Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.12.1911, Síða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.12.1911, Síða 4
232 JÞjÓbyiljinn. XXV,, 5 REYKJAVlK 23. des. 1911. Tíðin votviðrasöoi að undanförnu, en veðr- áttan mild, og y fir höfuð hin ákjósanlegasta. — Með „Sterling*1, er lagði af stað héðan til útlanda 18; þ. m., tókvi sér þessir far, meðal annara: Ludvíg Andersen klæðskeri, Péturljós- myndari Brynjólfsson og danskur mannvirkja- fræðingur, er hingað hafði komið, til þess að athuga hafnargjörðina fyrirhuguðu. Messugjörðum 1 tveim aðal-guðsþjónustuhús- unum hér í hænum verður um jólin hagað, sem hér segir: I. I dómkirkjunni. A aðfangadagskvöld (kl. 6 e. h.): síra Bj. Jónsson. A jóladaginn (á hádegi): síra Jóh. Þorkels- son. Seinni meBsa: Síra Sig. Sívertsen. A annan dag jóla (á bádegi): síra Bj. Jóns- son. Seinni messa: Jóh. Þoikelsson. II. I Frikiriíjunni: A aðfangadagskvöld (kl. 6 e. h.): síra Jóh. Þorsteinsson. Á jóladaginn (á hádegi): Ól. Ólafsson. — annan dag jóla: Ól. Ólafsson. dan$ka smjórliki er be$E Biðjié um fcfcgurvfirruir .Sóley1* .Ingólflir" Mehla~Surf&Uf Smjörlibið einun0t5 frdI Ofto Mönsted vr. / Kaupmnnnahöfn ogÁró^utn 1 i Oanmörku._______* Að kvöldi 15. þ. m. var innbrot framið á Laufásvegi nr. 42 (hjá Forberg sfmastjóra), og stolið þar kassa, með tólf flöskum af whisky, Aðfaranóttina 19. þ. m. var og brotizt inn í vfnkjallara Th; Thorsteinson’s, að Ingólfshvoli hér í hænum, brotin þar rúða. sem tpiin er hafa verið 70 kr. virði, og stolið nokkuru af vínföug- um úr kjallara-glugganum, Báðir hafa mennirnir verið settir í varðhald. Gustuk hefði nú verið, að þvf er mennina snertir, sem getið er í nœstu grein hér á und- an, — að fallið hafa fyrir ástriðunum, að gleðja þá með sinni Whisky-flöskunni hvorn þeirra, og segja þoim, að láta sér ekki verða Ifkt á aptur. Hinn siðarnefnda mátti þá og, ef vildi, láta g.reiða skaðabætur sfðar. ísl. botnvörpungurinn „Marz“ kom hingað frá Englandi 18. þ. m., — hafði selt þar fisk fyrir um 12 þús. króna. KOJSTINÍtL. HIRÐ-VERK8MIÐJA Bræðumir Cloetta mæla með sínum viðurkenndu Sjókólaðe-tegfixnfliim, sem eingÖDgu eru búnar til úr fínasta Kakaó, Sykri og Vanille. Enn fremur Kakaópúlveri af t>eztn tegund. Agætir vitnisburðir frá efnafræðisrannsóknarstofum. ===== Gleðilegra jóla óskar „Þjóðv.“ öllum lesendum sinum. — Prentsmiðja Þjóðvijlans. 18 „Þú verður þá miljóna-eigandi“, mælti Anna. „Þú ert einka-erfingi hans“. _Já, en þá verð eg að yfirgefa EDgland“. „Þekkirðu frænku þína?“ „Jeg hefl aldrei séð hana“, svaraði Grace, „og rétt heyrt hennar getið. — En það veit eg, að hún er gipt þýzkum prófessor, sem er geðstirður oddborgari, og held eg helzt, að hún hafi ekkert átt saman við bróður sinn að sælda, síðan hún giptizt. — En guði sé lof, að jeg þarf ekki að vera þar, nema þangað til eg verð fullveðja! Rúmt ár, það er engin eilífð!“ Bréfið til Önnu Studly var frá föður hennar. Það var svo látandi: „Kæra dóttir! Vinkona þÍD yfirgefur EDgland á mánudaginn, og því vænti eg þín — hann nefndi stað og stund. — En á einu verð eg um fram allt að vekja athyggli þitt, og það er á því, að frá því á mánudaginn kemur, verðurðu að skoða vináttu þinni við jungfrú Middlemaa lokið. Hefi eg gildar ástæður, til þess að krefjast þess af þér, að þú lofir því eigi, að etanda i bréfavið- skiptum við hana. Þú getur imyndað þór, að eg muni vita, hvað eg er að gera, er eg krefst þess af þér.“ Ungu stúlkurnar litu hvor á aðra. „Faðir þinn er harðstjóriu; mælti Grráce. „Sagði jeg þér það ekki“, mælti Anna. „Og ætlar þú að gegna honum?“ „Jeg neyðist til þess, kæra Grace“. „Jæja, hlýddu honum þá“, mælti Grace. 19 „En ekki þarf jeg að gera það! Jeg skrifa þér nú engu að siður! Og þegar mór þykir tími til kominD, þá bið eg þig að koma til min“. „En fái jeg nú ekki bréfin, og geti því eigi lesið þau?“ Áttu við það, að hann kunDÍ að ná í brófin ?“ Adds játti því. „Já, sé honum svo annt um, að öll bréfaskipti railli okkar hætti“, mælti hún. „En hvað getur honum gengið til þess?“ „Þú heyrðir, að hann sagði í bréfinu, að hann hefði sínar ástæður!“ „En séu nú þetta einhverir dutlungar úr honum, á jeg þá, þeirra vegna, aldrei að frétta neitt af einu vinkonunni, sem eg á í heiminum?“ „Get eg gert annað. en að hlýða föður mínum?“ mælti Anna. „Jæja“, sagði Graoa, eptir nokkra þögn. „Mér skilst, að það verði þá svo að vera! Yið verðum að skilja, en vera má, að við hittumst aptur, því ekki verðurðu ein- att háð harðstjórn föður þíns, og hver veit, hvað þá kann að verða? Að minnsta kosti gerum við þá allt, til þess að endurnýja forna vináttu“. „En hvernig?“ mælti Anna. Þær voru nú báðar m jög hugsandi nokkrarsekúndur, unz Grace mælti: „Nú veit eg, hvernig við eigum að haga okkur! Meðan við lifum, lesum við báðar blaðið „Times“. — Við komum okkur saman um ákveðið merki, eða vísbending- ar*orð, sem við þekkjum einar, og látum það sjást i blaðinu, er við viljum bvor annari eitthvað, eða þörfn-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.