Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.11.1913, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.11.1913, Blaðsíða 2
203 ÞJ0ÐVILJINN7 XXVII., 55. S jálfstæðisfél agið í Reykjavík. I>að hélt fund í samkomusal kristilegs félags ungra manna („K. F. U. M.“) að að kvöldi 8. nóv. þ. á. Fundurinn var mjög fjölsóttur. Alþm. Ben. Sveinsson tók fyrstur til máls, og urðu síðan alJ-fjörugar umræður. Meðal annars, er rætt var um, var stofnun nýja steinoliu-hlutafélagsins, er mönnum stód stuggur af. Samþykkt voru og, að umræðunum loknum, mjög öflug andmæli gegn því, að ráðherra veiti félaginu einaréttindi. SjáJfstæðisfélagið heldur nú fundi'öðru hvoru í vetyr. Væntanlega efla menn nú og íélagið á alJar lnndir, ekki sizt vegna þingkosn- inganna, er i hönd fara. Vissulega ætti og höfuðstaðurinn frem- ur að standa framarlega, en að dragast aptur úr, er annars vegar eru sjálfstæðis- mál þjóðarinnar. Annað þætti vanvirða að mun, hvar annarsstaðar í heiminum, sem væri. Mannalát. —O— Að þessu sinni getum vér, í blaði voru, helztu æfi-atriða nokkurra manna, ísfirzkra, er látizt hafa á yfirstandandi ári. Fyrst skal þess getið. að 11. maí þ. á. andaðist í Isafjarðarkaupstað hfisfreyjan Solveig Þor leifsdóttir. Hún var fædd að Sandeyri í Snæfjalla- hreppi i Norður-ísafjarðarsýslu 24. apríl 1841, og var því frekra 72 ára að aldri, er hún andaðist. Foreldrar hennar voru: Hjónin Þor- leifur bóndi Benediktsson og Sigríður Árnadóttir, frá Æðey, .lónssonar sýslu- manns í Isafjarðarsýslu, og bjuggu þau þá að Sandeyri. Solveig heitin ólst fyrst upp að Sand- eyri hjá foreldrum sinum, en fluttist þaðan í Æðey til afa hennar og ömmu: Árna Jónssonar ogElísabetar Guðmundsdóttur, og dvaldi þar síðan, meðan er hún var ógipt. En árið 1864 giptist hún eptirlifandi eiginmanni sinum ,Gísla Jónssyni, Bjarna- sonar, og var Bjarni bróðir GísJa heitins Bjarnasonar, dannehrogsmann á ^rmúla. Byrjuðu þau hjónin búskap að Eiði í Hestfirði í Norður-ísafjarðarsýsiu, en fluttu þaðan, að ári liðnu, að Kyri í Seyð- isfirði, og dvöldust þar eigi all-fá ár í liúsmennsku. — En lengst voru þau i húsmennsku í Ögurnesinu, þ. e. í sam- tals 21 ár, eður þar til þau fluttust til ísafjarðar vorið 1905. Alls eignuðust þau fjögur börn, og dóu tvö þeirra í æsku: Jóhann ogVig- dís, en tveir eynir komust til fullorðins- ára, og eru enn á lífi. Synirnir eru: 1. Þorstemn, bóndi að Borg i Skötu- firði, og 2. Arni, yfirfiskimatsmaður á Isafirði. Hugur Gísla hneigðist allur að sjón- um, og mun meira, en að landbúskapn- um, enda var hann sjósóknari mikill, og vel laginn til formennsku. Heimili þeirra hjónanna, í Ögurnesinu, lá mjög í þjóðbraut, fyrir alla, er ferð áttu inn í Djúpið að vestanverðu, og fór mjög orð af gestrisni þeirra hjóna við alla, er þá stungu þar við stafni, til þess að fá einhverja hressingu, áður en áfram var haldið ferðinni. Solveig heitin var sköruleg kona, og mun hafa verið fríðleiks kona á yngri árum sínum, svipmikil, og að öllu hin gerðarlegasta. — Hún var og kona hrein- gerð og einörð, og margt yfirleitt vel um hana. Eptir það, er þau hjónin fluttust til ísafjarðar, dvöldu þau þar hjá syni sín- um, Árna yfirfiskimatsmanni Gíslasyni, og þar andaðist Solveig sáluga, sem fyr segir. Minning hennar mun óefað lifa eigi all-fáa áratugina við j.safjarðardjúp, — margir þar, er henni kynntust, sem og manni íiennar, eða spurnir höfðu haft af þeim. P Einní þeirra þriggja manna, [er fórust. við bátstapann frá Isafirði 29. sept þ. á. (sbr. 46.—47. nr. „Þjóðv. þ. á.) var Gud- mundur húsmaður Finnbogason á Isafirði. Hann var fæddur á aðfangadagskvöld jóla, 24. des. 1863, og var því á fimmtug- asta árinu, er hann andaðist. ’ Foreldrar hans voru: Hjónin Finn- bogi Finnbogason á Halldórsstöðum i Húnavatnssýslu, og Guðriður Guðmunds- dóttir, og var hún til veru i Torfagarði í Húnavatnssýslu, er hún ól sveininn. Guðmundur heitinn ólst upp í Húna- vatnssýslu, og dvaldi þar síðan, lengstum sem vinnumaður, nema hvað hann um tveggja ára tima var fyrirvinna hjá móð- ur sinni, veikn. ^ j |Úr Húnavatnssýslunni fluttist Guð- mundur sálugi til ísafjarðarkaupstaðar, og settist þar að árið 1898. Þar kvæntist hann tveim árum síðar, 9. ágúst 1900, eptirlifandi ekkju sinni, Guðbjörgu Sigríði Jensdóttur, Kolbeins- sonar, húsmanns á Isafirði, og varð þeim hjónunum alls 9 barna auðið. Af börnunum eru nú þessi 6 á lífi: 1. Svava, 10 ára. t 2. Oskar 9 ára. 3. Anna, 7 ára. 4. Sigriður Jensína, 5 ára. 5. Sigurveig Guðrún, 2 ára og 6. Guðlaug 1 árs. Hin börnin þrjú dóu öll á fyrsta ár- inu, og hétu: Guðríður, Guðmundur og Guðrún. Meðan Guðm. sálugi átti heima í Húna- va.tnssýslu, stundaði hann æ öðru hvoru sjóinn, frá því er hann var á sextánda árinu. Söm var og aðal-atvinna hans eptir það, er hann fluttist að Djúpi. — Yar hann þar ýmist háseti eða formaður, — formaður tíðast að haustinu, sem og um hríð (2—3 ár) allar vertíðir, á útveg Jón- asar bónda Þorðvarðarsonar á Bakka í Hnífsdal. Guðmundur heitinn var dugnaðar- maður, og mjög lipur sjómaður. — Hann var stilltur maður og dagfarsgóður, — bjargaðist og einatt furðanlega, þrátt fyrir sí-vaxandi ómegð, er á hann hlóðst. Hann var reglumaður, konu sinni mjög ástríkur eiginmaður, og börnunum um- hyggjusamir faðir. Má því telja mjög mikla eptirsjá að honum frá barnahópnum, enda hans og sárt saknað, af eptirlifandi eiginkonu og öðrum, er kynni höfðu haft af honum. Annar maðurinn, er fórst við báts- tapann frá Isafirði, er fyr er getið, for- maðurinn á bátnum, var Gudmundur Gudmundsson, útvegsmaður og húseigandi í Isafjarðarkaupstað. Guðmundur heitir Guðmundsson — „Guðmundur frá Sæbóli“ var hann al- mennt kallaður — var fæddur að Sæbóli á5 Ingjaldssandi í Yestur-ísafjarðarsýslu 22. nóv. 1847, og var því freklega hálf- sjötugur, er hann drukknaði. Foreldrar hans voru: Guðmundur Guðmundsson, Bjarnasonar, er lengi bjó að Sæbóli, og Elinborg Jónsdóttir Bjarna- sonar er og bjó allan sinn búskap að Sæbóli. Guðmundur sálugi ólst upp hjá for-i eldrum sínum, og dvaldi hjá þeim, unz hann fluttist til Isafjarðarkaupstaðar árið- 1882. Hann var kvæntur frændkonu sinni, Jónínu Jónsdóttur, Bjarnasonar frá Sæ- bóli, og voru þau hjónin systkinabörn. Álls varð þeim hjónunum þriggja barna auðið, og dó eitt þeirra í æsku, en tveir synir, Guðjón og Halldór náðu fullorðins- aldri. Drukknaði hinn fyr nefndi, þ. e. Guð- jón, á ísafjarðardjúpi með Benedikt Vagn Sveinssyni, formanni. Halldór er á hinn bóginn enn á lífi, og dvelur nú í Ameríku. Konu sína, Jónínu Jónsdóttur, missti Guðmundur heilinn meðan hún enn var á bezta aldursskeiði. — Hún andaðist á ísafirði 4. maí 1894 — í „iníluenza“-veiki, er þar geysaði þá —, að eins frekra 37 ára að aldri. Hjá báðum hjónunum fór mjög saman dugnaður og ráðdeild. og var Guðmundi heitnum því mikill missir að henni. Með dugnaði og útsjónarsemi tókst Guðmundi sáluga — með tilstyrk kon- unnar — að komast undir all-góð efni, enda var hann og einatt í tölu dugleg- ustu formanna við Isafjarðardjúp. Hann var einn húseigandanua á Isa- firði og einatt í tölu betri borgaranna í Isaf j arða rk aupstað, I fjársökum var hann gætinn maður, og mun þó vart hafa komist hjá því, að tapa ekai einhverju fé við ábyrgðir, er hann — sem fleiri - - var við nðinn. Meðan „Kaupfélag Isfirðinga11 starfaði þar vestra, var hann einn hinna mörgu, er þann félagsskap studdu. I bæjarmálum studdi hann einatt verk- manna-flokkmn í kaupstaðnum gegn kaupmanna ríkinu, er mjög vildi hafa öll ráð á Isafirði á tveim siðustu tugum aldarinnar, sem leið. I landsmálum var hann og einatt ein- dreginn stuðningsmaður sjálfstæðisstefn- unni. Þó að Guðmundur heitinn frá Sæbóli væri að mun hníginn að árum, er hann drukknaði, 29. sept. þ. á., hefir Isafjarð- arkaupstaðar þó, við fráfall hans, misst einn hinna nýtari borgara sinna. Helga ljósmóðir Magnúsdóttir á ísafirði. Að kvöldi 20. okt. þ. á. andaðist í ísafjarðarkaupstað Helga ljósmóðir Magn- úsdóttir. Helga sáluga var komin talsvert á áttræðisaldurinn, enda hafði og látið af Ijósmóðurstörfum i kaupstaðnum fyrir nokkrum árum. Jarðarför hennar lór fram að Eyrar- kirkju á ísafirði 30. okt. þ á. Kært væri blaði voru það, ef einhver þeirra, sem henni voru kunnugastir, eða nákomnastir, vildu láta oss í té skýrslu um helztu æfi-atriði hennar. Ritstjóri og eigandi: Skúli Thoroddsen. Prentsmiðja Þjóðviljans.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.