Lögberg - 21.11.1888, Síða 4

Lögberg - 21.11.1888, Síða 4
Vjer áminnum hjer meS kaup- endur Lögbergs vinsamlega en al- varlega um, að tilkynna þaS Á SKRIFSTOFU BLAÐSINS, ef TJR BÆNUM OG GRENNDINNI- Niðurstaöa sú, sem fylkisþingið komst nð viðvikjandi járnbrautarmálinu, varð ekki sjerlega söguleg, i>ó að mikið rœfi um það rœtt. Frá báðum biiðum þingsalsins kom mönnum saman um það, að Kyrrahafsbrautarfjelagið hefði haft rangsleitnislega ofbeldi í frammi, þar sem ]að tálmaði því að Portage-brautin yrði lögð yhr braut Jess. En ckki virt- ist þingmönnum Jað eiga við, að fylkið færi að hefna sín á fjelaginu og svipta það hlunnindum þcim, sem það hefur hingað til notið hjá fyikinu. Að hinu leytinu samþykkti þingið að halda fram til streitu rjettindum fylkisins viðvíkj- ondí járnbrauta-lagningu hvervetna inn- nn landamæra þess, og að ráðstafanir skuli fre.mvegis verða gerðar til þess að fylkið þurfl ekki að biða fjártjón við það, ef lík mótspyrna og að undanförnu skyldi verða höfð í frammi gegn járn- brauta-lagningum. Fylkisþinginu var slitið á laujgardag- inn var. í næsta skipti kemur það sam- an í janúarmánuði. Ekki varð mikið úr söilnunum blað- onna Frce Prem vg Call gegn fylkis- stjórninni, þegar á átti að lierða. Eins og vjer gátum um í siðasta blaði voru, var Kiliam dómari settur af fylkisstjór- anum til þess að rannsaka sakargiptirn- ar. Þegar til kom, neituðu ritstjórarn- ir að færa sönnur á mál sitt fyrir rann- sóknar-dómaranuin—fuuda sjer það eink- um til að dómarinn hefði ekki vald til að hefja nógu yfirgripsmikla rannsókn, þar sem ronnsóknar-vald hans var bund- ið við sakaráburð þann um mútur, er blööin höfðu komið fram með. Úrslitin verða svo þau, að áburður blaðanna á hendur stjórninni stendur ósannaður, þrátt íyrir það að blöðunum liefur gef- izt færi á að sanna hann—og svo verð- ur engin rannsókn framar. Fyiirlesturinn „fcland að bldsa vpp“, er sjera Jón Bjarnason flutti á kirkju- þinginu á Mountain í sumar og síðar hjer í bænum, er nú prentaður í Reykja- vík og kominn í bókaverzlunina á ís- landi. Fyrirlestursins var von hingað með manni, sem nú er nýkominn heim- an af íslandi, herra Kristjáni Fjeldsted. En svo óheppilega hefur til tekizt, fyr- ir handvömm einhverra þjóna Allan-lín- unnar, að fyrirlesturinn heíur orðið ept- ir i Skotlandi, ásamt fleiri bókum, sem maðurinn hafði meðferðis. Ekki verður því gizkað á með neinni vissu, livenær hann kemur hingað og verður hjer til sölu, þó að þess vonandi verSi ekki mjög langt að biða. Sjera Jón Bjarnason, Árni Friðriksson og Sigurður J. Jóhannesson lögðuafstað hjeöan suður í Pembina Co. á mánudag- inn var. Árna Friðrikssonar er von heim aptur síðast í þessari viku. Hinir koma ekki aptur fyrr en eptir næstu helgi. Hörmulegt slys viidi til á mónudogs- kveldið var um kl. 8 á horninu á Main og Lombard strætum. Tíu ára gamall drengur, Ólafur, sonur Eyjólfs Stefáns- sonar hjer í bænum, varð undir kola- vagni, höfuðið kramdist nlgcrlega sund- ur, og drengurinn dó þegar. Hestarnir fyrir vagninum liöfðu fælzt á götunni, og vagninn var mannlaus. íslendingur einn í Selkirk, Jón Dalsteð, slasaðist á mánudaginn var, og er bú- izt við nð liann muni bíða bana af. Hann var, ásamt öðrum, aö reka niður staura fyrir framan hús eitt, eu maskín- an, sem notuð var við verkið, datt um og ofan á hann. Webb sá í Brandon, sem getið var um í 34 nr. blaðs vors, að myrt heíði konuna sina, var dæmdur til dauða þ. 15. þ. m. Ilann á að hengjast 28. des- ember næstkomandi. Eptir þvi, sem siðsta blað Ileimskringlu segir, hefur Frímannn B. Anderson „selt þeim fjelögum, E. Jóhannssyni, J. V. Dalmann og Þ. Pjeturssyni biaðið Ileims- kringlu með öllu tilheyrandi“. Herra Eggert Jóhannsson mun því verða rit- stjórinn eptirleiðis. Vjer óskum blaðinu og iesendum þess til hamingju með þau skipti. Alit nýtilegt, sem staðið hefur í Ileimskringlu frá ritstjórnarinnar hálfu síðan F. B. Anderson tók við stjórn hennar í annað sinn, hefur ftuðvitað verið verk núveranda ritstjórans. Landar láta illa yfir sjer í New Jersey. Einn landi vor, sem nð lieiman kom Jangað í fyrra sumar, skrifar oss, að flestir landar umhverfis Sayreville hafl verið veikir í sumar meira og minna, „en nú er fnrið að kólna í veörinu, og það á betur við okkur‘\ Landar virðast vera þar mjög illa staddir í efnalegu tilliti, og þá langar hingað vestur. „Að mínu áliti“, segir brjefritari v*r. „hefði aldrei neinn íslendingur átt að setjast hjer að“. Sjera Jón Bjarnason skírði 22 böm vestur 1 Þingvallanýlendunni um dag- inn, gaf 8 hjón samnn og vígði graf- reit fyrir nýlenduna. Síðastiiöiö vor byggðu iandar þar rúmgott og sterkt skólahús. Engin kennsla fer þar fram í vetur, en byrjar með vorinu. Járnbraut liggur nú fram með allri nýlendunni, um lönd þeirra, sem syðst búa. Næstu járnbrautarstöðvar eru að Churchbridge, 10 milur vestur af Langenburg. 44 íveru- hús hafa iandar reist 1 nýlendunni; auk þess liafa 22 menn numið land, sem enn hafa ekki reist hús; alls eru þeir um 70, sem hafa þegar numið land, eða eru rjett aS því komnir. Um 70 manns bættust við í nýlenduna síðastliðið sum- ar. í nýlendunni eru nú alls nálega 300 sálir. Nýlendan nær yflr tp. 22 og 23, r. 31 og 32; þó búa fáeinir menn norðar. Að vestan og norö-vestan er nýlendunni lokað: þar er allt land num- ið af annara þjóða mönnum. Frá Brandon hafa oss verið sendir $11 til samskotanna handa Jóni Ólafs- syni. Peningum þeim fylgdi eptirfarandi brjef, ásamt ósk um að það yrði prent- að í Lögbergi: Hjer með sendum vjer, allir þeir íslendingar, sem nú eru í Brandon, $11 til liinnar heiðruðu nefndar í Winni- peg, sem veitir samskotunum til Jóns alþm. Ólafssonar móttöku, og eru þeir þakkiætisvottur vor fyrir rit hans gegn bæklingi þeim, er Ben. Grön- dal samdi um oss og landa vora heima á Fróni, og fjekk með tilstyrk blaðsins lsafoldar sent út meöal hinnar íslenzku Jjóðar; en þar eð æöi margir af þeim löndum, sem teljast til bæjar þessa, eru eigi heima um þessar mundir, eru sam- skotin minni en eila mundi hafa orðið í þetta skipti; en vjer erum þess full- vissir að þeir, sem eigi ná til að senda í þetta sinn, muni gera þaö síðar, þvi það er alraenn skoðun manna hjer, að Jón Ólafsson verðskuldi innilegt þakklæti allra íslenzkra manna í oröi og verki, hvar svo sem þeir eiga heima, fyrir dreng- lyndi sitt, þareð ekki er einn einasti íslendingur, er undan sje þeginn æru- leysis-áburði Benedikts; þess vegna þykj- umst vjer og fullvissir um að landar vorir heima á Fróni, láti eigi lengur hjá líða að auðsýna herra Jóni Ólafs- syni þakklæti sitt á drengilegan hátt, bæði fyrir þetta siðasta svar, er hann tók fyrir hina islenzku þjóð, og vegna þess að hann hefur að svo mörgu öðru leyti lagt sinn eigin hng í sölurnar hennar vegnn. í nafni íslendinga i Brandon. G. E. Gunnlatigsson. Árna Friðrikssyni hafa nýlega verið sendir $17,25 frá löndum í Duluth til samskotanna handa Jóni Ólafssyni. Leif- ur Hrútfjörð mun hafa safnað því fje; að minnsta kosli sendi hann peningana hingað. W:. þeir skipta um bústað, hvort held- ur er hjer í bænum eða annars staðar, Og jafnframt taka fram, hvar þeir hafa áður erið. þeir, sem ekki gera aðvart á ]>cnnan hátt, þegar þeir flytja sig, geta okki ætlazt til að fa blaðið heim til sín. GEO. F. MUNROE. Málafœrslumaðv/r o. s. frv. NY FÖT! NÝ FÖT! Freeman Block Maiai 33-fc- W vel þekktur mcðal Islendinga, jafnan reiðu- búinn til að taka að sjer mál þeirra, gera fyrir þá samninga o. s. frv. Bæjarstjora-kosning fyrir 1889. Til kjóscndanna í Winnipeg-bæ. Herrar mínir. Eptir tilmælum fjöldamargra kjósenda lief jeg látið til leiðast a5 bjóða rnig fram sem brcjarstjóra-efni fvrir árið 1889. Verði jeg kosinn, mun jeg leggja ailt kapp á að vinna að hag Jessa bæjar með jafnmikilli trúmennsku, eins og að undanförnu. Jeg mælist virðingarfyllst tii þess að alíir borgarar, sem hlynntir eru kosningu minni, greiði atkvæði með mjer og láti sjer annt um þessa kosn- ingu. Vinsamlegast, THOMAS RYAN. -Sigur'bi* J. Joltanncsóon 298 Ross Str. liefur tíl sölu LÍKKISTUR á allri stærð og hvað vandaðar, sem inenn vilja, með lægsta verði. Hjá honum fæst og allur útbúnað- ur, sem að jarðarförum lítur. N ý k o !ii n a r Iianstvðrn r. Ný haustföt, $11,00 virði, fyrir $6,50 Ný haustföt, $16,00 virði, fyrir $9,50 Ný haustföt, $18,00 virði, fyrir $10,50 Nýir haustfrakkar, $12 virði, fyrir $7,50 Nýir, ljómandi frakkar (worsted), $16,00 virði, fyrir $11,00 Góðar ullarbnxur fyrir $1,50. KOMIB OG8JÁIÐ. 42 6 Main Str. KJÖTVERZLUN. .Teg hef ætíð á reiðum höndum miklar bvrgðir af allskonar nj'rri kjötvöru, svo sem nautakjöt, sauða- kjöt, svínsílesk, pylsur o. s- frv. Allt með vægu verði.— Komið inn og skoðið og ^pyrjið um verð áður en ]>jer kaupið ann- ars staðar. John Landy 226 EOSS ST. 37 WEST MARKET Str., WINNIPEG. Beint á móti ketmarkaðnum. Ekkert gestgjafahiís jafngott í bænum fyrir $1.50 á dag. Reztu vínföng og vindlar og ágæt „billi- ard“-borð. Gas og hverslcyns Þægindi í húsinu. Sjerstakt verð fyrir fasta skiptavink JOIIN BAIRD Eigandi. S. POLSON CHEAPSIDE að eins eina viku 50 STYKKI AF KJÓLAEFNI FYRIR HÁLFVIRÐI. Komið sem fyrts, og fáið þau beztu kaup, sem nokkurn tíma hafa verið boðin á kjólaefnum í þessum bæ. Okkur er annt um nð sem flestir nf okkar stöðugu skiptavinum geti fengið þessi kjólaefni, og seljum því hverjum einstökum ekki efni í f fleiri en einn kjól. Komið þegar og spyrjið ejitir kjóla- efnunum fyrir hálfvirði. Banfield & McKiechan. LANDSÖLUMAOUR. Bæjarlóðir og bújarðir keyptar og seldar. f\\ a turt ;t g it r í) ;t r nálægt bænum, seldir með rrrjog góðum skilmálum. Skrifstófa í Harris Block Nain Str. Beint á móti City Hall. JAKDARFARIR. Hornið úMain & Market str. Líkkistur og allt, sem til jarð- arfara J>arf, ÓDÝRAST I BCENUM. Jeg geri mjer mesta far um, að weti alu farið sem bezt fram við jarðarfarir. Telephone Nr. 413. Opið dag og nótt. M. HUHGES. sea sngt, að þessir helgú dómar hefðu þegar verið fengnir konunginum í hendur, og að hann vildi finna okkur fyrir hádegið. Við báðum stúlkurnar að fara út. og ]>eim þótti það nokkuð undarlegt, og kunnu þvf held- lit ekkert tel. bvo fórum við að búa okkur svo vel, sem ástæður okkar leyfðu. Good lagði enda út í að raka sig ajitur hægra megin á andlitinu; en við sýndum honuin fram á að hann mætti tneð engu móti snerta vinstri kinnina; þar var ftá koinið allra-faliegasta skegg. Af okkur hin* ntn er það að segja, að við ljetum okkur nægja ftð þvo okkur vel og greiða hár okkar. Gulu lokkarnir á Sir Henry náðu nú næst um þvf niður á herðar, og nú var hann fíkari dönskum fornköppum en nokkru sinni áður; gráa stríið 4 mjer var fullur þumlungur á lengd, f stað þess að jeg skoða að jafnaði liálfan þumlung það lengsta, som jeg geti haft það. Jíj>tir að við höfðum etið morgunverð okkar, T)g reykt eina ]>ípu hver, fengum við þau boð með enguin Jítilfjörlegri manni en Infadoos sjálf- um, að Twala, konungurinn, væri reiðubúinn til að taka á inóti okkur, ef við vildutn gera svo Víl að koina. V ið gátum þess í svari okkar, að okkur þætti betra að bíða þangað til sólin væri komin dá- lítið hærra á lopt, að við værum þreyttir eptir ferðina, o. s. frv., o. s. frv. D er ávallt vel »67 til fallið, að flýta sjer ekki of ínikið, þegar við villimenn er a.ð eiga. Þeir eru visir til að álíta það ótta eða undirferli, þegar þeiin er sýnd kurt- eysi. Og því var það, að þó að okkur væri al- veg eins annt um að finna Twala, eins og Twala gat verið að finna okkur, þá settumst við niður og biðum einn klukkutíma; tímann, sem vii bið- um, notuðum rið til að taka til þær gjafir, sem við gátum gefið; en þær roru ekki rniklar, eins og að líkindum ræður, þar sem vörubyrgðirnar voru jafn-rírar. Gjafirnar voru Winchester-bissan, sem Ventvogel heitínn hafði haft, og nokkrar perlur. Bissuna og skotfæri ætluðum við að gefa hans konunglegu hátign, en perlurnar voru handa korium lians- og hirðmönnum. Við höfðum þegar gefið Infadoos og Scragga fáeinar þeirra, og við höfðum komizt að því, að þeir voru alveg hug- fangnir af þeim, því að þeir höfðu aldrei sjeð neitt likt þeim fyrr. Loksins lýstuin við því yfir að við værum albúnir, og við lögðum á stað; Infadoos vísaði okkur veg, og Umbojia bar bissuna og perlurnar. Eptir að við höfðum gengið fáein hundruð faðma, komuin við að umgirtu svæði, nokkuð líku þvf, sem lá utan um kofana, sem okkur höfðu blotnazt; það var að eins 50 sinnuin stærra. Dað hefur ekki getað verið minna en 6 eða 7 ekrur. Allt í kringum girðinguna, sem lá utan um þetta svæði, var röð af kofum; þar bjuggu konur 270 þessari lireyfingu svarað með því að 8000 Spjót lyptust upj>, og út úr 8000 kokuin hljómaði kon- unglega kveðjan „Koom“. Drisvar var þetta end- urtekið, og í hvert skipti skalf jörðin af hávað- anum, sem ekki verður jafnað saman við neitt, nema við dýjistu nótur þruinunnar. „Yer þú auðmjúkur, lýður“, vældi mjó rödd, sem virtist koina frá ajianuin í skugganum, „það er konungurinn“. „Dað er konungurinn“, grenjuðu 8000 kok sem svar. „Ver J>ú auðmjúkur, lýður, það er kon- ungurinn“. Svo varð aptur þögn — dauða-þögn. þegar í stað var liún þó rofin. Hermaður einn vinstra megin við okkur missti skjöld sinn, o g hann. fjell á kalksteinsgólfið og glnmraði við. Twala sneri sínu eina, kalda auga í þá átt- ina, sem skröltið iiafði orðið. „Kom þú liingað“ sagði hann með þrumu-raust. Fríður ungur rnaður gekk út úr fylkingun- um og staðnæmdist frammi fyrir honum. „Dað -var þinn skjöldur, sem fjell, klaufa- hundurinn J>inn. Vilt J>ú valda mjer svívirðingar í auguvn ókunnra manna frá stjörnunum? Hvað hefur J>ú J>jer til afsökunar?“ Og J>& sáum við vesalings manninn fölna, þótt yfirlitur hans væri dökkur. „Það var af hendingu, ó kált'ur svörtu kýr- innar“, sagði hann í hálfum hljóðum.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.