Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 25.09.1909, Qupperneq 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 25.09.1909, Qupperneq 3
XXIII, 43. Þjóðviljinn1. 171 inni skýrði Sighvatur Or. Borgfirðingur á Höíða irk því, sem kunnugt er um Valseyri, hinn forna Jiingstað Dýrfirðinga. Ýmsar ræður voru og fluttar, auk þess skemmtu menn sér við söng, glimur, stökk og sund. Valseyri er eyri milli Botns og Lambadals i Mýrahreppi. — Þrir mcnn drukkna. Að kvöldi 7. sept. þ. á. hvolfdi báti á Arnar- firði, og drukknuðu þrir menn; en formanninum Jóhannesi Egilssyni á Hóli í Arnarfirði, var bjargað. Menn þessir ætluðu út á fjöruna til smokk- fisksveiða, og kom rokhviða í seglið, svo að bátnum hvolfdi. Tveir mcnn drukkna Aðfaranóttina 7. sep. síðastl. drukknuðu tveir inenn á höfninni á Akureyri Eirílcur Halldórsson frá Veigastöðum og Jóhann Þórarinsson frá Dáiksstöðum. — Þeir fórust á siglingu, því að báturinn fannst á hvolfi, og var seglið uppi. — Skip strandar. Vélarskúta, „Henny“, að nafni, eign Gísla kaupmanns Hjálmarssonar, strandaði í grennd við Höfn ( Borgarfirði 14. sept. þ. á., og verður seld á stranduppboði. Manntjónið á Arnarl'irði, ] sem getið er bér að framan, bar að fram undan bænum Hellu í Arnarfirði. — Mennirnir sem ■drukknuðu, voru: 1. Guðbjartur Sigurðsson, frá Austmnnnadal. 2. Guðbjartur Markússon, frá Skeiði i Selárdal, og 8. Guðmundur Elíasson, frá sama bæ. Heiðursgjaí'ir úr styrktarsjóði Christjáns konungs niunda hafa i ár verið veittar: 1. Böðvari bónda Sigurðssyni 1 Vesturtuneu í Leir- ársveit í Borgarfjarðarsýslu, og 2. Magnúsí bónda Gíslasyni á Frostastöðum, 140 kr. hvorum þeirra. HÚBhruni. Bræðsluhús, eign Leonh. Tang’s verzlunar á ísafirði, brann 13. sept. þ. á. — Um upptök eldsins hefir eigi spurzt. Húsin kvað hafa verið í eldsvoðaábyrgð. Nýir simar. Síminn frá Grund í Borgarfirði út í Borgar- nes var fullger, og byrjað að nota hann 19. á- gúst síðastl. Daginn eptir var byrjað að nota símann, sem lagður hefir verið frá Kalastaða- koti út á Akranes. Skipið, sem brann á höfninni á Seyðisfirði, er getið er hér að framan, hét „Eva“, og var frá Espevær í Noregi. — Skipið var fjögra ára gamalt, og 38 smálest- ir að stærð. Mannalát. 19. ág. þ. á. andaðist í borginni Altona á Þýzkalandi Einar Bessi Baldvinsson, 78 ára að aldri, fæddur í Kaupmannahöfn 30. marz 1831. — Foreldrar hans voru: Baldvin lögfræðingur Einarsson frá Hraun- um (f 9. febr. 1833), er gaf út ársritið „Ármann á alþingi“, og kona hans Jo- hanne fædd Hansen, og giptist hún í annað skipti 1838 þýzkum tollembættis- manni, Lohse að nafni, og dó í Altona árið 1897, og var þá 94 ára að aldri. Frá 1834—1840 ólst Einar sálugi upp hér á landi, en síðan hjá móður sinni. — Tollheimtumannsembætti gegndi haun í Altona í 33 ár, unz hann fékk lausn frá embætti árið 1902. Hann var kvæntur danskri konu, Lauru Frandsen að nafni, frá Borgundarhólmi ---.................... " (f 1906), og er einka-sonur þeirra, Bald- vin að nafni, á stjórnarráðsskrifstofu í Berlin. Banamein Einars heitins Baldvinssonar var krabbamein í lifrinni. • Aðfaranóttina 17. eept. þ. á. andaðist í ísafjarðarkaupstað stúlkan Þórunn Jóns- dóttir, ný komin þangað frá Kauproanna- höfn. — Foreldrar hennar eru: Jón Eb- enezersson, húseigandi í Isafjarðarkaup- stað, fyrrum útvegsmaður í Bolungarvíkr og kona hans, Elízabet Árnadóttir. Banamein hennar var tæring. Látin er í ísafjarðarkaupstað í sept. þ. á húsfrú Gluðrún ísaksdóttir, kona Magn- úsar Ornólfssonar skipherra. REYKJAVÍK 25. sept. 1909. Tíðin óþurkasöm, svo að örðugt veitir um þurk á fiski, og á heyi, sem enn er úti á söm- um stöðum hér syðra. Sameinaða gufuskipafélagið kvað hafa ákveðið, að hætta bráðlega, að hagnýta „Vestu“ til ís- lands-ferða, en láta „Botníu“ fara ferðir þœr, sem „Vesta“ hefir farið. „Botnía“ er hraðskreiðara skip, og hefir þann kostinn, að hún er með kælirúmi. „Handbókarnefndin“ svo nefnda, er semja á nýja handbók fyrir íslenzku þjóðkirkjuna, hefir setið á fundi hér i Reykjavik að undanförnu. — í nefndinni eru: biskup Þórhallur Bjarnarson, lector Jón Helgason, síra Haraldur Níelsson, prófastur Jens Pálsson og sira Valdimar Bríem. „ísafold11 getur þess, að síra Haraldur Níels- 72 Haun nam staðar stundarkorn, og hlustaði, en heyrði ekkert, nema garg í hrafni yfir höfði sér. Já, þarna sat hann óheilla fuglinn, hafði sezt á tré -°g gargaði þar. Hami reið áleiðis þangað, er hrafninn sat, og flaug hann yfir veginn. Eozede stöðvaði hest sinn. — Hann var ekki laus við hjátrú, og datt í hug gömul saga, sem hann hafði heyrt um það, að þegar hrafn fiygi yfir veginn, er ferða- niaður færi um, þá vofði einhver ógæfa yfir ferðamann- inum. Rozede hugsaði sig stundarkorn um, hvað gera skyldi Hann taldi víst, að ef riddarar konungs væru að elta sig, myndu þeir halda ofan að vaðinu á ánni, og næðu honum þá ef til vill, áður en hann kæmist þangað. Vegurinn til vÍDstri handar, sem og lá niður að ánni, var styttri, og mátti ef til vill láta hestinn synda þar yfir. Hann varð nú að ráða með eér, hvern kostinn skyldi velja. — Riddaraflokkurinn, sem veitti Rozede eptirför, nam ®taðar í svip, þar sem vegir skiptust, og voru hestar þeirra þá í einu svitakófi. Yfirmaðurinn spurði einn þeirra, hvorn veginn væri uéttara að halda, og svaraði hann hiklaust. „Vegurinn til vinstri handar er skemri leiðin niður að’jánni. — En hver skyldi vera svo vitgrannur, að hleypa hestum þar á sund yfir ána, sem er bólgin eptir allar rigningarnar?“ Yfirmaðurinn var eigi í tölu þeirra manna, er hætta sér í vofeifleg fyrirtæki, og reið hann því sjálfur, við 69 pallinn, og prestinn standa þar hjá honum, fyrir framan dómkirkjuna. Hún þóttist sjá, að á svæðinu þar umhverfis væri fullt af forvituum áhorfendum, og að i húsgluggum, er þangað sneri, væri fullt af fólki. Svona stóð hún utan við sig í eina mínúta, eða sem því svaraði, og var all-örvæntingarfull. En svo fannst henni það óhugsandi, að hann ætti að deyja svona snemma, enda ásetti hún sér, þótt göroul væri, að gera allt, til að afstýra komu hans. Að fá leyfi, til að komast inn fyrir borgarmúrmn í Clermont að morgni, var ekki ýkja örðugt, er gömul kona átti í hlut, sem selja vildi ávexti, og kálmeti, en það var öllu erfiðara, að komast út aptur, og tókst gömlu konunni það þó furðu vel. Gamla konan reið nú sem hraðast á asna sínum, unz hún kom til hallarinnar Ivay, og draup svitinnnið- ur af asnanum, er þangað kom. Rozede, sem sat að miðdegisverði, fékk nú boð um það, að gömul koua vildi finna hann að máli, „Rétt er það“, mælti hann. „Látið hana bíða“. En er þjónDÍnn kom aptur, ineð þau skilaboð, að konan vildi ekki bíða, svaraði Rozede á þessa leið: „Jæja! Fari hún þá, ef hún vill!“ Svo var að sjá, sem gamla konan hefði búizt við þessu, eða líku svari, og haft svar á reiðum höndum, því að þegar þjónninn heyrði svar hans, hló hann og mælti: „Hún bað mig að segja yður, að hún væri galdra- nornin frá St. Qvenet“. Hertogafrúin, sem setið hafði, og stutt olboganum fram á borðið, og hlýtt, ærið forvitnislega, á það som

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.