Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.02.1911, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.02.1911, Blaðsíða 1
Verð árgangsins (minnst, 60 arkir) 3 kr. 50 aur. erlendts 4 kr. 50 aur.'og í Ameríku doll.: f l.50. Borqist ýyrir júnimónað- arlok. ÞJOÐVILJINN. .Tu TTUGASTI OG FIMMTI ÁKGANGUK. —.. =- Uppsögn skrifleg ógild nema komið sé til útgef- anda fyrir 30. dagjúni- m&naðar og kaupandi samhliða uppsöyninni borgi skuld sína fyrir blaðið. M 6. ReYXJA VÍK 8. í’EBK. Til lesencla „Þ]ÓÐVIL|ANS". Þeir, sem gjörast kaupendur að XXV. árg. „Þjóðv.u, er hófst nú um nýár, og eigi hafa áður keypt blaðið, fá = alveg ókeypis = sem kaupbæti, síðasta ársfjórðung yfir- standandi árgangs (frá 1. okt. til 31. des ). Nýir kaupendur, er borga V>lað- ið íyrir íram, fá enn íremur, ef þeir fara þess á leit um 200 bls. af sKemmtisögum. Þess þarf naumast að geta, að sögu- safnshefti „Þjóðv.“ hafa víða þótt mjög skemmtileg, og gefst mönnum nú gott færi á að eignast eitt þeirra, og geta þeir sjálfir valið, hvert söguheftið þeir kjósa, af sögusöfnum þeim, er seld eru í lausa- sölu á 1 kr. 50 a. •••• Ef þeir, sem þegar eru kaupendur blaðsins, og óska að fá sögusafnshefti, þá eiga þeir kost á því, ef þeir borga XXY. árg. fyrir fram. I9N 81^* Allir kaupendnr, og lesendur „Þjóðv.u eru vinsamlega beðnir að benda kunningjum sínum og nágrönnum á kjör þau, sem í boði eru. NN TV ýir útsölumenn, er út- vega blaðinu að minnsta kosti sex nýja kaupendur, sem og eldri útsölu- menn blaðsins, er fjölga kaupendum um sex, fá — auk venjulegra sölulauna — einhverja af íorlagebókum útgefanda „Þjóðv.u er þeir sjáifir geta valið. Nýir kaupendur, og nýir útsölumenn, eru beðnir, að gefa sig fram, sem allra bráðast. Það er augijóst af þingtíðindunum frá 1905, að þingmenn hafa ekki athugað nema þessa einu ástæðu, sem í fljótu bragði virtist mæla með breytingunni, en eDga, er mælti á móti, og eru þær ástæð- ur þó nokkuð margar, og alls eigi veiga- litlar, sumar þeirra að minnsta kosti. En athugum nú litillega þessa ástæðu, er virtist mæla með breytÍDgunDÍ. Víst er það rétt, að mikils er um vertaðslæ- laust sé að því gengið að afla heyja á sumrinu, og vel getur verið, að það i mörgum tilfellum standi að miklu leyti á bóndanum, og sé því mikils um vert, að hann geti sjáltur verið heima á sumr- in, og stjórnað verkum um heyskapar- tímann. En svo verður að eæta að því, að það er engu minna um vert, hvernig farið er með heyin á peturna. Það stendur ekki á sama hver þar á heldur. Það er afarmikill vaodi að eíga að framfleyta miklum fénaði á útigangsjörð- um. Að því er þetta snertir má segja, „að sjálfs er höndin hollust“ þ. e. sjálfs bóndans. Þegar þetta er tekið til athugunar. er vafamál mikið hvort bóndinn á fremur heimangengt á veturna en sumrin. Það má gera ráð fyrir að sjaldan kom- ist aðrir bændur á þing en þeir, sem eni sæmilega efnum búnir, í það minnstavirð- ist reyDxlan hafa sýnt það, og hún hefur einnig sýnt að þeim hafi engin skota- skuld orðið úr að sitja sumarþingum, því sömu bæDdurnir hafa setið þar ár eptir ár, jafnvel áratug eptir áratug. Og eptir að breytingin var gerð, hef- ur reyczlan einnig sýnt, að bændur buðu sig ekki fleiri fram til þingsetu en und- ir gamla fyrirkomulaginu — jafnvel ekki eins margir og opt áður. Það hefðu þeir þó átt að gera, ef þeim hefði fundizt breytingin vera sér í hag. i Utanáskript til útgefandans er Skúli Ihoroddsen Vonarstrœti 12 Reykjavík. Útgcfandi „Jjóðv.“ Færsla þingtímans. —O— Á alþÍDgi 1905 var samþykkt sú breyt- ÍDg, að alþingi skyldi koma saman 15. febrúar í stað 1. júlí eins og áður hafði verið, og skyldi þessi breyting fyrst koma til fiamkvæmda 1909. Það var einkum ein ástæða, sem bor- in var fram fyrir þessari breytingu, sú, að bœndur ættu hægra með að sitja á vetrarþingum en sumarþingum. Það, sem mælir á móti vetrarþÍDgum er margt, og vil eg stuttl9ga drepa á það helzta? 1. Vetrarþing eru miklu kostnaðarsamar, en sumarþing. Veldur því einkum og helzt Ijós og hiti, sem kostar æðimikið fé, svo eru þingmenn lengur að kom- ast til og frá þÍDgi á veturna, og verða því ferðakostDaður og fæðispeningar að mun hærri. Fyrsta og eina vetrarþingið, sem haldið hefur verið, hefur orðið miklu dýrara en nokkurt sumarþing. Auð- vitað var það lengra en önnur þing, ; en þó, ekki því, sem kostnaðarhækkun- in nam. 2. Það er mjög undir hælinn lagt, að þingmenn komist á þing í tæka tíð á vetrcrn, getur því valdið ill veðrátta, hafís o. s. frv. T. d. í þetta sinn verður vist spaug- laust gaman fyrir margan þingmann af norður og austurlandi (og úr A- SkaptafellssýsluV að komast hingað til Reykjavikur. Það getur vel komið fyrir, að ó- mögulegt sé að setja vetrurþing á rétt- um tíma, vegna þess að þingmenn komist ekki til þings á áætluðum tíma. 3. Þingmálafundarhöld út um landið á veturna eru íllkleif eða afarörðug, að rninnsta kosti. En bezt er að þing- málafundir séu haldnir sem allra næst þingi, því ýmislegt getur komið fyrir frá því á haustin, — er þingmálafundir vildu taka til meðferðar, ef þeir gætu. Á vorin, í júni, er hægt að halda þingmálafundi, í sambandi við aðra fundi, og þó að þeir standi lengi yfir með því móti, þá gerir það ekki svo mik- ið til, því þá er nótt albjört sem dag- ur væri, og hverjum manni því kleift að fara allra sinna ferða, á hvaða tima sólarhringsins sem er. 4. Á sumiin kemur hingað all-mikið af útlendingum, er kynna sér þingið, sé það haldið á sumrum, enda má sjá í all- mörgum ferðabókum útlendinga. þings- ins getið, meðan það var haldið um þann tíma, er þeir voru hér á landi. Þetta hefir ef til vill ekki svo litla þýðingu, því þingið er spegill þjóðar- innar, og sitji þar tigulegir og mynda- legir menn, munu útlendingar álykta, að þjóðin, sem valið hefir þá úr öll- um stéttum, sé eins. Meðan vetrarþing eru, vita aðrar þjóðir lítið um hvort þing er háð hér nokkurntima eða aldrei. Jeg efa ekki að færsla þingtímans hefir verið gerð i beztu meÍDÍngu, en nú, er á ný verður rætt um færslu þingtim- ans frá vetri til sumars, ættu þingmenn að athuga vel hvað mælir með og móti hvorutveggja, áður en málinu er að fullu ráðið til lykta. rt+ó. Heimastjórnarmenn 4 þing- málafundunum. .—0— Það virðist ekki úr vegi að athuga lítilsháttar framkomu HeimastjórnarmaDna á þingmálafundunum hér í bæ, því að hún getur líklega fært mörgum — sem ekki vissu það áður — sannÍDn um bardaga- aðferð þeirra og hugsunarbátt.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.