Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.07.1914, Síða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.07.1914, Síða 3
XXVIII., 38.-39. ÞJOÐVILJINN. 135 Uitsímalögin. (Breyting á þeim.) Á þinginu eru komin fram eigi all-fá frumvörp, er að breytingu á ritsímalög- unum lúta, — stefna að því að færa ýmsar símalínur upp í 2. flokk. Af frumvörpunum er eitt frá ritstjóra blaðs þessa (Sk. Th.) lútandi að símalínu til og um norðurhreppana í Norður-Isa- fjarðarsýslu. Að öðru leyti verður nánar minnzt á mál þetta síðar. Ný flutningabraut. Milli Búðardals og Borðeyrar.) Frv. í ofangreinda átt, þ. e. að gera veginn milli Búðardals og Borðeyrar að flutningabraut, borið fram í neðri deild, og er flutningsmaðurinn Bjarni frá Vogi. Laxa-í'riðunarlögin. (Breyting á þeim.) Þingmenn Árnesinga hafa í neðri deild borið fram frv. um breytingu á lögum nr. 5, frá 19. febr. 1886, um friðun á laxi, — vilja að sýslunefndin setji fastar regl- ur um það í héraði hverju, hvenær veiði- tíminn skal byrja og enda, þá þrjá mán- uðina, er veiða má. Sýsluniannaembættin. (Fækkun þeirra.) I neðri deild borin fram (af Guðm. Hannessyni) þingsályktunartillaga þess efnis, að skora á stjórnina, að íhuga, hvort ekki megi fækua sýslumannaem- bættum, og að leggja þá frv. í þá átt fram á næsta Alþingi. Fyrirhuguð löggjafarmál. (Birting þeirra fyrir fram.) Þingsályktun (frá Guðm. Hannessyni) þess efnis, að skora á stjórnina að gefa sveitastjórnum kost á að ræða og gera tillögur um þau atriði í ábúðarlöggjöf, atvinnu- og skatta-málum, er í ráði er, að lagt verði fyrir Alþingi. Læknahéruð. (Þ. e. frv. um stofnun læknahéraða.) Tvö slík frv. komin fram í neðri deild: 1. Um læknishérað í Hólshreppi (með Bolungarv íkurverzlunarstað)í Norð- ur-ísaf j arðarsýslu. 2. Um Hnappadalssýslu og syðsta hreppinn í Snæfellsnessýslu, sem sérstakt læknishérað, er nefnist Hnappdælahérað. Sk. Th. flytur frv., er fyr er nefnt, en síra Sig. Gunnarsson hið síðarnefnda. Landsbanka-útbú á Austurlandi. í neðri deild hefur Jón á Hvanná borið fram þingsályktunartillögu í ofan greinda átt. Veiting prestakalla. Bændurnir þrir: Guðm. Olafsson, Jós- ep Björnsson og Hákon Knstófersson hafa í efri deild borið fram áskorun til stjórn- arinnar þess efnis, að lagt sé fyrir næsta Alþingi frv. um breyting á lögum nr. 28, 16. nóv, 1908, að prestskosning fari fram í hverri sókn. Útflutningur litándi refa. Nefndin í efri deild hefur eigi orðið á ©itt mál sátt. Meirihlutinn (Jósep Björnsson og Karl Finnbogason) er frv. mótfallinn, og er skoðun hans sú: 1. Að engin þörf ' sé á banni þessu, þeir sem er ala vilja eða rækta refi, geta fengið þá, hvort sem lítflutn- ingur þeirra er bannaður eða ekki. 2. Að bannið tryggi alls ekki hátt verð á íslenzkum refaskinnum, þar sem útlendir refaræktarmenn geta fengið refi annarsstaðar en hér á landi, af sama tagi eða engu síðri. 3. Að bannið yrði fáum mönnum til hagnaðar, en fleirum til tjóns, og að slíku eigi löggjöfln ekki að styðja að nauðsynjalausu. 4. Að bannið sé ónauðsynleg skerðing á umráðarétti manna yfir eign sinni. Minnihlutinn (síra Sig. Stef.) vill á hinn bóginn að frv. sé haidið fram. Forðagæzlulögin. Þingmenn Árnesinga (Einar prófessor j og Sig. Sig.) hafa í neðri deild borið i fram frv., er fer fram á breyting forða- gæziulaganna í sumum atriðum, — lög- reglustjóra t. d. veitt heimild, til að skipa forðagæzlumenn, ef hreppsbúar vanrækja að kjósa þá o. fl. Vörutollslögin. Frv. borið fram í neðri deild (af Birni Kristjánssyni) fer fram á all-ýtarlegar breytingar vörutollslaganna, — vörurnar að ýmsu leyti öðru vísi flokkaðar, en í núgildandi lögum. Mjög er nú unnið að því í ýmsum löndum, að satna fé í alþjóðasjóð til þess að reisa hér og hvar i stórborgunum „Steads-hælin“, sem svo eru nefnd, þ. e. hæli, sem einstæðar, ógiptar stúlkur, er verkmannastéttar eru — eða leita sér at- vinnu á svipaðan hátt —, geti fengið sem ódýrast gott húsnæði o. fl. Slík hæh þegar komin á fót á stöku stöðum í Englandi, og í ráði, að veitt verði jafn vel eitthvað fé, málinu til stuðnings, úr Nobels-sjóðnum árið 1915. En „Stead-hseli“ (eða á ensku „Stead- Hostels) eru hælin nefnd í virðingar- og viðurkenningar skyni við brezka blaða- manninn og friðarvininn William Stead. Hann var einn hinna mörgu, er fór- ust við „Titanic“-slysið mikla, árið 1912, — mannskaðann ógurlega, sem mörgum mun seint úr minni líða. 190 millj. smálesta nam kola-fran>- leiðslan alls á Þýzkalandi árið sem leið (1913), en hafði á hmn bóginn eigi náð, nema 109 millj. smálesta aldamóta-árið (þ. e. árið 1900). Á hinn bóginn hefur járn-framleiðslan á Þýzkalandi aukizt tiltölulega miklum mun meira, þ. e. stigið úr 8’/2 millj. í 19 millj. smálesta. U 11 ö n cl. (Sitt af hvoru og minni háttar.) Ekki una Marocco-menn enn yfirráð- um Frakka, — smá-bardagar því öðru hvoru þar syðra. — Barizt siðast í grennd við Taza, 5, júní þ. á., og féll þar þá, auk annara, danski liðsforinginn Styhr- Petersen, sem verið hefur í útlendu her- sveitinni í liði Frakka frek fjögur árin síðustu. — f 11. júní þ. á. andaðist stórhertog- inn í Mecklenburg-Strelitc, Adolph Fried- rích að nafni, og er nú sonur hans, sam- nefndur, ókvæntur maður, 32 ára að aldri, tekinn við ríkisstjórninni. — Fjöldi Grikkja, er heima eiga í lönd- um Tyrkja (í Norðurálfu og í Litlu-Asíu), sæta nú svo íllri meðferð af hálfu Tyrk ja, að þeir hafa flúið land þúsundum saman, — 18 þús. t. d. flúin til eyjunnar Chios, og á eyði-eyjunni Khumil höfðust 4 þús. flóttamanna við, er síðast fréttist. — Bef- ur Grikkjastjórn í bráðina orðið að hlaupa undir bagga, þ. e. orðiö að veita tölu- vert fé, til að sjá fólkinu fyrir bráðnauð- synlegasta viðurværinu. f 22. júní þ. á. andaðist danski iist- málarinn Áugusta Dohlmann, 67 ára að aidri. — Bióm-málverk hennar voru það, er — öðru fremur — öfluðu henni frægð- ar eða viðurkenningar, eigi að eins á málverkasýningum í Danmörku, heldur og i Frakklandi, Þýzkalandi og Banda- ríkjunum. — Símað frá Chicago 22. júní síðastl., að svo hafi slysalega til tekizt, er sex ljón voru sýnd þar, að þau réðu á tamn- ingamanninn, Dietrich að nafni, drápu hann og átu hann nær til agna, og þarf eigi að lýsa skelfingunni, er gripið hefur áhorfendurna, er slíkt gerðist að þeim ásjáandi. Byltingaritum stráð út að mun hér [ og hvar í Kína, og heitir sá Sun-Wen, | er þar starfar mest að, og vilja reka Yuan- Shi-Kai, lýðveldisforsetann, frá völdum. — Kínverskt-belgiskt félag nýlega stofn- að í Peking, er ætlar sér að hagnýta málma og námur þar í landi. — Hluta- fé félagsms 10 millj. dollara. 5 millj. króna er sagt að Sofie ekkju- drottning (ekkja Oscars heitins Svíakon- ungs) hafi látið eptir sig, og virðist það eigi stórfé, er um konungs-ekkju ræðir, þótt góður skildingur sé að vísu. f 6. júní þ. á. andaðist frakkneski listmálarinn Gabriel Ferrier. — 15. júní síðastl. biðu 6 menn í París bana á þann hátt, að „bílarnir“, sem þeir óku í, sukku í jörð níður, og hurfu. — Höfðu áður lengi gengið afskaplegar rigningar, en járnbrautargöng hér og hvar undir borg- inni, og þaðan hættan stafandi. Afskaplegir hitar í Berlín 16. júní síðastl., svo að stöku menn hnigu þar niður meðvitundarlausir á götum úti og röknuðu þó við aptur, nema tveir, sem dóu. — Roosevelt, fyrverandi Bandaríkja-for- seti, sem verið hefur í ferðalögum um Suður-Ameríku og rekið sig þar eigi ó- víða á borgarrústir o. fl. fornmenjar frá tímunum áður en Spánverjar komu þar til sögunnar, var nýlega staddur í London og hélt þá fyrirlestur um ferðir sínar l landfræðingafélaginu þar. — f 20. júní þ. á. andaðist Ludvig: Bramsen (fyr innanríkisráðherra — í ráða- neytura Hörring s og Sehested’s). Bramsen var fæddur 9. sept. 1847, og var mjög lengi forstjóri danska bruna-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.