Lögberg - 29.05.1889, Blaðsíða 3

Lögberg - 29.05.1889, Blaðsíða 3
tráa því, aS jeg hafi látiS svona mikið yíir mjer, þótt hann viti sjálfur, að enginn fiugufótur sje til fyrir því. þeir sem lesið hafa ritgerð mína vita fullvel, að jeg hef um þetta engin önnur um- mæli haft en að „engin vanþörf“ væri á því aS þetta væri gert. Og jeg veit ekki, hvort GuS- mundur Einarsson verður nokkuð meiri maður í þeirra aogum, þeg- ar þeir sjá, meS hve ljettu lijarta hann leikur þá list að rangherma. þegar jeg lít í kring um mig í kristninni, sje jeg að verið er aS vinna þetta verk, livervetna nema á ættjörð vorri. Menn eru sí og æ að leita að nýjum verj- um í vopnahúri kristindómsins og sækja ný auðæfi í hina ótærnandi gullnámu hins opinberaða orðs. En meðal vorrar þjóðar sje jeg ekkert af þessari 'innu meðal kennilýðsins. það fellur mjer sárt og þess vegna hef jeg reynt að brýna þann sannleik fyrir mönn- um, að það sje alveg eins mikil þörf á þessu mcöal vorrar þjóöar og livervetna annars staðar. — Ef cinhverjum finnst óþarfi að vakiö sje máls á þessu, — lmnn um það. Af því að mjer finnst þörf á því, geri jeg það, þrátt fyrir alla Guð- munda Einarssyni. Hvað höfundurinn ineinar með „málsnilli Heródesar“, hef jeg ekki hugmynd um. En m á 1 s n i 11 i Guðmundar hef jeg nú góða hugmynd um. Og þess vildi jeg óska, að hún yrði aldrei viðhöfð optar, þegar verið er að ræða um það, er viðkemur kristirídóminuin. því hún á þar óneitanlega illa við. Skyldi sá ófögnuður henda höfundinn, að fá fleiri slíkar h i t a- steypur út af þvf, sem jeg eða aðrir rita, ætti hann að bíða, þangað til hann er búinn að ná sjer aptur, svo hann geti lesið það, sem prentað er með skýru letri. Og svo kveð jeg þennan Guð- mund Einarsson með þeirri kenni- mannlegu áminning, að reyna að læra þá list að tala satt hvort heldur í ræðu eða riti. Friðrik J. Bergmann. DJÖFULÆÐI Á SÍÐARI ÖLDUM. (Framh.) Ilöfundurinn gerir grein fi'rir því, livernig margir mannsaldrar liðu án þess vísindin gœtu neitt við þetta ráðið. Lækn- arnir forðuðust lengi vel að skipta sjer nokkuð af þessu. Eu smátt og smátt fóru menn samt að renna grun í að þetta dansæði mundi koma af einhverj- um náttúrlegum orsökum. Og eptir að sú skoðun hafði rutt sjer til rúms fyr- ir alvöru, og hjátrúin örfaði ekki ieng- ur sjúkdóminn, J>á hvarf liann og smám samau, þangað til hans lieyrist ekki lengur getið. En löngu áður eu djöfulæðið hætti að koma fram í þessari mynd, tók það og að koma fram í öðrum myndum. Og ýmsar nýjar myudir þess komu nú einmitt þar fram, sem almenningur manna hjelt, að trúarbragðalifið væri á innileg- asta og æðsta stigi — í klaustrunum, og einkum og sjerstaklega í uunnuklaustr- unum. Til dæmis má geta þess að á 15. öldinni fjekk nunna ein ástriðu fyrir að bíta lagskouur sínar. Þessi ástríða breiddist út, |>angnö til allnr, eða flest- aliar nunnuraar í klaustrinu fóru að bita hver aðra; og svo lluttist þetta bit- æði frá klaustri til klausturs í Þýzka- landi og Ilollandi, og það komst jafn- vel yfir Alpafjtillin, suður á ítaliu. — I klaustri einu í Frakklandi fór ein nunnan líka að mjálma. Mjálmástriðan breiddist meir og meir út, var nuðvitað kennd djöflinum, og sagnaritari einn segir að hún hafi ekki orðin ylirstigin nema með því að beita hörku. Einna einkennilegust af þeim „djöful- æðis“-sögum úr klaustrum, sem höf. til- færir. er saga sú, sem vjer gefum út- drátt úr hjer á eptir. Nunnuklaustur eitt var í Loudon, vest- ariega á Frakklandi. Nunnurnar voru flestar af tignum ættum, en of fátækar til að giptast; hafði þvi verið farið með þær eins og siður var á þeim timum meðal heldra fólks fátæks: Þær höfðu verið gerðar nunnur án þess að tilfinning- ar þeirra hefðu verið með í verki. Það er ekkert að furða sig á, |>ó að ekki yrðu sem heilsusamlegastar afleiðingarn- ar af að lirúga þannig saman í fangelsi fjölda kvenna á ýmsum alilri og það opt nauðugum. Þar i Loudon urðu af- leiðingarnar þær, að „djöfulæði“ kom upp í klaustrinu. Nunnurnar fengu hver eptir aðra krampa upp úr þurru; hjá sumum kom fram líkamlegt afl, sem virtist yfirnáttúrlegt, lijá öðrum skarp- skyggni, sem enginn skyldi í; raargar guðlöstuðu og klæmdust í sifellu. Nálægt klaustrinu bjó prestur einn, Grandier að nafni, prjedikari ágætur og ritliöfundur, en fremur ógætinn i fram- ferði sinu. Ymsar af nunnunum höfðu auðsjáanlega fellt ástarhug til hans, og í æði sínu og örvæntingu nefndu þær nafn hans hvað eptir annað. í sarna bænum voru og ýmsir klerkar og leik- menn, sem áttu í ófriði og nágranna- illdeilum við Grandier, og sumir þessara manna höfðu æðstu ráðin yfir klaustrinu. Úr djöfulæðinu innan klaustursins og fjandskapnum utan þess myndaðist svo sú sakargipt gegn Grandier, að hann hefði beitt göldrum við nunnurnar. Biskupinn í Poictiers skipti sjer af málinu. Rannsólcn var hafin,og þá tóku menn eptir því að i hvert skipti sem nunnurnar „djöfulóðu“ sáu Grandier, þá fóru þær að hljóða og grenja, og sýndu þá yfir höfuð öll merki þcss að sá vondi væri í þeim, að því er mönnum virtist. Graudier varði sig af öllum mætti, og skaut máli sínu til erkibiskupsins í Bordeaux. Rannsókn var liafin að nýju; nunnurnar voru nú skildar hver frá annari, og eins frá vissum munkuir, sem sjerstaklega var 'illa við Grandier; þá bar vitnunum svo illa saman, að á- kæran varð að engu. En óvinir Satans og Grandiers hættu ekki við svo búið. Svo virðist sem Richelieu, kardinálanum nafnfræga, liafi frá einhverjum fyrri tímum verið illa við Graudier; og Richelieu fengu (>eir til að senda mann af nýju til að rann- saka málið. Nú gengu fádæmiu öll á í kluustrinj, hljóð og andvörp, ýlfur, ragn og formrclingsr, þangað til Grandier var loksins hengdur og brennd- ur, og þrætti liann þó fyrir það mitt í kvölunum, að hann hefði drýgt glæpi þá, sem óvinir hans báru á hann. Út frá þessum stað breiddist veikin; fjöldi kvenna og karla sýktist í ýms- um ldaustrura, og „djöfulæðið“ gekk yflr ýmsa stórbæina sunnan og vestan á Frakklandi, hjelzt við í nokkur ár, og dó svo smásaman út. Seint á 17. öldinni fór að bera á likri veiki til mikilla muna í Ameríku. Líf nýbyggjanna í Nýja Engiandi var vel fallið til þess að gefa vöxt og við- gang djöfulæðis-trúnni, sem menn liöfðu flutt með sjer austan yfir hafið. Furu- skógarnir miklu og dimmu allt umhverf- is þá; Indíánar, sem menn lijeldu íjrrir fullt og fast að væru börn Satans, voru nágrannar þeirra; sífeld liætta stafaði af ólmum villidýrum, sem menn hjeldu að væru send af myrkranna valdi til að kvelja útvalin börn guðs; engar bók- menntir höfðu þeir til að stytta sjer með vetrarkveldin; fáar skcmmtanir höfðu þeir nema rifast við nágrannana; þeir voru fiknir í að sökkva sjer nið- ur í þá staði ritningarinnar, sem styrkt gátu hina myrku lifsskoðun þeirra, og ailt skildu þeir bókstaflega. Það er því ekki að undra, þó að hjátrúin yrði dimm og dökkleit þeirra á meðal. Galdra-hræðslan örfaðist mjög og’styrkt- ist af ritgerðum ýmsra lærðra manna. Þessar bækur komu frá Norðurálfunni, sem um þetta leyti var full af lijátrú, og fengu mjög á hugi prestanna, og þeir heimfærðu þær svo upp á almenning manna. Iljer og þar koma því fyrir sögur um djöfulæði á síðara lielming 17. aldarinnar, og sumstaðar voru menn dæmdir til dauða út af þessu. Á síðasta fjórðungi 17. aldarinnar fóru ávextirnir af þessum hugmyndum að ná fullum þroska. Árið 1684 gaf Increoi<e Mather út bók sína „Remark- able Providences“, og lagði þar mjög mikla áherzlu á djöfulæði og galdra, Þessi bók var send til Englands, þótti þar ágæt og hafði þar mjög mikil áhrif. Við það óx auðvitað álit og þýðing hennar heima fyrir til mikilla muna. (Meira). J. H. ASHDOWN, llaidvoiii-verzlamrmadur, Cor. MAIN & BANNATYNE STREETS -winsnsriiF’iEGK Alþekktur að því að selja liarðvöru við mjög lágu verði, E>að er engin fyrirliöfn fyrir oss að sýna yður vörurnar og segja yður verðið. Degar ]rjer þurfið á einhverri liarðvöru að halda, pá látið ekki hjá líða að fara til J. H. ASHDOWN Cor. Slaln & Bannatync Sí. WIXNNirEG. NORTHERN PACIFIC <*. h. campbell GKNERAL OG MANITOBA JARNBRAUTIN. Einu vagnarnir með —F O R S T 0 F U— OG PULMANNS SVEFN- OG MIÐDAGS- j VERÐARVÖGNUM TICKET AGENT, 471 MAIS STREET. • WINSIPEG, Ml\. Frá Winnipeg og suður. FARBRJEF SELD BEINA LEIÐ TIL ALLRA STAÐA í CANADA einnig British Columbia og Bandaríkjanna ■ Stendur í nánu sambandi við allar aðrar brautir. F'arbrjef sömuleiðis til sölu til ailra staða í austurfylkjunum EPTIR VÖTNUNUM MIKLU með mjög niðursettu verði. Headquarters for all Lines, oa undo* • Allan, Inman, Dominion, Stato, Beaver. North Cerman, White Star, Lloyd’s (Bromon Linet Cuoin, Direct Hamburg Lino, Cunard, French Line, Anchor, Italtan Line, and every other lino erosslng tho Atlantic or Paciflc Oceans. Publisher of “Campbell’s Steamship GuiJe.” ThisGuidegivesfull particnlarsof all lines. with Time Tabíes and sailing dates. Send for it. Allur flutningvr til allra staða f Canada verður sendur án nokkurar rekistefnu með tollinn. Utvegar far með gufuskipum til Bretlands og Norðurálfunnar, og lieim aptur. Menn geta valið milli allra bezlu gufu-skipafje- laganna. Farbrjef )il skemmtiferða vestur að Kyrra- hafsströndinni og til baka'. Gilda i scx mánuði Allar upplýsingar fást hjá öllum agentum fjelagsins H. J. BELCII, farbrjefa agent------285 Main Str. HERBERT SWINFORD, . aðalagent--------457 Main Str. J. M, GRAHAM, aðalforstöðumaður. LJÓSMYNDARAR. McWilliam Str. West, Winnpieg, NJan. P. S. Eini ijósmyndnstaöurinn í bæn um, semíslendingur vinnur á. ACENT FOR THOS. COOKASONS, the celebrated Tourist Agcnts of the world. PREPAID TICKETS, to bring your friends ont from the Old Country, at lowcet rates. also MONEY ORDERSAND DRAFTS on all points in Great Britain and the Con tinenL BACCACE ohecked through, and labcled for the ship by which you sail. Write for particulars. Correspondence an- swered promptly. G. H. C&MPBELL, General Steamship Agent. 471 Main SL and C.P.R. Gepot, Winnipeg, Man. JARDARFARIR. Hornið A Main & Notre Dame e Líkkistur og allt scm til jarð- trfara jiarí'. ÓDÝRAST í BŒNUM. Jeg geri mjer mesta far um, at allt geti farið sem bczt fram við jarðarfarir. Telephone Nr. 413. Opið dag og nótt. M. HUGHES. 431 að bún hafi færzt til einhverja ögn við pað að prýst hafi verið á ei nhvern leyndan stað, og með því aukið við þutiga pess hlutar, sem vóg á móti og ekki sást, og panriig lypt þessu mikla bjargi frá gólfinu. Steinninn liófst upp hægt og laglega, þangað til liann var loksins allur horf- inn, og þar sem hann hafði verið sáum við nft dimmt op. Geðshræring okkar var svo áköf, þegar við sáum leiðina opna að fjárhirzlu Salómonr, að jeg fyrir mitt leyti fór að hristast og skjálfa. Mjer datt í hug, hvort þetta tnundi loksins reynast þvættingur, eða hvort Da Silvestra gatnli hefði liaft rjett að niæla; og voru niiklir fjársjóðir geymdir í þessu inyrkra-skoti, fjársjóðir, sem gerðu okkur að auðugustu mönnutn S heiminum? Detta áttum við að fá að vita eptir eina eða tvær mínútur. „Gangið inn, hvítu tnenn frá stjörnunum“, sagði Gaofool, o<j færði si<r nær hliðinu; „en heyrið fyrst það sem þerna yðar, Gagool gamla, ætlar að segja. Björtu steinarnir, sem þið mun- ið fá að sjá, voru grafnir upp úr pyttinum, setn „Hinar Þöglu“ eru settar yfir, og þeim var komið hjer fyrir, jeg veit ekki af hverjutn. Ekki hefur verið farið inn í þennan stað nema einu sinni, síðan þeir sem komu þessum steinum hjer fyrir flýðu í skyndi og skildu þá eptir. Sagan Utn fjársjóðinn gekk frá nianni til manns meðal 430 fari inn“, og hún setti viðarflöskuna fulla af ol- íu á gólfið, og hallaði sjer upp að hellishliðinni. Jeg tók upp eldspítu — við áttum enn nokkrar eptir af þeim í dálitlum stokk — og kveikti á fífukveiknum; jeg fór svo að líta eptir hliðinni, en ekkert var fvrir fratnan okkur nema sprungu- laus hamarinn. Gagool glotti. „Detta er vegur- inn, lávarðar minir.“ „Gerðu ekki að gamni þínu við okkur“, sagði jeg alvarlega. „Jeg er ekki að gera að gamni mínu, lá- varðar mínir. Sjáið!“ og hún benti á hamarinn. Um leið og hún gerði það, lyptum við upp lampauum, og sáutn þá að stórt bjarg lyptist hægt og hægt upp frá gólfinu og hvarf inn í klettinn fyrir ofan; þar hefur vafalaust verið hol, setn bjargið hefur gengið inn í. Bjargið var á breidd við væna hurð, hjer um bil 10 feta hátt og ekki minna en 5 fétá þykkt. L'að hlýtur að minnsta kosti að hafa verið ‘J0 til 30 „tons“ á þyngd. E>að hefur sjálfsagt fluttzt til eptir ein- hverri einfaldri jafnvægis-reglu, að líkindum sömu reglunni og farið er eptir, þegar lokið er upp eða lokað venjulegum gluggum eins og þeir nft gerast. En auðvitað sá enginn okkar hvernig þessari reglu var kotnið við; Gagool gætti þess vandlega, að við skyldum ekki geta það; en jeg efast mjög lítið um að einhver ein- staklega einföld vogarstöng liati verið þar, og 421 Jeg komst aldrei að því, hverja aðferð þeir í raun og veru höfðu við þetta, ef þeir annars höfðu nokkra aðferð aðra en þá að setja Hkin þarna undir dropana og láta þau vera þar um niargra ára tíma; en þarna sátu konungarnir all- ir ísi þaktir og varðveittir um aldur og æfi í þessum kísilkenda ;lög. Ómögulegt er aö hugsa sjer neitt óttalegra en þessa löngu röð af dauðum konungum, klædda í iskenda steinblæju, setrt grilla mátti í g^gn um, svo að mótaði fyrir andlitsdráttunum (27 voru þeir og faðir Ignosis var sá síðasti), sitjandi umhverfis þetta ógestrisn- islega borð, með dauðann sjálfan fyrir liúsráð- anda. Auðsjeð var á þvi, hve konungarnir voru margir, að þessi siður að geyma Hk þeirra á þennan liátt hefur vérið orðinn gamall. Setjum svo að rikisár þeirra liafi að meðaltali verið ló ár, og að allir konungarnir, sem rikjutn hafa ráð- ið, hafi verið þarna — sem annars er mjög ólík- legt, þar sem sumir þeirra hafa vafalaust látizt í ófriði langt frá heimilum sínum—þá hefði þessi siður byrjað fyrir 42 5 árum. En risavaxna líkn- eskjan af dauðanum, sem situr við borðsendatm, er miklu eldri en það, og ef mjer skeikar ekki tnikið, þá er hún eptir sama listamanninn, setn gert hefur þrjár miklu likneskjurnar, sem úti voru. Myndin var höggvin út úr einu einasta stönglabergs-stykki, og setn listaverk var bún að- dáanloga hugsuð og gerð. Good, sem bar skyu

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.