Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.01.1914, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.01.1914, Blaðsíða 8
8 Jólagleði vcitti verzlunarœannafélagið hér i hænum S100—300 börnum 4. þ. m., — hefur og verið vant þvi 4 undanförnum árum. Kvöldið áður var jólagleði handa börnum félagsmanna sjilfra (jólatré, dana, leikir) óþarft að geta þess hve vel unga fólkið skemmti sér hæði kvöldin. Þorláks heiga minntust nokkrir stúdentar hér í bænum á Þorláksmessukvöidið (23. f. m.) Kvæði höfðu þeir Guðm. Guðmundsson og Þorsteinn Erlingsson ort. Aðal-ræðuna, um Þorlák helga, flutti Matthias fornmenjavörður Þórðarson. 2. janúar þ. i. var dregið um Ingólfsbúsið, — hiskupinn (hr. Þórhallur Bjarnarson) hreppti. 17,646 bréf, og bréfspjöld, segir blaðið „Ar- ▼akur að borin hafi alls verið hér um bæinn á aðfingadagskvöld jóla, og á jóladaginn, 11,619 i gamla-árskvöid, og nýársdag. -,,Njörður“ er nafnið á botnvörpungafélagi, er stofnað var ný skeð hér í bænuaa. Framkvæmdarstjóri félagsins er Elías Stefáns- son, en sneðstjórnendur bansekipherrarnir: Finu- , ur Finnsson, og' Guðm. Guðnason, og fór hinn sfðast nefndi nýskeð til útlanda, til þess að kaupa þar botnvörpuveiðagufuskip. f Að kvöldi 2. janúar þ. á. andaðist á Landa- kotsspítalanum hér f bænum Ólafur bókhaldari Magnússon, frá ísafirði. Hann var fæddur 16. igúst 1869, og voru foreldrar hans: Síra Magnús Hákonarson á Stað i Steingrímsfirði (f 28. apríl 1875), og kona hans Þuríður Bjarnadóttir, er dó sama árið, sem mað- ur bennar. Ólafur heitinn Magnússon var um tíma skrif- ari Gunnlaugs heitins Blöndal’s í Barðastrandar- sýslu, en fluttist síðan til ísafjarðarkaupstaðar, og var bókbaldari við verzlun Á Asgeirssonar á Isafirði frá því á árinu 1884, unz bann tók ▼eikina, sem leiddi hann til bana. Hann var kvæntur Helgu Jónsdóttur, söðla- smiðs Sigurðssonar, og Ragnhildar Jónsdóttur, prests Benediktssonar, og varð þeim hjónum alls 6 barna auðið. Af börnunum dón tvö á unga aldri, en þessi fjögur eru enn á lifi: 1. Magnús, 23 ára að aldri 2. Guðrún, 20 ára 3. Rannveig, 19 ára og 4. Bjarni, 17 ára Kona Ólafs sáluga, er lifir nann, fylgdist með honum, sem og eldri dóttirin, er hann var fluttur hingað suður til lækninga. Ólafur sálugi var greindur maður, skrifari góður, og reikningsfróður vel. — Hann var still- ingarmaður mesti, dulur, og fáskiptinn, enda si og æ störfum bundinn frá morgni til kvölds. Jarðarför bans fór fram hér i hænum 9. þ m. Hr. J. J. Bildfell, fasteignasali i Winnipeg, kom hingað i f. m. með botnverpingi frá EnglandL Hann verður á stofnfundi eimskipafélagsins, sem fulltrúi Vestur-íslendinga, er hluti eiga i félaginu. Nýárs-sundið var þreytt á nýársdagsmorgun kl. 10’/, f. h. og var hr. Erlingur Pálsson (bróð- ur son Þorsteins Erlingssonar) hlutskarpastur, — synti 50 metra sundið á rúmum 33 sekúndum. Þetta er í þriðja skiptið, er Eríingur hofur sigrað f nýárs-sundinu, og hlaut þvi að þessu sinni nýárs-hikarinn, sem um hefur verið keppt, til fullrar eignar. Brezkt línuveiðaskip „Pacific“ að nafni, kom bingað frá Englandi 3. þ. m. Skipið hafði hreppt verstu veður í hafi, og sjór gengið yfir það, og einn hásetanna slasast, svo að flytja varð hann þegar á sjúkrahús, er hingað kom. Brytt befur að mun á þjófnaði hér f bænum að undanförnu: Brotizt inn i Lækjartorgsbazar- inn, og stolið þar um 20 kr. i peningum. ÞJOÐVILJINN. XXVIII, 1.—2. OTíOMÖNSTED’f dan^Ra smjörltki er besf Bí5jið um tegunðirnar J0m%Tip-Top*\,5valc” Smjðrlikið fœ$i frd: Otfo Mönstcd ICaiApmímnahöfn ofl Ár<f$um • i Oanmörku. K0NUN6L. HIRB-YE RKSMIBJA. Bræðumir Cloðtta mæla með sinum viðnrkenndu Hjó ólní'k*-tegriiní 1 ixm, sem eingöngu era- bánar fcil ár fímisiu Kakaó, Sykri og Yanille. Enn fremur Kakaópúlveri af t>eztix tegund. Agætir vitnisburðir- frá efnafræðisraunsóknarstofum. Aðfaranóttina 4. þ. m. var og brotist inn i sælgætisbúðina i Austurstræt, og stolið þarýmsu sælgæti. Fleiri þjófnaðir minni háttar, hafa og verið framdir, þótt hér séu eigi greindir. „Hvi létuð þ’g mig gera það? Hví gættuð þér eigi betur að?“ — Svo getur hver sá sagt, er uppvís verður að þjófnaði, eða öðra glæpsam- legu athæfi. Þjóðfélagið þvi sjaldnast án saka or glæpnr er framinn, — átti æ að fyrirbyggjast, sem unnt var, þ. e. lögreglu-eptirlitið að vera að mun fullkomnara. Þess fremur þá og ástæða til þess, að beitt sé æ hegningarvaldinu með varúð, — hegning- arnar eigi hafðar mun strangar. Kaupmannshjón nokkur hér i bænum, ereigi hafa þó viljað, að nafns síns væri getiö, sendu presti holdsveikraspitalans í Lauganesi, Haraldi prófessor Nfelssyni, 126. kr fyrir jólin, til glaðn- ings ajúklingunum á jólunum. Sjúklingarnir á spitalanum eru nú 68 að tölu, og var það að ráði, að tvær krónur fengi hver þeirra i peningum, — talið af spítala-lækninum, og yfirhjúkrunarkonunni, koma sér hezt. *.fganginum var síðan varið, til að kaupa fáeinar barnahiblfur, sjúklingunum til afnota. + A jóladagskvöldið (25. des. siðastl-) andað- ist á Landakotsspitalanuu ekkjan Þuríður Jör- undsdóttir, 78 ára að aldri. Moðal harna hennar eru Guðm. bókbindari Gamalielsson, og Guðjóc steinsmiður Gamalfels- BOB. Að kvöldi 26. des sfðastl. héldu fiórmenning- arnir, er sig „Fóstbr«ður“ nefna, samsöng f Bárubúð, — sungu þar nokkur lög eptir Btrl- mann o. fl. Sameönginn endurtóku þeir siðan að kvöldi 28. e. m. (sunnudaginn milli jóla og nýárs.) Þeir þykja hvsr öörum snjallari söngmonn, og fagnaðarefni því einatt eigi aU-fáum, er þeir láta til sín heyra. . Atvika vegna, fórst það fyrir, að getið' væri í nýliðnum árgangi blaðs vors — þ. e. frekar en gjört var — æfi-atriða þeirra Eiriks meiatara Magnússonar i Cambridge, og Stein- grims rectors. Getið hér, af því að ráðgert hafði þó verið., f 5. janúar þ á. andaðist að heilsuhælinu á Vifilsstöðum Jón kennari Jónaaarson, er um. brið var ritstjóri „Fjallkonunnar11. Hann hafði lengi þjáðzt af brjóstæringu, er að lokum varð hanamein hans. Kvæntur var hann Valgerði Jensdóttur, frá Hólt f Dalasýslu, og lifír hún hann. Jón sálugi var greindarmaður, ve) að sér, og að mörgu vel gefinn. í stað fimm hæjarfulltrúa, er úr bæjarstjórn- inni ganga, for fram bæjarfulitrúakosning i barna- skólahúsinu hér i bænum 26. þ. m. (janúai). Þeir, sem úr bæjarstjórninni ganga, eru: Hall- dór Jónsson bankagjaldkeri, Jón yfirdómari Jens- son, Klemenz landritari Jónsson, Kr. ó Þorgrims- son konsúll, og Lárus H. Bjarnison prófessor. Um þingræði flutti bankastjóri og alþm. Björn Kristjánsson fyrirlestur f stúdentafélaginu að kvöldi 9. þ. m., — all-langt erindi, og ýtarlegt. Jarðarför Jóns skólastjóra JónassonarfráHafn- arfirði fór fram í dag Póstbréf bárust hingað frá útlöndum, með botnverpinginum „Marz“, er hingað kom frá Bret- landi 8. þ. m. RITSTJÓRI OG EIGANDI: KÚLI y HORODDSEN. Prentsmiðja Þjóðviljans.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.