Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.11.1909, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.11.1909, Blaðsíða 1
Verð árgangxinx (minnst I 60 arkir) 3 kr. 50 aur.; j erlendix 4, kr. 50 aur., og í Ameríku rioll.: 1.50. B&rgixt fyrir júnlmán- aðarlok. ÞJÓÐVILJINN. - TuTTU«A8TI Oö ÞRIEJI ÁHeANGUB. =|==— |= RITSTJOKI: SKtJLI THORODDSEN. *- l Vppsögn xkrifleQ ogild \ nema komiö se til útgef- j anda fyrir 30. dag júní- 1 mánaöar, og kaupandi i samhliða uppsögninni I borgi skuld sína fyrir \ blaðið. M 52.-53. Kjeykjavík, 24. nóv. 1909. O Gr gæzlusíjórum vikið frd bankanum. —o— BaDkastjórn Landsbankans vikið frá! Fregn þeesi flaug, sem eldur í sinu, um alla Reykjavík 22. nóv. þ. á. Allt komst i uppnám, og fjöldinn ail- ur þusti að auglýsingum frá stjórnarráð- inu, sem íestar höfðu verið upp hór og hvar í bænum. Að forstjórum Landsbankans, banka- stjóra Tryggva Gunnarssyni, og gæzlu- etjórunum Eiríki Briern og Kristjáni há- yfirdómara Jónssyni, hefði verið vikið frá stöðu þeirra við bankann, mun bafa kom- ið flatt upp á ailan þorra bæjarbáa, þrátt fyrir kvis næstu dagana á undan. En auglýsing stjórnarráðsins, sem fyr getið, er svo látandi: TILK YNNING f r á stjórnarráöi íslands. I dag hefir forstjórum Landsbankans í Reykjavik, framkvæmdarstjóra Trygeva Gunnarssyni og gæzlustjórunum Eiríki Briem og Kristjáni Jónssyni, verið vikið frá stöðu sinni við bankann sökum marg- víslegrar, megnrar og óafsakanlegrar ó- reglu í starfsemi þeirra í stjórn bankans og frámunalegs lélegs eptirlits með honum. Um leið og landsstjórnin tekur það fram, að ráðstöfun þessi er nauðsynleg og óumflýjanleg eptir því sem fram er komið frá rannsöknarnefnd Landsbank- ans, lýsir hún því hór með yfir, að bank- inn heldur áfram störfum sinum, og tel- ur hún sjálfsagt að styðja bankann til þess að standa í skilum við alla sína skuldheimtumenn á hverjum tima sem er, og hefir hún, ef þörf yrði slíkrar aðstoð- ar, gjört þar að lútandi ráðstafanir utan- lands og innan, og verður yfir höfuð gjört allt, sem unnt er og jafn skjótt sem verða má, til þess að kippa baDkanum í rótt horf. Hr. Björn Kristjánsson kaupmaður og alþingismaður er settur framkvæmdarstjóri bankans, og gæzlustjórar til bráðabirgða (nokkrar vikur) þeir Karl Einarsson sýslu- maður og Magnús Sigurðsson yfirróttar- málfærslumaður, vegna sérstaklegs kunn- ugleika þeirra á högum bankans eptir rannsóknina. Stjórnarráö íslands, 22.”nóv. 1909. Bjöim Jónsson. Jón Hermannsson. Að því er róðið verður af „Tilkynn- ingu“ þessari, virðist það hljóta að hafa verið meira, en minni óregla, sem baDka- rannsóknarnefndin hefir komizt á enoðir um, þar sem róðherra hefir séð sig knúðan til jofn alvarlegrar ráðstöfunar, og eigi talið rétt, að bíða árslokanna, bíða þenna rúman mánaðartíma, sem Irygqvi banka- stjóri Gunnarsson átti enn að gegna em- bættinu. En í hverju nefnd „margvísleg, megn og óafsakanleg óreglau, og hið „frámuna- lega lólega eptirlit44, befir verið fólgið, ber „tilkynningin“ eigi með sér, en vitn- ast óefað bráðlega. Blað vort fer því eigi frekar út í þá sálma að sinni. Á hinn bóginn getum vér þó eigi látið þess ógetið, að vér hefðum kunnað því betur, að „tilkynning“ stjórnarráðs- ins, sem ætluð var almenningi, hefði leitt hjá sér, að tilgreina ástæðurnar með jafn hörðum orðatiltækjum, sem þar er gert. Slikt særir þá að óþörfu, bem hér eiga hlut að máli, og æsir þá, sem stjórninni eru andvígir, sem sizt mun þó þörf á. í „tilkynningu“ stjórnarráðsins er þess eigi getið, að frávikningin só að eins um stundarsakir; sem væntanlega hlýtur þó að vera, þar sem lögin heimila ráðherra eigi frekari rétt: Hvað bankastjórann snertir, skiptir þetta litlu, þar sem hann var á fórum hvort sem var; en um gæzlustjórana, sem kosnir eru af alþingi, er öðru máli að gegna. Yér teljum rótt að geta þess, að frá- leitt þarf að óttast, að þessi ráðstöfun stjórnarráðsins lamiaðnokkruframkvæmd- J ir, og dagleg störf bankans, eða að þeirri óreglu í stjórn bankans, sem tilkynning stjórnarráðsins getur um, só svo varið, að þeir, sem fé eiga á vöxtum í bankanum þurfi nokkuð að óttast, enda tjáist sjórn- in hafa gert ráðstafanir til þess, utan lands og innan, að bankinn geti staðið i skilum við þá á hverjum tíma, sem er. Að öðru leyti drepur „Þjóðv.“ vænt- ! anlega á mál þetta síðar, er kunnugt er orðið um þau atriði, sem gefið hafa til- efni til ofan greindrar stjórnarráðstöfunar. Tíðindin frá Landsbankanum. TIL RITSTJÓRA „ÞjÓðviLO ANSh. — O- Eptirfarandi bréf, sem jeg hef skrifað ráðherra Birni Jónssyni, vil jegbiðjayð- ur, að Ijá rúm í heiðruðu blaði yðar: Með bréfi, dags. í dag, ht.fið þér, ráð- herra Islands, vikið mér úr gæzlustjóra- stöðu við Landsbankann, og segið þér, að það só eakir margvíslegrar, megDrar og óafsakanlegrar óreglu í starfsemi mÍDni í stjórn bankans, og frámunalega lélegs ept- irlits með honum. Heimild til þessa þykist þér hafa i 20. gr. bankalaganna 18. saptbr. 1886. Þessi lagagrein heimilar þó eigi, að vikja gæzlustjóra frá, nema „um stundarsakir“. Býst jeg við, að skilja beri frávikninguna á þá ieið, svo að húu verði þó að minnsta kosti á yfirhorðinu samkvæm lögum. Eigi hafið þér, ráðherra, áður tjáð mér, hverjar mínar yfirtroðslur séu, og eigi hafið þér heldur gefið mér kost á, að bera hönd fyrir höfuð mér, eða koma með neina vörn af minni hálfu, áður en þessi ráð- stöfun yðar var gerð. Hefir það þó hing- að til verið talin sjálfsögð skylda sæmi- legrar stjórnar, þegar um ráðstöfun er að ræða, sem að nokkru er þessari lik. Þér hafið dæmt mig, ód þess að láta migsjá sakargiftirnar, og án þess að heyra vörn mína. Þetta er eigi samboðið siðaðri stjórn. Jeg neita því gjörsamlega, aðjeg hafi að neinu leyti sýnt vanrækslu í starfi mínu við bankann, og staðhæfi, að jeg hafi innt miklu meira starf af hendi fyrir bankann, en iögin heimta af mér, og að jeg hafi haft svo nákvæmt eptirlit með bankanum, sem hægt hafi verið, eptir öll- um atvikum, og lögin ætlast til. En aðallega skrifa jeg yður þetta bréf, til þess að benda yður á það, sem yður virðist vera ókunnugt um, nfl. að eptir 1. nr. 12. 9. júlí 1909, mun jeg 1. janúar næstkomandi taka sæti í stjórn bankans, og mun frá\ikningar-ráðstöfun yðar eigi geta haft nein áhrif á stöðu mína þar. Alþingi (efri deild alþingis) hefir kosið mig 4 sinnum gæzlustjóra við bankann, sem sé 1897, 1901, 1905 og 1909, fyrir tímabilið frá 1898—1914. Nú síðast (1909) var jeg kosinn með öllum atkvæðum samhljóða. Þessar kosningar getið þér eigi gert ónýtar, eigi fremur hina síð- astnefodu þeirra en hinar fyrri. Lögin ákveða hinum þingkosnu gæzlustjórum ársþóknun fyrir starf þeirra, og er þókn- un þessi eigi miðuð við vikur, daga dó mánuði. Jeg mun þvi heimta fulla þókn- un fyrir yfirstandandi ár, eins það, sem

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.