Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 25.09.1909, Side 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 25.09.1909, Side 1
1 Verð árgangsins (minnst 60 arkir) 8 kr. 50 aur.; erlendis 4 kr. 50 aur., og í Ameríku doll.: 1.50. Borgist fyrir júnimán- aðarlok. * .......-■•'[= TuTTUftASTI 08 ÞRIÐJI ÁRGANGUR, = .—8—*r*l= RITSTfJORI: SKtJLI THORODDSEN. TJpps<i:/n skriflea ögild nema komið sc til útqef- anda fyrir 30. dag júnl- mánaðar, og kaupandi samhliða uppsögninni I horgi skuld sína fyrir Xblaðiö. Reykjavík, 25. SEPT. 43. Til lesenda Jjóðf Þeir, sem gjörast kaupendur að XXIV. árg., rÞjóðv.“, er hefst næstk. nýár og eigi hafa áður keypt blaðið, fá = alveg ókeypis = sem kaupbæti, síðasta ársfjórðung yfir- standandi árgangs (frá 1. okt. til 31. des.) Nýir kaupendur, er tolað- ið íx*ain, fá enn fremur ærinn 200 bls. af skemmtisögum ■«* Þess þarf naumast að geta, að sögu- safnshepti „Þjóðv. hafa víða þótt mjög skemmtileg, og gefst mönnum nú gott f»ri á að eignast eitt þeirra, og geta þeir sjálfir valið, hvert söguheptið þeir kjósa af sögusöfnum þeim, er seld eru í lausa- sölu á 1 kr. 50 a. Ef þeir, sem þegar eru kaupendur blaðsins, óska að fá sögusafnshepti, þá eiga þeir kost á því, ef þeir* t»oi*g,ci XXIV. árg. fyrirfram.z::= Aliir kaupendur og lesendur, „Þjóðv.“ eru vinsamlega beðnir, að benda kunningjum síoum og nágrönnum, á kjör þau, sem í boði eru. •••• Nýjir útsölumenn, er útvega blaðinu að minnsta kosti sex n.v j:í lmnpendur, sem og eldri út- sölumenn blaðsins, er fjölga kaupendum um sex, fá — auk venjulegrasölulauna — einhverja af forlagsbókura útgefanda „Þjóðv.“, er þeir sjálfir geta valið. Nýir kaupendur, og nýjir útsölumenn, eru beðnir, að gefa sig fram sem allra bráðast. Utanáskript til útgefandans er: Skúli Ihoroddsen, Vonarstrœti 12 Eeykjavík. Iftgefandi „Jjóðv.“ Skipun bankastjóra. —o— Senn líður að þeim tíma, er ráð- herra ákveður, hvorum falin skuli forstaða Landsbankans. Eins og kunnugt er, samþykkti síð asta alþingi lög þess efnis, að tveir skuli vera bankastjórar Landsbankans, og kemst sú skipun á um næstk. áramót Skiptir nú mjög miklu, að ráðherra verði heppinn í vaiinu, þar sem almenn- ing varðar það mjög mikils, sem og lands- sjöðinn, að bankanum sé stjórnað sem hyggilegast, og á þann hátt, að þörfum þjóðarinnar sé í hvívetna fullnægt, sem frekast eru föng á. Ekki sízt er þess afarbrýn þörf um þessar mundir, er ýmis konar fjárhags- legir örðugleikar kreppa rojög að þjóð- inni, og deyfð grúfir yfir öllu viðskipta- lífinu. Varðar mjög miklu, að bankastjórar séu eigi skipaðir aðrir, en þeir, sem hafa glögga þekkingu á öllum atvinnuvegum landsins, og á öllum hag almennings yfir höfuð að tala. Viðtæk þekking á bankamálum, svo sem bókfærsla, og tilhugun ýmis konar, sem við banka tíðkast, er auðvitað mik- iisvarðandi, en skiptir þó eigi eins miklu, sem hið fyrgreinda, enda bæfileikamönn- um — og öðrum er eigi ætlandi að starf- inn verði falinn — engan veginn um megn, að afla sér hennar á örstuttum tíraa. Að ætla sér, að haga stjórn banka hér á landi að öllu leyti eptir sömu reglum, sero fylgt er i erlendum stórborgum, tjáir alls eigi, eins og atvinnuvegum hér á landi er háttað. Skulum vér í þessu efni sérstaklega benda á það, að eigi tjéir, að leggja aðal-áherzl- una á stutt víxil-Ián, t. d. að eins til þriggja mánaða, því að slík lán koma að eins sára-fáum hér á landi að liði. Það er að heita má eigi aðrir, en kaup- menn í Reykjavík, embættismenn þar, og iðnaðarmenn, eða aðrir, er taka laun sin á öllum tima árs, er not hafa jafn stuttra víxillána. Utan Reykjavíkur er viðskiptum al- mennings við verzlanirnar að mestu leyti og því sem næst eingÖDgu svo háttað, að kaupmönnum er að eins borgað að sumrinu, og að haustinu, og almenning- ur hefir örsjaldan handbært fó á öðrum tímum árs. Reglan, sem íslandsbanki, og útbú hans, fylgja, eptir danskri fyrirmynd, að vilja eigi veita víxillán til lengri tíma, en þriggja mánaða, og áskilja afborganir ef víxillánið er fram leDgt, á því alls ekki við hér á landi, og kemur sér mjög ílla. Sú regla, sem sami banki hefir tekið UPP> °g fylg>r, að krefjast bærri vaxta, j en hinna algengu útlánsvaxta, ef víxillán er fram lengt, gerir og lánskjörin mun þungbærari almenningi, en ella, ekki sízt er framlengingarnar vilja verða mjög tíðar þar sem víxillánið er að eins veitt til þriggja mánaða, sem fyr segir. Þessa útlendu banka-reglu ætti Lands- bankinn þvi fyrir hvern mun að forðast, enda ætti hann og, þar sem hann er þjóð- areign, engu síður að láta sór annt um það, hvað almennmgi er hagkvæmt, en um hitt, að næla sér sem optast 1/4°/0 í framlengingargjald af víxillánum. Þá ríður og mjög á því, að þeir, sem skipaðir eru bankastjórar, sóu menn er 1909. hafa áhuga á framförum landsins, og trú á atvinnuvegum þess, og kippa þií eigi að sér hendinni, er ílla árar, og aimenn- '• ingi verst gegnir. Slík aðferð bakar eigi að eins fjölda manna mesta óhagræði, heldur getur hún og valdið miklu verðhruni, að því er eignir landsmanna snertir, sem og skert álit þeirra, og láDstraust, bæði iiér á landi og erlendis o. s. frv. En öllu sb’ku verða bankarnir að gera sór allt far um að afstýra, svo sem frek- ast eru föng á og láta sér yfir höfuð aDnt um, að vera almenningi svo greiðviknir, og liðlegir í viðskiptum, sem frekast er auðið, er í nauðir rekur. Vér teljum óefað, að ráðherra geri sitt ýtrasta, til að taka þessar bendingar vorar til greina, er hann veitir ofangreind bankastjóra embætti, og velji heppileg- ustu mennina úr umsækjanda hópnum, svo að í sögu Landsbankans hefjist nýtt framkvæmdarrikt, og landinu heillavæn- legt tímabil, er nýju bankastjórarnir koma til sögunnar. Ritsímaskeyti. til „Þjóðv.“ —0— Kaupmannahöfn 16 sept, 1909. Norðurfararnir. Peary rengir sögusögn Cook’s. — Mik- ill ágreinÍDgur um þetta efni um heim allan. (Símskeyti þetta sýnir, að Peary ve- fengir, að Cook hafi komist til Dorður- heimsskautsins, en fjöldi manna telur sögn Cook’s þó ábyggilegri). Frá Bretlandi. Tvísýna er talin á því, að fjárlögin nái samþykki á þingi Breta. (Það er efri málstofan, þar sem lévarð- arnir eíga sæti, sem búist er við, að rísa muni gegn fjárlögunum, til að afstýra því, að ýms af fjármálanýmælum irjáls- lyndu stjórnarinnar nái fram að gaæga). Kaupmannahöfn 23. sept. 1909. Norðurfararnir. Peary firrtur. — Neitar að þiggia heiðursmerki. — Kveðst vænta sannana Cook’s. (Símfregn þessi 9ýnir, að Peary ve- fengir enD, að Cook hafi komizt til norð- urheimsskautsins, og vill engin heiðurs- merki þiggja, sem stafað getur af því, að honum þyki dregið úr heiðri sínura, og sér óréttur gjör, eður og af því, að hann sem er Bandaríkjamaður, hefir eigi mæt- ur á slíku glÍDgri). Prá Danmörku. Fullyrt, að Christensen sleppi ráðherra- embætti, er hervarnarlögin eru samþykkt á þÍDgi.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.