Lögberg - 26.09.1888, Qupperneq 4
■JjP3 Nú eru komnir út afLögbergi
hjer um bil tveir þriðju partar
á r <j a n <j s i n s.
Flestir blaöaútgefendur hjer í land-
inu ganga stranglega eptir því, að
blööin sjeu borguS fyrir fram. Vjer
höfum ekki gengið hart eptir því,
eins og lesendunum er kunnugt.
Vjer vonum að menn láti oss held-
ur njóta þess en gjalda, og borgi
css svo lijótt, sem þeir sjá sje-i
nokkurt færi á því.
Útg.
UR BÆNUM
OG
GRENNDINNI-
Oss barst hraðfrjett i fyrra-dag frá
Chicago um að Eimr Sœmundsson vœri
látinn. Hann 'andaðist á sunnudaginn
var, kl. 10 f. li. Hans verður vafalaust
undantekningarlaust saknað af öiluni,
sem • honum kynntust, J>ví að. hann var
nranna fjelagslyndastur, skemmtilegastur
og drengur hinn bezti. Á síðustu tím-
um var hann einn af ötulustu starfs-
mönnum fyrir bindindi meðal íslend-
inga hjer vestra.
Samningum stjórnarinnar við þá herra
Ross og Onderdonk er nú lokið á þann
hátt, að ekkert verður úr þeim. Stjórnin
bauðst trl að ábyrgjast af hundraði í
rcntur af skuldabrjefum npp á $2,500,000
í 25 ár, ef brautin yrði lögð alla leið
til Hudsons-ilóans. Fjelagið krafðist að
skuldabrjefin skyldu hljóða upp á
$4,500,000, eins og áður hefur verið tek-
ið fram hjer í blaðinu, og slakaði ekki
til með þá upphæð. I>á höfðu þeir líoss
og Onderdonk einnig boðizt til að leggja
brautina næsta ár norður að þrengslun-
um á Manitoba-vatni, ef stjórnin ábyrgð-
ist þeim rentur af $1,000,000. Því boði
hafnaði stj irnin algerlega, taldi braut-
ina mundu koma að tiltölulega litlum
notum, ef liún næði ekki alla leið,
enda virðist svo sem flestir sjeu lienni
samdóma um það.
l'm 90 landar komu heiman af ís-
landi liingað til bæjarins fyrir síðustu
helgi. Þeir voru allir af Norðurlandi.
Enn kvað vera von á hóp lieiman að,
af Suðurlandi, í haust. Með honum verð-
ur líklegast íslenzku útflutningunum að
mestu leyti lokið þetta ár.
íslenzki söfnuðurinn hjer í bænum
heldur fund þriðjud. 2. okt. næstk. til
þess að halda áfram umræðum frá
fundinum þ. 20. þ. m. um borgun á
kirkjuskuldinni. Vjer vonum fastlega að
safnaðarraenn muni láta sjer annt um
að sækja fundiun og taka þátt í umræð-
um um þetta áríðandi mál; en jafnframt
leyfum vjer oss að mælast til að land-
ar vorir í þessum bæ, sem utan safnað-
ar standa, sæki þennan fund.
Safnaðarfulltrúarnir.
Á föstudagsmorguninn, þann 21. þ. m.
strauk hjcðan burt úr bænum maður,
að nafni M. McKay, sem unnið hefur
á einni skrifsofu C. P. R. fjelagsins
hjer í bænum. Ástæðan var sú, að það
komst upp, að hann hafði nýlega með
svikum kvænzt ungri stúlku lijer í bæn-
um, sem heitir Eliza Harriet Betswortli.
McKay slapp suður fyrir landamærin
áður en liann náðist, en tveir menn,
sem höfðu lijálpað honurn við þetta
verk, hafa verið teknir fastir, og bíða
nú þess að mál þeirra verði útkljáð.
Mennirnir heita W. R. Strachan og
Deegan.
McKay er kvæntur maður — konan
og börnin hjer í bænum; hann kynntist
Miss Betsworth nýlega, og gekk þá und-
ir nafninu J. M. McLea; litlu síðar
trúlofuðust þau, og þann 2. ágást fóru
þau til einhvers manns, sem ljezt vera
prestur, og sem gaf þau saman i hjón-
aband; en af þvi að stúlkan sá ekki
neitt giptingar-leyflsbrjef við haft, þá
fór hana að gruna að allt væri ekki með
feldu, og kvað hjónabandið ólögmætt.
McKay byrjaði því á nýjan leik, og
með svikum og meinsæri tókst honum
að fá giptingar-leyfisbrjef hjá Mr. W.
J. Fonseca. Það var stilað til J. W. Mc-
Lea, það var það nafn, sem hann gekk
undir meðan liann var að koma þessu
í kring. Ábyrgðarmaður McKay’s nefnd-
ist Charles Strong, sem sagt er að í
raun og veru sje W. R. Strachan, sem
eins og áður er sagt, hefur verið tek-
inn fastur, og Deegan er sagt að sje
maðurinn sem ljezt vera prestur við
þetta tækifæri.
McKay lagði svo fyrir, að hjóna-
bandinu skyldi verða leynt um nokkurn
tima, og stúlkan hafði ekki liugmynd
um, að hún hefði verið dregin á tálar,
þar til fyrir nokkrum dögum, að hún
komst að, hvað maðnr sá hjet i raun
og veru, sem hún hjelt að væri eigin-
maður sinn; einnig komst hún að því,
að liann retti konu og börn. Hún sagði
foreldrum sínum strax frá þessu, og fað-
ir liennar fór á fund McKav’s og hafði
þeim orðið sundurorða, Mr. Betsworth
liótaði McKay að höfða mál á móti honum.
Ilann bcið þá ekki boðanna, heldur
lagði þegar af stað, og leitaði á náðir
Bandaríkjanna, eins og svo margir i
líkum kringumstæðum hafa gert áður.
ÚR BRJEFI
vr Austur-Skaptfifellssíislu, <I■ áy. Ihku.
Þegar eg skrifaði þjer síðast (í júní)
var liafís hjer fyrir öllu landi og vítlitið
orðið mjög iskyggilegt með bjargræði
manna á milli, vegna þess engin skip
gátu komizt inn; en úr þessu batnaði
rjett á eftir, því isinn fór þá hjer frá öll-
um austfjörðum, svo að skip komust
inn á liafnir, og sluppu menn þvi í
þetta sinn undan því að svelta mjög
mikið. En þó að hafísinn færi hér frá,
hefur veðráttan verið mjög bágborin, að
þvi er grasvöxtinn snertiri allt af stöð-
ugir kuldar og þurkar, aldrei komið
deigur dropi, og optast frost um nætur.
Qrasbrestur er þvi allsstaðar fjarskalegúr,
svo að elztu menn muna vist ekki því-
likan, og úr þvi batnar ekki á þessu
sumri hjeðan af. Útlitið er því allt ann-
að en árennilegt hjer fyrir framtiðina,
því heyskapurinn geturundirengum kring-
umstæðum orðið nema neyðarlega lítill,
og allra verst, ef tíðin breytist til vot-
viðra seinni partinn af sumrinu, sem
menn eru nú einmitt mjög hræddir um
eftir jafn-langvinna þurka og gengið liafa.
Eg er búinn að fá rúma 30 liesta af
heyi, og býst varla við, þó vel viðri, að
geta fengið meira af öllu heyi en rúma
100 hesta! Og er það liarla lítið handa
öllum þeim gripum, sem eg hef (500
jfjár o. s. frv.). Eg býst sjálfsagt við að
skera öll mín lömb og svo eitthvað af
kúnum. En verst þykir mjer að þurfa
mjög mikið að fækka fullorðna fjenu,
en tel líklegast, að það komi þó fyrir,
enda er það_ betra en setja á tóma vog-
un og missa svo allt fyrir ekkert. —
Yöruverð i kaupstöðum hefur verið heldur
gott: útlend vara öll með lang-ódýrasta
móti, og innlend vara svona í meðallagi.
—Mesti liugur er nú í mönnum lijer orð-
inn að fara til Ameríku, einkum lausa-
mönnum, því þeir geta helzt komizt
burt, enda fer nú að verða ekla á vinn-
umönnuin i þessum sveitnm.
FYRIRSPURN.
Ef einhver lesenda Lögb. vissi, hvar
væru hjer i Ameríku, bræðurnir Bjarni
Guðmundur og Yaldimar Gíslasynir, þætti
mjer mjög vænt um, að sá vildi gjöra
svo vel og lofa mjer að vita það. Menn
þessir komu frá íslandi í septb. næstl.
ár, og fóru til Winnipeg.
Utanáskriptin.
Mrs. Sigríður Gisladóttir.
1015 3. Str. E.
Duluth Minn.
Klerkablað eitt í Mjihren segir þcssa
sögu: I Unter-Tanngwiz við Znaim kom
haglveður þ. 1. ágúst, og höglin voru
óvanalega stór. Á öllum höglunum voru
fletir og á hverju liagli var fullkomin
mynd af Maríu mey. Á fjölda þeirra
var mymlin svo greinileg, eins og stung-
ið hefði verið mynd af Maríu mey
inn í það. Á nokkrum höglunum sást
mynd liinnar helgu meyjar með barnið
jafngreinilega eins og á málverkum, á
öðrnm sást að eins andlit Maríu meyjar
og á enn öðrum v.ir brjóstmynd af
guðs-móður án barnsins. Því meir sem
liöglin bráðnuðu, því greinilegri varð
myndin. Á mörgum stöðum tóku menn
eptir þessuin atburði. i
Það er íhugunarvert að annað eins
og þetta skuli standa í blöðum menn-
taðra manna á síðari hluta 19. aldar.
Si gu víi r J. J o Itítn n csso n
298 Ross Str.
hefur til sölu
LÍKKSSIÖR
á allri stærð og livað vandaðar,
sem menn vilja, með lœjsta verði.
Hjá honum fæst og allur útbúnað-
ur, sem að jarðarförum lítur.
NÝ FÖT! NÝ FÖT!
N ý k <> ui n a r h a u s í v ö r :i r.
Ný haustföt, $11,00 virði, fyrir $0,50
Ný liaustföt, $10,00 virði, fyrir $9,50
Ný haustföt, $18,00 virði, fyrir $10,50
Nýir haustfrakkar, $12 virði, fyrir $7,50
Nýir, Ijómandi frakkar (worsted), $10,00
virði, fyrir $11,00
Góðar ullarbnxur fyrir $1,50.
K O M I 1) O G S J Á I l).
4 2 G M a i n S t r.
DUEE BOUS
E
COR. Ross & ISABEL STR.
Kobínson&Co,
Geta nú sýnt
n ý j a r h a u s t v ö r u r
í öllum greinum.
Jeg eigandi Dundee House leyfi
mjer að tilkynna viðskiptavin-
um mínum og öllum yfir höfuð,
að aldrei í manna minnum hafa
vörur verið seldar við jafn-lágu
verði og þær eru nú í jOlUlílCC
ÍíjOllÖC.
Sumarvarningur fyrir liálfvirði.
Haust- og vetrarvarningur af öllum
tesrundum kemur daglega til mín
austan úr stórbæjunum. ‘ _
A!Iskonar kallmannalclœð'naðwr,
slcyrtur ocj hálstau nú nýkomið.
Neckties, Neckties, Neckties,
með gjafverði.
1
= Glysvarningur, ur,
klukkur, fiolin etc. Sje
þetta pantað lijá mjer, þá sendi
jeg það að kostnaðarlausu fyrir
kaupanda til hvers staðar sem
vill í víðri veröld.
Gleymiff enyu af þessu.
Ábreiður, ullartau, kjólatau o. s. frv.
með lægsta verði, sem fáanlegt er
í [>essum bæ.
R o b i n s o n & C o.
402 MAIN tSTli.
CL0THING ST0RE
434 MAIN STREET.
Kaupendum mun gefa á að líta,
pegar peir sjá okkar
FEYKILEGU VÖRUBYRGÐllt
AF FÖTU5V3
Alfatnaður úr ull fyrir $5,00. Buxur
úr alull fyrir 1,50. Miklar byrgðir af
karlmannafötum, svo sem liöttum, búum
og sumarfötum, sem seldar verða þenn-
an mánuð fyrir það, sem við höfum
sjálflr keypt þær fyrir.
fflO. snunfl.
J. BERGVIN JÓNSSON
4.J4 MaTK STTt.
skmdihiri.
E, S, Eich&rdm,
Ef þjer viljið fá föt, sem fara vel,
sniðin eptir máli, þá býr
Erl. Gislason,
133 EOSS ST.
þau til handa yður úr vandaðasta efni
fyrir minna verð en aðrir skraddarar í
bænum. tíW M[anchet- og ir,illiskyrtur fáið
þjer og lijá honum úr betra efni og
ekkert dýrari en í búðunum. Hann býr
líka til yflrhafnir (Ulsters) handa kvenn
fólkinu; pressar og gerir við gömul föt
svo þau líta út eins og ný, setur loð-
skinn á kraga og ermar, og sníður upp
föt, ef þau fara illa.
Munið númerið 133 Ross. Str.
(Rjett fyrir neðan iiornið á Isabel og
Ross Str).
■ BÓKAVKRZLUN, STOFNSETT 1878
Verzlar eiunig mcð alltkonar ritföng
Preutar með gufuaflí og bindur Ijœkur,
Á horuinu nmlspainis uýja pósthúsínu.
Main St- Winnjpeg.
SEYMOTJ'R HOfSB
37 WEST MARKET Str., WINN IPEG.
Beint á móti ketmarkaöuuin.
Ekkert gestgjafahús jafngott í bænum
fyrir $1.50 á dag.
Beztu vínföng og vindlar og ágæt „billi-
ard“-borð. Gas og hverskyns Þægindi í
húsinu. Sjerstakt verð'fyrir fasta skiptavini.
JOHNÍ IIAIKD líigandi-
218
hafði ritað ]>ær leiðheiningar fyrir eitthvað t íu
mannsöldrum síðan, sein höfðu komið okkur á
]>enuan stað. f>arna hjelt jeg með mínum eigin
höndum á penna-skriflinu, sem hann hafði ritað
]>ær með, og ]>arna hjekk við hálsinn á honum
krossmarkið, sem varir hans höfðu kysst, ]>egar
hann var í andarslitrunum. Dar sein jeg starði
á hann, gat ímyndunarafl mitt gert sjer grein
fyrir, hvernig öllu hefði verið háttað; pað var
eins og jeg sæi ferðamanninn, þegar hann var
að deyja af kulda og hungri, og saint sem áður
vð berjast við að láta veröldina vita um ]>etta
Jeyndarmál, sem liann hafði komizt að -- og jeg
fann til [>ess, hve óttalega einmana hann hafði
verið á dauðastundinni, enda har [>etta, sem sat
[>ar fyrir framan okkur, vitni urn, [>að. Mjer
virtist sem jeg gæti sjeð líkingu með skarjileita
andlitinu á honum og andliti Silvestres heitins,
kunningja míns og afkomanda Iians, sem dáið
hafði fyrir 20 árum í örmum mfnum; en vera
má að [>að liafi verið ímyndun ein. Að minnsta
kosti sat hann þarna, sem sorglegt dæini ujiji á
afdrif [>au, sem [>eir menn opt {á, sem vj]ja
kanna [>að, sem ó[>ekkt er; og [>ar situr hann
að öllum líkindum, krýndur hinni hræðilegu há-
tign dauðans, um ókomnar aldir, til [>ess að
verða augum ferðamanna, eins og okkur, að
undrunarefni, ef nokkurn tíma skvldi vilja svo
til að hingað kæmi nokkur maður til [>ess að
219
rjúfa einveru hans. Þetta bar okkur ofurliði,
enda var [>að engin furða, [>ar sem við voruin
þegar nær dauða en lífi af kulda og hungri.
„Við skulum fara“, sagði Sir Henry mbð
lagri rödd; „bíðið [>ið við, við skulum fá honuui
f.)elaf,ra“> ‘’f? liann !ypti upj> líkinu af Ventvogel,
Hottentottanum, og setti [>að rjett hjá gamla
doninum. Svo laut hann niður, og braut sund-
ur fínu 'snúruna, sem hundin var utan um háls-
inn og hjelt krossmarkinu, [>ví honum var of
kalt á fingrunum til [>ess liann reyndi til að
leysa hnútinn á henni. Jeg held liann haíi kross-
markið enn. Jeg tók pennann, og hann liggur
fyrir framan mig meðan jeg er að skrifa — stund-
um skrifa jeg nafnið mitt með honum.
Svo yfirgáfum við [>á tvo, prúðmennið hvíta
frá liðnum öldum, og veslings Hottentottann, [>ar
sem |>eir áttu að vera á ‘sínum eilífa verði innan
um snjóana eilífa, og við skriðum út úr hellin-
um og út í hlessað sólskinið, og hjeldum enn
áfram leiðar okkar, og lijgðurn niður fyrir okkur
innan brjósts hve rnargir klukkutímar mundu líða
þangað til við yrðum jafnir þessum mönnum.
Þegar við höfðuin gengið lijer um bil hálfa
mílu, komum við að flatarbrúninni, [>ví að geir-
varta fjallsins reis ekki alveg \ij>j> úr miðjunni,
þó að svo sýndist eyðimerkur-megin við fjallið.
Yið gátum ekki sjeð það, sem fyrir neðan okk-
ur var, því að landið var lijúpað bylgjum inorg-
222
kvölunum. Við æj>tum siguroji - við vOflltll úr
háskanum, við áttum ekki að deyja úr hungri.
Þó við linir værum, þá þutum við ofan snjó-
hallandann, sein var á milli okkar og dýrsins,,
og tíu mínútum eptir að við höfðum hleyjit af„
lá hjarta og lifur dýrsins rjúkandi fyrir framan
okkur. En nú komu ný vandræði; við höfðum
ekkert eldsneyti, óg gátuin því ekki kveikt neinn
eld og soðið matinn. Við störðum hvor á annars
í ráðaleysi.
„Menn, sem oru að deyja úr hungri, mega
ekki vera matvpndir“, sagði Good; „við verðuin
•ð eta ketið hrátt“.
Yið áttum einskis annars úrkosta, og vegna
þess, hve hungrið nagaði okkur varð Jh>ssí llj>p-
ástunga okkur ekki eins ógeðfeld >eins og ann-
ars mundi hafa orðið. Svo tókum við hjartað og
lifrina, grófum hvorttveggja niður í snjóskafl, og
Ijetum |>að vera þar í nokkrar uiínútur svo [>að
skyldi kólna. Svo þvoðum við það í ísköhlu
lækjarvatninu, og loksins átum við [>að með
áfergju. Dað er “hræðilegt að heyra það, en í
hreinskilni að segja hef jeg aldrei smakkað neitt
eins gott eins og þetta hráa kat. Á fjórða jjarti
Stundar vorum við orðnir allt aðrir meim. Lífið
og fjörið kotn aj>tur í okkur, slagæðarnar, sem
áður höfðu verið svo linar, fóru aptur að slá
hart, og hlóðið streymdi hart um æðarnar. En
við höfðum í huga afleiðingarnar af að jeta yfir