Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.07.1914, Side 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.07.1914, Side 4
136 ÞJCÐVILJINN. XXVIII., 38-39. bótaábyrgðarfélagsins „Nye danske Brand- forsikrings Selskab“, sem fjöldi manna hér á landi hefur átt viðskipti við og öllum að vísu reynzt mjög þungt í skauti. — I þorpinu Hoeplany (í grennd við borgina Oedenburg í Ungverjalandi) varð bóndi nokkur snögglega vitskertur á dans- samkomu, í júnímáuuði þ. á., — fylltist í svip megnustu afbrýðissemi af því að unnusta hans vildi eigi dansa við hann. Hann hljóp því út, náði sér í byssu, særði unnustu sína, drap báða foreldra hennar og flýði síðan og komst upp í kirkjuturn, og lét skothriðina dynja þaðan á hvern sem nálgaðist. Mælt er, að alls hafi hann skotið yfir 200 skotum, enda særði hann og 19, en banaði 3, áður en hann loks varð að gefast upp, er hermenn sóttu allsstaðar að honum. Maður þessi hét August Tomsios, og bjargar það nú eitt lifi hans að enginn vafi virðist geta á því leikið, að hann sé vitfirrtur, sem fyr segir. Pundur hófst enn einu sinni í Kristi- aníu i júnímánuði þ. á., til þess að ræða um yfirráðin yfir Spitzbergen, og sóttu hann fulltrúar þessara ríkja, Noregs, Sví- þjóðar, Rússlands, Danmerkur, Bretlands, Bandaríkja, Frakklands, býzkalands og Hollands. Dr. Hagerup, sendiherra Norðmanna í Danmörku, er forseti fundarins. — 26. júní þ. á. hófst í Kaupmannahöfn sýning á hundum, er félagið „Dansk Kennelklub" gengst fyrir. í ráði var, að *ýndir yrðu alls 220 hundar, og hefur það verið dáfallegur fénaður, — sumt hundanna frá Svíþjóð og Noregi. Morð á Norðurbrú í KaupmaonahöfD. 46 ára gömul spákona, er átti heíma á Norð- urbrú i Kaupmannahöfn iannst 1. iúlí þ. á. liggjandi alls nakin á gólfinu i herbergi sinu, nema hvað hún var í sokkum, og moð stígvél á fótum. Seglgarnslykkkja var utan um hálsinn á kon- unni. og hún — örend. LíKið var þegar kruhð, og fullyrtu læknar, að um morð væri að ræða, — konan hengd, og heDgingin valdið dauða hennar. Eitthvað hark hafði heyrzt í herbergi hennar kvöldið áður, — því Hkast, að eitthvað þungt hlammaðist á gólfið. A hinn bóginn var alit ósnert i herbergi hennar, peningar og annað. En karlmenn hafði einhver þó séð koma út frá henni kvöldið áður, en hún fann*t örend. Sjö ára gömul tepa, Ingrid að nafni, er vön var, að sækja mjólk o. fl. fyrir hana á morgnana, rakst fyrst á hana örenda á gólfinu, og gerði þá þegar móður sinni aðvart, og var siðan lögreglu- þjónn til kvaddur. Konan, er myrt var, hét Hilda Rasraussen, og var ekkja, eða þá skilin við mann einn, en hafði alls eignazt 17 börh, og eru 7 þeirra á lífi Enginn vissi enn, er síðast fréttist, hver morð- ið hefði framið, en lögreglumenn hétu hverjum 50o k'., er gefið gæti upplýsingar þar að lútandi, er að gagni yrðu. Miklir skóga-brunar i Sviþjðð. Fyrstu dagana í júlímán. þ. á. urðu skógar- brunar miklir á þrem stöðum i Smálöndunum í Sviþjóð. Þurrkar höfðu áður geDgið um hríð, svo að trén voru mjög feyskin, og þur, og breiddist eld- urinn þvi mun fljótai út, en ella. Hvassviðri var og töluvert, og veitti því örð- ugra, að slökkva eldinn, en ella. Fjártjónið talið afar-tilfinnanlegt. Óveður og eldingar i Frakklandi. 3. júli þ. á. gengu afskapleg óveður hér og | hvar á Frakklandi, og fylgdu þeim leyptur, og j ellingar. í grennd við borgina Bourges laust eldingu | niður, og lenti á her.uanna- tjald-skála, drap einn hermannanna, en særði ellofu. Vinuppskera gjörspilltist mjög í héruðunum umhverfis borgina Reims, og yfirleitt olli óveðr- ið hér og hvar töluverðu tjóni. Kona og barn bennar, 3 mánaða, brenna inai. 10 júlí þ. á. tókst svo slysalega til í Tinglev, í grennd við Aabenraa, að kona, sern fylgdi gest- um sínum til dyra, að áliönu kvöldi, og hélt á 3 mánaða gömlu barni síuu, og lampa, fékk snöggiega krampa, er gestirnir höfðu nýiega kvatt hana. Lampinn brotnaði, og kveikti í jhúsinu, og brann hún og barnið, þar inni. Eidsvoði i Delbak. 60 hús brenna til kaidra kola. Aðfaranóttina 10. júli þ. á. varð afskaplegur eidsvoði i norsku, verkmanna-borginni Delbak (í grennd við Frederiksstad) i Noregi. 60 hús brunnu til kaldra kola, þar á meðal öll stærstu húsin i bænum. 1000 menn urðu húsnæðislausir. Skaðinn metinn yfir eina inillj. króna. Hr. Einar hreppstjóri Bæringsson á Dynj • anda í Grunnavíkurhreppi (í Norður-ísafjarðar- sýslu) hefur nýlega bréflega bent oss á það, að nafnið „Árni Jónsson'1, er stendut undir bréfinu, sem birt var í gieininni: „Efnilegr ungmenni11, í 25.—26. nr. blaðs vors þ. á., geti ekki verið rétt, þar sem eigi sé nama alls einn maður, með þvi nafni, í Grunnavíkurhreppi, þ. e. hr. Arni bóndi Jónsson i Furufirði, og hafi „hann enn, sem komið er, ekki farið út fyrir takmörk ísa- fjarðarsýslu“. Út af þessari bendingu hr. Einars hreppstjóra Bæringssonar, sem vér kunnum honum þakkir fyrir, notum vér þá og tækifærið, til að láta þess getið, að nafnið sem undir brífinu, í fyr greindri grein, stendur, hafði, af ógáti — og þó fremur vegna miður glöggrar stafsetningar i bréfinu sjálfu — minprentazt, þ. e. átti vera „Arnór Jóns- son“ (en ekki Árni Jónsson). Vonum vér þá og, er þessa er getið, að bæði hr. Einar Bæringsson, og aðrir, kanuist við pilt- inn, og að „eigi sé bani, þótt bróðir sé nefndur.“ Rvik 1914. Ritstj. „Þjóðv.“ 17. júní þ. á. var „Hohenzollern“- skipaskurðunnn á Þýzkalandi — milli borganna Berlín og Stettín — tekinn til almennra afnota. Vilhjálmur keisari, og margt annað stórmenna Þjóðyerja, var þar þá viðstatt, og — mikið um dýrðir. Skipaskurðurinn er alls 100 kílómetr- ar á lengd, og eru nú liðin 10 árin síðan byrjað var að grafa hann. Kostnaðurinn nam alls 49 millj. þýzkra marka (þ. e. 43—44 millj. kr.) — varð 6 millj. marka hærri en áætlað hafði verið. Svo er skurðurinn breiður, að vel geta tvö skip farið þar hvort fram hjá öðru. Á hinn bóginn geta stærstu skipin þó eigi notað hann, — mega eigi stærri vera en 600 smálestir. Dýraverndunarfélag. (Ný stofnað í höfuðstaðnum.) Dýraverndunarfélag var stofnað hér í bænum (Reykjavík) að kvöldi 13. júlí þ. á. Á fundinum gengu þegar um fjöru- tíu í félagið, og lög þess voru samþykkt. Kosin var þar og fimm manna stjórn: Tryggvi Gunnarsson (formaður), Ilosi Sig- mdsson (féhirðir) og Jóh. Ögm. Oddsson (ritari), en meðstjórnendur Ingunn Emars- dóttir (í Lauganesi) og Otto N. Þorláks- son. Dýraverndunarfólög hafa áður verið til hér á landi, en verið aðgjörðarlítil og lognast svo út af að lokum, og væri því óskandi, að ný stofnaða félaginu farnað- ist nú betur. Mörgum gleymist það um of, að dýr- in eru eigi réttlaus, og að fátt er ljótara, en að fara ílla eða níðingslega með þau. Utgáfa „Dýravinarins“ hefur að vísu óefað átt töluverðan þátt í því, að glæða velvild til dýranna og komið að því leyti eigi all-Iitlu góðu til leiðar. Á hinn bóginn eru þó dæmin um ílla meðferð á dýrum svo mörg, að eng- um fær væntanlega dulist, hve afar-mikið verkefni dýraverndunarfélagið á fyrir hendi. Annaðhvort þurfa dýraverndunarfélög því, ef vel ætti að vera, að rísa upp hér og hvar á landinu, eða dýraverndunar- félagið, sem hér um ræðir, að eignast fleiri eða færri ötula félagsmenn í hverri sveit og bæjarfélagi á landinu. Hér ræðir og um verkefni, er Ung- mennafélögin ættu að láta til sin taka. Temji ungmennin sér þad, að láta það eigi óátalið, ad tradkad sé réttindum dýranna, þá verdur þeim þad og tamara en ella, að rísa einatt gegn óréttinum, sem mönnunum hættir svo opt við að sýna hverir öðrum, þegar þeir telja sig geta því við komið. En eins og vór sjálfir eigum ekki að gjöra það, sem rangt er, svo eigum eigum vór og eigi heldur að þola það, að öðrum haldist það uppi. Skyldan þá og einatt því ríkari, sem sá er ver settur, sem óréttinum er beittur. „Alma Roma“ er nafnið á latnesku timariti, sem gefið er út í Rómaborg. og Píus páfi X. er sagður hafa mætur á. Ræðir það eigi að eins um stjórnmál og segir frá almæltum tíðindum, en flyt- ur greinar um listir og vísindi, um upp- fundningar og fornfræði o. fl. o. fl., þ. e. um allt, sem heiti hefur. Útgefandinn, hr. Joseph Fornari, vill sýna mönnum, að latínan só enn enginn forngripur, — verði æ notuð, til að rita um hvað sem er, engu síður en nútíðar—• tungumálin.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.