Lögberg - 02.01.1889, Blaðsíða 3

Lögberg - 02.01.1889, Blaðsíða 3
er bágt að fá áreiðanlegar og nákvæm- ar skýrslur um ástandið heima, en þó má );að, án þess að leita til landshöfð- ingjans. Sá více-konungur er svo há- launaður af þjóðarfje, að hann veit ekki af, þótt helmingur þjóðarinnar sje kominn að og í hungursdauða. Þá eru embættismenn og gæðingar höfuðstaðar- ins ekki líklegri til saunindn í þessu efni. Því að bollinn „Mntsæll“ stendur fleytifullur á borðum þeirra, frá morgni til kvelds, ár eptir ár, og þar fá amt- menn og sýslumenn líka úr þeim bolla- brotum. En þá ættu lilessaöir prestain- ir að bæta úr skák. En það er ekki; þeir fá svo marga bitlinga (eins og Hall- gerður), enda frá þeim, sem gjaldfríir eru í annara en leirra augum, að þeir geta sagt: „et og dreklt sála mín“, og hugsa kannske ekki meira um hag þjóð- arinnar en gamli sjera Jón, þegar hann átti tal við Hreggvið skáld, og gæta ekki að því, að falli almúginn fyrir liarðæri og kúgun tollheimtumannanna, þá mundi sannast staka Hreggviðar: „Ef að dauður almúginn allur lægi á Fróni, máske kynni mörvömbin minnka í honum Jóni“. En hvar á að fá sannleikann, legar hann finnst varla nokkurs staðar hjá þessum hálaunuðu vinnumönnum þjóðar- innar? Sjálfsagt hjá hreppsnefndunum; þær eru það, sem geta gefið áreiðanleg- ar og nákvæmar lýsingar um ástandið, hver í sínum hrepp, og vjer höfum enga orsök til að rengja það. Hvað ætti að geta komið þeim til að segja ósatt mannvinum þeim, sem knúðir eru af kærleika til œttjarðar sinnar, og eru að gera tilraunir til að bæta kjör hinna mörgu og ósjálfstæðu landa sinna heima, með því að reyna að fá fje sam- an, með miklum kostnnði og fyrirhöfn, til að geta hjálpað þeim af landi, og ljetta með því álögum af þeim, sem betur mega og enn eru sjálfbjarga, en fría hina frá hungursdauða, með þvi að koma þeim þangað, sem öll líkindi eru til að þeir geti bjargazt ? Reynzlan er líka búin að sýna og sanna það, að þó að bláfátækir fjölskyldumenn hafi komið hingað vestur, hafa þeir að fáum árum liðnum verið vel sjálfbjarga, og getað mannlega hjálpað nllslausum innflytjend- um, sem þá hafa komið að heiman, og fjöldamargir sent fje heim til fareyris vestur, bæði frændum og vinum. Yjer þekkjum hjer bæði karla og konur, sem vnrla gátu unnið heima fyrir fæði sínu þessi siðustu harðæris-ár, en þegar þeir voru komnir hingað, þá, eptir eins árs veru, hafa þeir sent heim vini eða náunga (borið við fleirum en einum) fararefni. Líka hafa bláfátækar konur ráðizt í að fara vestur með 1 og 2 börn á unga aldri, og getað hjer unnið fyr- ir þeim, og sumar hafa sent heim far- gjald til manna sinna. En auðvitað er, að íslendingar hjer hafa svo mikið hjálp- að, því þó að löndum vorum hafi opt verið brugðið um ósamheldni og ófje- iagsskap heima, hefur það ekki sannazt hjer („íslandsdætra-fjelagiö“ sannarþað), heldur hið gagnstæða, nefnilega mannúð, gestrisni og höfðingleg hjálp til landa sinna, hvort sem þeir hafa verið skyld- ir eða vandalausir; hafi þeir að eins þurft hjálpar, þá liafa þeir fengið hana, án tillits til fornrar vináttu eða skyld- leika. Þetta má sanna með óteljandi dæmum. Og þó að landar vorir heima sjeu að náttÚTufari góðir drengir og hjálpsamir, þá baggar þeim mörgum efnaskortur til að geta þjónað lund sinni, enda er kúgun landsstjórnarinnar og ó- mótstæðileg öfl hinnar óblíðu veðuráttu búin svo nð lama liinar viðkvæmu mann- eskju-tilfinningnr þjóðarinnar, að hún getur ekki notið sín; cnda eru til heima óvinir frelsis og framfara, sem ganga í kring sem grenjandi ljón, með ræðum og ritum, og sá eitruðum birnum og þistlum meðal hveitisins — vilja kæfa allt niður, sem er fagurt og eptirbreytnis- vert, og geta ekki liðið að neinn góð- ur maður njóti sannmælis, og fer þeim líkt og Satan, „hann gat engan á himni vitað heiðri tignaðan, nema sig“. En hversu mikið sem mannóvinir þessir leit- ast við að sverta hina veglyndu landa sína fyrir vestan hafið, þá tskst þeim það ekki. Þeir mannvinir hjer, bæði karlar og konur, sem hafa gengið á undan, og ganga enn fram, til að hjálpa löndum sínum með ráði og dáð, bæði heima og hjer vestur frá, verða eins og gullið, sem i eldi er reynt, æ þvi fagr- ari í augum allra rjettsjáandi manna (Meira). FRJETTIR FRÁ ÍSLANDI. (Eptir Isafold). Rcykjavík 14. nóv. 1888. Hvalur grandar bát. í fyrra dag vildi það til úti á Leirnum i Hafnar- firði, skammt fyrir utan skipaleguna, að hvalur grandaði bát. Treir menn voru á bátnum, og sagði formaðurinn svo frá siðan, að hann sá allt i einu eins og einhvern svartan skúta yfir sjer, og í sama vetfangi var hann kominn í sjóinu og heyrðí ógurlegt busl. Háset- inn, sem fram í sat, fór líka í sjóinn, þvi báturinn fór fyrst í kaf og kom svo upp aptur. Allt þetta var í einu vet- fangi. Farviður allur fór út um allan sjó. Mennirnir náðu siðan i bátinn, sem maraði í kafi; þaðan var þeim bjarg- að eptir svo sem 10 mínútur frá því að hvalurinn kom; var svo farið í land með þá. En allt kveldið sáu menn, sem voru á sjó þar nálægt, hval vera að koma upp i kringum bátinn (sem lá kyr við stjórann, en sást bara á stafnana). í gær var báturinn sóttur. Var hann þá mikið til klofinn frá stefninu að apt- an, 1 umfar klofið að aptan fram fyrir miðju, keipstokkur brotinn öðrumegin, og mest af farviðnum missti eigandinn. Fjöldi báta var á Leirnum, og mikil stórfiska-gengd, en engum varð það að baga nema þessum eina. Ríkisstj órnarafmælikonungs. Fánar og veifur blöktu á hverri stöng í bænum frá morgni dags hins. 15. þ. mán. til að fagna afmælinu, og í kring um Austurvöll voru reistar stengur með fánum. Hátíðarleyfi var í skólum öllum og búðir lokaðar eptir hádegi. Um kveldið kl. 6 byrjaði uppljómun bæjarins (miðkaflans), eins og ráð var fyrir gert. Á miðjum Austurvelli var nokkurskonar skálagrind, með uppmjó- um mæni, utan j'fir mynd Alberts Thor- valdsens, og tjölduð öll ljóskerum ýmis- lega litum. Svo voru og ljósker á stöng- um kring um völlinn og blys á milli. Upp yflr alþingishúsdyrunum sást kóróna af ljósrákum gjör og með fangamarlci konungs neðan undir og ártölin 1863— 1888. Svipað „transparent11 var og á 3— 4 húsum öðrum (hjá yfirkennara H. Kr. Friðrikssyni, konsúl Kruger, konsúl G. Finnbogason, kaupm. J. O. V. Jónssyni), mest og fegurst á lairdshöfðingjahúsinu. öll liús umhverfis Austurvöll voru upp- ljómuð hátt og lágt, með kertum í gluggum og ljóskerum, þar á með- al dómkirkjan og alþingishúsið. Með líltum hætti var og uppljómað hjer um bil hvert hús í þremur höfuðgötum bæj- arins: Austurstræti, Aðalstræti og Ilafn- arstræti, svo og austurkaflinn af Vcstur- götu, auk nokkurra húsa hingað og þang- að annars staðar. Veður var blítt og fagurt, og var mik- ill mannfjöldi á ferli um miðbik bæj- arins, líklega hinn mesti, sem hjer hef- ur sjezt. Á veggsvölum alþingishússins var sung- ið á lúðra, af söngflokk Helga Helga- sonar, og þaðan maelti bæjarfógetinn nokkur orð kl. 8 um tilefni hátíðar þess- arar og óskaði Hans Hátign konungi vorum Kristjáni níunda langra lífdaga. Tók mannþyrpingin fyrir neðan undir það með níföldu húrra. Kl. 10. var ljósaprýðin úti víðast hvar. Þótti almenningi það hafa verið einhver hin bezta skemmtun, sem hjer hefur nokkurn tíma verið til stofnað. Umbúnaðurinn á Austurvelli með ljós- rm m. m. var kostaður af bæjarsjóði, svo og kórónumyndin á alþinnishúsinu, en alla lýsingu í húsunum kostuðu íbú- endur þeirra eða eigendur sjáfir, nema hvað bærinn lagði til kerti í 2—3 hús hin minnstu. Nam allur kostnaðurinn, er á bæjarsjóð kemur, nálægt \/t hundr. kr. Þnð verður 10 aura gjald á livern þann bæjarbúa, sem hefur 14—15 kr. útsvar, eða eptir þeirri tiltölu. Veizluhöld voru lítíl sem engin: skóla- piltar höfðn dansvcizlu á hótel ísland, og kaupmenn 1 eða 2 heimboð. Aflabrögð mega heita framúrskar- andi enn ágæt lijer um slóðir. Gæftir eru raunar stopular með köflum, en uppgripin mikil þess á milli. 29 króna lilut fekk maður hjer á höfninni fyrir 2 dögum af fiski, sem gekk í búð. Fyr- ir fám dögutn fjeltk og maður í Hafn-! arflrði, Gísli í Ósegranesi, 140 í hlut á j einum degi af þorski, í tveimur róðrum: I 110 í fyrri róðrinum—hafði nokkuð á! seil—og 30 í liinum síðari; ekkí róið nema fram í fjarðarmynnið. Tíðarfar m. m. öndvegistíð er hjer enn dæmafá; grængrónir blettir víða nú í miðjum nóvember. Sandfok mikið gerði í Meðallandi 26. f. m. eða þá dagana enn á ný; „eyddi | slægjur og beitalönd, en setti bæi í kaf, svo sera Slýju og Eystri-Lynga. Sandurinn er (þar) jafnhár húsaliustum;1 vnrður því að skríða inn um dyr, en ^ liafa ljós í húsum nm lijarta daga, því: gluggum verður ekki haldið uppi. Það er sá munur á sandi og snjó, að sand- urinn hrynur aptur og aptur ofan í það, sem búið er að moka og fyllir allt jafnóðum, en snjórinn stendur sem stöp- ull þegar veðrinu slotar". Skip fuku og brotuuðu í spón á nokkrum stöðum: 1 Vík í Mýrdal, í Reyuisliverfi, og í Austur-Meðallandi. Austur-sknptafellssýsla 28. okt. „Hey- skapur verður með minnsta móti hjer í austursýslunni. en fremur vel fenginn. Fjártaka varð með mesta móti á Papós í haust, liðug 2000 fjár, að heita allt tekið á fæti. Þetta fje var úr öræfum^ Suðursveit, Mýrum, Nesjum og Lóni; þar að auki var talsvert rekið af fje austur á Djúpavog, úr öllum þessum sveitum nema öræfum. Líka kom ensk- ur fjárkaupmaður suður í Nes og keypti sauði í Nesjum og Lóni. Tvisvar í þess- um mánuði (11. 16.) liafa komið mikil skaðaveður. Rauf þá víða hús, og sum- staðar fauk hey úr görðum. Á Seyðis- firði er sagt að hafi fokið 2 hús norsk; annað þeirra 60 ál. á lengd og 20 ál. á breidd. Líka er sagt að þar hafi fokið um 20 bátar. Maður þar hafði riðið út í fjörðinn og drukknaði. Hann hafði verið ölvaður. Baðstofa hafði nýlega brunnið í Skriö- dal á Geirúlfsstöðum. Miklu var bjarg- að af því sem 1 henni var“. Lífið í Reykjavík. Fyrirlestur um það hjelt cand. phil. Gestur Pálsson í Good Templaraliúsinu hjer í bænum 10. þ. m., fyrir húsfylli, hátt á 3. hundr- að manns. Með því að ekki komust nærri því allir að, sem vildu, varð að ítreka hann í gærkveldi, og komu þá um t20 manns. Fyrirlestur þessi var nokk- urkonar „Reykjavikur-bragur“ í óbundn- um stýl, fjörugt framsettur og skáldlega —litið þó meira á löst en kost Reykja- vikurlífsins. Einna skemmtilegastur var kaflinn um aðalskemmtunina „fyrir fólk- iJ“, í Reykjavík: hjónavigslurnar í dóm- kirkjunni—fiknina í að horfa á þær og troðninginn í kirkjunni til þess m. m. lieykjaaík 21. nóv. 1888. Aflabrögð. Á Breiðafirði hefur ver- ið ágætis-afli í liaust, eins og hjer syðra, af þorski mest, og uppi i landssteinum við Flatey t. a. m., sem varla eru dæmi til i manna minnum. Hjer haldast aflabrögðin enn. Meiri hlutinn af aflanum er lagður inn í búð' ir blautur, með því að kaupmenn borga kann mjög hátt: 90 a. lísipundið gegn vörum, en 75—83 gegn peningum. Það mun samsvara kringum 50 kr. verði á skippundinu verkuðu. Kaupmenn hafa von um að geta komið haustfiski þess- um á markað snemma að vorinu, en þá selzt hann optast mikið vel, mel því að þá er hörgull á honum. Hvanneyrarskólinn. Landshöfð- ingi hefur staðfest ráðstafanir og álykt- anir amtsráðsins i suðuramtinu á síðasta fuodi þess (10. f. m.) viðv.kjandi stofn- un búnaðarskóla á Ilvanneyri i Borgar- firði, sem sje um stofnun skólans á næsta vori, kaup á jörðinni undir hann af sýslunefnd Borgfirðinga og nauðsyn- legar lántökur til þess, svo og, að Sveinn Sveinsson búfræðingur verði forstöðu- maður skólans. Mannslát. Hinn 28. f. m. andaðist merkisbóndinn Erlendur Pálmason í Tungunesi í Húnavatnssýslu, dbrmaður og sýslunefndarmaður, nálægt sjötugu. Hann var að mörgu leyti fyrirmynd manna í bænda-röð, ágætur búhöldur hygginn og framsýnn framfaramaður. Hann Var mjög lengi aðalstjórnandi „Búnaðarfjelags Svíndælinga“, sem er eflaust og hefur lengi verið hið öflug- asta^ og framkvæmdarmesta sveitarbún- aðarfjelag á landinu. Póstskipaferðaáætlun fyrir 1889 er út komin, og má hún heita óbreytt,” eins og hún hefur verið þetta ár. Tjón af sjávargangi varð mikið hjer um slóðir viða aðfaranótt hins 22. þ. m. Gerði sjávarrót með brimgangi meiri jafnvel en dæmi eru til í manna miunum. Hjerí Rej'javík braut meira en 20 róðrarskip, stór og smá, svo, að ekki verði við þau gert; sum tók út og rak frá landi. Nokkrur skemmdir urðu og á bryggjum og liúsum. Á Akranesi skemmdust 5 eða 6 skip og bátar—3 ónýttust. Þar urðu og mjög miklar skemmdir á sjávargörðum, kál- görðum og túnum, af grjóti og möl. í Hafnarfirði fór stórt uppskipunarskip í sjóinn, nærri nýtt, tilheyrandi Knudt- zons-verzlun. Á Álptanesi fóru 5 bútar og 1 sexmannafar í spón. Mörg skip fleiri löskuðust þar. í Brunastaðahverfi brotnuðu 5 skip meira og minna. í syðri veiðistöðunum urðu og nokkrar ! skemmdir á skipum—sum í spón—, en ! meira að tiltölu á göiðum og túnum jí Höfnum höfðu brotnað 8—9 skip, og tún og garðar skemmzt þar stórkostlega. í Selvogi skemindust nokkur skip og ; girðingar mikið, „tún þakin grjóti og ! sandi allvíða". Á Eyrarbakka löskuðust 2 róðrarskip, og sjávar-varnargarðurinn nýi brotnaði á ýmsum stöðum. Skipsströnd. Tvö skip „Gránufje- lags“ hafa strandað í haust fyrir norð- í an, fyrst „Christine“ á innsigling til J Raufarhafnar, vestan frá Siglufirði—mann- tjón ekkert—, og síðan „Hertha“ á út- sigling frá Eyjafirði aðfaranótt hins 24. f. m. undir Hvanndalabjargi, milli Hjeð- insfjarðar og Ólafsfjarðar, í norðáustan hörku-bálviðri. Fyrir stakt lán og dugn- að skipstjóra (Petersens) komust menn allir lifs af, nema stýrimaður ljezt, er á land var komið, af meiðslum á þil- farinu. — Er kaupstjóri Tr. Gunnarsson nú hingað kominn með strandmenn þessa alla, áleiðis til Khafnar með póst- skipinu. 305 var Infadoos kominn inn í kofann, og með hon- um eitthvað sex tígulegir höfðingjar. „Lávarðar ininir“, sagði hann, „jeg kem, eins jeS lofaði. Lávarðar mínir og Ignosi, rjetti konungur Iiúkúananna, jeg er kominn með pessa menn“, og hann henti á röðina af höfðingjun- um, „sem eru stórmenui vor á meðal, og sem hafa hver um sig þrjár Jrúsundir hermanna yfir að ráða, sem ekki hafa annað lífsstarf en að hlýða skipunum þeirra, undir yfirstjórn konungs- ins. Jeu hef sagt peim, hvað jeg hef sjeð, og hvað eyru mín hafa heyrt. Lát pá nú einnig sjá hið helgu ormsmerki utan um j>ig5 Cg heyra sögu pína, Ignosi, svo að J>eir geti sagt, hvort peir vilji fylgjast að málum með pjer gegn Twala, konunginum, eða Jieir vilji J>aS ekki.“ Ignosi svaraði með J>ví að taka af sjer belt- ið, og sýna ormsmerkið, sem málað var utan um hann. Hver höfðinginn eptir annan færðist nær og virti pað fyrir sjer við daufu lampa-glætuna, og færði sig svo yfir um til hinnar hliðar við Ignosi, án pess að segja nokkurt orð. I>á ljet Ignosi aptur beltið á sig, og ávarp- aði pá, endurtók fyrir peiin söguna, sem hann hafði sagt svo greinilega um morguninn. „Nú hafið J>ið heyrt, höfðingjar“, sagði Infa- doos, I’egar Ignosi hafði lokið máli sínu; „hvað segið pið nú? Viljið pið aðstoða pennan mann, og hjálpa honum til að komast í hásæti föður SÓ4 Um meiri raun en að sitja kyrr meðan á pessum manndrápum stóð. Jeg reyndi að halda augun- um lokuðum, en peim hætti við að opnast ein- mitt pegar pau áttu ekki að gera pað. Hvar skyldi Infadoos vera? Umbopa góður, pú ættir að vera okkur pakklátur; J>að vantaði ekki mik- ið á að það kæmi gat á skinnið á J>jer, sem öndin í J>jer hefði getað farið út um.“ „Jeg er pakklátur, Bougwan“, svaraði Um- bopa, pegar jeg hafði þýtt petta fyrir hann, „og jeg mun ekki gleyma. Infadoos mun bráðum koma. Við verðum að bíða.“ Svo kveiktum við í pípunum okkar og biðum. XI. kapUuli. J a r t e i k n i ð. Lengi—jeg held eina tvo tíma—sátum við parna pegjandi, pví að endurminningin um skelf- ingar J>ær, sem við höfðum sjeð, hafði of mikið vald yfir okkur til þess að við gætum talað. Loksins, rjett þegar við vorum farnir að hugsa Um að leggja okkur út af—pví að daufar ljós" rákir voru þegar farnar að sjást á austurloptinu, pá heyrðum við fótatak. Svo heimtaði varðmað- urinn inngöngu-orðið; pað virtist svo sem pví hefði verið svarað, pó að pað heyrðist ekki, pví að fótatakið færðist nær. Og á næstu sekúndu 301 vjelin mín. Jeg leit aptur fyrir mig á pessa löngu röð af líkum og jeg skalf við. Nær og nær færðist Gagool hoppandi, og leit í allar áttir eins og krókóttur stafur, sem andi hefði hlaupið í. Voðalegu augun í henni glitruðu og glóðu áfergjulega og framúrskarandi óheillavænlega. Nær kom hún, og enn nær, og augu hvers einasta manns í pessum mikla manngrúa fylgdu hreyfingum hennar með innilegustu forvitni. Loks- ins nain hún staðar og benti. „\ ið hvern skyldi hún eiga?“ spurði Sir Ilenry sjálfan sig. Að einu augnabliki liðnu ljek einginn vafi á pví framar, því að kerlingin hafði potið inn á milli okkar og snortið Umbopa, öðru nafni Igno- si, á herðarnar. „Jeg finn lyktina af honum“, grenjaði hún. „Drepið hann, drepið hann, hann er fullur af illu; drepið hann, útlendinginn, áður en blóð flýtur frammi fyrir honum. Drep hann, . konungur!“ Nú varð þögn, sem jeg notaði mjer tafar- laust. „Konungur“, kallaði jeg hátt, og reis upp úr sæti minu, „pessi maður er þjónn gosta þinna, hann er hundur þeirra! hver sem út hellir blóði hunds okkar, hann út hellir okkar blóði. Jeg særi pig við hið heilaga lögmál gestrisninnar að að halda hlífiskildi yfir honum.“

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.