Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 17.01.1912, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 17.01.1912, Blaðsíða 5
ÞJGÐVILJINN. o -* o VI. ±.— -• Delhí, sem n?ur var aðeetur „stórmogu* laDds1*, þjóðhötðingjans í ríki. Muha- medstrúarmanDa á Indlandi. — íbúetal- an í Deihi er yfir 200 þús., og þar í grenndinni eru ýmsar mjög markverðar iornmenjar. Mselt er, að íhaldsmönnum liki mið- ur þessar tilelakanir við Indverja, — þótt stutt sé farið. Jólaharpa 1911. — Fjórrödduð sönglög, safnað hefir Jónas Jónsson. Að þessu sinni flytur »Jólabarpat þessi tólf lög: 1. 0, þá náð að eiga Jesúm. 2. Jesú, þín minning mjög sœt er. 3. Lærum gott að gera. 4. Biíði Jesú, bótin nauð*. ð. Komda út í kvöldsins frið. 6. Svo hijótt er helgan dag. 7. Hökkrið hvertur. 8. Hvar helzt, er klukkur kalla. 9. I Bahýlon við vötnum ströng. 10. Upp, gleðjist allir, gleðjist þér. 11. Alheimi ljós frá Austurlöndum skin. 12. Æ, hugga þi, sam hryggðin slær. Enn fremnr eru í >Jólabörpur stutt sefi-ágrip höfunda, og raddsetjara laganna, •er birzt hafa í »Jólahörpunnit öll þrjú ■árin (1909, 1910 og 1911). Verð »Jólahörpu« er 50 aurar. Símfregnir hafa ný skeð borist frá útlöndum þess efnis: I. a ð ráðherraskipti séu orðin á Frakk- landi: C a i 11 a u x-ráðaneytið farið frá völdum. Orsökin sögð sú, að yfirráðherrann, C a i 11 a u x, hafi greint á við utan- ríkisráðhcrrann, de Selves, út af Marocco-málinu, og hafi niðurstaðan þá orðið sú, að allt ráðaneytið beidd- ist lausnar. Glreinilegri fregnir um þetta, sem og urn það, hver forstöðu nýja ráða- neytisins hafi tekið að sér, hafa enn eigi borizt. II. a ð ráðherraskipti séu orðin á Tyrk- landi: ráðaneytið S e i d pasha farið frá völdum, en H i 1 m i pasha orðinn forstöðumaður nýja ráðaneytisins. H i 1 m i pasha er talinn einn af helztu stjórnmálamönnunum í liði Ung-Tyrkja. Kosnir bæjarfulltrúar n ísafirði. Kosning þriggja hæjaOulltrúa er nýlega um garð gengin á ísafirði. Kosningu hlutu: Jóhann kaupmaóur í>or- steitisson, verzlunarstjóri Ölafur Davíðsson og Sig. kennari Jónsson. Vikið frá einbætti wm stundarsákir. Héraðslækninum i Horna- firði, hr. Þorvaldi Pálssyni, hefur verið vfkið frá emhætti um stundar sakir. Asta'ðan sögð að vera sú, að hann hafi dval- ið all-lengi erlendis. og ekki fengið neinn, til að gogna emhættiuu i fjarveru sinni. Mágur hr. Þorv. Pálssonar, “Lögretturit- stjórinn, segir söguna þó nokkuð öðru vísi, en örðugt að segja, hvað á þvi er byggjandi. Biinaðarnámsskeið. Búnaðarnámsskeið var haldið í Hjarðarholti í Dölum 8.—14. janúar þ. á. Þar héldu þeir fyrirlestra: Einar garðyrkju- maður Helgason, og húnaðarfélagsráðanautarnir: Ingimundur Guðmundsson og Sig, Sigurðsson. Sönglistaskólinn i Kaupmannahöfti. Þar hefur nýlega lokið prófi Haraldur Sigurðsson, sýslumanns í Kallað- arnesi, — i tónfræði, og pfanóspili. Tveir íslendingar eru og ný byrjaðir að stunda þar nám- Eggert Stefánsson, múrara Egilsson- ar í Keykjavík og Reynir Gíslason. Flensborgarskólinn. Á Elenshorgarskólanum i Hafnarfirði eru alls 72 nemendur í vetur. Meiðyrðamál. Dómur er nýlega kveðinn upp í moiðyrðamáli et Páll borgarstjóri Einarsson hafði höfðað gogn Lárusi H. Bjarnasyni alþm., út af meiðandi um- mælum i blaðinu „Lögrétta11. Dómsúrslitin urðu þau, að Lárus H. Bjarna- son var dæmdur í 40 kr. sekt, auk málskostn- aðar, og meiðyrðin, sem vanalegt er, dæmd dauð og marklaus. Bæjarfulltrúar kosnir í Hafnarfirði. Tveir menn voru nýlega kosnir í bæjarstjóruina í Hafnarfirði. Kosningu hlutu: Sigurgeir verkstjóri Gíslason og Þórður læknir Ediionsson, báðir endurkosnir Bátstapi í Vestinanneyjum. 6 menn drukkna. Hörmulegt slys varð í Vestmanneyjum 10. jan. þ. á., — hvolfdi hát þar á höfninni’ og drukknuðu sex menn. Voru atvikin þau, að mótorskipið „Nordlyset1* hafði slitið upp, og var á reki um höfnina, svo að menn vtru hræddir um, að það kynni að rekast á vélabát, er þar lá, og voru þvi fengn- 38 „Dýrindis steiner“, tautaði hann, „og nægir Sturte- vant að likindum í bráðina! Betra, að bjóða honum ekki allt í einu! Það færir niður verðið! Og ekki veitti oss auðvelt, að ná þes9u!“ Um leið og hann mælti þotta, kipptist hann ögu við, og gafst Damby þá færi á, að skyggnast ino í hulstrið, Fannst honum hann þá kannast við skartgripina, sem þar voru, fanst haDn hafa séð þá fyr! En hvar hafði hann séð þá? Studly tók nú upp hulstrið. „Náið þér steinunum úr?“ mælti hann. „Nei1', svaraði Warner. nÞeir eru engn lausari, en þeir væru negldir í gullið! En nú höfum við og nægilegt í bráðina, og gleypi gamli maðurÍDn í Amter- dam agnið, þá má heimsækja hann seinna!w „En hvað er þetta?“ mæltl Warner enn fremur, hrökk við, og sDeri sér til dyranna. „Það er ekkert!“ mælti Studly, til þess að friða hann. „Líklega kötturÍDn! Við erum hér tveir einir!w En harkið, sem heyrzt hafði, stafaði nú reyndar frá Walter Damby. Hann hafði allt í einu kanDast við gimsteinana og hulstrið. Það voru gimsteinar, s»m spönsk. greifafrú hafði komið til geymslu í bankanum fyrir hálfu misaeri, — muiKr, sem þá höfðu verið látnir í stálhólfið. Hafði hann hrokkið við, og velt glasi, sem stóð á hyllu, vi# hliðina á honura Glimeteinarnir, sr »tolil hafði verið úr Middleman’s- 31 Hann taldi það vafalaust, að kapt. Studly myndi aldrei gefa dóttur sína bókhaldara, sem að eins hefði 120 sterlingspund að launum. Eina vonin var, að honum kynni að græðast fé, ef hann brygði, sér til Australíu. Þegar störfum í bankanum var lokið, var Walter vanur, að ganga sér til hressingar um þann hluta borg- arinnar, sem Westend er nefndur, og snæða þar í „klúbbw, er hann hafði fyr talizt til. Að þessu sinni gerði hann það þó eigi, en borðaði í fátæklegu gistihúsi í Fieetstræti, og fór síðan heim til sío. Gata, sem hann bjó í, hét Moltonstræti, gömul gata, er lá út úr Oxfordstræti. Hann hjó þar á fjórða lopti, i rúmgóðu herbergi, er hann notaði, bæði sem svefoherbergi, og til að sitja í. Það var svalt um kvöldið, og með þvi að eigi hafði verið lagt i ofninn, og af því að hann eigi vildi ónáða koDuna, sem hann bjó hjá, kveikti hann á lan p- anum, og siðan í pípunni sinui, scttist við skrifborðið, og vafði utan um sig feiða-ábreiðunni sinni. Hann tók nú penDa og pappír, en var í vafa, hvað skrifa skyldi Að lokum rituði hann þó, sem hér segir: „Þér megið ékki reiðast, þó að eg skrifi yður því að eg só eDgin önnur sóð. Að eg gerist svo djarfur, að rita yður stafar a£ því, að nauður rekur mig til þess og af því að jeg veit að gæfa mín veltur á því, hverju þór svarið. Svo er mál með vexti, að jeg hefi áformað, að fileppa »töðu minni í Lundúnum, og lefta gæfunnar

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.