Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.08.1909, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.08.1909, Blaðsíða 1
Verð árgangsins (minnst 60 arhir) 3 kr. SO aur.; trlmdis d kr. 50 aur., og I Ameríku doU.: 1.50. Btrgist fyrir júnimán- aðarlok. ÞJÓÐVILJINN. Ttjttu»asti oö þsibji Aköangub. 1= RITSTJÓRI: SKÍJLI THORODDSEN. =|: UJJjtM'<n fftvn/te f vytui nema komið *e til útyef- anda fyrir 30. dag júní- mánaðar, og kaupand samhliða uppsögninni borgi skuld sina fyrir blaðið. M 38. Reykjavík, 18. ÁGÚST. 1909. Útlönd. --o— Danmörk. 15. júlí samþykkti fólks- þingið að taka 40 millj. króna ríkislán. Á lántöku þessa hefir áður verið minnst hér í blaðinu. Friðrik konungur VIII. og drottning hans fóru um miðjan júlímánuð í kynn- isför til Rússlands, og var auðvitað tekið með mestu virktum. Um miðjan júlímánuð heimsóttu marg- ir frakkneskir þingmenn Kaupmannahöfn og var að sjálfsögðu tekið svo vel, sem föng voru til. 19. júlí andaðist prófessor Leopold Rosenfeld. Hann, sem var maður um sextugt,varmerkurlagasmiður(komponist). Noregur. Telpan í Þrándheimi, sem getið var um hér í blaðinu, að myrt hefði fóstru sína, hefir nú játað, að hún hafi stolið 1000 kr. frá fóstru sinni og eytt þeim. Látinn er nýlega Wexelsen biskup í Þrándheimi. Hann, sem var um sextugt, gaf sig mjög við stjórnmálum, og átti sæti í mörgum ráðuneytum. 15. júlí vildi það til í Asker við Kristjan- íu að sænskur verkmaður, August Ander- sen Krondal að Dafni,er fylgdi ungri stúlku heim ásamt fleira fólki, að afloknum trú- boðsfundi, allt í einu dró upp skamm- byssu og skaut þegar þrjú skot i bak stúlkunDar, er þegar datt dauð niður. ÁstæðaD var 6Ú, að stúlkan vildi ekki þýðast ástir hans. Hann var mjög und- ir áhrifum tungutalsprests eÍDS. Friðþjófur Nansen er farinn norður í höf á skipi sínu „Veslemaagu. Ætlar hann að ranDSaka hafið milli Noregs og íslands, og allt til austurstrandar Græn- lands, siðar ætlar hann að rannsaka hafið milli Grænlands og Irlands. Óðalsþingið hefir samþykkt frumvarp stjórnarinnar um að ríkið kasti eign sinni á fossana, án þess að gjalda eigendunum nokkrar skaðabætur. Ef lögþingið ekki breytir ákvæði þéssu, verður það dóm- stólamál, því að margir líta svo á, sem frumvarp þetta fari í bága við ákvæði hinna norsku grundvallarlaga, að því er eignarrétt snertir. Svíþjóð. Verkfallið, það hið mikla, sern getið hefir verið um í simskeyti hér í blaðinu, er mjög alvarlegt, og má segja, að verkamenn og vinnuveitendur geri sitt ítrasta, til þess að sýna hverjir sterkari eru. Auðvitað kenna hverir öðrum um upp- tökin. Vinnuveitendur segja, að verka- menn hafi sagt upp samningum, en verka- menn segja aptur á móti, að vinnuveit- endur liafi notað þá aðferð, að segja verka- mönnum upp vinnu, í því skyni, að íþyngja sjóðum verkmanna, er styrkja verða slíka menn, til þess að veikja verk- manna hreyfinguna í heild sinni. Óvíst var, er síðast fréttist, hvernig deilu þess- ari myDdi lykta. England. Hörð rimma varð í neðri deild brezka þingsins, og gerðust jafn- aðarmeDn sérstaklega stórorðir i garð hinna flokkanna, loks stökk einn þingmaður, jarlinn af Winterton upp og æpti að ræðu- manninum, jafnaðarmanninum Thorne: „Þér eruð svo drukkinn, að þér hafið ekki leyfi til þess að tala með!“ Thorne svar- aði, að hann væri jafnt ódrukkinn, sem aðrir þingmenD, og formaður þingdeildar- innar skoraði á Winterton, að biðja af- sökunar, sem hann og gjörði, enafþessu urðu ærsl mikil og hávaði. Thorne var ekki ánægður og hélt áfram, og kallaði að síðustu Winterton lygara, og sneri þá formaður sér að honum og setti ofan í við hann og skoraði á Thorne að biðja afsökunar, en er hann neitaði því, lýsti formaður því yfir, að hann væri útilokað- ur frá fundum þingsins. Aðfaranótt 15. júlí rakst enskur neð- ansjávarbátur á flutningaskip og sökk á svipstundu. Einir 3 menn voru á þilj- um uppi og björguðust þeir, en ollefu manns, er voru niðri í skipinu fórust. 17. júlí var mikil flotasýnine á Themsá. Yoru þar 148 herskip saman komin og er sagt að aldrei hafi jafn mikill floti verið samsafnaður á einurn og sama stað. Flotamálaráðherran hefir iýst því yfir á þinginu, að eptir að hann hafi nákvæm- lega rannsakað hvað önnur ríki ætli að byggja af nýjum herskipum telji hann nauðsynlegt að byggja 4. „Óragau i við- bót viðbót við það sem áður hefir verið ákveðið. Erakkland. Þess hefir verið getið eptir símskeyti hér í blaðinu að ráða- neyti Clemenceau féll í júlímánuði. Þetta kom mönnum á óvart en nú hafa borist nánari fregnir af atburðum þessum. Svo var mál með vexti, að beint var fyrir- spurn til stjórnarinnar um flotamálin, í þau hefir verið skipuð þingnefnd fyrir skömmu, og hat'ði hún fundið aðýmsum ráðstöfunum stjórnarinnar, er þar að lúta ClemeDceau tók þessar aðfinnslur all-ó- stint upp, og er mælt, að það hafi mjög stuðlað að falli hans, hve heiptuglega hann svaraði öllum mótstöðumönnum sín- um og sá varð endirinn, að dagskré, er lýsti trausti á stjórnina var feld með 176 atkv. móti 212, en þees ber að gæta að þetta var eíðasta þingdaginn og margir þingmeDn voru fjarverandi, enda sagt að Clemenceau mun ekki haf'a verið ó- Ijúft að láta at stjórnarstörfunum, hann er orðinn garuall maður því nær sjötug- ur, en er mjög ern, Hinn nýji forsætiráðherraFrakka Aristide Birand er maður á fimmtugsaldri. Hann er gamall jafnaðarmaður og varð fyrst ráðherra ásamt Clemenceau haustið 1906. Var hann þá um hríð kirkju- og kennsl- málaráðherra og skildi við skilnaðarmálið — ríkis og kirkju — með hinui mestu snild. Síðar varð hann jafnframt dóms- málaráðgjafi. Nú er hann ÍDnannkisráð- gjafi og ráðaneytisforseti. Spánn. Þar er um þassar mundir uppreisn út af afskiptum stjórnarinnar í Marokko, og voru horfurnar all óvæn- legar er síðast fréttist. Látinn er nýlega Don Carlos er til ríkis kallaði á Spáni. Hann var kominn all-nærri því laust eptir 1870 að komasb til valda, en það mistókst eigi að síður, og dvaldi hann síðan lengst af á Ítalíu. Bússland. Svo sem áður hefií verið frá skýrt, heimsótti Rússakeisari Eng- laDd í sumar. Hann fór ekki í land og skips hans var meðal annars gætt af tveim „Órögum“, enn frerour var sagt, að á landi væri fjöldinn allur af rússneskum leyni- lögreglumönnum. Tyrkland. Órói var mikill á Krít er síðast fréttist, en óvíst hvernig lykta myndi. Kriteyingar vilja sem kunnugt er helzt sameinast Grikklandi. islandsmál í dönskum blcðum. Frá Kaupmannahöfn er ritsð: „Síðan ráðherrann kom, hafa blöðin stundum verið að minnast á Islandsmái. Eitt blaðið átaldi það, að ráðherrann skyldi gjöra mann, sem hafði orðið sér jafnmik- ið til vanvirðu, og B. Kristjánsson („saa dybt kompromitteret“) að viðskiptaráða- naut. Hér var átt við áskoruDÍna, sem birt var i „Lögréttu“. Þá var löngu búið að veita Bjarna Jónssyni þessa sýslu. Þá var „Politiken“ að leggja á móti bann- lögunum, og taldi upp 4 félög hér í Höfn, sem hefðí mótmælt þeim (víngjörðar- og vínsölumannafélög). Þetta kom líka eptir dúk og disk, daginn eptir að konuDgur staðfesti lögin. Lang mestur úlfa þytur varð hér þó út af því, er Danir fréttu tilmæli þÍDgs- ins um það, að milliferðaskipin skuli koma við í Hamborg. Blöðin sögðu sem svo: Þótt íllt sé til að vita, þá er ekki hægt að meina íslendingum beinlínis að verzla í Hamborg, en hitt skulu þeir ekki halda að ríkissjóðuriun danski styrki þá til þeirra ferða, því hefir innanríkisráðherr- ann lofað formönnum kaupmannafélags-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.