Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.09.1914, Side 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.09.1914, Side 4
164 ÞJOÐVILJINN XXVffl, 46.-47. Til lesenda „Djóöviijaiis” Þeir, sem gjörast kaupendur að 29. árg. „Þjóðv.“, er hófst síðastl. nýár og eigi hafa áður keypt blaðið, fá alveg ókeypis, sem kaupbætir, síðasta ársfjórðung næstl. árgangs (frá 1. okt. til 31. des.). Sé borgunín send jafnframt, því, er beðið er um blaðið, fá nýjir kaupendur einuig, ef óskað er, 200 bls. al skemmtisögum og geta, ef vill. valið um 8., 9., 10., 11., og 14. söguheftið i sögusafni »Þjóðv.«. Þess þarf naumast að geta, að sögu- safnshepti „Þjóðv. hafa viða þótt mjög skemmtileg, og gefst mönnum nú gott færi á að eignast eitt þeirra, og geta þeir sjálfir valið, hvert söguheftið þeir kjósa af sögusöfnum beim, er seld eru í lausa- sölu á 1 kr. 50 aura. Ef þeir, sem þegar eru kaupendur blaðsins, óska að fá sögusafnshepti, þá eiga þeir kost á því, ef þeir borga 29. árgang fyrir fram. Til þess að gera nýjum áskrifend- gmá stykki, og láta þau síðan i té innflytjendum, eða þá eitthvað a£ þeim, með gdðum kjörum. Fjöldi manna þyrpast áriega til Ameríku úr Bveitum í Noregi, þar sem töluð er má'lízka, er mjög líkist íslenzkunni, og er eigi ólíklegt, að beina mætti þeim fólksflutnings-strauminum að ein- hverju ieyti hingoð. íslenzkuna iærðu þeir fljótt að tala, og yndu þá brátt bag sínum hér á landi óefað vel. Minningarsjóður Sigr. Thoroddsen. Sjóðurinn átti, í árslokin 1913, 3330 kr. 21 e. — hafði þó veitt 4 stúlkum styrk nefnt ár, 25 kr. hverri þeirra. Vélarbátur sekkur. (Manntjón varð ekki). Snemma í ágiistmán. þ. á. sökk vélarbátur norður við Skagaströnd. Báturinn hét „Guðríður11, og var úr Hnífsdal (í Norður-ísafjarðarsýeiu), stór þiljubátur, með 16 hesta vél, eign Sigurðar kaupmanns Þorvarðs- sonar í Hnifsdal og tveggja manna annara. Vélarbáturinn var vátryggður (fyrir um 11 þús. kr.) í Vélbáta-ábyrgðarfélagi ísfirðinga. Manntjón varð ekki. M. Lehman-Filhe-sjóðurinn. Sjóður Margrétar Lehman-Filhe, átti { árs- lokin 1913 alls 5097 kr. 65 aur., og hafði þó á árinu veitt 291 kr. 92 aur. styrk (til goðafræði Finns prófessors Jónssouar. Stofnandi sjóðsins, ungfrú Margrét Lehman Filhe, var þýzk kona, er unni mjög íslandi og islenzkum bókmenntum. „Skúli fógeti“ ferst. 4 menn týna lííi. 27. ágúst síðastl. barst hingað símfregn þess efnis, að ísl. bornyerpingurinn „Skúli fógeti11 hefði þá um daginn rekizt á tindurdutt i Norð- ursjónum, út undan myuni Tyne-fljótsins, sem borgin Newcastle stendur við. um og öðrum kaupendum blaðsins sem hægast fyrir, að þvi er greiðslu andvirðisins snertir, skal þess getið, að borga má við allar aðal-verzlanir landsins, er slika innskript leyfa, enda sé utgefanda af kaupandanum sent innskriptarskirteinið. Þeir, sem kynnu að vilja taka að sér útsölu »Þjóðv.«, sórstaklega í þeim sveitum, þar sem blaðið hefir verið lítið keypt að undanförnu, geri svo vel, að gera útgefanda »Þjóðv.« aðvart um það, sem allra bráðast. Nýir útsölumenn, er útvega blað- inu að minnsta kosti sex nýja kaup- endur, sem og eldri útsölumenn blaðsins, er fjölga kaupendum um sex, fá — auk venjulegra sölulauna — einhverja af forlagsbókum útgefanda „Þjóðv.“, er þeir geta sjálfir vahð. Grjörið svo vel, að skýra kunn- ingjum yðar og nábúum, frá kjörum þeim, er »Þjóðv.« býður, svo að þeir geti gripið tækifærið. Nýir kaupendur og nýir útsölumenn eru beðnir að gefa sig fram sem allra bráðast. Utanáskript til útgefandans er: Skúli Thoroddsen, Vonarstræti 12, Reykjavík. Gat hafði komið á skipið, við sprenginguna, og sökk það nær jafn harðan. Af skipverjum drukknuðu fjórir, en þrettán var bjargað, og voru þó þrír þeirra meiddir. Mennirnir, sem drukknuðu, voru allir úr Reykjavík, og hétu: 1. Jón Jónsson, ókvæntur maður, frá Oddgeirsbæ 2. Jón Kr. Jónsaon, maðui ókvæntur 3. Þorkell Guðmundsson, sömuleðis ókvæntnr og 4. Þorvaldur Sigurðsson, kvæntur n.aður, frá Blómsturvöllum, — lætur eptir sig konu og börn. Hr. L, Zöllner, konsúll Dana í Newcastle, tók skipbrotsmennina að sér, og að sjá um, að þeir kæmust 'heim. Skipherrann á „Skúla fógeta“ hét Kristján Kristjánsson, hafði tekið við skipstjórninni í síð- astl. júlímánuði. Skipið var að eins þriggja ára gamalt, og smfðað f borginni Selby, við Ouse-fljótið (á Englandi) árið 1911, og hafði einn eigandanna, hr. Halldór Þorsteinsson, jafnan skipstjórnina á hendi, unz Kristján Kristjánsson tók við af hon- um f júlímán. þ. á. Enda þótt skipið væri vátryggt (fyrir 155 þús. kr.), fæst vátryggingarupphæðin þó ekki borguð, þar sem það var eigi tryggt gegn strfðs- hættu. Skipið var eign „Alliance“-féligsins, sem og er eigandi /sl. botnverpingsins „Jón forseti“, og og eigendurnir: Gunnar kaupmaður Gunnarssou, Magnús kennari Magnússon, skipherrarnir: Hall- dór og Kolbeinn, Þorsteinssynir, Jón Ólafsson og Jón Sigurðsson. Skaðann kvað eigendurnir telja sér 200 þú». króna. Utlönd. (Frétta-smælki minni háttar.) Eldsvoði í Burszten (i Ungverjalandi) í júlí þ. á., — brunnu 200 hús, og um 300 fjölskyldur urðu húsnæðislausar. — Fjögur börn brunnu inni og ýmsir skað- brenndust meira eða minna. — Uppvíst nýskeð í Neapel, að um 4 millj. líra höfðu verið hafðar af lífsábyrgðarfélögum, — félögunum send falsvottorð, að því er slysfarir snerti. — Sjómanna-verkfallinu í Kaupmannahöfn, er eigi fá ísl. blaðanna hafa getið, lauk að lokum 26. júlí þ. á. — hafði bakað eigi fáum stórekaða, þótt skamma hríð stæði yfir. — Uppskerubrestur að mun í Suður- Svíþjóð, — ofþurrkar, sem valdið hafa og verður að farga þar stórgripum að mun. I Hankau-héraðinu (1 Kína) og norðan Ohan-fljótsins þar, er uppreisn tal- in í aðsigi, og fer uppreisnarmönnum þar fjölgandi. — Skógarbrunar í Svíþjóð (18. og 19. júlí þ. á.) í grennd við borgirnar Norköping og Högsjö, — brunnu yfir tvö þúsund tunnur skóglendis („tunna lands þar: um 12500 feralnir), sumt að mun verðmætur skógur. 12. júlí síðastl. kviknaði í púðurbirgð- um fallbyssubátsins „Tungsi“ (í Kina), — skipherrann og 35 menn aðrir biðu bana, tættust í agnir, og ýmsir urðu sárir. — Ungur maður, Axel Kjelner að nafni, til heimilis í Hilleröd, synti 23. júlí þ. á.) yfir Eyrarsund milli Kronborgar (í Dan- mörku, og Helsingborgar (í Svíþjóð); — faðir hans hafði einhvorju sinni áður gert hið sama. — Dáinn er nýskeð sænski söngvarinn Arvid ödman, — dvaldi um hríð í Kaupmannahöfn á árunum 1880— 1890, söng þar á kgl. leikhúsinu o. s. frv. Dáinn er nýlega elzti málfærslumað- urinn á Englandi, William A. Gordon Hake að nafni, frændi Gordon’s hers- höfðingja, er féll í Khartum 1885 (sbr. Þjóðvinafélags almanakið). — Hann var 104 ára að aldri, er hann andaðist, varð málfærzlumaður árið 1835, og mætti í rétti unz hann var kominn yfir áttrætt. Athygli hefur það vakið að mun, að Emil Yandervelde, aðal-foringi jafnaðar- manna í Belgíu, hefur gjörzt ráðherra í íhalds-ráðaneytinu, er að völdum situr í Belgíu. — Hann er málsfærslumaður í Briissel, 48 ára að aldri, og var um hríð prófessor við háskólann þar; en jafnaðar- menn hafa til þessa nær allsstaðar fylgt þeirri reglu, að vilja eigi taka ráðherra- störfin að sér, meðan svo er, að ráða- neytið getur eigi allt verið úr þeirra fiokki. — Bretar hafa lýst Egyptaland í herkvian, þ. e. láta nú herdóma dæma ýms mál, sem borgaralegu dómstólunuip ella er ætlað um að fjalla. — Ellefu bankar í Svíþjóð slógu sér ný- lega saman, til þess að geta því fremur •sinnt ýmsum iðnfyrirtækjum, sem í stærri stýl eru. — Tuttugu rússneskir sveita- bankar slógu sér og saman í sumar (að mun áður en stríðið hófst), — þykjast þá betur geta staðist samkeppnina við stórbankana. — Látin er (í öndverðum júlí þ. á.) listmálarinn Anna Syberg, —-r fædd í Faaborg (við Faaborgarfjörðinn, er skerst inn úr Litla-Belti — íbúar þar 4—6 þús.), og jarðsungin þar 11. júlí síðastl. — Spitzbergen-nofndin, þ. e. þjóðafull- trúarnir, ór semja áttu um yfírráðin yfir Spitzbergen, treystust eigi að ljúka störf- um í sumar, er „norðurálfu-ófi;iðurinii mikli“ kom til sögunnar, og frestuðu þvi

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.