Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.09.1914, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.09.1914, Blaðsíða 3
XXVIII., 46.—4y. þ.toðvil;jinis',í 163 í Belgíu, syo að einhvers þykir þeim þó við þurfa þar eystra. Ekki hefur Vilhjálmur keisari unað sér í Berlín, en skundað nær herstöðvun- um, og var, er síðast fréttist, sagður staddur í borginni Metz (í Lothringen), sem talin er einna traustasta kastalaborg- in, sem til er í norðuráfunni. 12 virki, eða kastalar, eru þar borg- inni til varnar, auk nokkurra, nýlega byggðra, ytri-virk ja. En á eyjunni Chambíere, í ánni Mosel, sem borgin stendur við, er kirkjugarður, og minnismerki 7200 Frakka, er féllu í fiansk-þýzka stríðinu (1870—’71) og þar voru jarðaðir. 2. sept. síðstl. hafði Vilhjálmur keisari sjálfur verið viðstaddur orustu, er háð var við Reims, eða milli þeirrar borgar og borgarinna Verdun, og þoldi þar þá súrt og sætt með hermönnum sínum. Þar stýrði Býzki krónprinzinn herliði Bjóðverja, og biðu Erakkar ósigur (10 herdeildir, er í orustuna gengu). Siðustu fregnir segja nú Rússa hafa umkringt borgina Przemysl (í Galizíu), — hafa haldið liðinu þangað frá Lemberg. En Przemysl er víggirtur bær, við ána San, og við járnbrautina milliLem- ber og Krakau (íbúar þar um 48 þús., — mestmegnis Pólverjar). Geta má þess annars, að þó að ensk- ar símskeytafregnir láti mikið af óförum Austurríkismanna í Galizíu, þ. e. mæli þar, sem vilja, þá hafa Austurríkismenn þó eigi hvívetna faríð þar halloka, — sigruðu t. d. Rússa í 3 daga blóðugum bardaga, er háður vai þar sem Krasne heitir, og lyktaði 26. ágúst síðastl., fara nú og að líkindum að standa sig enn betur, er þýzka h]álpar hersveitin kemur þar og til skjalanna. Að því er snertir viðureign Serba og Austurríkismanna, segja nýjustn fregnir, að Serbar haii náð borginni Pocin, aðal- herstöð Austurrikismanna i Bosníu, og rekið þar 10 þús. Austurrikismenn á flótta. En nokkru áður (í ágúst þ. á.) hafði staðið fjögra daga afar-hörð orusta milli Serba og Austurríkismanna, við ána Drína (á landamærum Serbíu og Bosníu), og þykjast Serbar hafa borið þar sigur úr býtum. Mannfall varð afskaplegt af báðum, enda stór-herir, er þar áttust við (Aust* urrikismenn sagðir hafa verið 150 þús.), Láðzt hefur að geta þess, meðal tið- indanna hér að framan, að 2. sept. þ. á., gerðu Þjóðverjar ákafa tveggja kl. stunda skothríð á borgina Mecheln — á frakk- nesku er borgin nefnd Malínes —, er atendur á bökkum árinnar Dyle (í hérað- inu Antvrerpen). I>ar var vegleg og fræg dómkirkja með 99 metra háum turni, byggð á 14.— 16. öld, í gotnaskum stýl, helguð Romuald dýrðlingi, og eyðilagði skothríðin hana að mun, en ýmsum frægum málverkum, er þar voru til skrauts, eða prýðis, tókst þó að bjarga. „Remo“ (skip svonefnds „Wilson’s“- félags í Hull) fórst nýskeð við austur- strönd Englands, rakst þar á tundurdufl. — Skipverjum öllum bjargað, nema 20 rússneskum flóttamönnum, er með skip- inu voru og lífi týndu. 9. sept. þ. á. strandaði og vopnað kaup- far, „Oceanic11 að nafni, við norðvertur- strönd Skotlands, en menn björguðust þar þó allir. Ymsir Italir hafa gengið í lið með Frökkum, sem sjálfboðaliðar. Sízt að furða, þótt Þjóðverjum og Austurrikismönnum gremjistþað, er banda- menn þeirra, italir, reynast þeim svo, — í ofanálag ofan á það, er þeir neita, að veita þeim lið í ófriðinum, svo sem vænzt hafði þó verið, berja því við, að eigi sé iim varnarstríð af þeirra hálfu að ræða, heldur hafi þeir (Þjóðverjar og Austur- ríkismenn) ráðið á aðra af fyrrabragði. En það mun nú reyndar, sem á er litið. Eins og bent er á hér að framan, og áður hefur einnig verið bent á í blaði voru, eru ófrið- arfréttirnar, sem ísl. blöðunum berast yfirleitt sfar-einhliða.'p. e. draga mjög taum Rússa,Frakka, Serba og bandamanna þeirra (Belga og Bret») Ljóst dæmi þessa er það t. d., að i stað þess, er símfregnirnar frá Bretlandi hafa gumað mjög af framsókn og sigurvinningum Rússa í Austur-Frússlandi; þá er sannfrétt, að i einni orustunni hafa þeir þó farið svo afskaplega hall- oka fyrir Þjóðverjum i grennd við Allenstein, að um 70 þús. Rússa voru þá teknir til fanga. Um ófarir þessar hafa brezku símfregnirnar þó algjörlega þagað, og svipað um eigi fátt annað. Stríðsfregnirnar, seru siðustu dagana hafa verið að berast, og eigi er getið bér að framan, herma ekkert, er stórtíðindum sætir, — engar úrslita-orustur enn nokkurs staðar orðnar. Sífelldir bardagar enn í noröanverðu Frákk- landi, og á vesturlandanutrunum (í Elsaas og Lothringen og þar i grenndinni, í austustu hér- uðunum á Frakklandi). Frakkar hafa fengið til liðs við sig eigi all- féa Araba og blámenn sunnan úr Afríku, en þýzku stjórninni höfðu þegar, er siðast fréttist, boðizt á aðra milljÓB af sjálfboðaliðum, og gátu þá eigi veitt fleirum móttöku. Frá Þýzkalandi barast þær fregnir, að upp- reisn sé hafin gegn Rússum, bæði áPóllandiog i Kaukasus. Rússar sækja enn fram i Galizím, en Serbum hefur nú siðast gengið miður. 1 Austur-Prússlandi hafa Rússar nú siðast fremur orðið undan að þoka. Að öðru leyti allt enn i sama þófiau, og sizt að vita, hve lengi svo stendur enn. Þingstaka. Stakan, sera hér fer á eptir, kom upp á alþingi 1 sumar, er rætt var þar — 1 neðri deild — um markalögin (frumvarp Jóhanns i Sveinatungu); „Eyrnamörk eru óþörf hér f salnum, þekkist allur þingsins fans á þessum parti likamans“. Fyrir höfundinum, sem eigi mun hafa nafn- greint sig, hefur þá vakað, að við þingið, eins og það nú er skipað, ætti eigi illa bið forn-kvoðna: .Auðþekktur er asninn á eyrunum". Heilbrigðis-samþykkt. (Hjalteyrarkauptún.) Heilbrigðis-samþykkt fyrir Hjalteyrarkaup- tún í Eyjafjarðarsýslu samþykkti stjórnarráðið { júnimánuði þ. á. Myndarbragur þá væntanlega fremur að f ar- ast þar á ýmislegt, og svo víðar í kauptúnui um hér á landi, sem betur fer. Vélarbátur sekkur (á Þorlákshöfn.) Mannlaus vélarbátur sökk nýskeð á Þorláks- höfn (í Arnessýslu.) Báturinn talinn einskis virði, og er eigend- unum það ærinn sbaði. Styrktarsjóður barnakennara. I lok ársins 1913 voru eigur „Styrktarsjóðs barnaksnnara11 o ðnar alls: 15,829 kr. 06, og höfðu þó 500 kr. verið veittar úr sjóðnum téð árið. Yflrsíldarmatsmennirnir. (Erindisbréf þeirra.) Einhver kynni að viija kynna sér erindisbréf yíirsíldsrmatsmannanna, og er því rétt að þess sé getið, að þ»ð birtist nú nýskeð í B. deild Stj.tíðindanna, — gefið út af ráðherranum 10. júlí þ. á. Erindisbréf sildar- eða undir-matsmannanna var og gefið út af ráðherranum sama daginn, og birt í B.-deild Stj.tíðindanna, eins og hið fyr- greináa. Frá ísafjarðardjúpi. Góð tiðindi eru það, sem þaðan berast, — aflabrögð mjög góð í ágúst og nú fram i sept. Sjálfsagt hefur ótal-mörgum orðið það að miklu liði, þó að fjöldi bænda hafi því miður, hey- skaparins vegna, eigi getað notað sér það, sem skyldi. Slysfarir. (Tveir menn drukkna.) Láðst hefur að geta þess i blaði voru, að 26. júli siðustl. drukknuðu tvoir menn á Leirunni, sem svo er nefnd, fyrir innan Akureyri. Mennirnir höfðu riðið sér til skemmtunar i Vaglaskóg, ásamt fleiri mönnum, og voru á beim- leið þaðan, en riðu þá of utarlega yfir fjarðar- mynnið og týndu báðir lífinu. Þeir hétu Gestur og Jón, báðir Krigtjánu- synir, og var hinn fyrnefndi frá Bændagerði, en Jón frá Vegeirsstöðum í Fnjóskadal. Sty rktars j óðurinn „Þorvaldar minning“. Styrktarsjóðurinn „Þorvaldar minning“, Bem stofnaður var af frú Katrínu sálugu Þorvalds- dóttur (f 1896), ekkju Jóns sáluga bókavarðar Árnasonar, átti i árslokin slðustu, þ. e. i lok ársins 1913, alls: 7404 kr. 99 aur. Sjóðurinn ætlaður bænda-efnum til búfræðis- legrar menningar, og þá þó einkum i Dalasýslu. Úr sjóðnum hafa árlega verið veittar 200 kr. siðuatu þrjú árinu. „Blaðið Yísir“. (Eigandaskipti nýorðin.) Um mánaðamótin siðustu seldi hr. Einar Gunn- arBSon, útgefandi og stofnandi blaðsins „Vísiru, hr. Gunnari kand. Sigurðssyni, frá Selalæk, nefnt dagblað, og er hann uú nýlega tekinn við rit- stjórn þess. Kaupverð blaðsins kvað hafa verið 4. þús. krónum. Flóa-áveitan. Mælingum nýlega lokið, er í sumar bafa gerð- ar verið, að þvi er Flóa-áveituna marg-umræddu snertir. AUt það land, er þar um ræðir, hefði landt- tjoöur átt aö kaupa, og borga eigendunum vel, — láta þá þannig að einhverju leyti verða að- njótandi væntanlega framtiðararðsins. Aveituna átti, eða ætti, siðan að sjálfsögðu að framkvæma að öllu leyti á landssjóðs kostnað, og búta allt landlð sllan niður í ðtal-mðrg

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.