Lögberg - 09.01.1889, Side 2

Lögberg - 09.01.1889, Side 2
o g b t r g. MIDVIKUD. ö. JANÚAR 1889. ÚTGEFENDUR: Sigtr. Jónnsson, Bergvin Jónsson, Arni Friðriksson, Ei-.'.r IIj eifsson Olafur Þórgeirsson, Sigurður J. Jóhannesson. Allar upplýsingar viðvíkjandi verði á auglýsingum í „Lögbergi“ geta menn fengið á skrifstofu blaðsíns. Hve nær sem kaupendur Lögbergs skipta um bústað, eru ) eir vinsamlegast beðnir, að senda skriflegt skeyti jm það til skrifstofu blaðsins. Utan á öll brjef, scm útgefendum „Lög bergs“ eru skrifuð víðvíkjandi blaðinu, ætti að skrifa : Thc Lögberg Printing Co. 35 Lombard Str, Winnipcg. II. Á islandi var árið einkar misjafnt. Á suð- urlandi var það að öllu samanlögðu mjög gott. Einkum hafa fiskiveið- arnar tekizt með bezta móti. Á vesturlandi virðist og árið hafa verið gott, fiskurinn mikill þar eins og syðra. Allt öðru máli hefur verið að gegna um norður- og austurland. þar hcfur árið að mestu leyti ver- ið hörmulegt. Isinn lá fyrir land- mu langt fram á sumar fj’rir norð- ur- og austurlandi, og það svo að sjaldgæf hafa verið önnur eins ísalög, þar sem ísinn sat um tíma landfastur við Vcstmannaeyjar. Flesta lesendur Lörjbergs mun reka minni til brjefanna frá norður- landi, sem vjer prentuðum í 27. nr. blaðs vors, og sem dagsett voru ain og eptir júnímánaðar- byrjun. það er lítil ástæða til að lialda að slík brjef sjeu sprottin af vanstilling einni, en skyldu nokkrir þeir vera, sem væri hætt við því, þá má benda þeim á Norðurljósið', sem eindregið hef- ur verið í að halda fram þjóð- stjórnarkröfum íslendinga, og því að öllum líkindum hefur trú á íslenzka þjóðlífinu; það sá í sum- ar þann kost beztan fyrir Norð- linga að flytja til Ameríku. Haust- ið bætti reyndar úr, en nærri má geta, hve báglega efnahagur al- mennings stendur eptir þetta sum- ar, jafnhart og það var, og ept- ir öll þessi ár síðan 1887, eins og þau hafa verið. þó mun vera einna harðastur hagur manna í fjörðunum á austurlandi, eptir þeim frtgnum, sem oss hafa borizt; það- an er látið hörmulega. Að þyí er pólitík landsins við vílcur, ber auðvitað mest á þing- vallafundinum. Fundurinn sam- þykkti með öllum atkvæðuin gegn einu að halda áfram kröfunuin um breytingu stjórnarskrárinnar. Svo mætti virðast, sem þessi ein- drægni fundarins mundi benda á mjög Aindreginn Jijóðarvilja í þessu efni. Vjer höfum þó allmikla á- stæöu til að ætla, að í raun og veru muni þessu ekki vera svo varið, og vjer byggjum það bæði á samtali við skynsama menn, sem nýlega hafa liutt vestur og eins á brjefum, sem oss hafa borizt frá mönum að heiman. Hitt mun láta nærri sanni, að alþýða manna fyrir norðan og austan haíi nm stund „misst rnóðinn", og sjái alls engin sköpuð rað til að komast út úr volæðinu, nema þá helzt jneð því að fara til Ameríku En þar sem allur sá fjöldi hefur ekkert pósitívt og ákveðið ráð á að benda, þá er ekkert eðlilegra en að framsóknarmennirnir í stjórn- arskrármálinu yrðu yflrsterkari. því að ýmsir þeirra helztu menn eru einbeittir að fylgja fram sínu máli. Annars er fleira, sem bend- ir á Jmð, að þetta stjórnarskrár- mál muni enn ekki eiga djúpar rætur, heldur en það sem vjer höfum þegar nefnt. Til þess telj- um vjer einkum það, hve dauf blöðin voru viðvíkjandi þessu máli áður en þingvallafundurinn var afstaðinn. Af íslenzkum blöð- um hjeldu að eins tvö þing- vallafundinuin fram: Þjóðólfur og Þjóðviljinn. þar á móti lagði Norðurljósid' beinlínis á móti því að hann yrði haldinn. Ritstjóra ísafoldar var brugðið um það allt fram undir það að kosningar, fóru fram til þingvallafundarins að hann hefði innanbrjósts snúizt gegn stjórnarskrármálinu, og Fjállkonan varaðist eins og heitan eldinn að segja nokkuð meðan hún var óviss um, hvað ofan á yrði. Nýtt blað, Lýður, stofnaðist og norður á Akureyri í haust, undir ritstjórn sjera Matthíasar Jochumssonar. Enn er eigi auðvelt að sjá, hverja stefnu það muni ætla að taka í stjómarskrár-inálinu, en svo er að sjá sem blaðið hafi heldur litla trú á því. það gefur í skyn að ekki mundi vera vanþörf á að reyna heldur að rjetta við efna- hag landsmanna, og fáeinar línur í því blaði benda jafnvel á að ekki mundi vera óhugsandi að Is- land fengi lánað fje til þess að koma einhverjum umbótum á, eins og allar aðrað siðaðar Jijóðir hafa gert. Af rnenntamálum landsins þetta ár er það að segja, að nálega er sem þau hali legið í dái. Uppeldis- tímarit byrjað að koma út, en vjer höfum ekki átt neinn kost á að fá neina hugmynd um Jiað, því að ekkert eintak hefur bor- izt vestur yfir Atlantshafið, svo oss sje kunnugt. Gestur Pálsson segir í fyrirlestri sínuin um lífið í Reykjavík, að aldrei sje minnzt þar manna á mcöal á íslenzkar bækur. það er breinasta undan- tekning, ef blöðin minnast á bæk- ur; allra-sízt gera Rcykjavíkur- blöðin það. Á þessu ári kom út nýtt skáld-sögusafn, ágætlega rit- að, eptir Gest Pálsson. Ekkert Reykjavíkur-blaðanna hefur á það minnzt. Viðvíkjandi skólum ís- lendinga gerðist það merkilegast, að þingvallafundurinn kom sjer saman um að leggja Möðruvalla- skólann niður. Nokkrir framfara- menn gerðu tilraun til að mynda frœðslusjóð í Re.ykjavík í haust, og átti að verja rentunum af honum til þess að hjálpa fátæk- um börnum til að ná undirstöðu- atriðum menntunarinnar. Aðrir framfaramenn, með ritstjóra ísa- foldar í broddi fylkingar, gerðu svo allt, sem í þeirra valdi stóð, til að vinna slig á þessu fyrirtæki. Ef óhætt er að trúa þeim blöð- um af Isafold, sem hingað bár- ust með síðasta pósti, þá hafa þeir framfaramennirnir, sem illa var við fræðslusjóðinn, orðið ofan á. ísafold er hróðug mjög yfir því, að það fyrirtæki muni nú steindautt. Viðvíkjandi kirkjumálum Islend- inga hefur sá atburður cinn gerzt, að bislcup landsins varð áttræður. FRJETTIR ÍSAFOLDAR frá Ameriku. f>að ber ekki opt við að Isafold taki sig til og færi frjettir frá Ameríku. En þá sjaldan það ber við, þá er það allt á eina bókina lært. Með síðasta pósti flutti hún hingað halloerissögu frá Amer- Iku. Um alla Dakota á að vera hallæri, mestöll hveitiuppskeran þar síðastliðið sumar á að hafa orðið ónýt af frostum, og svo á eldur að hafa kviknað í preríunum og „geysað með dæmalausum ofsa um allt Dakota-lijerað undanfarandi mán- uð (október.) Hann sópaði burtu húsum, hlöðum, kornbúrum og ná- lega öllu því, sem til viðurværis heyrir. Fjölskyldur standa uppi svo hundruðum skiptir alveg bjargar- lausar undir veturinn, og ef óhætt er að reiða sig á spádóma veður- glöggra manna, eru allar líkur til að hann verði venju fremur harður*) Svo geigvænlegar eru skýrslurnar, að þegar hefur verið efnt til sam- skota um öll Bandaríkin, til þess að veita þessu bágstadda fólki fæði og föt“, o. s. frv. Eins og nærri má geta á þetta að vera „greinileg staðfesting þess sem þeir Ben. Gröndal og Dorvaldur Thoroddsen hafa tekið fram um loptslag og veðráttufar í þeim byggðarlögum í Ameríkn, þar sem Islendingar hafa flestir tek- ið sjer bólfestu. Eins og kunnugt er, eru þeir fjölda margir í Da- kóta, þar sem þetta mikla áfall hefur komið í gumar, og er það rílri (sic!) þó sunnar en Manito- ba, hvað þá heldur Norð-Vestur- landið.“ Dannig er nú sögusögn og álykt- anir Isafoldar. Og allur sannleik- urinn í sögunni um þetta hallæri, sem á að vera um alla Dakota, er sá, að hungursneyð varð í sum- ar í Gyðinga-nýlendu einni í Ram- say county, og nýlenda þessi er á- líka mannmörg eins og þingvalla- nýlendan, eða þó heldur öllu mann- færri. Frá hallærinu í nýlendu þess- ari höfum vjer áð r skýrt nokkurn veginn greinilega í blaði voru (42. bl.) svo ekki er þörf að minnast frekar á það í þetta sinn. Langi Isafold til að fara fram- vegis að „leggja sig eptir“ hall- ærissögum, þá skulum vjer vinsam- legast benda henni á ættjörðina. Það stendur Isafold nær, og |>ar er líka tiltöluleca um lann-t um auðugri garð að gresja. Leiti hún vandlega í sínu eigin landi, þá þarf hún naumast framvegis að grípa til loginna hallærissagna. Dær eru nóg- ar til sannar á því landi. NÝKOMNAR BŒKUR. GESTUR PÁLSSON: L í fi ð l 11 e y lc j a v í k. Fyrirlestur. Eins og getið hefur verið um í blaði voru í friettum frá íslandi, hjelt hr. Gestur Pálsson fyrirlestur um þetta efni í Reykjavík í nóv- embermánuði I haust. Höf. gaf síð- an fyrirlesturinn út, og oss hefur verið sendur hann til þess að geta um hann í blaði voru. Bæklingurinn er ekki nema 28 bls., en þær blaðsíður ætti hver maður að lesa. Dær eru fjörugri og skemmtilegri en flest annað, sem sjezt hefur á íslenzku um nokkur ár. En auk þess er fyrirlesturínn svo einarðlegur og drengilegur, höf- undurinn segir sannleikann, eða það sem honum virðist sannleiki, svo hispurslaust, að slíkt er nærri því eins dæmi á íslandi um langan langan tíma. Hjer er ekki rúm til *) Það virðist svo, enn sem komið er, sem ísafold liafl ekki verið óhætt að reiða sig á spádóma þeirra veðurglöggu. að ganga í gegn um efni fyrirlest- ursins. Hann drepur á flestar hlið- ar af Reykjavíkur-lífinu, og kemst að þeirri niðurstöðu, að Jiað sem mest auðkenni það, sje eintrján- ingsskapurinn. „Dessi eintrjánings- martröð, sem liggur hjer yfir flest- um, setur óviðjafnanlega ískalt blá- vatnsbragð á ailt lífið. Lifið í kring um mann verður enginn vekjandi og hvetjandi þytur, engin hressandi straumgola. Nei, langt frá; það verður bará allt deyfandi, nllt svæf- andi rokkhljóð, sem aldrei breyt- ist hið minnsta, ekkert ár og eng- an árstíma.“ Ilöf. setur að síðustu Jrá spurn- ingu fram, hver ráð sjeu til að bæta bæjarbraginn. Um J>að fer hann þössum orðum, sem jafnframt eru niðurlagsorð fyrirlestursins: „Eg sé einurigis eitt ráð, sem gæti komið að haldi. Við þurfum að fá leikrita-skáld, sem getur dreg- ið allt það' sem aflaga fer liér hjá okkur fram á leiksviðið, og þar næst þurfum við að fá Jrau leik- rit leikin, leikin vel. Brestir okk- ar eru slíkir, að þeir læknast ekki með nýjum lögum; J>eir læknast yfir höfuð ekki með nokkrum sköp- uðum hlut nema — háðinu. Darf- asti maðurinn, ekki einu sinni fyr- ir þennan bæ og hans félagslíf, heldur fyrir allt landið, allt þjóð- lífið og allan bókmenntadauðann — það væri kómedíuskáld, sem gæti sýnt okkur vel og greinilega, hvern- ig vjer lítum út í spegli. Eg er hræddur um, að harla margir af oss sæju þá, að þeir væru bara hlægilegir Svörtupétrar í öilu Jiessu spili, sem spilað er á þessu landi. Háðið, nógu napurt og nógu bit- urt, liefur um allan aldur heims- ins verið bezti læknirinn fyrir inann- kynið.“ Það hefur þurft töluvert Jorek til að flytja annan eins fyrirlestur og þennan í Reykjavík, því að ekki er ólíklegt að margir muni hafa kunnað honum illa—að minnstakosti svo framarlega sem Reykjavíkur- búar sjeu nokkuð svipaðir lönd- um sínum hjer vestra, sem ekki virðist með öllu ólíklegt. En slík- ir fyrirlestrar hljóta að knýja alla skynsama menn til umhugsunar, og verði þeir tíðir, J>á er vonandi að J>eir verki á fjöldann, svo að með tímanuin verði mögulegt að tala um það, sem að er, án þess ótal hendur verði þegar á lopti til að kasta grjóti að þeim, sem hreyfa við heiinskunni. Lipurt og gott mál er á fyrir- lestrinum, eins og öllu þvi, sem Gestur Pálsson ritar. Dví ann- kannalegar stingur jafn-lúaleg setn- ing í stúf sem þessi (á 22. bls): „Og enginn lifandi maður gerir varla svo nokkurn skapaðan hlut“, o. s. frv. Ekki minnumst vjer þess heldur, að hafa sjeð eða heyrt fyrr getið um „hýrt hornauga“ (bls. 4). Með hornauga er vanalega átt við „auga“ sem ekki er ,,hýrt.“ Bókin er til sölu hjá hr. Árna Friðrikssyni, 225 Iíoss Str. hjer í bænum, oor kostar ein 10 c. Enn frá fslendingafjelagsmanni. (Framhald frá 50. bl.) Eins og atvinnuvegir íslands hafa verið stundaðir um langan tíma og eru enn, getur landið ekki fram fleytt meir en um 70 þús. manns. Dangað til sannað er — og enginn hefur gert það enn — að fólkið hafi að mun fækkað á íslandi við þær 10 þús., sem burt hafa flutt á síðastliðnu 20 ára tímabili, hafa þeir sem eru á móti útflutningi enga verulega ástæðu til að kvarta, og skoði þessir menn málið skyn- samlega og kynni sjer útflutninga- sögu annara landa, efast jeg ekki um, að þeir breyti skoðun sinni, nema þeir sjeu eins skapi farnir og hundurinn, sem lá I jötunni og varnaði hestinum að jeta hafra, af því liann ekki gat jetj^j þá sjálfur. Við íslendingar í Ameríku trúum {>ví, að sje rjett ineð farið, verði útflutningurinn frá Islandi einmitt landinu til viðreisnar. Allt þyrfti að umsteypast á Islandi, stefna land- stjórnarinnar, hugsunarháttur hennar og einbættismanna landsins, bæði verklegra og andlegra, uppfræðslan á skólunum, stefna og hugsunar- háttur alj>ýðu, búnaðar aðferð, að- ferð við fiskiveiðar, verzlunar að- ferðin, iðnaður að komast upp í landinu, akvegir að komast á, strand- siglingar að aukast og járnbrautir og telegrafar að leggjast. Til þess að þessar stórkostlegu breytingar kæmust á hjá jafn-bældu og fast- heldnu fólki og Islendingar eru, þyrfti einhverja öfluga breyting, eitthvað sem hristi þetta litla mann- fielags-musteri svo frá hæsta turni niður að grundvelli, að allir vökn- uðu og sæju hve fúinn og hrör- legur skrokkurinn var orðinn, að ef þeir endurbyggðu ekki þetta fúna og fallandi hús, hryndi J>að til grunna þegar minnst vonum varði. Cg þessi öfluga breyting kom, nefnil. útílutningur fólksins úr land- inu, og hefur nú svo hrist muster- ið, að hinir aðgœtnari landsbúar eru farnir að sjá, að það hlýtur að hrynja, sjeu ekki þegar settir i það nýir máttarviðir og duglegar stoð- ir.i) En svo koma nú ef til vill musterisþjónarnir (sem sagt er að gjörzt hafi musterisherrar, og máske óttast ónotin og umstangið, sem endurbyggingin hefur í för með sjer fyrir þá) og ráðleggja allskon- ar smákák, sein náttúrlega yrði unnið að rjett til málamynda og með hangandi hendi, svo þjónarnir yrðu fyrir sem minnstu ónæði. Og hver verður afleiðingin, ef slíkum ráðum er fylgt? Vafalaust sú, að hið gamla musteri, sem staðizt hefur stormana í Jjúsund ár, hrynur fyrir stoðaleysi — og hvað verður þá um hina næðisgjörnu og ónýtu þjóna? Og nú er þetta alvarlega takmark komið. Nú er tími til, eins og jeg sagði áður, að hætta að tala um og rita um, hvað gjöra þarf, og kominn tími til að fara að vinna af alefli að viðreisn landsins. Nú er kominn tími til, að allir rísi UPP °S leggist á eitt, reðri sem lœgri, og sjeu samhuga og samtaka. Einn maðurinn og ein stjettin á Islandi má ekki rífa það niður, sem annar byggir upp, og við Is- lendingar í Ameríku megum ekki vera á móti, heldur eigum við að hjálpa til með ráði og dáð. — Ella fer eins og fyrir hverju öðru húsi, sem er sjálfu sjer sundurþykkt. Ýmsir hafa gefið í skyn, að við Islendingar f Ameríku munum ekkj bera mikið skynbragð á, hvað út- heimtist til viðreisnar Islands. og lítið geta gjört eða vilja gjöra landinu til hags. Þessum herrum viljum vjer segja, að við, sem burt höfum flutt, fundum eins vel, hvar skórinn kreppti, eins og hinir, sem eptir eru. Enn fremur, að þeir sjá opt glöggvar hið rjetta, sem fjær eru, en þeir, sem nær eru. Og loks má minna á það, að þeir menn, sem mest gagn hafa unnið Islandi hafa sjaldnast búið J>ar. Það hefur líka verið kvartað um, að við Islendingar 1 Amerlku r;t- um kuldalega um Island og Islend- inga á Fróni 1 blöðum vorum hjer» Dað má vel vera að svo sje, en við hverju er að búast eptir þeirri meðferð, sem vesturfarar hafa orð- ið fyrir af hálfu blaðanna og ýmsra inanna á Islandi? En við höfum lifað af allt aðkastið og fyrirlitn- inguna, sem íslenzk blöð og vest- urfara óvinir hafa sýnt oss, og yfirunnið mestu örðugleika nýlend- 1) Þetta kemur ! ljós í fjölda brjefa„ sem koma frá ísl. nú í seinni tíð, og jafnvel blöðin eru farin að gefa hið« sama í skyn.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.