Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.10.1911, Blaðsíða 2
194
ÞJÓfiVILJINN.
kjósendur, að velja á milli þessara flokka.
Málstaðurinn er ólíkur. Það er líka svo
að sjá, sem »Heimastjórnar»menn treysti
eigi sínum málstað fyllilega. Þeim geng-
illa að sanna kjósendum ágæti hans, og
hafa því tekið upp alt aðra aðferð í
kosningarbaráttunni. Hún er sú að ráð-
ast á andstæðinga sina persónulega, og
virðist svo, sem þeir hafi þau tök á
ráðherranum, að þeir eigi þar vísa
stoð til þessa, hvenær sem er. Hann
leggur t. d. farbann fyrir suma af þing-
mannaefnum Sjálfstæðisflokksins (Ara
Jónsson og Bjarna frá Vogi) meinar
þeim að tala við kjósendur sína. Þvi
framar sem menn standa í Sjálfstæðis-
flokknum, þess afskaplegri er rógurinn.
Hann 'hefur keyrt svo úr hófi, að að-
dróttunum um glæpsamlegt athæfi, meira
og minna opinskáum, hefir verið beitt
við ekki færri en 4 af hinum nafnkend-
ustu mönnum flokksins fBj. J.. fyrv.rh.,
B. Hr. bankastj., Sk. Th. og M.Blön-
dahl).
Öllum þessum aðdróttunum heíir ver-
ið snúið í villu og ósannindi ein jafn-
harðan, en »Ile i m as tj ó r n ar»m e n n láta
það eigi á sig bíta, þótt þeir gefi sjálf-
um sér þannig á hann. Þeir harðna
við hverja plágu og koma sífellt jafn-
harðan með nýjar og nýjar aðdróttanir,
og er nú svo komið, að þeir af forvígis-
mönnum ij Sjálfstæðisflokksins, sem enn
eru eptír, Ýita eigi hvers þeir eiga að
gjalda, að þeir skuli eigi hafa orðíð fyr-
ir áburði um glæpaverk.
Allra nýjasta herbragð »Heimastjórn-
ar<flokksins er það, að reyna að fá
menn rekna frá atvinnu sinni fyrir
landamálaskoðanir þeirra.
Mundi nú nokkur kjósandi, sem annt
er um sóma sinn og velferð þjóðar sinn-
ar, villast svo hrapalega nú við kosn-
ingarnar, að hann léði afkvæði sitt þeim
flokki, sem hefur slíka stefnu og slíka
bardagaaðferð, sem nú er sagt og »IIeiina-
stjórnar«menn hafa:
Kjósamli.
Er það ekki greinilegt »Heimastjórn-
ar«markið á þessari stjórnar-athöfn? ,
Heldur danskinn en landann.
Og svo sjálfsagt þykir það, að þessi
biti lendi í dönskum niunni, að það þýkir
ekki einu sinni viðeigandi, að auglýsa
stöðuna, svona til málamyndar.
Naumast hefðu Danir getað stórreiðst
yfir því, ef þess hefði þó verið gætt, að
sýslanin lenti hjá dönskum manni.
En það heföi litið myndarlegar út,
að auglýsa stöðuna.- Þá var þó liægt
að halda því fram, að sá maðurinn hefði
verið tekinn, sem færastur hefði verið.
Nú verður ekki annað sóð, en að það
hafi fyrir fram verið ákveðið, að þessi
danski maður fengi stöðuna, hverjir sem
sæktu.
Allt fyrir Dani!
L.
Nýjar olarir innliiunar-
stefannnar.
Berlin liggur fyrir
Macody Lund
í annað sinn.
—o—
Svo látandi símskeyti barst hingað
26. þ. m.
Christiania 26. okt 1911.
Verdens Gang Berlin Island Amt*-
rettighed, Macody í dag uimodsigelig
knusende Islænding Rigsraadet 1250.
Á íslenzku:
(Knútur) Berlin ritar í Verdens Glang
að ísl'and hafi að eins haft amtsróttindi
(í sambandinu við Noreg) svar Macody
(Lunds) í dag ómótmælanlega (alveg)
drepandi (bendir á að) Islendingur (hafi
sétið í) rikisráðinu 1250.
Heldur danskinn.
—o—
Síðasta þing veitti 1200 kr. til manns,
sem kenna skyldi gufuvélafræði við Stýri-
mannaskólann, og á nú að far að byrja
á þessari kennslu.
»Isafold« skýrir frá því á miðviku-
daginn
að sýslan þessi Iiafi alls ekki verið
auglýst,
að íslendingur, sem laert hefir gufuvéla-
fræði i Danmörku, Olafur Sveinsson
frá Hvylft í Ónuiularfirði, og hefir
beztu meðmæli, hafi snúið sér til ráð-
herra og viljað fá stöðuna, en fengið
þær viðtökur hjá honum, að honum
væri bezt að hugsaekki um þessa stöðu,
því að Iiúii væri ætluð (lönskuni
manni.
Það er auðskilið af skeyti þessu, að
Berlin hefir haldið því fram að ísland
hafi að eins verið amt úr Noregiogfært
sem ástæður fyrir því að íslendingur
hafi setið í norska ríkisráðinu, og máske
eitthvað fleira. Hann hefir nýlega ritáð
heila bók um rikisráðið, í þvi skyni að
sanna þetta, og þessi ríkisráðsseta ís-
lendinga hefir líka verið notuð óspart
af hérlendum innlimunarmönnum. Nú
hefir Macody Lund sýnt að þessi rök-
semd er einskis virði með því að benda
á að íslendingur hafi setið í rikisráðinu
125(), meira en áratug áður en samband
íslands og Noregs varð til.
Ástarþakkir megum vór Islendingar
kunna þeim Austmönnum fyrir varnir
þær, er þeir kalda uppi fyrir réttindi
vor. Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem
þeir rétta oss hjálparhönd gegn erlendum
XX'V., 49.
og hérlendum óvinum íslenzks sjálfstæðis.
Vér minnumst allir sjálfstæðismennirn-
ir íslenzkn með hlýjum þakkarhug af-
skipta prófessors Glelsviks af sjálfstæðis-
málinu 1908, sem og margra annara
drengskaparverka úr þeirri átt.
En óumræðilega sorglsgt er það, að
um leið og erlendir fræðimenn halda fram
rótti vorum er heill flokkur manna hér
i landinu, sem tekið hefir höndum saman
við Dani um mnlimunarstefnuna — - sem
vill að vór íslendingar afsölum oss lands-
réttindum vorum og innlimumst í hið
samsafnaða danska ríki.
Hér skal ekki farið út í að rannsaka
hvatir þessara manna. Vera má að flest-
um gangi gott eitt til, en þeir eru jafn
háskalegir fyrir því.
Og úr því þeir ekki vilja víkja frá
óhappastefnu sinni og taka saman við
sjálfstæðismenn um að halda fram rétt-
indum landsins og þeim kröfum, sem
nauðsyniegar eru fyrir vöxt og viðgang
hinnar islenzku þjóðar, þá verða kjós-
endur að taka í taumana. Enginn
sem annt lætur sér uin sjálf-
stæði landsins má kjósa slíka
menn, og heldur ekki sitja
licima [>ar sem slíkir menn
eru í boði.
Allir eiga að kjósa sjálf-
stæöismennina.
Munið það í dag.
Kjósið
Jón Þorkelsson og
Magnús Blöndahl.
Atkvæði með Lárusi H. Bjarnason,
Jóni Jónseyhi og Halldóri Daníelssyni
miðar að því að efla innlimnnarstefnuna
og að kjósa dr. Gnðmund Finnbogason er
tilgangslaust, hann kemst aldrei að, það
ber mönnum saman um, en hvert sjálf-
stæðisatkvæði, er hann fær, hjálpar óbein-
línis innlimunarstefnunni.
Og íslendingar mega ekki gera sjálf-
um sér þá skömm og það tjón, eða hjálp-
armönnum sínum þá sorg, að láta inn-
limunarstefnuna sigra við kosningamar.
Mttnið það sjálístæðismenn.
Krossinn við réttu nöfnin.
Eintóni blekking
er framboð andbanninga, það sést á
»lngólfi«. Hann ræðst á sjálfstæðismenn,
en lætur »heimastjórnar«menn í friði.
Tilgangurinn að draga frá sjálfstæðis-
mönnum og hjálpainnlimunarmönnunum.
Gætið yðar við blekkingum sjált-
stæðismenn!