Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.10.1913, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.10.1913, Blaðsíða 2
190 ÞJOÐVILJINN. XXVII., 50 Hitt og- þetta. í grennd yið borgina Andeer, á Svissaralandi, -yar maður nokkur í sumar (þ. e. 1913) að skóg- arhöggi, og hafði lagt ungharn þar skamt frá sér, og svaí það, meðan er hann var að vinn- unni.' En er minnst varði, kom örn mikill fljúgandi, og nam hurt barnið. Hefir síðan til hvorugs spurzt. í Obío, einu Bandaríkjanna, átti nýskeð að byggja sjúkrahús, fvrir kvennmenn, og þurfti þá á eigi alllitlu fé að halda. Ýmsar ungar, laglegar stúlkur gengust þá^ í þvi skyni, fyrir þvi, að haldinn var „hazar“, sem var einkennilegur að þvi leyti, að eigi var annað á boðstólum, en það, að fá að kyssa ein- hverja þeirra, og allar, og kostaði kossinn einn dollar (þ, e. um 3 kr. 80 aur ). Mælt er, að þegar „hazarinn11 hófst, hafi fjöldi karimanna þegar staðnæmst fyrir framan hverja stúlku. Hver þeirra horgaði siðan dollarinn, og fékk — kossinn. Sagt er, að sumir, sem farnir voru að eldast, hafi þó — án þess áskilið væri — borgað fimm dollara, viðurkennt þá þannig, fyrir sjálfum sér, og öðrum, að eigi væru þeir sem kyssilégastir orðnir. Sé saga þessi sönn — sern liklega þarf alls eigi að,efa, þar sem hún flýgur hlað úr blaði — sýnir hún, að upp á flestu er nú farið að finna, til að ná f peningana. En víst er u*j það, að mörgum hefir þá bug- kvæmzt það, er ógróðavænlegra hefir verið. Hákarl veidöist nýskeð í Suez-skurðinqm, er samtengir Miðjarðai;hafið og Rauðahafið, og fund- ugt i maganum á honum: Eern stigvél, [þrír stráhattar, mannshöfuð, og tveir fuglar, hvort- tveggja ómelt, o. fl. o. fl. Kapt. Koch, Daninn, sem fór yfir Grænlands-ísinn, þ. e. yfir jökulflæmið, eða ísbreiðuna, er hylur allt meginland Grændlands, að heita má, nema strend- urnar — hann er fjórði maðurinn, erþá för hefir farið. Fyrstur manna komst Nansen alla leiðina, strandanna á milli, vestur- og austur-strandarinnar (árið 1888), en næst- ur honum Peaiy, nprðurpólsfari (1892— 1893), og loks dr. Queivain (árið 1912). KocJi fór þar yfir Grændlands-ísmn, sem breiðast er yfir. Hann, og félagar hans, lögðu afstað eða hófu ís- eða jökul-gönguna 20. apríl þ. á. (1913), og höfðu þá fimm hesta meðferðis, en urðu — eptir 40 daga ferð — að slátra eða lóga þrem þeirra, er orðnir voru þá snæ-blindir. — Hma hestana varð og að drepa nokkru síðar, og annan þó eigi fyr en örskammt var til vestur- strandarinnar, þ. e. til graslendis þar. Segist þeim félögum svo frá ferðalag- inu, að mjög hafi þeir orðið að þola bæði kulda og hungui, og hafi þeir loks, 15. júlí þ. á., lémagna af hungri og þreytu, er þeir áttu þó að eins fárra kílómetra ferð til vesturstrandarinnar, orðið að slátra hundi sér til matar. En er þeir höfðu soðið hundaslátrið, og voru að byrja að snæða, eða þá rétt að því komnir, sáu þeir bát álengdar. Með bátnum fórn þeir síðan til verz, unarþorpsins Pröven, og fengu þar beztu viðtökur. Þaðan héldu þeir síðan til verzlunar- staðarins „Upernivik — á eyju við vest- urströndina (íbúar voru þar alls 83 árið 1900) —. og var þá férðinni, frá — Dan- merkurhöfn á austurströndinni — lokið. Koch hefir, á ferð sinni yfir ísílæmið, tekið fjölda mynda, rannsakað jökul- hreifingarnar og norðurijósin o. fl., — gert og ýmsar veður- og ís-athuganir, og enn fremur búið til uppdrætti af áður óþekktum svæðum á Grænlandi. Vísindalegur árangur af för hans tal- inn því eigi lítils virði.* Koch var væntanlegur til Kaupmanna- hafnar í oktobermánuði þ. á. 17. maí þ. á. fóru tveir Ljóðverjar í loptfari frá borginni Halle — borg við ána Saale (íbúar um 165 þús.) — og fengu 30 stiga kulda, er þeir voru komnir 7000 metra í lopt upp. En hæðst komust þeir alls 9500 metra og var kuldinn þá orðinn 51 stig, að því er þeim segist frá og dvöldu þeir þó svo hátt uppi í 2l/2 kl.tíma. í 3’/2 kl.tíma segjast þeir hafa hafst við í svo þunnu lopti, að þeir hafi orðið að soga að sér andrúmslopti, er þeir höfðu haft meðferðis, Mannalát. Eins og getið hefir verið í blaði voru, andaðist Sölfi hafnasögumaður Thor- steinssotl á ísafirði 5. ágúst þ. á. (þ. e. 1913), og skal hér nú getið helztu æfi- atriða hans, með örfáum orðum. Hann var fæddur að Snæfjöllum í Norður-ísafjarðarsýslu 5. april 1832, og var því kominn á níræðis-aldunnn, þ. •. kominn á 82. aldursárið, er hann and- aðist. Foreldrar Sölfa heitins voru: Þor- steinn Þórðarson, er síðar varð prestur að Gufudal (f 1838), og kona hans, Rannveig Sveinsdóttir, frá Kirkjubóli, og er síra Þorsteinn ættfaðir Thorsteins- son’s-ættarinnar, sem kunnugt er. Laust fyrir miðja öldina, sem leið, fluttist Söltí sálugi til ísafjarðarkaupstað- ar, og þar var heimili hans síðan all- optast, nema hvað hann dvaldi erlendis í 5—6 ár (frá 1861), og var þá í sigl- íngum, enda hafði hann numið að mun stýrimannafræði á uppvaxtar-árunum. A ára-tímabilinu, er Sölfi heitinn var erlendis, stóð yfir seinni „Slésvíkski ófriðurinn“, þ. e. viðureign Prússa og Austurríkismanna við Dani, út af her- togadæmunum, og varð Sölfi þá og við ófriðinn riðinn, þ. e. gekk i herþjónust- una, til liðveizlu við Dani, eða var við vista-flutninga til hersins o. fl. Eptir heimkomuna, settist Sölfi heit- inn aptur að í ísafjarðarkaupstað, og var þar þá um hríð skipherra o. fl., — kvæntist þá og um þær mundir fyrri konu sinni, Anniku Jensdóttur Sandholt, sem þá var ekkja, eptir Þorstein snikk- ara Asgeirsson, bróður Asgeirs eldra As- eirssonar, skipherra, og kaupmanns, á ísafirði. Annika var systir frú Sigríðar As- geirsson, konu Asgeirs skipherra, er fyr er gotið, og er frú Sigríður enn á lítí, og búsett í Kaupmrnnahötn. Meðan er Sölfi var kvæntur fyrri konu sinní, var hann lengstum veitinga- maður á Isafirði, en gengdi þó og jafn- framt ýmsum öðrum störfum, og var þá eigi hvað sízt við siglingar, vöruflutn- inga o. fl. — Hafnsögumaður varð hann og á ísafirði árið 1879, og gegndi því starfi síðan þvi sem næst til dánardægurs. Dvaldi hann og einatt á Isafirði, ept- ir það, er hann. sem fyr segir, kom úr siglingunni, nema hvað hann bjó um hríð (þ. e. í tvö ár) að Staðarbakka í Helgafellssveit í Snæfellsnessýslu. Seinni kona Söifa sáluga, er hann kvæntist nokkru eptir lát fyrri konunn- unnar, og sem nú lifir hann, var Sig- ríður Bjarnadóttir, Halldórssonar í Hnifs- dal (ý 3. sept. 1890) Bjarnasonar á Gili í Bolungarvík. — Kvæntist Sölfi henni 5. júuí 1891, og eiga þau þrjú börn á lifi, sem eru: 1. Þorsteinn, 2. Jakob, og 3. María. Sölfi heitinn var dugnaðar maður, og útsjónarsamur, og margt vel um hann. — Hann var og maður glaðlyndur, og ástríkur, og umhyggjusamur heimilis- faðir. Arið 1907 var hann sæmdur heiðurs- merki dannebrogsmanna. Dánir eru og ný skeð tveir ísfirzkir bændur: Páll P&lsson, er lengi bjó að Kleifum í Skötufirði, og Gudm. Egils- son, er lengi bjó að Hjöllum í Skötu- firði, og voru þeir Páll og Guðmundur því lengstum samsveitungar. Dó hinn fyrnefndi í júlímán. þ. á., en hinn síðarnefndi í ágústmán. þ. á. Væntir „Þjóðv.“ þess, að geta síðar getið helztu æii-atriða þeirra beggja. 3. júlí þ. á. (þ. e. 1913) andaðist enn- fremur í Winnipeg gömul koma, Mana Kt istjánsdóttir að nafni, seinni kona Magn- úsar Eyjólfssonar, frá Lykkju á Kjalarnesi. María heitin var fædd 17. sept. 1840, og komin því hátt á sjötugasta og þriðja aldurs-árið, er hún andaðist. Alls varð henni 12 barna auðið, og eru nú 5 þeirra á lífi, eða voru það, er hán lézt. 8. ág. þ. á. (1913) andaðist á spítala í Kaupmannahöfn 5tefán prentari Eyjólfs- son. Hann var fæddur að Horni í Horna- firði á jóladaginn 25. des. 1859, — sonur Eyjólfs snikkara Sigurðssonar, er þar bjó þá. Stefán fluttist til Kaupmannahafnar árið 1882, og nam þar prentlist, og starf- aði síðan lengstum í prentsmiðju S. L. Möller’s, er prentað hefur flest íslenzkra bóka, er út hafa verið gefnar í Kaup- mannahöfn. Hann lagði mjög stund á tungumála- nám, og er mælt, að hann —auk íslenzku, og dönsku — hafi talað bæði ensku, frakknesku, og þýzku, og skilið ítölsku, spönsku, og portúgísizku. Stefán var kvæntur danskri konu, og eignaðist með henni tvö börn: son, og dóttur. Ritstjóri og eigandi: Skúli Thoroddsen. Prentsmiðja Þjóðviljans.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.