Lögberg - 25.01.1888, Qupperneq 2
LÖGBEKG-
MIDVIKUDAGINN 25. JAN. 1888.
ÚTGEFENDUR:
Sigtr. Jónasson,
Bergrin Jónsson,
Arni Friðriksson,
Einar Hjörleifsson,
Olafur Þórgeirsson,
Sigurður J. Jóhannesson.
Allnr upplýsingar viðvíkjandi verði á
nuglýsingum í „Lögbergi" geta menn
fengiö ú skrifstofu blaðsins.
Utan á öll brjef, sem útgefendum „Lög-
bergs'* eru skrifuð víðvíkjandi blaðinu,
œtti að skrifft :
Tho Lögberg Printing Co.
14 Rorie Str., Winnipeg Man.
Mr. Greenway
SEM FORMADUR STJORNAR-
INNAR I MANITOBA.
Ymsir af lesendum Lcighergs, sein
eru litt kunnugir landsm&lum hjer,
munu spyrja : Hverja pýðingu hefur
pnð i raun og veru, að fylkisstjór-
inn hefur skorað & Mr. Greenway
að mynda nýtt ráðaneyti ? Hvað
cr pað, sem Mr. Greenway ætlar
að koma á hjer í fylkinu, sem
ekki hefur verið komið á áður,
meðan Norquay-stjórnin (og Harri-
sons-stjdmin) höfðu völdin með
höndum ? Ljósasta svarið upp á
pessar spurningar eru greinar pær,
sein frjálslyndi flokkurinn í Mani-
toha sampykkti sem sína stefnu árið
1880. 0g pví prentum vjer þær
hjer neðan við.
1. I>að er aðalkjarninn í samningnum
um samband fylkjannn, að íbúnr hvers
fj'lkis hafi fullt vald yfir liinum sjerstöku
málum Þess, og að Það sje Þing
Þeirra, sem hafi Það vald með höndum.
2. Það er ekki Þiggjandi minna, en
fullkomið jnfnrjetti við Jiin fylkin, að
Því er rjcttindum fylkisins við kemur,
og annað væri heldur ekki sanngjnrnt.
8. Með Því að sambandsstjórnin hefur
Þegar ráðstafað hinum dýrmœtustu jörð-
um fylkisins í Þnrfir Canadaveldis, Þá
heimtum vjer ríkulega uppbót á Þeim
missi fyrir fylkisins hönd.
4. Samningur sá, sein nýlega komst á
milli Manitóba og Canadaveldis, og
sem vanalega er kallnður „Better Terms
of 1885“, er ekki viðunanlegur, með
Því að samkvæmt honum mundi fyikið
innan skamins vanta Það fje, sem nauð-
synlegt er til Þess að stjórnin geti orðið
að fullkomnu gagni.
5. Fullkomin heimild til að löggilda
járnbrautir innan takmarka fylkisins; og
vjer liöldum Því fram, að hvaða samn-
inga, sem Canadastjórn kann að liafa
gert við C. P. R., sem skaði Þessa
heimilcl, Þá sje hún skyldug til að fá
Þeim breytt, með Því að bæta fjelaginu
Þ» upp, eða á annan hátt, og Þannig
láta Manitóba aptur ná rjetti sínum að
Þessu leyti.
6. Með Því að tollaálögurnar koma
sjerstaklega Þungt niður á bændum í
Manitóba, en aptur á móti eru engin
hlunnindi fyrir neina íbúa fylkisins, Þá
œtti að komast breyting á Þær, að Því
cr Þossu fylki við kernur, og Því í hag.
7. Kjördæmin ættu sem mest að mið-
nst við íbúatöluna - Þá sem nú er og
likindi eru til að bráðlega verði - og
jafnframt ættí uð liafa tillit til stærðftr-
innar á kjördæmínu.
8. Hver fullorðinn maður fái kosn-
ingurrjett, enginn hafi atkvæði nema í
einu kjördæmi, og Það verði einfaldara
og kostnaðarminna fyrirkomulag ú kjör-
skrám og kosningum.
9. Sveitastjórn sú einfaldasta og kostn-
aðarminnsta, sem mögulegt cr að koma
við, svo að hún verðí að fullum not-
um.
40. UppÞnrkun á fylkinu, Þannlg að
stjór'nin beri kostnaðinn í byrjuninni,
on hnu'n verði svo borgaður aptur af
Jörðum Þeim, sem uinbæturnar linfa
orðið á.
11. Hú aðferft höfð við innflutninga
og nýlendu .mál, sem fái Því úorkað, nð
fylkið byggjst fljótlega.
12. Alger sjálfstæði Þí»ig4fl,s.
13. l'ylkið veiti járnbrautuni uj)a Þá
aðstoð, sem Því er framast mögiflegt^
bœði til Þess suS Þær verði lagðar um
fyikið og til Þess ,að .sam.keppni kcimist
á lít tír fj’lkinn - Þar ú metcal Iludsons-
fbi« leiðina.
14. fiikinörkuN á lítgjöldum stjói:nisf-
in»ar, og öJJu Þvj wirið, sem jnögulegt
er, af tekjum fylkisins til Þess að minka
skólaskatta, sveitaskatta og aðrar beinar
skattaálögur.
15. Ráðvendnislega farið með fje
almennings og spart á Því lialdið og
Þjóðræknislega, í stað Þcirrar skammar-
legu óráðvendni, Þeirrar skejrtingarlausu
bruðlunarscmi, og Þeirrar illu sviksemi,
sem einkennir framkvæmdarstjofn Þú,
sem nú er í fylkinu.
petta er pá það, sein Mr. Green-
way liefur skuldhundið sig til að
herjast fyrir. Og því verður ekki
neitað, að allt petta er þarft og
gott — eimnitt pað, sem fylkinu
liggur bráðast á nú seui stendur.
Auðvitað er petta ekki enn nema
fyrirætlanir Og loforð, og enn er
ekki mögulegt að segja, hverjar
efndirnar verða. Bæði er pað, að
pessi flokkurinn er lítt reyndur
enn að því, er til stjórnar kemur;
og svo eru ekki öll pessi múl á
valdi stjómarinnar hjer eingöngu.
Að því er samhandi Manitoha og
Canadaveldis við kemur, pá má
næstuin pyl svo segja að samhands-
stjórnin liafi par tiiglin og hagld-
irnar. En pað má vinna að hverju
máli vel og illa, með atorku og
einlægni og sljólega og með hang-
andi hendi. Vjer vonum að Mr.
Greenway reynist vel, að hann haldi
tryggð við pað, sem hann hefur
barizt fyrir, og sem hann hefur
lofað að vinna að. Og meðan hann
og hans flokkur stendur við pað, og
leitast samyisskusamlega við að upp-
fylla pessi loforð, pá er ástæða til pess
fyrir hvern góðan dreng, sem ann
heill fylkisins, að styrkja þá til að
koma pessu í verk.
islénzkt kjurdæmi.
pað er svo sem auðvitað, og pað
ætti ekki að þurfa að taka pað
frain, að Oll stefna pólitisku flokk-
anna hjer, hvors um sig, koma oss
Islendingum við, sem eigum heima
I pessu fylki. Og pað er eitt af
pví fyrsta, sein vjer þurfuin að venja
oss á, að líta svo á, og láta oss svo
annt um hvert einasta lands-
málefni, sem það beinlínis komi oss
s j á 1 f u m við. Annars getum vjer
ekki með góðri samvizku tekið þátt
í kosningu peirra manna, sem um
pessi máli eiga að fjalla, og sem úr
peim eiga að skera.
En af greinum peim, sem frjáls-
lyndi flokkurinn hefur auglýst sem
sína stefnu, og sem prentaðar eru
hjer í blaðinu, er einkum ein, sem
kemur oss við í hráðina s e m I s-
lendingum. pað er 7. gr., greinin
um endurskipting kjördæmanna. pað
væri ekkert undarlegt, pó vjer vær-
um farnir að finna til pess og þykja
pað óviðkunnanlegt, að vjer skulum
engan fulltrúa eiga hjer í fylkisping-
inu úr vorum flokki, jafn-fjölmennir
og vjer eruin orðnir hjer í fylkinu.
pað eru taldar að vera rúmar 100,000
manna hjer í fylkinu nú sem stend-
ur, segjum 103,000. Af þeim er ó-
hætt að fullyrða að 7,000 eru Islend-
ingar. A fylkispinginu sitja 35
manns. Yæru Islendingar ekki af-
skiptir, ættu þeir að minnsta kosti
að eiga tvo inenn úr sínum flokki á
pinginu. Frakkar og kynhlendingar,
sem pó óneitanlega standa oss að
mörgu leyti að haki hjer í landinu,
hafa ekki að eins sína fulltrúa á
pingi, heldur einnig í sjálfri fram-
bvæmdarstjórn fylkisins.
Oss ef prýnasta pörf á að koma
að íste^jfipingmönnum svo fijótt
sem oss .verðux „LGulegt. pað
er ekki til neins ftð Imgsa Jjpim*
irtfl ixetri en hann er. Vjer purfum
ekki að húast við því, að vjer getum
notið hlunninda landsins að pví skapi,
sem vjer eigutn tilkall til peirra, fyrr
en vjer erum orðnir pess megnugir
að bera oss eptir peim. Tnnlendum
inönnum pykir auðvitað vænt umað
fú Islendinga inn í landið, til pess
að rækta jörðina og vinna örðugustu
vinnuna; en peim er minna um pað
gefið, nð skipta pví bróðurlega með
oss, sem þeir sjálíir sækjast mest
eptir.
Islendingar purfa pví að fá nokk-
ur völd hjer í landinu. Annars verð-
ur setið á peim, og annars dragast
peir aptur úr; annars ná peir ekki
peim proska, sem þeir geta náð, og
annars verða þeir ekki þessari nýju
ættjörð sinni að því gagni, sem peir
geta orðið ; annars gengur pað, eins
og lúngað til hefur g^gið: allur
porri peirra skoðar landsmál eins og
sjer óviðkomandi, og tekur svo ann-
aðhvort engan pátt í þeim, eða þá
stefnulaust, út í bláinn.
Og fyrsta sporið til þess að Is-
lendingar fái þau völd hjer í land-
inu, sem samboðin eru fólksfjölda
þeirra og hæfileikum, er pað, að þeir
komi íslenzkum manni á ping, sein
pekkir parfir peirra, jafnframt og
hann her skynhragð á málefni lands-
ins í heild sinni. En til pess purf-
um vjer að fá íslenzkt kjördæmi, því
eins . og Englendingar eru skapi
farnir, er örðu^rt fyrir útlendan mann
að ná kosningu par, sem þeir hafa
töglin og hagldirnar.
pað parf ekki að fjölyrða um pað,
hvar petta kjördæmi ætti að vera.
pað liggur í augum uppi, að það ætti
að vera Gimli County. Auðvitað
mundu ekki verða jafnmargir kjós-
endur par eins og í hinum kjördæm-
um fylkisins, ef ný kjördæmaskipting
fer fram i vetur. En 7. gr. fer held-
ur ekki fram á, að miðað sje ein-
göngu við þá kjósendatölu, sem n ú
er í kjördæmunum. Samkvæmt
henni á jafnframt að taka tvennt ann-
að til greina : kjósendatölu, eins og
hún að líkindum verður innan
s k a m m s og s t æ r ð k j ö r d æ m-
i s i n s. Og pað blandast víst eng-
um manni hugur um það, að kjós-
endatala í Gimli County, einkum
I Nýja-Islandi, muni hráðlega vaxa
að stórum mun, og nógu er kjör-
dæmið stórt.
pað er því í fullri samkvæmni við
loforð frjálslynda flokksins, að vjer
förum fram á að Gimli County verði
gert að kjördæmi útaf fyrir sig, peg-
ar ný kjördæmaskipting kemst á í
fylkinu, og pað er pað fyrsta, sem
vjer, sem Islendingar, eigum að
krefjast af stjórn hans.
Emerson Times segist ekki geta
lengur dulið það fyrir lesendum
sínum, að pað sje gefið 8—-10 cent-
um ineira fyrir hveiti sunnan við
línuna, en norðan við hana. Blað-
ið segir, að laugardaginn 14. þ. m.
hafi húsh. af hveiti verið keypt
fyrir 54 c. í Emerson, en 64 c. í
Pembina og St. Vincent.
Hvernig stendur á pví, að menn
skuli geta borgað svona miklu meira
rjett sunnan við línuna, heldur en
rjett norðan við hana ? það stend-
ur svo á pví, að flutningurinn á
hveitinu — eins o<r öðrum vörum —
er ódýrari suður frá. Hvers vegna
er (lutningurinn ódýrari suður frá
en hjer norður frá ? Af pví að
pað eru ýins járnhrautarfjelög suður
frá, sem kejipa um að inega flytja
hveitið. Af pessu geta menn dá-
vel sjeð, í>:rLr> I>ýði'>gu pað mundi
hafa fyrir hændurna, að fleiri járn-
brautir væru til, sem lægju út úr
fylkinu.
POLITIK
A NORDURLÖNDUM.
pað er einkennilegt að það er
sjerstakt ólag á pólitíkinni á öllum
Norðurlöndum — Danmörk, Noregi
og Svípjóð — um petta leyti. Flest-
um mun vera kunnugt um óstandið
í Danmörku, að minnsta kosti
að par sje að einhverju leyti
pottur brotinn í pólitíkinni, Allt ó-
lagið par er, eins og mörgum mun
kunnugt, risið af pví, að meiri hlut-
inn í neðri deild pingsins er alger-
lega andstæður stjórninni, en stjórn-
in vill ekki vlkja úr sessi, eins og
hvervetna er siður, pegar svo stend-
ur á, par sem stjórn er þingbundin
meir en að nafninu til. þar sem
nú sampykki beggja þessara parta,
stjórnarinnar og neðri deildarinnar,
]>arf til pess að nokkuð geti orðið
að lögum, og par sein hvorugur
málspartur vill láta undan, pá er
pað auðsætt, að eitthvað hlýtur að
ganga. af göflunum, enda hefur svo
að kalla öll löggjöf legið par niðri
um nokkur 4r, og pað hefur verið
pví líkast, sem óbuudið einveldi
væri í landinu.
I N o r e g i par á móti er þing-
ræðið viðurkennt, og pað er einmitt
stjórnin, sem nú situr að völdum,
Sverdrups-ráðaneytið, sem hefur sleg-
ið pvl föstu par í landinu. Fn
„pað er hægra um að tala en í að
komast“. Nú vill einmitt svo til,
að einn af ráðgjöfunum hefur horið
upp í þinginu frumvarp til kirkju-
laga, sem pingið feldi, og vegna pess,
og með pví að maðurinn par að
auki er óþokkaður af meiri hluta
þingmanna, pá krefst meiri hlutinn
pess að hann segi af sjer — en
hann vill ekki, og að minnsta kosti
sumir af embættisbræðrum hans
vilja líka halda í hann, og ganga
pannig pvert ofan í sínar fyrri
skoðanir. Ut úr þessu er að spinn-
ast snörp deila, og hefur annars
þegar staðið um stund, og nú eru
helzt pær horfur á, að vinstri
manna flokkurinn muni klofna út
úr pessu tnáli, og allt ætli að fara
á ringulreið, sem þessir menn höfðu
verið að berjast fyrir snarplega um
mörg ár.
I báðum pessum löndum er póli-
tíska ástandiö sorglegt. En í S v í -
p j ó ð gengur pað næst pví að vera
hlægilegt. par er þingræði viður-
kennt, eins og 1 Noregi, og par
er sannarlega frjálslynd stjórn. Síð-
astliðið vor varð stjórnin undir í
einu ínáli á pinginu. pað varð of-
an á paf að leggja toll 4 innflutt
korn, eii stjórnin var pvl mótfall-
in. Hún leysti pví pingið upp og
efndi til nýrra kosninga, til pess
að fá að vita vilja pjóðarinnar í
pessu máli. Kosningarnar fóru svo,
að stjórnin varð ofan á, og allt
sýndist vera í bezta lagi. par á
ineðal voru al.lir pingmenn höfuð-
horgarinnar, Stokkhólins, stjórnar-
sinnar og móti tollinum. En svo
kom heldur en ekki snurða 4 práð-
inn. I Svíþjóð er kosið á miðum
líkt og í Bandaríkjunum. En það
eru lög þar, að standi ókjörgengur
maður á einhverjum miða, þá sje
allur iniðinn ógildur. Jafnframt eru
það lög, að engínn maður sje kjör-
gengur, sem eigi einhver opinber
gjölcl vangoldin. Nú kemur pað
upp úr kafinu, að einum af hinum
nýkjörnu pingmönnum hafði fyrir
mörgum árum láðzt að borga 11 kr.
60 aura af peim gjöldum. Af því
leiddi, að ekki að eins hans kosn-
ing var ógild, heldur líka allra
hinna Stokkhólms-þingmannanna, en
tollmennirnir, sem allir höfðu fengið
færri atkvæði, eiga að setjast í
peirra sæti. Við það varð stjórn-
in í minni hluta 4 pinginu, og
ætlar nú að segja af sjer. pað, að
einum manni fyrir^ mörgum árum
hafði láðzt að borga 10 kr. 60 au.
(kjer um bil 3 dollara) ætlar pann-
ig að geta orðið til pess að hrinda
stjórn úr sæti — pvert ofan 1 vilja
þjóðarinnar!
-------♦ - -----------
Almennar triettir.
(Framhald frá 1. síðu).
Nýdáinn er Hegel, formaður hinn-
ar alpekktu Gyldendals bókaverzl-
unar í Kaupmannahöfn. Hegel hafði
á sinn hátt injög mikil áhrif á allt
hið andlega líf á Norðurlöndum.
pegar norsku bóksalarnir og norska
pjóðin hafði útskúfað stórskáldum
sínum, pá tók hann þau að sjer á
pann hátt, að hann fór að gefa út
rit þeirra, hvað sem hver sagði, og
varð pannig til að leggja grund-
völlinn til frægðar peirra og áhrif-
anna, sem þeir hafa haft 4 bók-
menntir og pjóðllf Norðurlanda.
Hegel gaf út flestar bækur hinna
beztu rithöfunda Danmerkur, og
hann hafði byrjað á útgáfu rita
peirra, pegar svo stóð á fyrir þeim,
flestöllum, að peir voru í óvild eða
fyrirlitningu hjá alpýðu manna.
Allir bókinenntavinir Norðurlanda
munu pví sakna Hegels sárt.
Aköf skarlatssótt geysar meðal
vissra Indíánaflokka í British Col-
umbíu. Manndauðinn er mjög mikill,
eins og vant er að vera meðal Indíána,
pegar næmar sóttir koma upp hjá
þeim.
Járnbrautarskýrslur Canadaveldis
koma út innan skams. 524 mílur
hafa verið lagðar af járnbrautum á
tímabilinu frá 30. júní til 31. des.
sl. ár, og vagnar farnir að ganga
eptir öllum peim brautum. Auk
pess hafa verið lagðar járnbrautir
352 mílna langar, sem enn er ekki
farið að renna vögnum eptir. Sam-
tals runnu vagnar 31. des. sl. ár
eptir brautum, sem samtals voru
11,221 mílna langar, en lengd allra
járnbrautanna samtals, sem lagðar
voru, var 12,400 mílur.
Nú er í htuggi að stofná nokkurs
konar canadiska Síberíu. pað er
fram með Athabasca ánni, að hugsað
er til að stofna sakamanna - nýlendu,
og koma byggð upp í þeim parti
landsins á þann hátt.
Yfir 1000 manns hafa sýkzt í
haust og vetur af taugaveiki 1 Ottawa,
og fjöldainargir peirra hafa dáið.
Menn kenndu það ýmsum orsökum.
En nú er pað komið upp úr kafinu,
eptir rannsóknir, sem sambandsstjórn-
in hefur látið gera, að petta var
vatninu par að kenna. Drykkjar-
vatn bæjarins var fullt af eitri,
sem orsakar taugaveiki.
S. T. Tolsma nokkur frá fylkinu
Michigan hefur kvartað undan pví
við Bandaríkjastjórn, að yfirvöldin
í Canada hafi bannað sjer að fiska
í St. Marysfljótinu, sem hann þó
pykist eiga rjett 4. þrætan hefur
risið út úr landamærunuin. Canada-
menn segjast eiga land, par sem
Tolsma var við veiði sína, en
Tolsxna segir að pað heyri Banda-