Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.11.1914, Page 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.11.1914, Page 6
ÞJOÐVILJINN. XXVIII., 56.- 67: ‘2C0 Húsbruni. Að morgni 9. þ. m. kviknaði í húsi á Akur- eyri, og tókst þó, vonum bráðar að slökkvaeld- inn. — Skemdir á húsinu urðu þó, eigi all-)itlar, og af innanstokksmunum brann talsvert. Húsið var eign Gunnlaugs. ckumanns á Ak- ureyri. Unglingspiltur drukknar. £ ^ (Ferst ofan um ís). „Morgunblaðið11 getur þess 10. þ. m. (nóv.), feptir fregnum frá Húsavik, að fregnir, og þó fremur óljósar, hafi borizt um það, að unglings- piltur nokkur á Langanesi, Jón Danielsson að nalni. ættaður frá Eiði, hafi drukknað ofan’um is, — verið að renna sér á skautum, og lent þá í vök. Maður hrapar til bana. ' Maður nokkur; frá Þórustöðum (i Suður-Þing- eyjarsýslub hrapaði til bana í Yaðlaheiði, 9, nóv. þ. á. Fannst bann örendur í svo nefndu Grjótárgili, viða mjög beinbrotinn. Hann var á rjúpnaveiðum, og kvað hafa verið unglingspiltur, innan tvítugs. Mannalát. —o— t |II©lga Bjarnadóttir. Hún var fædd á Felli í Mýrasókn í Dýrafirði 9. október 1826. Þar bjuggu þá foreldrar bennar, Bjarni, fæddur 9. nóvember 1792, Bjarnason frá Innri- Lambadal, Pálssonar og Guðfinna Bjarna- dóttir úr Arnarfirði. Kona Bjarna Páls- sonar og móðir Bjarna á Felli, varMar- grét, dóttir Indriða Bjarnasonar og Vil- borgar Egilsdóttur frá Bauthú;- um í Arn- arfirði Bjarnasonar. Egnl í Bauthúsum var af ætt síra Halldórs Einarssonar í Selárdal, bróður Giszurar biskups. Egill á Bauthúsum átti yfir 20 börn, og er frá honum kominn fjölmennur ættbálkur, sem nálega er kominn um land allt, einkum Vestfirði, en mjög er nú orðið torvelt að rekja alla afkomendur Egils, eða afkvæmi hans 18 barna, sem til þroska komust. Þau hjón Bjarni og Guðfinna bjuggu fyrst á Ketilseyri í Sandasókn, en svo á Höfða í Mýrasókn og síðast á Felli. Bjarni dó á Læk hjá Helgu dóttur sinni 24. sept. 1855, en Guðfinna dó þar líka 6. febrúar 1856, 62 ára. Helga ólst upp hjá foreldrum sínum á Feih alla stund tram yfir fermirigar- aldur, og var fermd 1840 með góðum , vitnisburði sóknarprests síns fyrir kunn-. , átfu í kristindómi og stillingu, enda bar hún þess menjar alla sína löngu æfi. ! Eptir það hún fermdist, fiiutist hún að Bana í Núpsþorpi, sem vinnustúlka til Bjarna bónda Sigmundssonar og konu hans, Guðrúnar Níelsdóttur. Þar giptist hún, 15. október 1849, Jóni Bjarnasyni, syni þeirra Rana-hjóna, og voruþau Jón > og Helga mjög jafnaldra, að eins fjögra mánaða. aldursmunur. Þau voru í nokkur ár vinnuhjú á Eana, eptir það þau gipt- ust, til þess vonð 1854, að þau fluttu að Læk (Astríðarlæk) í Mýrasókn og bjuggu þar um 17 ár,. en síðar bjuggu þau að Ytri-Lambadal 6 ár; þar brugðu þau búi 1877. Eptir það voru þau bú- laus og í vinnumennsku nokkur ár, þar til þau fóru í Neðri-Hjarðardal 1890, til Sveins sonar síns. þar voru þau um 11 ár, til þess Jón dó þar 21. febrúar 1901, og höfðu þau þá verið i hjónabandi í 51 ár. Má hér stutt yfir sögu fara, því æfiágrip Jóns Bjarnasonar er áður prent- að í „Þjóðviljanum11 15. árg. 1901, bls. 44. Eptii lát manns síns fluttist Helga frá Neðri-Hjarðardal norður í Hnífsdal, til Guðnýjar dóttur smnar og Jónasar manns hennar, h]á þeim hjónum dvaldi hún siðan það sem eptir var æfinnar, rúm 13 ár; var hún allan þann tíma fremur heilsngóð eptir aldri, en síðustu árin voru kraptarnir með öllu þrotnir til allrar vinnu, og féll henni það þyngst allra hluta, því hún gat enga stund lifað án þess að vera sívinnandi. Það var samhuga eðli þeirra hjóna alla æfi, enda sáust þess fagrar menjar, að koma vel og sómasamlega upp öllum sínum barna- hóp, með mjög lítil efni, en fullt hús iðni og sparsemi, þrifa og nægjusemi. Að eins síðuslu vikuna sem hún lifði var hún rúmliggjandi, og andaðist á Bakka í Hnífsdal fimmtudaginn 6. ágúst þ. á. (1914) á 88. aldursári, en varjarð- sett að Eyrarkirkju við Skutilsfjörð 13. sama mán. Helga sál. var fremur lítill kvenn- maður vexti, en kvik og létt á fæti fram á elli ár, og gat fullkomlega mætt mörg- um, sem stærri voru, til allra verka. Hún var glaðlát í viðmóti, stillt og hátt- prúð, trúrækin mjög og guðhrædd, vel skynsöm kona og greind um marga hluti. Þó þau hjón hefðu ekki veraldlega auð- legð til arfskiptis börnum sínum, þá létu þau þeim arfinn eptir, sem optast reynist notabeztur, ágætt uppeldi, verkvöndun og verkhyggni og að öllu sérlega góða menningu í sinni stöðu. Þó börn þeirra hjóna hafi áður verið flest að nokkru nefnd í þessu blaði fyrir 13 árum í æfi- ágnpi Jóns sáluga föður þeirra, þáskulu þau nú talin hér öll nokkuð gjörr, fyrir ættfræði þessa lands á eptirkomandi tíð, því ætla má að at þeim hjónum komi 102 ekurður föðurleysingjanna) geymir því leyndsrmál sín til dómsdags. Til vinstri handar, fárra mínútna ferð frá Servoio, þar eem Otto keisari II settist að forðum, og hélt þá dóttur Péturs Orsoolo’s, hertoga undir skírn — on þar er nú geðveikra-hæli íyrir barlmenn — gægist eyjan San Lazzaro fram, skrúðgræn og fögur. Fyrrum var þar sjúkraskýli, ætlað pest-sjúkum mönn- tm, en nú er þar klaustur armenskra múnka, ogþarnam Byron lávarður, enska skáldið, armenska tungu. Það var vel skiljanlegt að hann hafi unað sér vel í klaustur-bókasafnsherberginu, þar sem gnótt var dýr- indis rita, og að honum hafi og eigi síður þótt gaman, að ganga þar fram og aptur í blómgarðinum, þar sem gnótt er suðrænna blóma og aldina, og Euganeisku fjöll- in sjást blasa við. Útsýnið eigi hvað síat unaðslegt, er geislar kvöld- sólarinnar gylla allt, svo að í glóir, sem úr gulli, eða purpura væri. En gufufleytan þýtur ör-haatt fram hjá furðu eyjunni sem og fram hjá köstunum á eyjunni Lido, þar sem gríðar-stórar, kolsvartar fallbyssur vaka þegjandi, en sí- ógnandi yfir öryggi borgarinnar. Gufufleytan staðnæmdist loks í Malamocco, sem er miðopið, þeirra þriggja sund-opanna, er úr Adría-hafinu skerast, og ná inn að borgar-höfninni. En eyjuDa Malamocco, er svo var neínd, gleypti hafið árið 1107; en þar leituðu þeir — árið 452 — hælis, er hörfuðu undan Attílu, og þar sátu hertogarnir frá 742 til 810. Frá Malainocco fer gufu-ferjan inn í hitt sundið, 103 eða opið er Littorate dí Pelestríno heitir, og eru virkin San Pietro og Coroman þar til varnar. Um sund þetta streymir særinn út, eða inn, erfjar- ar eða að fellur, og hér byrja hinir nafnkunnu „murezzi“, þ. e. steinsteypu-garðarnir, sem til varnar eru gegn haf- rótinu, og eru yfir fjögur þúsund raetrar á lengd. Þeir voru reistir í lok átjándu aldarinnar, og kost- uðu tuttugu milljónir lira. En fyrir ofan þá eru þoip við þorp, alla leið milli Pelestíno og Chioggía. Kirkjutumarnir gnæfðu við himin, en sef girðingar eru trjá- og blóm-görðunum til skjóls, — ætlað, að hlífa. þeim, eða vernda þá gegn söltu sævar-rokinu, er borizt gæti með vindinum. Fyrir framan húsa-hliðin sitja konur við vinnu. sína, við sauma eða hekl og því um líkt floira, en ber- fætt börnin eru þar hjá þeim að leikum Þessar sýnir, hver annari líkar, blasa æ við, unz. skipið er komið að gamla fiskiþopinu Chioggía, sem — í fljótu hragði séð — virðist að eins vera ein afar breið gata, við afar-breiðan skipaskurð, þar sem hver báturinn liggur við hliðina á öðrum; — bátar, með rauðum, gul- um, purpuralitura, eða bleikum seglum. Við þessa einu, afar-breiðu, nær aldrei-endanlega löngu götu eru fjöida-mörg, all-einkennileg hús. Hallir eru þar með boga-gluggum, og trjá- og blóm- gðrðum, er eigi hefur verið um sinnt. En brotin likneski, og gosbrunnar, minna á skraut- ið, sem fyr var. Kirkjur eru þar og, sem — eins og t d San. Domenico-kirkjan — mega sönn listasöiu teijast

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.