Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.07.1914, Blaðsíða 1
ÞJOÐVIL JINN
38.—39. m*.
Reykjavík 31. júlí 1914.
Hvað segja útl. símskeytin?
ÞAU SEGJA: Ól’rið í aðsigi, - Al-
baníu-íúrstann í nauð-
um, — verkfall í Pét-
ursborg.
Símfregnir, er borizt hafa nýlega frá
útlöndum segja Serba og Austurríkismenn
hervæðast í gríð og kergju.
Austuríkismenn telja morð hanz Fer-
dinand’s og konu hans eiga rót sína að
rekja til æsinganna í Serbíu, — þ. e.
kenninganna um sameining allra Serba
Drauminn um Stór-Serbíu telja þeir
verða úr sögunni að hverfa.
Og vopnunuin er þá ætlað, að færa
Serbum heim sanninn um það, að slíkum
draumum þeirra só aldrei ætlað að rætast.
Líklega má þá vænta þess, að ófrið-
ur byrji þá og þegar.
En fari svo, — þá geta Rússar o. fi.
orðið þar viðriðnir.
Ekki blæs enn byrlega fyrir nýja Al-
baníu-furstanum, Vilhjálmi frá Wied.
Að vísu tókst honum, er hann (í önd-
verðum marzmánuði þ. á.) var seztur að
rikjum í Albaníu, vonum bráðar að koma
á friði í Norður-Epírus.
Hann veitti Epíringum all-frjálslega
sjáifstjórn í héraða-, kirkju- og skóla-
málum, og létu þeir sér það þá vel lynda
og siiðruðu sverðin.
En þá tók við annað, — eigi betra.
í Albaníu ægir mjög saman ólikum
þjóðernum, og kristnir menn þar og Mú-
hamedstrúarmenn hata mjög hverir aðra.
Furstanum tókst eigi að gera þar öll-
um til hæfis, og fór þá svo, að ailt log-
aði þar óðar í uppreisnarbáli.
ViUijálmur fursti varð að flýja höll
sína í Durazzo og koma sér út í ítalskt
herskip, til þess að bjarga lífi sínu og
sinna þá í svipinn.
Hann komst að vísu aptur í land litlu
siðar.
En uppreisnina fékk hann eigi bælt
mður, heldur óx hún hröðum fetum dag
frá degi.
Og nú mega uppreisnarmennirnir eigi
annað heyra, en að hann hrökklist þegar
alveg burt úr landinu!
Þeir eru þegar orðnir meira en full-
saddir af nonum.
En hvað gera nú stórveldin, er studdu
hann þar til ríkis?
Leyfa þau að hann hverfi þaðan og
jkomi þar aldrei framar?
Váíryggið
eigur yðar (hús, húsgögn, vörur o. fl.)
fynr eldsvoða í brunabótal'élaginu
„General”
stofnsett 1885.
Aðal-umboðsmaður fyrir Island:
Sig. Thoroddsen
adjunkt.
Umboðsmaður fyrir Norður-ísafjarðar-
sýslu er Jón Hróbja'itsson verzlunarstjóri.
í>á segja nýjustu símskeytin frá út-
löndum enn fremur frá afskaplegu verk-
faili i Pétursborg.
Yerkfallsmenn þar um 250 þúsundir.
í>ar má lögreglan þá halda á spöð-
unum um þessar mundir, eigi ekki verra
af að hljótast, er minnst varir.
En þegar gætt er öfundarinnar og
heiptarflóðsins, sem ólgar undir í garð
allra, sem betur eru settii, þá má lítið
út af bera.
Minnsti agnar-neistinn getur orðið að
alóslökkvandi loga-báli á hverri stundu.
Reynist herliðið þá eigi traust, hvar
getur þá lent?
Nýr ófrlðnr byrjaður.
Serbar og Austurrikismenn berjast.
Svo er nú komið — sbr. greinina hér
á undan —, að strið er nú byrjað milli
Austurríkismanna og Serba.
Ófridur inn hófst ad kvöldi laugardags-
ins 26. júlí þ. á.
Stjórnin í Austurríki hafði krafizt þess,
að stjórnin í Serbíu gæfi ákveðin svör
og loforð viðvíkjandi skjali frá stjórninni
í Austurríki, áður en miðaptan væri kom-
inn (þ. e. fyrir kl. 6 e. h.), þá um daginn.
Slík svör eða loforð gaf stjórnin í
Serbíu eigi svo ákveðin, sem þurfa þótti,
og hvarf sendiherra Austurríkismanna
þá tafarlaust heimleiðis frá Belgrad,
og Austurríkismenn byrjuðu þá þegar
stríðið.
Daginn eptir, þ. e. sunnudaginn 26.
júli þ. á., flýði stjórnin í Serbíu síðan
burt úr Belgrad (höfuðborginni) og flutti
búslóð sína til Kragujevac.
En Kragujevac er borg i miðju landi,
nokkiu sunnar en Belgrad — ibúar þar
um 16 þús. —, og sátu Serba-furstar þar
fyrrum, þ. e. alla hríð til 1842.
XXVIII. árg.
Yeriiir Evróp-stríð ?
Margir eru hræddir um, @ð út af' ó-
friðinum milli Austurríkis og Serbíu, geti
spunnizt almennur norðurálfn-ófriður,
þ. e. ófriður, sem stórveldi álfunnar öll,
eða þó nokkur. geta orðið við riðin.
Serbar eru skjólstæðingar Rússa, og
fregnir hafa þegar borizt þess efnis, að
Rússar búi nú og her sinn sem ákafast.
En fari svo, að Rússar snúist gegn
Austurríkismönnum, geta þá bandamenn
Austurríkismanna, Þjóðverjar og ítalir,
látið ófriðinn hlutlausan?
Og grípi Pjóðverjar til vopna. munu
Frakkar, bandamenn Rússa, þá láta tæki-
færið ónotað? Munu þeir eigi minnast
forns fjandskapar og hyggja þá á hefnd-
irnar?
Vist er um það, að enn hafa þeir eigi
; gleymt óförunum í fransk-þýzka stríðinu
(1870—71).
En verði Frakkar við ófriðinn riðnir,
þá er líklega mjög hæpið, að vinir þeirra,
Bretar, þykist geta haldið að sér höndum.
Sem stendur eru horfurnar því svo
íllai', sem unnt er.
Eigi annað sýnna, en að megnið af
norðurálfunni allri, geti, er minnst varir,
logað í ófriðarbáli.
Vonandi gera þó betri menn þjóðanna,
og eigi fátt blaðanna, hvað unnt er, til
að hepta að svo fari.
En því miður eru horfurnar þó geig-
vænlegri, en nokkuru sinni fyr.
Engu þorandi að spá í þá áttina, að
friðsamlegar skipizt, en á horfist.
Afleiðingarnar.
(Vörur og peningar stiga i verði.)
Ófriðar-óttinn, sem gripið hefur hugi
manna í norðurálfunni, hefur þegar, sem
vænta mátti, haft að mun lamaiuli á-
hrif á peningamarkaðinn og á verzlunina.
Komvörur og fleiri nauðsynjavörur hafa
þegar hœkkad ad mun i verdi erlendis.