Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 17.02.1910, Page 4
32
ÞjÓBVTLJTNN
XXIV., 8
Steínolíumótorinn
Skandia
er beztur mótor í fiskibáta, sterkur einbrotÍDU og léttur, en þó ódýr eptir gæðum.
Búinu til í Lysekil mek. verkstads A/S. í Svíaríki,_sem er stærsta mótora- og -báta-
verksmiðjan á Norðurlöndum. Afbragðs fiskibátar úr tré og stáli. Öll tilboð og
upplýsÍDgar gefur einkasalinn fyrir ísland og Færeyjar:
Jakob Gunnlögsson.
Kobenhavn K.
Fjórir mótortiátar ganga til fisbjar, er gæftir
leyfa, og eru tveir þeirra frá Haukadal, einn frá
Þingeyri og fjörði frá Meðaldal. — Sœkja þeir
aflann til hafs, og jafnvel norður á rnóts við
Isafjarðardjúp, enda fiskur hættur að ganga inn
á Dýrafjórð.
Ljósagangur frá botnverpingum sést að jafn-
aði hiíðanna á milli í fjarðarmynninu, og er ekki
ósennilegt, að vera þeirra þar aptri fiskigöng-
unum inn í fjörðinn.
Barnaveiki hefir verið mjög almenn í Dýra-
firði i vetur, og einnig gert vart við sig á stöku
bæjum í Onundarfirði.
Taugaveiki hefur og gengið á einum bæ í
Dýrafirði (Stóra-Garði), en því varð tálmað, að
veikin bærist þaðan til annara bæja:
Pöntunarfélag, er nær yfir Arnarfjörð; og
Dýrafjörð, var stofnað fyrir rúmu hálfu öðru ári,
og greiða féiagsmenn helming vöruandvirðis
fyrirfram, en hinn helminginn við móttöku
vörunnar;
ItEYKJAVÍK 17 febr. 1910.
Fannkomur miklar, sem að undanförnu, og
sniór því óvanalega mikill á jörðu, miðað við
það, er almennt gerist hér syðra.
Jarðarför Páls heitins Melsteð’s, sagnfræð-
ings, fer +ram i dag (firnmtudag/, og hefst hús-
kveðjan á heimiii hins látna kl: ll‘/s f. h.
Arsfundur „styrktar- og sjúkrasjóðs verzlun-
armanna í Reykjavik1' var baldinn 10. janúar
síðastl.
Styrkveitingar úr sjóðnnui höfðu muoið alls
um 1400 kr. árið, sem leið, og eigur sjóðsins
voru í lok ársins 1909 freklega þrjátíu og fjór-
ar þúsundir króna, enda svo ti) hagað, að eitt-
hvað sé lagt við höfuðstólinn á ári bverju.
í stjórn sjóðsins voru endur kosnir; kaup-
mennirnir Einar Arnason, Geir Zoéga, Guðm.
Olson og Jes Zimsen, og enn fremur Sighvatur
b uikastjóri Bjarnason.
Aðfaranóttina 5. þi m. brauzt ölvaður maður
inn i sölubúð R. Leví’s, tóbakssala í Austur-
stræti.
Heyrði Levi einbvern hávaða, eða þrusk, í
búðinni, og fór því þangað, og hitti þá svo á, að
þjófurinn var að kveikja á eldspitu, til að skyggn-
ast uin í búðinni.
Voru þá gerð boð eptir næturverði; og mað-
urinn síðan settur í gæzluvarðhald.
„Isafold11 getur þess, að maður þessi muni
þjást af stelsýki, og getur því verið vafasamt,
hvort hann ber siðferðislega ábyrgð á ofangreindu
tiltæki símu.
Aðal-fundur ekknasjóðs Reykjavikur var
haldinu í öndverðura f. m.
A árinu sem, leið nutu 46 ekkjur styrks úr
sjóðnum, og nam styrkurinn alls 598 kr.
í lok ársins 1909 voru eitrnir sjóðsins orðnar
alls 15,607 kr.: og tala félagsmanna þá um 30C,
er greiða 2 kr. í árstillag hver.
Trúlofuð eru nýskeð hér i bænum: ungfrú
Hedvig Bartels og Ole Blöndal, póstþjónn, sonur
Jóseps heitins Blöndal, er eitt sinn var verzlun-
arstjóri á Hofsós.
„Þjóðv.“ flytur þj'm boilla-ósk sína.
Um verzlun hér á landi á miðöldunum flyt-
ur hr. Sigbvatur Gr. Borgfirðingur frá Höfða í
Dýrafirði alþýðufyrirlestur í (Iðnaðarmannahús-
inu á sunnudgainn kemur (20, þ. m.)
.Prestskosning, tiLað kjósa prest í stað síra
Haraldar Níelssonar, fer fram'.í bænum laugar-
26. þ. m., og hefst kosningargjörðin í barna-
skólahúsinu kl. 11 f. h.
Kærur yfir kjörskránni eiga að sendast til
sóknarnefndarinnar innan 21. þ. m.
Hæztaréttardómur var nýlega kveðinn upp
i máli m'lli dr. J. Jónassens, fyrrum landlækn-
is, og bæjarstjórnarinnar hér i bænum, og komst
hæztiréttur að sömu niðurstöðu, sera landsyfir-
réttur, að eigendur erfðafestulanda liafi að eins
lönd sin til ræktunar. og eigi því eigi tilka.ll
til annars, eii andvirðis fyrir landið, sem tún.
Af hálfu bæjarstjórnarinnar flutti hæztarétt-
armálfærslumaður Úlf Hansen málið, en Biilow
af hálfu dr. ,J. Jónassens.
„Sterling“ kom frá Breið afirði að kvöld 14
þ. m., og lagði daginn eptir á stað til útlanda
„Botnía'1 kom frá útlöndum 15, þ. m.
Prentsmiðja Þjóðviljans.
t
siðan tóku við trjágÖDg, og að lokum ók vagninn, milli
voldugra steinsúlDa. til hins nýja heimilis Tresham’s.
Dyrunum var lokið upp, er vagninn nam staðar,
og ljós streymdi út á móti Gilbert.
Hann var eigi laus við hjátrú, og þótti það því
góðs viti, að sjá — Jjósið skina móti sér út i myrkrið.
JI KAPÍTUKJ.
Hvernig Iresham var tekið.
Tresham var þreyttur, eptir ferðalagið, og þótti því vænt
um, að geta sezt að borðum í þæ»ilegu herbergi, eDda
fiorðaði hann með beztu matarlist.
Af því að orðið var mjög áliðið dags. bjóst haDn
eigi við því, að bann sæi húsráðanda þá um kvöldið, og
ætlaði þvi, að fara að hátta, er hann hafði reykt eina
pípu.
En þá kom gamall maður inu í hetbergið, og gizk-
aði Tresham þegar á, að það myodi vera Jasper.
Hann var magur, og nálega fölur, sem nár, í nær~
skomum, svörtum fötum, grár fyrir hærum, og skegg-
Uus.
T.esham gazt þegar miður vel að honum, sá, að
hann var ísmeygilegur,. féll það og ílla, að hann var
mállaus.
Um það sannfærðist hann þegar, með því að J s-
per hélt á smá miðum, og lagði tvo þeirra fyrir frau mo
Tresham.
Stóð á öðrum: „Hr. Harley1*, 6d á. hinurn: „bóka-
safnsherbergið“.
8
Skiidi hann það svo, sem hann ætti að finna hús-
ráðanda þar.
Hann tók nú blýant, með því að hann bjóst við, að
Jasper væri og heyrnarlaus.
Ed Jasper gerði honum þá vísbendingu um, að hann
heyrði.
„Þér ertið þá ekki heyrnarlaus?“ mælti Tresharn,
forviða.
Jasper hrissti höfuðið, og sýndi hoDum miða, sem
ritað var á: „Slys“.
„VeslingurÍDnP mælti Treshatn ósjálfrátt.
Jasper sneri upp á sig, og sýndi honutn aptur mið-
anD, sern letrað var á nafnið „Harley".
„Það er gott“, mælti ungi maðurÍDQ brosandi. „Jeg
ska) nú koma með yður“.
Jasper fylgi honum nú ofan stigann, sem var !úr
mahogni-við.
Var þar fremur skuggalegt, og þegar þeir námn stað-
ar við dyraar á bókasafnsherberginu, þreif Gilbert í hand-
legginn á Jasper, og mælti, án þess að hafa hugsað sig um:
„Er nokkuð reimt hérna?“
Hann fleypraði þessu frarn úr sér í hugsunarleysi,
og bjóst eigi við neinum eptirköstum.
Jasper reiddist, stappaði niður fætinum, og sýndi
miða, sem á var letrað: „Lygi! Lygi! Lygi!“
SíðaD tók hann fram annan miða, er á var letrað:
„Þdgmælska“.
Hann visaði Tresham síðan inn í bókasafnsberberg-
ið, áðnr en hann hafði áttað sig á þessari kynlegu að-
ferð.
I bókasafnsherberginu var prýðis vel bjart, og staf-