Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 25.09.1909, Qupperneq 2
170
Þ JÓÐ A.IJL IKS.
XXIIL, 48.
Flateyrar-læKnishérað.
—o—
Út af ummælum „Lögréttu“ nýskeð,
að því er etofnun Flateyrar-læknishéraðs
enertir, skal þees getið, sem ritstjóra „Lög-
réttu“ hefði mátt vera, og er ef til vill,
kunnugt, að ritstjóri „Þjóðv.“ var eklci
flutningsmaður þess máls á alþingi, held-
ur var það borið fram í efri deild, af síra
Kristni Daníelssyni, þingmanni Vestur-
ísfirðinga.
Að öðru leyti skal þess getið, að Vest-
ur-ísfirðingar hafa árum saman óskað þess,
að Vestur-ísafjarðarsýslu yrði skipt í tvö
Jæknishéruð, og að Flateyri yrði gjörð að
læknissetri. — En tillaga þess efnis, er
Jóhannes ólafsson, þá verandi þingmaður
Vestur-ísfirðinga, bar fram á alþingi 1907,
náði eigi fram að ganga, og leituðu Vest-
ur-ísfirðingar því ásjár þingsins 1909, og
fengu þá, sem betur fór, ósk sinni fram-
gengt að lokum.
Tilhæfulausar, og ósæmilegar getsak-
ir í minn garð, vil eg biðja „Lögréttu*
að spara sér, vilji hún eigi verra af hafa.
Sk. Th.
Nýjar bœkur.
—o—
Andvari, tímarit hins isí. þjóð-
vinafélags. Rvík 1909. — XVI-4-196
bls. 812.
Andvari flytur að þeseu sinni mynd
af skáldinu Benedikt Oröndal (f 2. ág.
1907), og fremst i tímaritinu er ævisaga
hans, er skráð hefir Þorsteinn rit9tjóri
Gíslason. — Skipar hann Gröndal í sæti
meðal „beztu og einkennilegustu skálda
okkar á siðastl. öldu.
Að öðru leyti eru i tímaritinu þessar
ritgjörðir:
I. Enn um upphaf konungsvalds á ís-
landi, eptir Björn Magnússon Olsen.
Kitgjörð þessi (bls. 1—81) er gagn-
rýning á ritsmiði dr. Knud Beríin’s, um
réttarstöðu Islands, eptir Gramla sáttmála,
er nefnist á dönsku: „Islands statsretlige
Stilling eftir Fristatstidens Ophor. — Af
dr. Knud Berlin. — Forste Afdeling: Is-
lands Underkastelse under Norges Krone.
— Kobenhavn 1909“.
Dr. Bjorn M. Olsen tekur það fram í
niðurlagi þessarar ritgjörðar sinnar, að
hann hafi „orðið að vega á tvær hendur,
bæði gegn dönskum og íslenzkum öfg-
um“, og telur sannleikann munu vera ein-
hversstaðar miðja vegu þar á milli. —
Blaðlesendum mun að líkindum mörgum
skoðanir hans á málinu kunnar, bæði af
ritgjörð hans, er birtist í Andvara 1908,
sem og af ýmsum blaðagreinum; og lát-
um vér oss því nægja, að vísa þeim í
Andvara, er kynnast vilja þessari nýju
ritsmíð hans. —
II, Fáeinar athugasemdir um skynjan
og skilningarvit, eptir Þorvald
Jhoroddsen.
Ritgjörð þessi (bls. 82—102) er fyrir-
lestur sem höfundurinn flut.ti í „íslend-
ingafélagi“ i Kaupmannahöfn, og skýrir
hann þar frá því, sem kunnugt er um
starfsemi heilans, og hversu skynjanin á
umheiminum berst til vor gegnum skiln-
ingarvitin. — En í öllu er hér að lýtur,
er mannkynið yfirleitt afar-skammt komið.
í ritgjörðinni er og skýrt frá ýmsu,
sem kunnugt er um skynjan, og skiln-
ingarvit, ýmsra dýrategunda, æðri, sem
lægri, t. d. krossfiska, skordýr.i ýmsra o.
fl., og er þekkingin í þessum efnum að
sjálfsögðu enn takmarkaðri, en að þvi er
til mannanna kemur.
Höfundurinn getur þess og, að jafn
vel plöntur virðist hafa nokkurs konar
skynjan á lágu stígi; „blöðin draga sig
eptir Ijósinu, og smærstu breytingar á
ljósi og skugga geta hat't áhrif á þau,
rótartangarnar þukla sig áfram i moldinni,
eptir raka og öðrum kringumstæðum, sem
þeim eru hentugar, og vafningsviðir, og
klifjurtir, bera sig opt mjög einkennilega
eptir Ijósinu.
Plöntur, sem éta skordýr (t. d. sól-
dögg og lyfjagras) hafa örnæma tilfinn-
ingu fyrir því, hvað það er, sem snertir
þær, hvort það er regndropi, eða æti o.
s. frv.
Plönturnarhafa samt engin líffæri, sem
geti líkzt taugakerfi dýranna, og tilflnn-
ing jurtanna, ef svo mætti kalla, er oss
því litt skiljanleg, en útfrá þessari ó-
ljósu jurtatilfinningu kvíslast þó tilfinn-
ing og skynjan.
Menn hafa líka tekið eptir því, að
einfaldir lífkvoðukekkir á mararbotni,
sem eru alveg líffæralausir, og eigiulega
standa fyrir neðan dýr og plöntur, velja
sér sandkorn ýmsrar tegundar, til þess
að bylja sig, og byggja sér fylsni af
ýmsu formi“.
Margt er í ritgjörðinni fróðlegt, og
skemmtilegt, þótt þekkingarstig manna
sé afar-lágt í þessum efnum, svo sem fyr
var getið. —
m. Aðflutnmgsbann á áfengi, eptir
Magnús Einarsson, dýralækni.
Ritgjörð þessari (bls. 108—113) var
Útbýtt meðal alþingismanna á síðaetl. vetri
til þess að reyna að afstýra því, að að-
flutningsbannið næði eamþykki alþingis.
— Sú tilætlun höfundarins mistókst þó,
sem betur fór; en ritgjörðin vakti tölu-
vert umtal í blöðunum um þær mundir,
svo að óþarft þykir, að minnast hennar
hér frekar.
IV. Fiskirannsóknir 1908, eptir Bjarna
Sœmundsson.
í ritgjörð þessari (bls. 114—153) skýr-
ir höfundurinn frá rannsóknarferðum sín-
uro um Yesturland 1908.
Rannsóknirnar voru tvenskonar: sjö-
rannsöknir, þ. e. athugun á hita og eðlis-
þyngd sjávarins á ýmissi dýpt, og fiski-
rannsóknir.
Rannsóknir þessar fóru fram hér og
hvar á fjörðum og víkum, er inn úr ísa-
fjarðardjúpi skerast hér og hvar, og hag-
nýtti höfundurinn ýmist álavörpu; síla-
vörpu, eða botnsköfu, við veiðarnar, til
þess að kynna sér, hvaða ungviði hefðist
á hverjum stað á þessum fisksæln stöðum.
Samskonar rannsóknir gerði hann og
á nokkrum fjörðum i Strandasýslu, og að
lokum i grennd við Skarðsstöð í Dalsýslu.
Skýrslan er að ýmsu leyti all-fróðleg,
eins og sams konar skýrslur höfundar-
ins í fyrri árgöngum Andvara.
Síðari kafli ritgjörðarinnar er um mar-
fló á fiski (þorski). — Marfló hefir nokk-
ur undeu f«rin han9t sótt svo mikið á
þorsk, er veíðzt hefir i þorskanet í G-arð-
sjó, að fiskurinn hefir verið stórskemmd-
ur, er vitjað var um netin, og hafa „opt
verið svo mikil brögð að skemmduuum,
aðaf 20 —40fiskum, sem hafafeagistíaina i
umvitjan, hafa ekki nema 2 —3 verið
óskemmdir“.
Höfundurinn telur líklegt, að áraskipti
geti verið að því, hve mikið sé um mar-
flóna, og geti það stafað af einhverjum
óþekktum breytingum í lífskjörura hennar.
V. Um fiskisýninguua í Niðarósi 1908.
Ritgjörðin er skýrsla þeirra fjögra
manna, er á sýninguna fóru, styrktir til
þess af almannafé; en menn þessir voru:
Stefán Kristinsson á Völlum, Baldvin
Gunnarsson á Höfða, Þorgrímur Sveinsson
í Hafnarfirði, og Einar Jónsson á Isafirði.
ÞAB ER EKKI RÉTT, sem segir í „Vestra“
11. sept. þ. á., að ritstjóri „Þ]óðv.“ sé einn i
tölu þeirra, er sótt hafa um bankastjóra-stöðu
við Landsbankann, og er þessa hér getið, svo
að enginn leggi trúnað á það, sem enginn minnsti
flugufótur er fyrir.
Skip brunnið.
Aðfaranóttina 16. sept. siðastl. brann norsk
fiskiskúta á höfninni í Seyðisfjarðarkaupstað.
Um ntvikin, er valdið hafa bruna þessum
hefir enn eigi spurzt.
Úr Berufirði (í Suður-Múlasýslu)
er „Þjóðv.“ ritað 11, sept. þ. á.: „Ágætis tið
hefir verið hér í sumar, og heyjast afbragðs vel.
— Aflalaust befir þó verið á Berufirði að kalla.
Um siðastl. mánaðarmót vildi það hörmulega
slys til, að 12—13 ára gamall drongur frá Ey-
dölum drukknaði skammt frá bænuin“.
Bjarndýrs-kálfur
var nýlega skotinn í Aðalvík í Norður-ísa-
fjarðarsýslu.
Uin drukknun
Guöm. bónda Jónssonar i Þingnesi er „Þjóðv.“
skrifað, að hann hafi farist milli Skóg-eyjar og
lands, hafi verið að reiða hey úr eyjunni.
Guðmundur var „vaimenni“ — segir heim-
ildarmaður vor — „hagleiksmaður, og góður
bóndi. — Hann dó frá konu, og sjö börnum
ungum“.
Lagaskðlinn.
Um aukakennara-embættið við Jagaskólann
kvað þessir lögfræðiskandídatar bafa sótt: Björn
Þörðarson, fíngi Bry/ijólfsson, Jón Kristjánsson,
Mapiús Guðmundsson og Magnús Sigurðsson.
Skemmti-samkoma.
Dýrfirðingar héldu skemmti-samkomu að Vals-
eyri í Dýrafirði 12. ágúst. siðastl.
Samkomuna sóttu um 400 manns, og hófst
hún með því, að síra sigtryggur Guðlaugsson á
Núpi flutti guðsþjónustugjörð, en að henni lok-