Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.11.1909, Blaðsíða 4
208
Þ J ÓBVIUI íí N.
Nýjar bœkur.
__o—
Ii:ifíli:u.r lítli. — Saga þýdd úr
ensku. — Eptir Arney le Feuvre. — Þýð-
ingin eptir Siqurbjörn Sveinsson. — Út-
gefandi: Arthur Gook. — Akureyri 1909.
— 47 bls. 8
Bók þessi, sem kostar að eins 25 aur.,
er saga þýdd úr ensku, og einkum ætluð
börnum. — Efnið meðfram kristileg hug-
vekja.
Seismological notis, eptir
Harry FieWng Beid, fyrirlestur um ,jarð-
skjálfta, haldinn 24. apríl 1909.
Við fjárskoðuniua, er fór fram hér á landi um
áramótin 1906—,01, var tala sauðfjár héráiandi
alls 627,716.
í Austfirðinga fjórðungi er féð tiltölulega
flest, 13x/2 kind á mann, en feest í Yestfirðinga
fjórðungi, um 8 kindur á mann.
Að því er sýslur landsins snertir, þá er sauð-
fjáreignin, miðuð við fólksfjöldann, mest í Aust-
ur-Skaptafellssýslu, en minnst í ísafjarðarsýslum j
og í Grullbringu- og Kjósarsýslu.
Eptir landhagsskýrslunum, veiddust 6140 laxar j
hér á iandi átið 1907, en 216,427 silungar.
Sama ár veiddist 486 fullorðnir sehr, og 6202
kópar.
Af hákarlslifur öfluðust árið 1907 alls 6173
tn., en 7465 tn. af þorskalifur, enda þilskip nú
almennt farin að hirða hana, gagnstætt því sem
áður var.
Fyrir 20 árum var hákarlsaflinn um 10 þús.
tn., og er sá útvegnr því i apturför.
Af æðardún voru flutt út 7065 pd. árið 1907, og
mun það svipað, eða þð í við meira en vana-
legt er.
Sauðí'járeign manna miðuð við íbúa-töluna er
mest í Australíw, því að þar telst svo til; að 12
kindur komi á mann; en 11 kindur á mann á
íslandi, séu unglömb með talin. — Á Fcereyjum
koma 6 kindur á mann, en 2 i Búlgarhi.
Annarsstaðar nær sauðfjáreignin því á hinn hóg-
inneigi að vera jafn há íbúa-tölunni, að því erskýrt
er frá í Landhagsskýrslunum fyrir árið 1908.
Fuglatekja hér á landi varð árið 1907 alls 416,
800 fuglar (lundi, svartfugl, fílungi, súla, ritaj.
Frá Jiore-félagii.
—0^0—
Þsð ætti reyndar ekki að vera þörf
á að mótmæla annari eins vitleysu, og
þeirri, sem Reykjavíkur-blöðin tvö hafa
reynt að útbreiða um það, að ráðherrann
hafi lánað „Thore“-félagínu úr landssjóði,
eða látið landsbankann lofa því hálfrar
milljónar króna láni, eða meira.
Til þess þó, að stemma stigu fyrir þess
háttar rógburði í eitt skipti fyrir öll, skal
jeg hér með lýsa því yfir, aS það er til-
hæfulaus lygi, að „Ihore*-félagiðhafi tekið
á mbti, eða fengib loforð um eins eyris lán,
eða fyrir fram borgun í nokkurri mynd,
enda hefir félagið eigi þurft á þvi að
halda. Sérhver, sem hér eptir flytur slíkar
lygar um félagið, til að vinna því tjón,
verður látinn sæta ábyrgð, og hefi jeg
þegar gjört ráðstöfun til málshöfðunar
gegn blaðinu „Lögréttuu fyrir grein þess
13. okt.
Jeg hafði ekki búist við því, að land-
XXIII., 52.-53.
ar minir þökkuðu mér með skömmum það
starf, sem jeg hefi árum sainan unnið að
þvi, að bæta íslenzkar samgöngur, og eytt
til tíma og fé, og án þess, að jeg vilji
gjöra of mikið úr sjálfurn mér, finnst mér
þó, að enda þótt eg fái engar þakkir fyr-
ir það fé, sem jeg hefi sparað íslandi með
því, að færa niður flutnings- og farmgjald-
ið með gufuskipunum, þá ætti það þó að
leysa mig undan þvi, að vera skammað-
ur og svívirtur í íslenzkum blöðum.
Á meðan Sameinaða gufuskipafélagið
réð eitt öllu um islenzkar samgöngur, var
flutningsgjaldið 25°/0 hærra á sumrura, en
nú og á haustum 40°/fl hærra.
Ef talið er, að flutningsgjaid af vör-
um með gufuskipum til og frá íslandi,
sé nú hér um bil 1200,000 kr. á ári —
„Thore“ hefir, síðustu tvö árin fengið i
flutningsgjald hér um bil 670,000 kr. að
meðaltali, þar af nálægt þriðjung um vetr-
armánuðina — þá nemur niðurfærslan á
ári:
25% af kr. 800,000 = kr. 200,000
40% „ „ 400,000 = „ 160,000
Alls kr. 360,000
Þegar hér við bætist, að farþegagjaid-
ið er sett niður um nál. 30% og fæðis-
peningar jafn mikið, þá eru það engar
ýkjur, þótt jeg segi að landið grœði nú
sem svarar 400,000 kr. árlega í saman-
burði við eldra verðlagið. Og þó blygðast
menn sín eigi fyrir að ausa það félag auri,
er smám saman hefir sparað landinu fó,
svo inilljónum skiptir; jeg hefi nú rekið
MYNDIN AF MARCHESU.
EPTIR
Charles Garvice.
(Lausleg'a þýtt.)
Prescott var svo sokkinn niður í starf sitt, að hann
hafði eigi augun af léreptinu, sem hann var að mála á.
Það var barið að dyrurn, og kallði hann þá: „Kom
ído!“, án þess að líta upp.
Komumaðurinn var Bertie Royle, og var hann í á-
gætasta skapi.
„Allur við vinnuna, eins og vant er!u mælti hann.
„Heyrðu Prescott! Það, sem gott er — það er gott í
raun og veru!“
Hann hafði numið staðar fyrir apatn málrann, og
horfði út um gluggann, þar sem var fagurt útsýni.
„Það er dálaglegt, hve þú skilur það, sem er kjarn-
inn í því, sem þú málar!“
„Já, finnst þér það ekki?“ mælti Prescott, og brosti
háðslega.
Prescott hafði brugðið sér til Yenedig í því skyni,
að vera þar einn vikutíma, en nú voru liðin þrjú ár, síð-
an hann kom þangað, því að staðurinn, og fegurð hans,
42
„Of djarft tiltækiu, greip Prescott fram í. „En hugsi
hún, hvað hún vill, og fari til áransu.
Þetta sagði hann auðvitað á ensku, og bætti við:
„Það var eigi með ljúfu geði. að eg málaði andlitsmynd
hennar, en“ — mælti hann nú enn fremur á ítölsku —
„mynd yðar þykir mór gaman að mála, ungfrú, og verð-
ið þér að veita mór þá ánægju, að lofa mér að fullgjöra
hana, og að þiggja hana svo af mér“.
Gleðin skein út úr augunum á ungu stúlkunni, og
gleðibros lék um varir henni.
„Á jeg að trúa þessu?“ mælti hún, mjög þakklát í
róminum. „Já hr. Prescott, jeg þigg hana mjög fegins
hendi; „en — henni varð litið til Marchesu — „hún leyf-
ir mér líklega ekki að koma til yðar, svo að þér getið
Jokið við myndinau.
„öjörir ekkert“, mælti Prescott. „Jeg get málað
eptir minni. — En setjist nú við gluggann, svo að birtan
skíni á vinstri kinnina“.
„En það er nú lakari kinnin!u mælti hún, og roðn-
aði, og bar höndina upp að kinninni, til þess að leyna
dálitlum, naumast sýnilegum fæðingarbletti, sem þar var.
„Jeg veit það“, mælti Prescott, „en það er nú ein-
mitt þá kinnina, sem eg þarf að athuga“.
„Jæjau, evaraði hún, hálf-niðurlút, og settist þar, sem
hann hafði sagt.
Þær stóðu stutt við, því að Marchesa var í afar-íllu
skapi, og hreytti úr sér ónotura, svo að Prescott taldi
rótt að þær færu.
Þegar þær voru farnar, hélt hann áfram að mála
mynd ungu stúíkunnar, og vann af svo miklu kappi, að
líkast var því, sém hann væri orðinn ástfanginn i hennL