Lögberg - 08.08.1888, Síða 2

Lögberg - 08.08.1888, Síða 2
35 o g be v g. MIDVIKUD. 8. ÁGÚST 1888. ÚTOEFENDUR: Sigtr. Jónasson, Bcrgvin Jónsson, Árni Friðriksson, Einar Hjörleifsson, Ólafur Þórgeirsson, Sigurður J. Jóhannesson. Allar upplýsingar viðvíkjandi verði á auglvsingum í „Löghergi" geta menn fengið á skrifstofu hlaðsins. Hve nœr sem kaupendur Lögbergs sldpta um hústað, eru þeir vinsamlegast beðnir, að senda skriflegt skeyti um það til skrifstofu hlaðsins. Utan á öll hrjef, scm útgefendum „Lög- bergs“ eru skrifuð víðvíkjandi hlaðinu, œtti að skrifa : The Lögherg Printing Co. 14 Korie Str., Winnipeg, Man NAFNABREYTINGAR ÍSLENDINGA. Um þessar mundir, pegar landar vorir eru að Jjyrpast hingað til lands, virðist ekki eiga illa við að minnast A pað atriði, sem grein pdssi heitir eptir. Sumum kann að virðast pað lítilfjörlegt og ómerki- legt, en i raun og veru er pvi ekki svo varið. Eins og kunnugt er, heita íslend- ingar, karlar og konur, lijer i land- inu allan ólukkann— liggur oss við að segja. Einkum er pessu svo varið í Winnipeg, og sjálfsagt 1 öll- um bæjum, par sem íslendingar eru. En menn eru ekki heldur saklausir af pessuin ósið úti í sveitunum. Flestir hafa tvenn nöfn, íslenzk orr óíslen/.k. íslenzku nöfnin nota Ö peir auðvitað, pegar peir eru innan uin landa sína, en leggja pau nið- ur jafnskjótt og peir standa frammi fyrir hjerlendum manni, eða einhverj- um öðrum en löndum sínum. pá grípa peir til pess, sem peir „heita á ensku“. p<5 er pað alls ekki svo að skilja, sem allir láti sjer nægja með tvenn nöfn. Sumir kalla sig ótal nöfnum. Einn heitir t. d. Sveinn Grímsson, pegar hann kem- ur hingað heiman af íslandi. Hann kallar sig svo Svein Qrlmason svona hversdagslega, pefíar hann er innan um íslendinga. En hann hefur svo annað spari-nafn, t. d. Sveinn Vestmann, og pað notar hann, t. d. pegar hann parf að skrifa nafnið sitt, eða við önnur sjerlega hátíðleg tækifæri. En ineðal hjerlendra manna heitir hann hvorki Sveinn, nje Grímsson, nje Vestmann. Til að byrja með lætur hann að öllum líkindum Englend- inga kalla sig John Anderson. Svo verður hann leiður á pví nafni, °g pegar hann flytur sig eitthvað til og kemur til ókunnugra manna, pá notar hann tækifærið, og fer að kalla sig Thomas Edison, eða George Btjron. Einn íslendingur kvað enda hafa staðið með ættar- nafninu Christ á kjósendalista hjer í Winnipeg. pó að vjer höfum tekið hjer karl mann til dæmis, pá er pað ekki af pvi að kvennfólkið sje fastheldnara við nöfu sín en karlmennirnir. pað er síður en svo; svo algengt sem pað er að karlmenn breyti nöfnum sínum, pá er pó enn algengara, að kvennfólk geri pað, svo framarlega sem pað kemst f nokkur kynni við hjerlent fólk. Vjer skulum taka pað fram, að petta er ekki með öllu ástæðulaust, eða óafsakanlegt. Sumt fólk er hjer um bil eða alveg nauðbeygt til að breyta nöfnum sínum að meira eða minna leyti. Hjer í landinu er kon- an skyldug til að bera nafn manns- ins síns, og börnin eiga að hafa sama nafn og forehlrar peirra, nema að einhverju leyti standi sjerstak- lega á um pau, t. d. að aðrir hafi gengið peim í foreldra stað, og hafi fengið foreldra-rjettindi yfir peim. pað er og ekki nema eðlilegt að systkyni vilji hafa sama nafnið, eins og tíðkast meðal flestallra siðaðra pjóða. pvf verður heldur ekki neit- að að „dóttur“-nafnið er einkar ó- hent.ugt hvervetna annars staðar en meðal íslendinga. En pessi nafna-hringlandi, sem nú á sjer stað, er sannarlega held- ur ekki hentugur — hvorki fyrir manninn sjálfan, sem pessi mörgu nöfn hefur, nje aðra, sem að ein- hverju leyti eiga eitthvað við hann að skipta. pessi nafnafjöldi sama mannsins getur valdið honum óum- ræðilegra örðugleika og umstangs við að ná rjetti sínum, einkuin par, sem um erfðamál er að gera. Stundum er ómögulegt að finna pessa ínenn, pegar á liggur, og enginn getur vitað, við hvern er átt, pegar um pá er talað. örð- ugleikarnir og ópægindin, soin af pessu kunna að stafa, geta komið fram í ótal myndum. En auk pess er petta stök ómynd. Vjer erum ekki svo harðsnúnir pjóðernismenn, að vjer heimtum af mönnum að peir haldi pví af fslenzku pjóðerni, sem er peim til verulegs óhags hjer f landinu. pess vegna ætlumst vjer ekki til pess, að menn, hvernig sem á stendur, haldi nöfn- um sínum óbreyttum, svo að t. d. kona Sveins tírímssonar—svo að vjer höldum oss við pað nafnið, sem vjer tókuin til dæmis—, kalli sig Sig- urlaugu Þhrðardóttur, eða að dótt- ir hans kalii sig tívðrúnu Sveins- dóttur o. s. frv. Vjer sjáum held- ur ekki grand á móti pví að menn taki sjer ný ættarnöfn, ef peir og konur peirra og börn standa pá við pessi nöfn. pað eru margir, sem kunna illa við að kalla konur son, og vjer skiljum pað, pó að vjer sjáum ekki, að hverju leyti pað fer ver í íslenzku en f öðrum málum. Ættarnöfnin gefa og fslenzkum nöfn- um tilbreyting, og pau gera auð- veldara að aðgreina ættirnar. En hitt förum vjer fyrst og fremst fram á, að menn standi vió þau nöfn, sem menn kalla sig, og að hver heimti af konunni sinni og börnum sínum, að pau standi líka við nafnið; að menn kalli sig ekki eitt í dag og annað á morgun; að menn kalli sig ekki einu nafni með- al hjerlendra manna og öðru með- al íslendinga. Eins virðist ekki vera til of mikils ætlazt, pó farið sje fram á að bræður og ógiptar syst- ur kalli sig sama ættarnafni. Ann- ars er pýðingættarnafnannaað nokkru leyti horfin. Eins virðist óneitanlega eiga bezt við að íslendingar taki sjer nöfn af islenzkum uppruna, pegar peir breyta nöfnum sfnum á annað borð. Auk pess, sem pað sýnir ræktarsami við og virðingu fyrir pjóðerninu, pá er og nokkuð unnið við pað. pað er óneitanlega hagur fyrir íslendinga, að peir sjeu sem mest teknir til greina í pessu landi. En pví meir verða peir teknir til greina, sem pað stendur Ijósara fyrir hjerlend- um mönnum, hve margir Islend- ingar eru. íslenzk nöfn eru sú bezta auglýsing fyrir mergð íslend- inga. Og að sama skapi verður ógagn að pví f pessu tilliti, ef peir fara að leggja pað í vana sinn að leggja íslenzku nöfnin nið- ur; pað veikir hugmynd pá um þjóðarheild íslendinga, sem óskandi væri að kæmist inn í Ameríku- menn. En annárs er óhætt að segja, að pað eru langt um fleiri íslendingar, karlar og konur, sein breyta nöfn- um sfnum, en peir sem nokkra á- stæðu hafa til pess; og peir breyta peim langt um meira, en peir ættu að gera. pað er algeng viðbára að Aineríkumenn geti ekki nefnt pessi íslenzku nöfn, og pess vegna breyti menn peiin. En pað er sannarlega engin ástæða. Nöfn Is- lendinga eru ekki vitund tornefnd- ari en nöfn margra annara pjóða, sein ekki dettur í hug að breyta sínum nöfnum, og Englendingar geta auðvitað nefnt öll nöfn, ef peir nenna pví. pegar íslendingar koma hingað til lands, eiga peir að læra mál hjerlendra manna og alla háttu peirra, og allir kannast við að íslendingar geri pað rækilega — betur en flestar aðrar pjóðir, sem ekki tala ensku heima fyrir. pað er J-á sannarlega ekki til of mikils mælzt, pó að hjerlendir menn sýni peim svo mikla tilhliðrunarsemi að kalla pá pað, sein peir heita, pó að pað sje ofurlítil fyrirhöfn að læra að nefna pessi nöfn. Og pað er óvirðulegt og sleikjuskap- ur við hjerlenda menn að heimta pað ekki. SMmarnafni sínu ætti enginn maður að breyta. Hann heitir pví nafni, og pað er rangt og óafsakan- legt að vera að afbaka pað, eða taka sjer annað í staðinn fyrir pað. öðru máli er að gegna um pað, pó menn geri föðurnöfn sfn að ættarnöfnum, eða taka sjer ný ættarnöfn, eins °g vjer höfum pegar bent á. En um frain allt—kallið yður ekki sínu nafninu í hvert skiptið; standið við pað nafn, sem pjer heitið, eða hafið valið yður, hvort sem pað er enskt eða íslenzkt. pví að nafna-hringland- inn er til skammar, og getur verið til mikils tjóns. Hppshcran á stímsta ari f Manitoba. Eptir Free Press. Síðustu rannsóknir viðvfkjandi uppskeru ársins 1887 sýna að pað er svo langt frá að hún hafi orðið minni en skýrslur Verzlunarfjelags- ins ætluðust á, að hún hefur orðið meiri en fjelagið bjóst við. í sfð- astliðnum septembermánuði gizkaði fjelagið á að öll hveiti-uppskeran mundi verða 12,000,000 bushela; pað bjóst við að af pessum 482,000 ekra, sem hveiti hafði verið sáð í, mundi verða að meðaltali 28 bush- el af ekrunni. pvílík ágizkun var geysilega há, og allur hinn hluti landsins varð hissa og trúði ekki. Önnur eins uppskera er dæinalaus f annálum akuryrkjunnar f Norður- Amerfku. Nú kemur pað fram, að pó ágizkunin væri stórkostleg, pá var hún pó of lág; hveitiuppskera ársins 1887 hefur f raun og veru verið 14,0(X),000 bushela. Á pessu getur enginn vafi leikið, pví að Verzlunarfjelagið liefur komizt að pessari niðurstöðu eptir mjög vand- aða og nákvæma rannsókn. Við- víkjandi hveiti, sem flutt hefur ver- ið út úr fylkinu ómalað, pá hefur fjelagið komizt að pví, hve mikið Jjað var með pví að ganga í gegnum skýrslur kornumsjón- armannsins, og pess hefur ver- ið gætt vandlega að draga frá all- ar hveitisendingar, sein áður hefur verið minnzt á f skýrslunum. Fje- lagið hefur fengið að vita, hve mikið var malað af hvóiti í fylk- inu, með pví að skrifa umburðar- brjef til allra malara f fylkinu og fá svör frá peim viðvfkjaridi pessu. Auðvelt liefur verið að gizka á um, hve nnklu hveiti hefur verið hald- ið eptir til útsæðis; petta ár hefur hveiti verið sáð í 520,000 ekrur, og menn vita, hve mikið fer að með- altali á ekruna. Sömu nákvætnni hafa menn fylgt til pess að komast eptir, hve mikið er fyrirliggjandi hjá mölurum og fiutningainönnum. Niðurstaðan af rannsóknum fjelags- ins er pessi: Hveiti flutt til Austur-Canada og Norðurálfunnar...........8,500,000 Malað f Manitoba............2,600,000 Ilaft til útsæðis í 520,000 ekr. 1,100,000 lljá mölurum, flutninga- mönnum og hændum, og á að koma a þessa árs markað. .1,200,000 13,400,000 Sje við petta bætt pví hveiti, sem haft er til matar á bújörðun- um, pví, sem enn er ópreskt, og pví, sem er of langt frá markaði til pess að koma fram á pessu ári, pá verður pað samtals um 14,1X10,000 bushela. 1(5,000 búendur eru í fylkinu, og pví koma að meðaltali 875 bushel á hvern bónda; í 482,000 ekrur var hveiti sáð, og pví verður meðaluppskera af ekrunni 82,4 bushel. Jafn-ríkuleg uppskera er dæmalaus. Á pví leikur enginn vafi lengur, að Manitoba sje pað frjósamasta hveitiland í heiminum. Hingað til hefur bygg ekki verið ræktað til mikilla mttna, og bænd- ur vorir hafa gefið pví lítinn gaum. Á fáeinum sfðustu mánuðunum hef- ur pað uppgötvazt að Manitoba- bygg tekur langt fram öðru byggi til pess að búa til rnalt úr, og sú uppgötvun hefur orðið til pess að byggakrarnir eru nú frá 20 til 80 af hundrað stærri en síðastliðið ár. Hafrauppskeran# var að öllu leyti mjög góð. Yerzluuarfjelagið metur útfluttar vörur frá Manitoba árið 1887 — að undanteknum loðskinn- um — á pessa leið. Hveiti...................$4,675,000 Malað liveiti og úrsigti.. 1,250,000 Hör og þuð, sem úr honum er unnið................... 130,000 Bygg...................... 140,000 Ifafrar og haframjöl....... 280,000 Mjólkurvörur, egg, jarðepli, kálmatur, ull, húðir, flskur o. s. frv........... 600,000 Samtals................. $7,065,000 ~ í>að parf ekki að taka pað fram, að ekkert akuryrkjulajd liefur áð- ur getað sýnt aðrar eins dásemdir. Áreiðanlegar skýrslur frá hjer um bil 50 stöðum, sem vörur eru flutt- ar frá, benda á, að ef nokkur munur skyldi verða á hveitiuppskerunni í fyrra og í ár, pá sje hann sá, að hún verði enn meiri í suinar, og °g pað vita menn að hveitiakrarn- ir liafa stækkað um hjer um bil 20 af hundraði, og nú eru peir hjer um bil 520,000 ekrur. 8ÝNINGIN í KAUPMANNAHÖFN. Srjef frd frjettaritara „Lögbergs“ d xýn- ingunni. Kaupmli. 8. júlí 1888. Um pessar mundir er mesti fjöldi útlendra manna saman komínn hjer í Höfn. Flestir eru komnir til pess að sjá sýninguna. Hjer eru menn frá öllum pjóðum Norðurálfunnar, en að tiltölu er pó mest af Djóð- verjum. Fullyrt er og að von sje á allmörgum vestan um haf. Árið 1883 var pað fyrst ráðið að lialda skyldi sýningu pessa. Fyrsti hvatamaðurinn var Ph. Schou, formaður iðnaðarfjelagsins hjer i Höfn, og hefur hann inest allra manna að henni unnið. 12. d. mars- inánaðar 1887 var byrjað að reisa sýniiigarhöllina og 18. d. maím. p. á. var sýningin ojmuð fyrir al- menninc. Sýning J>essi er haldin til minn- ingar uin að 25 ár eru liðin síðan Kristján konungr 0. tók við ríki í Danmörku, og að 50 ár eru liðin síð- an iðnaöarfjelagið var stofnað, en pó einkum til íninningar um pað, að 100 ár eru nú liðin síðan ból- festuánauðinni var ljett af bændum í Danmörku. Sýningin er haldin á aðal- skemmtistað Kaujmiannahafnar á suinrin, er Tívolí heitir. Land J>að, er sýningunni er ætlað, er 40 tunn- ur lands. Til samanburðar má pess geta, að völlur sá, er ætlaður er heimssýningunni í Parísarborg að ári, er að eins lítið eitt stærri. Kotnaðurinn við að reisa sýning- arhöllina og leigja land handa sýn- ingunni varð nálægt 2 millíónum króna. T>að væri fróðlegt að vita, hve mikils virði hún er með öllum peim dýrgripum o g listaverkum, sem á henni má sjá. En J>að veit víst enginn. Dað var upphaflega tilgangur sýn- ingar J>essarar, að sýna iðnað, land- búnað og listaverk norðurlanda, og J>eim tilgangi hefur fullkomlega ver- ið náð, J>ví Svíar og Norðmenn spöruðu ekkert, til J>ess að iðnað- ur J>eirra gæti komið fram í sem glæsilegastri mynd. UinfT Norð- manna veitti jafnvel meira fje til sýningarinnar en stjórnin fór fram á. Það er að eins eitt land af norð- urlöndum, sem allir liljóta að reka augun í, hvað lítið er frá á sýning- unni. Dað er í s 1 a n d. Eins og kunnugt er, reitaði al- J>ing að veita fje til sýningarinnar. Dað var líka við búið. íslenzku alpingismennirnir hefðu varla verið íslenzkir alpingismenn, ef [>eir hefðu ekki gjört J>að. Sú hugsun er allt of almenn á íslandi enn, að allt sjo lítilsvirði, sem fer fram hjá Dön- um, eða, ef menn ekki telja J>að lítilsviröi, J>á sje [>að skylda allra ættjarðarvina að segja svo. Hva5 sem prætumálum Dana og íslend- inda annars viðvíktir, J>á verða pað íslendingar eiriir, sem bera hallann af peim misskilningi í pessu sem öðru. í J>etta skifti hefðu íslendingar sjálfsagt ekkert J>arfara verk getað unnið sjálfum sjer, en vanda sem allra bezt til sýningar pessarar. Á- litið hefði vaxið á peim vörum, sein íslendingar hafa að bjóða. Menn hefðu veitt íslandi mein eftirtekt en áður. Og hefði íslenzka sýning- in verið eins vel úr garði gerð eins og mögulegt hefði verið, [>á hefði enginn danskur maður porað að segja nú fyrstu árin, að íslend- ingar væru hálfgerðir skræl- ingjar. En íslenzka sýningin verður eng- um íslendingi til ánægju, og ís- landi ekki til sóma. Það er fátæk- legra í íslenzka horninu, en í nokkru öðru horni á sýningunni. Að hún pó ekki varð ver úr garði gerð en hún er, er inest að pakka í>ví, að Tryggvi Gnnnarsson gekkst fyrir samskotum hjer í Ilöfn,, til pess að bæta ögn upp hugsun- arleysi [>ingsins, en eins og nærri: má geta, urðu J>au samskot J>ó ekki eins mikil °g pörf var á. Rjett hjá Islenzku sýningunni er sýning Grænlendinga, Hún er kcm- ungborin í samanburði við íslenzku sýninguna. En pví fer annars fjarri að sýn- ing pessi sje að eins frá norðurlönd- um. Djóðverjar, Frakkar, Englend- ingar, ítalir og Rússar hafa einnig

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.