan á þeim umræðum stóð bar Marconi að, og hann lýsti þvíyfir, að þá er hann hefði lokið við endurbætur á hraðskeytatólum sínum, er hann nú er að fást við, gæti hann tekið að sér að senda skeyti, hvað langt sem vera vildi, fyrir verð sem ekki færi fram úr 15 aurum fyrir orðið, og að það áður langt um liði yrði hægt að senda þráð- laus skeyti, þótt 6000 enskra mílna fjar- lægð væri á milli stöðvanna. 1. þ. m. voru tveir menn rnyrtir í samkvæmi, er Indverjar hélduí Lundún- um, annar hét sir W. C. Wyllie og hafði verið aðstoðarmaður hjá ráðgjafa Indlands, hitt var læknir indverskur að kyni. Það var indverskur stúdent, er glæpinn framdi, skaut hann á þá mörgum skammbyssu- ; skotum og hitti svo vel, að þeir dóu því nær þegar í stað. Glæpamaðurinn var tekinn, en ekki vita menn hvað komið hefir hon- um til íllvirkis þessa, en gizkað á, að það muni vera hatur til Englendinga lít af

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.