Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.03.1914, Page 7

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.03.1914, Page 7
XXVIII., 12.—13 Þ.TOÐVILJINlS 47 22. janúar þ. á. (1914) andaðist í Bolungarvík (í Hólshreppi í Norður-Isa- fjarðarsýslu) Gudmundur formaður Gud- mundsson, er almennt var kenndur við Kálfadal. Hann veiktist á síðastl. sumri, og leit- aði sér þá, meðal annars, lækníngar í Reykjavík, sem hjálpaði þó eigi, nema eitthvað rétt í bráðina, því að honum þyngdi brátt aptur, er hann var kominn heim til sín, og dró veikin hánn síðan til dauða, sem fyr segir. Guðmundur sálugi, sem ritstjóri blaðs þessa kynntist ögn persónulega, var dugnaðar maður og einkar ötull og lag- inn formaður. Hann var kvæntur maður, og lætur eptir sig ekkju og börn, sem enn eru á ■ómaga-aldri. Guðmundur heitinn mun hafa verið milli fertugs og fimmtugs, er hann and- aðist, og er það æ sárt, er dugnaðar- menn eru burt kvaddir á bezta aldri, og þá eigi hvað sízt, er fyrir börnum í ómegð eiga að sjá. Seint í des. f. á. (1913) andaðist að Flateyri í önundarfirði, húsfreyjan Þund- «? Eiríksdóttir, er mun hafa verið kom- in hátt á áttræðis-aldur. Maður hennar, sem lifir hana, er Sigmundur Sveinsson, og bjuggu þau hjónin lengi að Hrauni á Ingjaldssandi i Vestur-Isafjarðarsýslu. Börn þeirra hjónanna eru öll upp komin, og bjuggu þau síðustu árin á Flateyri, í húsi, sem Eiríkur og Guðjóu eru eigendur að. 11. janúar þ. á. andaðist að Hvammi i Holtum í Rangárvallasýslu Einar smið- ur Gudmundsson, hálf-bróðir Þórðar fyrv. alþm. Guðmundssonar í Hala. Hann var freklega áttræður, fæddur í Kvíárholti 1833. Einar var maður all-vel hagorður, en dulur og fálátur talinn, og að ýmsu ein- kennilegur í háttum. 4. febr. þ. á. andaðist í ísafjarðar- kaupstað Andi ea Magnúsdóttir, systir Har- aldar heitins Ásgeirssonar, verzlunar- manns á Isafirði. Hún var komin nokkuð á áttræðis- aldurinn og hafði aldrei gipzt. Á ísafirði mun hún all-optast hafa verið kölluð „Andrea gamla hjá Sölfa“, —, hafði árum saman dvalið hjá Sölfa sáluga Thorsteinsson, hafnsögumanni, og ■dvaldi síðan áfram hjá ekkju hans, Sig- ríði Bjarnadóttur á ísafirði, að honum látnum. Hún var ein hinna kyrrlátu, er lítið ber á í lifinu. í blaði voru hefir verið stuttlega getið láts Gudm. heitins Egilssonar fjá Hjöllum í Skötufirði i Norður-ísafjarð- arsýslu og skal nú minnzt helztu æfi- atriða hans. Guðmundur Egilsson var fæddur 5. úgúat 1846 í Hraundal á Langadalsströnd. Eoreldrar hans voru Egill Guðmundsson og Þorbjörg Jónsdóttir, fluttist hann ung- ur með þeim að Laugarbóli í Laugardal í Ögurhreppi og ólst þar upp. Egillbjó langan aldur að Laugabóli og var jafnan gildur bóndi. Um 1870 kvæntist Guðm. Margréti Jónsdóttur frá Lágadal, systur Ólafs i Reykjarfirði og þeirra systkyna. Þau byrjuðu búskap að Efstadal í Laugardal •og bjuggu þar, þar til þau árið 1898 fluttust að Hjöllum. Þar bjuggu þau í 10 ár. Síðan voru þau 4 ár í hús- mennsku á Folafæti, en fluttu þaðan vorið 1912 að Meirihlíð í Bolungarvík, til son- ar síns og dó Guðm. þar síðastl. sumar. Efstidalur er afskekkt fjallajörð og erfið mjög til allra aðdrátta. Á búskap- arárum Guðmundar þar hlóðst á hann afar-mikil ómegð; áttu þau hjón 17 börn. Guðmundur byrjaði búskapinn að kalla efnalaus, og var lengstum einyrki. En þrátt fyrir það komu þau lijónin vel upp þessum stóra barnahóp; var Guðm. sál- ugi víkingur til allrar vinnu og hinn mesti elju og atorkumaður. Kona hans var honum og samhent í öllu. Opt munu þau hafa lifað við skarðan hlut þar í afdalnum, með barnahópinn, en kjarkur- inn og áhugmn, að bjarga sér, var óbil- andi hjá þeim báðum. Börnin urðu öll hraust og heilsugóð og vel gefin til sálar og iíkama. Heimili þeirra hjóna mátti kallast fyrirmyndarheimili að iðjusemi, reglusemi og sparsemi, fór uppeldi barn- anna þeim prýðilega úr hendi. Sex af börnum þeirra dóu á undan föður sínum, 3 uppkomnir synir, sem allir drukknuðu, og ein dóttir og tvö börnin misstu þau ung. Á lífi eru: 1. Magnús, kvæntur bóndi á Kleifum í Skötufirði, á Kristínu Einarsdóttur, ætt- aða úr Vatnsfjarðarsveit, og 3 börn. 2. Jón, ekkjumaður í Bolungarvik; átti Kristínu Andrésdóttur frá Blámýrum, og tvö börn. 3. Hjálmar, kvæntur bóndi í Meiri-Hlíð í Bolungarvík; á Knstjönu Runólfs- dóttur frá Heydal, og eitt barn. 4. Valdimar, skipasmiður í Noregi, kvænt- ur norskri konu. 6. Egill, formaður i Bolungarvík, ókvænt- ur. 6. Dagbjartur og 7. Sigurður, báðir i Ameríku ókvæntir. 8. Margrét, gipt í Tröó í Álftafirði; á Guðmund Gísla Guðmundsson, og mörg börn. 9. Maiía, gipt í Bolungarvík; á Jón Jóns- son Eyfirðing; barnlaus. 10. Guðrún, gipt á Gjögri í Strandasýslu °g 11. Solveig, gipt í Ögurnesi; á Ólaf Kristján Olason, og eitt barn. Síðustu æfiár sín var Guðm. sálugi farinn að heilsu og kröptum; ætí hans er fagurt dæmi um atorku og dugnað, og. vissulega eru slíkir menn þarfir landi sínu og þjóð, þótt ekki fari orðstýr þeirra víðar. A nýirsdaginn, 1. janúar þ. á., andaðist að Raufarhöfn i Norður-Þingeyjarsýslu ekkjan Ouð- rtín Laxdal, 72 ára, systir Eggerts kaupmans Laxdal á Akureyri. Hún var gipt Jóni skipherra Guðmundssyni á Akureyri, og þar var heimili þeirra. Eptir lát manns hennar, var hún um hrið hjá bróður sínum, Eggert kaupmanni Laxdal á Akureyri, en siðast á Raufarböfn, hjá Pálinu dóttur sinni. Þrji eru börn þeirra hjónanna á lífi, og eru þau þessi: 1. Jón kaupmaður Laxdal i Reykjavik, kvæntur Elínu Matthíasardóttur, skálds Jochumssonar, 2. Pálina, gipt Jóni kaupmanui Einarssyni á Raufarhöfn, og B. Grimur, íyr verzlunarstjóri á Vopnafirði, en nú búandi í Ameríku. Guðrún heitin er sögð verið hafa dugnaðar- og myndarkona. — Látin er enn fremur, 3. febtúar þ. á. (1914), Sígríður Jonsdóttir á Víðidalsá i Strandasýslu, og getum vér láts hennar hér af þvi einu, þótt alókunnugt sé oss utn aldur hennar, og æfi-atriðiy að send voru oss nú ný skeð erfiljóð eptir hana, er mælst var til, að birt. yrðu i blaðinu. En þar sem erfiljóðin eru mjög löng, og eigi fylgdu æfi-atriði hinnar látnu, höfum vér eigi séð oss fært, að taka þau í btaðið, — látum þá nægja, að geta þess eins, að hún er dáin. — 12. febr. þ. á. audaðist í Akureyrarkaupstaó Guðjon Steinsson, hálf-bróð'r Friðb]örns bóksala Steinssonar. Sonur hans er Priðfinnur prentari Guðjóns- son, sem er einn leikand tnna ( „Leikfélagi Reykja- víkur“. — Rey U jcivík. —3 9. marz 1914. Um undanfannn vik i tfmann bafa nú skipzt á stórfeldir blotar, eð > dyngt niður kynstrum af snjó. Aðal-fundur „Gufubn-tfélagsins við Faxaflóa“ var haldinn hér í oæriuui að kvöldi 21. f. m. (febrúar). Atvinnurelrstur félaí-iins h ifði árið, sem leið, gengið að mun betur, en nokkru sinni fyr. Ákveðið, að borga liiuthöfum þó eigi, nema G°/0 af hlutabréfa-upphajð þeirra, en verja hinu, til að mæta fyrningar-voiðlækkuu á „Ingólfi“ (þ. e. gufubát félagsins, er til Lrðanna um Faxaflóa er notaður). Stjórn félagsins, er vorið hefur, var endur- kosin. „Vendsyssel“. auka-skip frá sameinaða gutu- skipafélaginu, kom hingað frá útlöndum 23. f. m. (febr.). Alþm. Ben. Sveioss n lagði af stað héðan sunnudaginn 22. febr. þ. á. austur til Seyðis- fjarðar, og mun hxfa ætlað að sæta skipaferð þaðan til Húsavíkur, og ferðaot síðan um kjör- dæmi sitt, Norðui-Þingeyjaisýslu. „VeBtfirðinga-mótið“, og „Norðlinga-mótið“, þ. e. aamkvæmin, sem haldin voru á hótel Reykjavík hér i bænum, hið fyr nefnda 21. febr. þ. á., en hið síðar nefnila 24. s. m., voru bæði mjög íjölsótt, um eða yfir tvö hundruð, er þátt tóku i hvoru um sig. f 26. febrúar þ. á. andaðist hér í bænurn, eptir 6 daga lungnabólgu, ungfrú Kristín Ce- cilía Arason, dóttir Ara heitins Arasonar, lækn- is á Flugumýri i Skagafjarðarsýslu. Hún var fædd 6. okt. 1855, og hafði lengi fengizt við kennslustörf, gegnt, meðal annars, kennslukonu-stö.fum við barnaskólann hér f bænum í tvo tugi ára, eða þar um. Systkini hennar eru: Þoivaldur bóndi Ara- Son á Viðimýri i Skagafirði, og Anna og Guf>- laug, báðir hdr i bænv-m. Kristín sáluga var vel menntuð, bæði til munns og banda. Hún lifði alla æfi ógipt. 1 „Skiðafélagið“, sem getið er á öðrum stað i þessu nr. blaðs vors. gengu alls yflr hundrað manns, á fundinum i „Iðnó“. Formaðui félagsins var kosinn: L. Möller, verzlunarstjóri. Hinir fjórir, sem i sijórnina voru kosnir. eru: Herluf Clausen, bræðurnir: Pétur og Tryggvi Magnússynir, og Steindór Björnsson. „Sterling" kom hingað frá útlöndum að morgni 28. f. m. (febrúar). Meðal íarþegja voru: Einar skáld Benediktsson, og frú hans, og dóttir þeirra, Guðmundur læxnir Thoroddsen, og frú hans (Regina Thoroddssen), ungfrú Þórdis Björns- dóttir, Thor Jensen kaupmaður. og Rich. Thors (framkvæmdarstjóri), sonur Thor Jensen’s. Enn fremur nokkrir útlendingar o. fi.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.