Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.02.1911, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.02.1911, Blaðsíða 3
XXV., 6. Þjóðviljinn. 23 Þegar árdags geisla glóð glæsta sveipar jökul-hnúka, endur-kastað eldhafs flóð yfir Bteypist menn og fljóð, linju burtu leiðir njóð, Lundin við það hreseist sjúka. Þegar árdags o. s. frv. Jökul- veltast ólgar -Ar einatt yfir nakta sanda; þeirra skemmdar- sker opt -ljár skaða til sem örfar tár; þar er margur maður knár og mikið fríðar oyjur banda. Jökul- o. s. frv. Þessi harða hrika-strönd hjörtu full með kœrleik geymir, mjúk þar gestum mœtir hönd, mild er vina tengir bönd; þar er Jlestra falslaus önd íornum skyldum aldrei qleymir. Þessa harða o. s. frv. Þarna »tóð þá vagga vor og vonar rann upp fyrsta stjarna, þar eru’ öll vor æskuspor, allt sem glseddi mátt og þor þar er ekkert mennta-mor, menning hollri opt sem varnar. Þarna stóð o. s. frv. Þetta signi porrablót þróttar-guðinn forni’ og nýji. Skaptfellinga skemmtimót skapi göfug vinahót; sjái til þess sveinn og snót, sönn að dyggðin aldrei flýi. Þetta signi þorrablót þróttar-guðinn forni’ og nýji. J. J. Austmann, Höf. þe9sa tilkomumikla kvæðis, Jón Jónsson, er sig kallar Austmann, er ætt- aður frá Grerði í Austui-Skaptafellssýslu. Hann er nú korninn á gimals aldur og hefir um mörg ár verið alblindur; er þó hress mjög í anda. A heima í Rvík. Minni Síðunnar.'_ Vort fjalla vengið fríða og frelsisjbjarta sveit, þú búsæl, blessuð Siða, þig bezta'fóstru eg veit.1 Við hneigjum“hægt með lotning vor höfuð fyrir þér; þú fagra daladrottning, þín dáð vor sómi er. Við byggðum bæi lága þín brjóstin hlýju við, en allt hið helga og háa var hugsjónanna mið. Og bláar fjalla brúnir oss bantu himins til, en æskan risti ninir og réði allt í vil. Að fornum frænda háttum við fjölmenntum á þing,] því iítið lögberg áttum með lautum allt- í kring, og unnum eið að byggja upp unga Garðarsey, og bein vor láta liggja und litlu „gleym-mér-ei“. Og vel skal við það una hvar vagga okkar stóð. Þig, Island, elska’ og muna með eldheitt hjartablóð, og yngja upp þitt frelsi og alla sanna dáð, en höggva af þér helsi ,og hefja allt þitt. ráð. Helga M. Þorvarðardðttir. (Höf. skaptfellsk kona, margra barna móðir, búsett hér í Rvík.) Simfregn segir blaðið „Reykjavík", að Jborizt hafi unt það, að bóndinn Sigurður Sigurðsson frá tíún,- stöðum í Húnavatnssýslu, hafi dottið af hestbaki á leið frá Blönduósi og meiðst svo mjög, að hann hlaut bana af. Próf i verkfræði við Hafnarháskóla hefir nýlega leyst afhendi Geir G. Zoega og hlaut n. einkunn — vantaði að eins S stig í I. einkunn. DuHnebregsmaður er ný orðinn Snæbjörn hreppstjóri Kristjána- son i Hergilsey á Breiðafirði. Cr Önundarlirði er „Þjóðv.“ skrifað: „Grasvöxtur á engjum var ágætur siðastl. sumar, en á túnum í lakara meðallagi. Heyskapur gekk vel, þurrkaðizt þvi nær af ljánum til 27. ágúst. Þá brá til rign- inga, er hóldust með vestanstormum til sept- emberloka og dró það mjög úr’hoyskap, sem ella hefði orðið með bezta móti. Veturinn hefir verið ágætur til nýárs, fremur vorveður frá öndverðum nóv. fram í des. 5 þilskip hafa gengið til þorska frá Flateyri, en afli varð ekki meiri en í meðallagi og hefði illa farið, ef fiskverðið hefði ekki orðið eins gott og það varð. Báta og mótorbáta afli varð frem- ur rír. Danskur maður, Thomsen að nafni, stundaði eins og undanfarin ár kolaveiði, en aflaði með minna móti. Rauðmagaafli var aptur á móti góður. Mannalát. f I des. síðastl. andaðist að Fiateyri Hetga Þörarinsdöttir, um sextugs aldur. Foreldrar hennar voru hjónin Þórarinn B7 Hann var nú orðinn frár á fæti, sem unglamb, og fór staflaus allra sinna ferða. Hann tók nú sofandi mannÍDn frá borðinu, og lagði hann i legubekk, og skugga bar á milli glugganna. Hjá legubekknum stóð dálítið borð, og á borðinu stóð stór „aoetylenu,-lampi. Townsend kveikti á lampsnum, og kom lampahlíf- inni fyrir á þann hátt, að Ijósið skein skært framan í meðvitundarlausa mannínn. Síðan settist hann niður, og starði á Ratray, eins og haDn þyrfti að setja sem allra bezt á sig hvern and- litsdrátt. En er ljósið skein á þá báða. sást, að þeir voru mjöc líkir, þó að sá, sem leit á þá í snatri, tæki ekki eptir þvi, með því að ýmsir smádrættir í andlitum þeirra voru mjög ólíkir. Einn var þó mikill munur þeirra, og var hann eá, að á Ratray var djúpt ör frá hægri auga t.il eyrans, en ekki á Townsend. Að þvi er Townsend snerti, var það þó eigi verk náttúrunnar, heldur tilhögun sjálfs hans, sem olli því, hve líkir þeir voru. Hann tók nú af sér hárbúninginD, skeggið, og gler- augun, og þrýsti á rafurmagnshDapp. „Jæja þá, hr. Kenwood“, mælti hann lágt. „Nú getið þér aðvarað Ratray, eins og yður þóknast! Jeg varð þó fyrri til“. Maðurinn, sem þetta mælti, og Tovnsend neÍDdist, var — Roachley. Samsærið, sem KeDWOod hafði ætlað sér að hmdra, var vel á veg komið. B4 „Já, jeg er skrifari hans!“ „Eruð þér í ætt við vinnukonuna hjá ungfrú Ratray?u Ralph furðaði mjög á spurningu þessari eptir á, og sömuleiðis Ratray, er hann heyrði það. „Hún er systir min“, svaraði Ralph. „Býr ekki maður, sem Kenwood heitir, hjá foreldr- um yðar?“ „Jú!“ svaraði Ralph, og brá mjög. „Lízt honum vel á ungfrú Ratray, og vill hann ná þeim ráðahag?“ „Nei, nei! — Hann er mjög ,fátækur maður“. „Gæti fátækur maður eigi látið sér detfca það í hug, að biðja hennar? Hún er þó eigi kóngsdóttir! En hérna er bréfið! Þér verðið að afhenda hr. Ritray það sjálfur!“ „Hvað átti hann við? Og hver er þessi Kenwood?“ spurði Ratray, er Ralph gaf honum skýrslu um samtalið. „Kenwood er leigjandi hjá móður minni. — Hann er nýkominn frá Kanada, og leitar sér atvinnu“. „En hvað kemur hann ungfrú Ratray við?“ „AUs ekkert!“ „Lízt et til.viil vel á hana!“ svaraði Ratray. „En nú finn eg Townsend i kvöld. — Hinn segir mér þá ef til vill, hvað hann á við! En tökum nú til sfcarfa! Það eru nokkur bréf, sem jeg þarf að skrifa!“ Þeir störfuðu nú, unz klukkan var sjö. „Jeg verð að vera kominn til Townsend, er klukkan er hált átta“, mælti Ratray. „En jeg vil gjarna biðja yður, að leita að nokkrum bókum fyrir mig i bókasafniuu. — Komið því með mér til Carnette, þá skal eg segja yður, hvaða bæk- ur það eru. — Það er til undirbúnings ræðunni, sem eg

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.