Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.11.1914, Side 4
198
ÞJOÐVILJINN.
XXVIII., 56.-57.
vörn og verndun lands og ríkis í ófriðn-
um, sem brezka heims-veldið nú er við
riðið.
Forseti fundarins var hr. B. L. Bald-
vinsson, en fundarritari 0. S. Thorgeirs-
son, konsúll.
itætt var síðan á fundinum um þetta
tvennt:
a) um fjárframlög til sjóða1), sem efnt
hefur þegar verið til i Canada, til
að Jiðsinna og hjúkra þeim, er harð-
ast verða úti ófriðarins vegna, og
b) um stofnun íslenzks sjálfboðaliðs-
flokks i Winnipeg. j
Getið var þess og á fundinum, að 15 |
íslendingar í Winnipeg hefðu þegar tjáð
sig fúsa til þess, að ganga í sjálfboðaliðs-
flokkinn.
En jafn framt getur „Lögberg" (17.
sept. þ. á.) um 17 Islendmga, er komnir !
séu þegar i herþjónustuna.
Hve mikið kann síðar að hafa við
aukizt, vitum vér eigi, — talað um á
fundinum, að 126 þyrftu helzt að fást
minnst.
A ræðunum, sem haldnar voru á fund-
inum, leyndi það sér og eigi, hversu eigi
all-fáir Vestur-Islendinga eru þegar sýktir
orðnir af hernaðar-æðinu.
Eitt, með öðru, sem sýnir það, er og
það, að hr. Sig. Júl. Jóhannesson, sem
ritað hafði grein í „Lögberg11 í þá átt,
að bezt væri að Canadabúar leiddu ófrið-
inn algjörlega hjá sér, varð að fara frá
ritstjórn blaðsins.
Liklega verður þó liðveizlan sem Is-
lendingar veita, aldrei sií, að um muni,
eða úr færi að skera, þó að þeir komi á
vígvöllinn, kapparnir (!)
___________ i
í
1) Att þá einkum við tvo sjóði, þ. e. við „Þjóð- f
ræknissjóðinn" og „Rauðakrosssjóðinn,, (eða „The j
Patriotic Fund“ og „The Red Cioss t'und", sem i
sjóðirnir nefnast á onsku).
Vélarbátar sekkur.
Fimni menn drukkna.
Vélarbátur fórst úr Bolungarvíkurverzlunar-
stað í Norður-ísafjarðarsýslu flmmtudaginn 29.
okt. síðastl., og drakknuðu flinin menn.
Veður var allgott um nóttina fyrir, or á sjó-
inn var íaríð, og þvi almennt róið úr Boiungar-
víki
Afskapa suðvestan-ofsarok gevði á hinn bóg-
inn, meðan á sjónum var verið, og náðu þó allir
landi, nema einn vélarbáturinn, er fórst undir Stiga-
hlíöinni.
Halda menn að rokspilda hafi kastað honum
um, og sýnir það, hve afshaplegt veðrið hefur
þá verið, jafn þungir sem vélnbátarnir þó eru
fyrir, og þá eigi hvað sízt, er úr róðri er komið,
eins og hót átti sér stað, og báturinn fullur af
flski og veiðarfærum.
Heitir þar Miðleiti (á Stigahlíðinni), er bát-
urinu fórst fram undan, og er það nuesta leítið
á hlíðinni fyr utan G-rjótleitið, sem svo er nefnt.
Formaðurinn á bátnum var Sumarliði Magnús-
son, frá Jaðri í Bolungarvik, orðlagður sjó-sókn-
ari og dugnaðar- og afla-maður, er opt hafði
margan brattan farið á sjónum.
Þeir, sem á bátnum voru, og allir fórust
því, voru:
1. Formaðurinn, Sumarliði Magnússon á J»ðri,
er fyr er getið.
Hann var kvæntur Jónu Magnúsdóttur,
heitins Jónssonar, bónda á Breiðabóli í
Skálavík ytri í Hólshreppi í Norður-ísa-
fjarðarsýslu, og liflr hún nú mann sinp,
ásamt nokkrum börnum þeirra hjónanna,
sem farin muuu nú nokkuð að stálpast.
2. Bjarni Asgeirsson á Mölum í Bolungarvík,
ættaður úr Steingrimsfirði í Strandasýslu.
Hann var kvæntur maður, en átti ekki
barna.
3. Enok, *ný kvýntur maður, er neima átti á
Gfrundurn í Bolungarvík.
Hann íætur því eptir sig konu og eitt
barn.
4. Eriðgeir Einarsson, ókvæntur lausamaður,
er áður var í Vigur.
5. Hjalti Jónsson, bónda Hjaltasonar í Kálfa-
vík í Skötufirði (í Norður-ísafjarðarsýslu).
Hann var þetta árið vinnumaður Gunn*
ars bónda Halldórssonar á Hóli i Bolung-
arvík.
Allir voru mennirnir á bezta aldursskeiði, og
því rcikil eptirsjá að þeim, og þá eigi hvað sízt
að þeim, er frá konum, börnum, eða öðrum ást-
mennum. áttu að hverfa.
Vélarbáturinn, er sökk með öllu, er f var,
var eign Gunnars bónda Halldórssonar á Hóli
1 Bolungarvík, — heitins Guðmundssonar, er
lengi var i Vigur.
Báturinn kvað hafa verið óvátryggður, og skaði
eigandans því mjög mikill og tilfinnanlegur.
Að eins eitt líkið var á land rekið, er siðast
fréttist, — lík Friðgeirs heitins, er rak upp á
Miðleitinu á Stigahlíð, þ. e. skammt þá þaðan3
er slysið varð.
Úr Norður-ísafjarðarsýslu.
(Aflabrögðin o. fl.)
Þaðan holztu tíðindin i öndverðum nóv, þ. á.
(1914): Reitingsafli einatt að staðaldri i Bol-
ungarvík og fleiri verstöðum við Djúpið, siðan
er haustróðrar byrjuðu (á Mikaelsmessu).
Beitan nær eingöngu íshúss-sild og skel-fisk-
ur, þeir sem hann hafa.
Því miður brást smokkfiskunnn algjörlega
að þessu sinni, eins og næstu árin áðun
Gras-sprettan varð yfirieitt góð, eða þó í góðu
meðallagi, nýliðið sumar, en því miður nýttust
hey fremur illa við Djúp, sem víðar.
Vélarbátui* íerst.
(Menn bjargast.)
I sama ofsa-rokinu, sem bátstapanum í Bol-
j ungarvík olli (29. okt. síðastl.), sbr. hér að fram-
an, fórst og vólarbátur frá Elateyri í Önundar-
j firði.
Reru eigi all-fáir til flskjar frá Flateyri að-
< faranóttina téðs dags, en hrepptu versta veður
100
„Sunduriyndi?** mælti Gío. „Ekki jiau eg neitt
eptir því! En er nokkuð vikið að því í skjölunum?“
„Fyrst móðir yðar eigi hefur minEzt á þetta við
yður, þá hefur það að likinduro verið til þess, að koma
eigi inn kala hjá yður til frú Morghan!“
„Það er trúlegt!“ svaraði Gío „Mamma hefði annars
heizt kosið, að hjóoin hef’ðu farið héðan, er afi var dá-
inn. En þar sem þan sýndu þá ekkert ferðasnið á sér,
þá var farið að öllu sem gætilega9t, svo að þau ímynduðu
sér ekki, að viljað væri að þau færu, enda hér á Italiu,
talin heilög skylda ,að amast ekki við ættingjum sínum!“
„Annars er eg, sem stendur“, mælti Gío ennfremur
„leiðust vpgna Nikkelar, frænku rainnar!“
„Látið mig og hana þá eigast við!“ mælti Wind-
muller, til að friða hana í svipinn.
„Annars vík eg mér nú burt um tíma“, mælti Wind-
muller enn fremur.
„Víkið yður burt!“ mælti Gío al!-forviða.
„Þegar jeg kem aptur, verð eg óefað að mun fróð-
ari, en eg er uú!“ mæiti WÍDdmuller. „Spyrjið mig nú
einskis fiekai! Þér getið sagt að eg bafi brugðið mér
til Padua, þar sem fornfræðingar hafi æ nóg. til að
hnýsast i! Meira má eg eigi segja yður!“
„Það verður þá svo að vera!“ tautaði Gío, „en lík-
lega hætti eg að vera mjög upplitsdjörf, er þér eruð
annars vegar!“
„Það megið þér fyrir engan mun vera, Gío!“ svar-
aði Windmuller.
„En hvað á eg þá að segja Nikkel frænku minni,
aem er yður ókunoug, eða br. Wettersbaoh, sem veit hver
þór eruð?“ mælti Gío.
105
strákum, er allir voru að mun óþrifalegir, þyrptust þá
einnig utan að honum, og vildu fá að vísa honum veg.
Hr Windmuller fékk þá einn strákanna, til að vísa
sór til Don Zanín’s prestsins við San Julían-kirkjuna.
Drengurinn fór nú af stað með honum, og komu
hinir 9trákarnir þá allir á eptir þeim, í von um, að fá
einhvern skilding.
Eptir fimm minútna gang var hr. Windmuller, og
allur skarinn sem á hælum hooarn var, korninn að girð-
ingu, er lukti um fremur litinn trjá- og blóm-garð.
En í garðinum stóð gamait, fremur óálitlegt, rautt
stein- eða múr-hús, er sýndist i loga, af sólarljósinu, og
stakk því mjög af, — í skúðgrænum trjá- og blóm-garð-
inum.
Tveir háir, og beinvaxnir cyprusviðir stóðu þar
fyrir framan steinriðið, er lá upp að húsdyrunum, er
stóðu galopnar.
Hvít gluggatjöld voiu fyrir gluggunum að innan-
verðu, og fram með allri framhlið hússins voru blómreit-
ir, með ýmiskonar skrautlegum blómum, en þaðan var
aptur óslitin græn sí-breiða alla leið að kirkjunni.
Eu mitt á miili blómanna 9tóð „síra-inn“, þ. e.
presturinn, sjálfur, og var að tína burt íllgresið.
Hann var með stráhatt á höfði, og hafði brett upp
frakkaermarnar.
Presturínn var hár maður vexti og grannur, og
góðlátlegur á svipinn, og þó tilkomumikill.
Hann tók kveðju komumanns mjög kurteislega.
Windmuller innti nú eptir því, hvort hann gæti
fengið að tala við frú Zanin, — kvaðst koma frá Favaro-
höllinni.