Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.07.1914, Síða 2
134
.ÞJOÐV ILJINN.
XXVIII', 38.-39’
ÞJÓÐVILJINN.
Vorð árgangsins (minnst 60 arkir) 3 kr. 60 a.,
erlendis 4 kr. 60 a. og i Ameriku doll.: 1,60.
Borgist fyrir júnimánaðarlok. Uppsögn skrifleg
ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 30. dag
júnímánaðar og kaupandi samhliða uppsögninni
borgi skuld sína yrir hlaðið.
Og þá þarf eigi að sökum að spyrja,
að því er til peningavaxtanna kemur.
Mörgum mun það enn ininnisstætt,
hversu ísl. bsendur, verkamenn o. fl. o. fl.
urðu um hríð að borga mun hærri banka-
vexti, en áður var, vegna ófriðarins, þ.
e. óargadýrs hátternisins, á Balkanskag-
anum.
Og nú eigum vér þá enn að hirtast
að nýjn, lítilmagnarnir, af því að vér
megnum eigi að hepta styrjalda-ófögnuð-
inn, sem byrjaður er milli Serba og Aust-
urríkismanna, og öðrum var eigi sídur
skylt að fyrirbyggja, enda oss um fœr-
ati, sem engin höfum tökin.
En verst af öllu er þó, bætist það
nú hér ofan á, að ýms stórveldanna —
vegna þarfa hersins og til þess að vita
sér og sínum, sem bezt borgið, hvað sem
í skerst — faia ad finna upp á þvi, ad
banna útflutning ýmsrar nauðsynja-
vöru, sem enginn má án vera.
Fari svo, þá er íllt, að vera eigi byrg-
ari en vér Islendingar erum.
En svo er þó komið, að ýms brezk
verzlunarfélög hafa þegar neitad að sinna
vörupöntunum að svo stöddu.
Hver brögð verða að þessu, verður
eigi sagt frekar, sem stendur.
Betur að hér rættist og betur úr, en
á horfist.
Nýr ráðherra skipaður.
21. júlí þ. á. veitti Christian konuug-
ur X. hr. H. Hafstein lausn frá ráðherra-
embættinu og tjáði honum þakkir sínar,
sem venja er orðin.
Sama dag skipaði konungur síðán
Sigurd sýslumann Eggerz, alþm. Vestur-
Skaptfellinga, sem ráðherra íslands.
Englendingurinn dr. A. M. Low hefur
nýlega fundið upp tæki til þess, að þeir,
sem sím-samtal eiga, geti þá og séð hvor
annan, ef vilja.
Tæki þessi gerir hann sér og von um,
að geta sett svo í samband við þráðlausu
•íma-samtals-áhöldin, að séð verði þegar,
ef skip er í hættu á sjónum, í hverju
háskinn er fólginn, — þ. e. allt séð, sem
þar gerist.
Fregnir frá Alþingi.
II.
Bjargráðasjóðslögin.
Á þingfundi neðri deildar (20. júlí
þ. á.) varð sú niðurstaðan, að breyta í
engu bjargráðasjóðslögunum að þessu
sinni, en að skora á hinn bóginn á bjarg-
ráðasjóðsstjórnina, að leita álits allra
sveitarnefnda á landinu um málið, er rætt
verður þá á Alþingi næst (1914).
Meiri hluti nefndar, er neðri deild
skipaði, hafði þó lagt það til, að lögun-
um væri þegar breytt í þá átt, að fé það,
er hrepparnir (og bæjarfélögin) gjalda,
yrði þegar séreign hvers þeirra. — En
tillaga þessi náði þó, sem fyr segir, eigi
fram að ganga, — var felld í deildinni
með 13 atkv. gegn 7.
Kosning borgarstjóra í Reykjavík.
Frumvarpið um kosningu borgarstjóra
í Reykjavík gekk mótstöðulaust og um-
ræðulítið gegnum neðri deild, — gert ráð
fyrir, að hann sé kosinn af öllum at-
kvæðisbærum borgurum kaupstaðarins,
enda hafi minnst 50 kjósendur mælt með
kosningu hans.
Nýr verzlunarstaður.
(Stóra-Fjarðarhorn í Strandasýslu).
Frv. um löggildingu Stóra-Fjarðar-
horns i Kollafirði í Strandasýslu, sem
verzlunarstaður, hefur hr. Magnús Pét-'
ursson borið fram í efn deild.
Toll-lögin.
(Tollsvik varði missis verzlunarleyfis).
Frv. í þá áttina, er hér að ofan greinir,
hefur síra Sig. Stefánsson borið fram í
eíri deild.
Botnvörpuveiðalögin.
Síra Kristinn Daníelsson hefur í efri
deild borið fram frv., er fer í þá átt, að
hækica sekta-ákvæði laganna um bann
gegn botnvörpuveiðum (nr. 86, frá 6.
apríl 1898).
Vega-Iögin.
(Breyting á þeim).
Þingmenn Árnesinga og Rangvellinga
vilja fá vegalögunum breytt í þá átt, að
landssjóður kosti viðhald flutningabraut-
arinnar frá Reykjavik austur um Árnes-
sýslu yfir Ytri-Rangá í Rangárvallasýslu,
svo og viðhald brúnna á téðri leið.
Engir aðstoðarlæknar
á Akureyri og ísafirði.
Guðm. Hannesson vill breyta lækna-
skipunarlögunum á þá leið, að hætt sé,
að hafa aðstoðarlækna á Akureyri og í
Isafjarðarkaupstað, — telur þá óþarfa.
Ný flutningabraut.
(Hafnarfjarðarvegurinn).
Frv. borið fram í efri deild (Kr. Dan.)
þess efnis, að vegurinn milii Reykjavíkur
og Hafnarfjarðar sé tekinn í tölu flutn-
ingabrautanna, og kostaður þá að öllu
úr landssjóði.
Afnám eptirlauna.
Þm.' Barðstrendinga (Hákon Kristó-
fersson) |vill að stjórnin leggi fyrirnæsta
þing frv. um afnám allra eptirlauna, þ.
e. næsta þing eptir það, er nýja stjórnar-
skráin fær gildi.
Kennara-stóll i Klassiskum fræðum.
Frv. þess efnis, að stofna kennara-
embætti í fornmáiunum (latínu og grísku)
borið fram í efri deild.
Kennarinn njóti allra sömu réttinda,
sem docentar við háskólann njóta.
Flutningsmenn frumvarpsins: Karl
Einarsson, Magnús Pétursson og Sig.
Stefánsson.
Hvalveiðamenn.
Síra Sig. Stefánsson hefur i efn deild
bonð fram frv. þess efnis, að bannákvæði
laganna um hvalveiðamenn frá 22. nóv.
1913 komi eigi til framkvæmda, að því
er snertir hvalveiðamennina, sem nú hafa
hér fastar stöðvar, enda auki þeir eigi
tölu hvalveiðaskipa sinna fram úr því,
sem nú er.
Þingsköp Alþingis.
(Þ. e. breyting á þeim).
Frv. um ýmsar breytingar á þing-
sköpunum borið fram i neðri deild.
Futningsmaður Einar Arnórsson o. fl.
Nýtt prestakall.
(Hóll í Bolungarvík.)
Ritstjóri blaðs þessa (Sk. Th.( hefur
í neðri deild borið fram frv. þess efnis,
að gera Hólssókn í Bolungarvík að sér-
stöku prestakalli.
Lögunum þó eigi ætlað að koma til
framkvæmda, fyr en prestaskipti verða
í Isafjarðarprestakalli.
Landsdómurinn.
(Breyting á honum.)
Frv. í þá átt borið fram i neðri deild
af Bjarna frá Vogi og Einari prófessor.
Kirkjugarðurinn i Reykjavik.
(Eignarnám til stækkunar honum.)
Frv. borið fram í neðri deild af þing-
mönnum Reykvíkinga, eptxr beiðni bæjar-
stjórnar.
Löggiltir endurskoðnnarmenn.
Sama frumvarpið, sem neðri deild Al-
þingis fjallaði um í fyrra, og þá varð
eigi útrætt, hefur í ár verið borið fram
í neðri deild.
Flutningsmaður Bjarni frá Yogi.
Dómtúlkar og skjalaþýðendur.
Frv. þetta er og uppvakningur frá
síðasta Alþingi,
Fiutningsmaður Bjarni frá Vogi.
Ráðherra-eptirlaunin.
(Afnám þeirra.)
Frv. í þá átt, að ráðhérra-eptirlaunin
skuli afnumÍM, ,er stjórnarskráin fær gildi,
borið fram í neðri deild af Guðm. Eggerz,
Jóni á Hvanná o. fl.