Lögberg - 30.10.1889, Blaðsíða 1

Lögberg - 30.10.1889, Blaðsíða 1
' Löqbcrg ci ycnð út at fíenlfjelagi l>igl)crgs, Kemur út á hverjitm miSvikudegi. Skrifstofa og prentsmiðja nr. 35 Lombard Str., Wlnnipeg Man. Kostar $1.00 ttm árið. Borgist fyrirfram. Einstök númcr S c. Lögbcrg is published cvery Wedncsday by the Lögberg Printing Company at No. 35 Lombard Str., Winnipeg Man. Subscription l’rice : $1.00 a year. Tayable in advance. Singlc copies ö c. 2. Ár. WINNIPEG, MAN. 30. OKTÓBER 1S89. Nr. 42. INNFLUTNINGUR. í því skyni aö flyta sem mest aö mögulegt er fyrir því að auðu löndin í MANITOBA FYLKI byggist, óskar undirritaður eptir aðstoð við að útbreiða upplýsingar viðvíkjandi landinu frá öllum sveitastiörnum og íbúum fylkisins, sem hafa hug á að fá vini sína til að setjast hjer að. þessnr upp- lýsingar fá menn, ef menn snúa sjer til stjórnardeildar inntiutn- ingsmálanna. LÁtið vini yðar fá vitneskju um hina MIKLU KOSTI FYLKISINS. Augnamið stjórnarinnur er með öllum leyfileguin meðulum að draga SJERSTAKLEGA að fólk, SEM LECCUR STUND Á AKURYRKJU, og sem lagt geti sinn skerf til að byggja fylkið upp, jafnframt því sem það tryggir sjálfu sjer þægileg heiinili. Ekkert land getur telc- ði þcssu fylki fram að LANDGÆDUM. Mcð HINNI MIKLU JÁRNBRAUTA-VIDBÓT, sem mcnn bráðum yerða aðnjótandi, opnast nú ÁKJÓSASLEGIISTU NVLEÍIDU SVÆDI og vcrða hin góðu lönd þar til sölu með VÆGU VERDI oo AUDVELDUM BORGUNAR-SKILMÁLUM. Aldrei getur orðið of kröptuglega brýnt fyrir mönnum, sem eru að streyma inn í fylkið, hve mikill liagur er við að setjast að í slíkurn hjeruðum, í stað þess að fara til fjarlqegari staða langt frá járnbrautum. THOS. GREENWAY ráöherra akuryrkju- og innflutningsmála. W INNII’EG, MaVITOBA. MITCHELL DRUCr CO. — STÓRSALA Á — Infjum 09 jmtrnt-mcbölum Winnipeg, Man. Einu agentarnir fyrir hið mikla norður- ameríkanska heilsumeðal, sem læknar hósta k v c f, andprengsli, b r o n c h i t i s. raddleysi, h æ s i og sárindi ikverk- u n u m. Grays síróp rtr kvodu iír raudu sreni. F.r til sölu hjá öllum alminnilcgum A p ó t e k u,r u,m og s v e i t a -k a u p m ö n n u m OKAYS SÍRÓP lxknar verstu tegundir aí , hósta og kvefi. GRAYS SÍRÓP læknar hálssárindi og hæsi, GRAYS SÍRÓP gefur J-cgar i stað Ijetti bronchitis. ORAYS SIROP er hclsta meðalið við , , andprengslum. GRAYS SÍRÓP læknar barnaveiki og kighósta. GRAYS SJRÓP cr ágætt mcðal við tæringu. GRAVS SÍRÓP á við öilum yeikindum í ,bálsi, lungum og hrjósti. GRAYS SIKÓP er betra en nokkuð annað mcðal gegn öllttm ofannefnd- um sjukdómum. Verd 25 cents. Yið óskum að cigíi viðskipti við yður. EDINPURCH, DAKOTA. Ver/la irieð alTan þann varning, setn vanalega er seldur í búðum í smábæjunum út um landið (f/etieral stores). Allar vörur af be/tu teg- undum. Komið inn og spyrjið utn Terð, áður en þjer kaupið annars -staðar. HOUCH & CAMPBELL Málafærslumenn o. s. frv. Skrifstofur: 362 Main St. Winnipeg Man- t|i/ líMj t umc^mpbatt mmm .farbrjek með „Dominion Linunni“ frá Islandi til Winnipeg: fyrir fullorðna yfir 12 ára $41,50 ,, börn 5 til 12 ára.... 20,75 ,, ,, 1 „ 0 ara.... 14,11) seiur b. L. Baldvinsson 175 ROSSS TR. WINNIPEG. r HOMAS HYAN. STÓRSALA og SMÁSALA. SELUR STÍGVJEL og SKÓ, KOFFORT og TÖSKUR. 492 Main Street. st éc Co LJÓSMYNDARAR. McWilliam Str. West, Winnpieg, Man t*. Eiui ljósmymlastaðurinn í bæn um, semíslendingur vinnur á. VEfiGJAPAPPIR MED MIKLUM AFSLÆTTI, um tiœstu þrjá mánuði. MÁLUN og HVÍTþVOTTUR SUNDERS & TALBOT 345 MaSt., Winniin peg Undirskrifaður biður alla þá, er hann lánaði peninga til farareyris hingað vestur á þessu yfirstandandi sumri, að gera svo vel að borga sjer þá hið fyrsta kringumstæður þeirra leyfa. Þárarinn Þorleijsson, Gimli P. O...................IMmii. FRJETTIR. í síðustu viku var aptur tekið fyr- ir „Parnells-málið“ í London. Eins oq lesendur vora mun reka minni til, hætti Parnell og aðrir Irar, sem hlut áttu að máli, allri málsfærslu fyrir rannsóknarnefnd þeirri, sem stjórnin liefur sett í málið, af þvf þeir þóttust verða þar fyrir slíkri ósanngirni og hlutdrægni, að ekki væri nein von fyrir þá um að njóta jafnrjettis við úrslit málsins. Einn af frskum stjórnmálaraönnum,J/ic7ífl- el Davitt, hefur þ<5 gengið úr leik að því leyti, að hann ætlar fyrir sitt leyti að halda málsfærslunni áfram, og skýra fyrir nefndinni nákvæm- lega atburði þá, sem hið núverandi pólitiska ástand Irlands er af sprott- ið. þó að Parnell hafi fyrir sitt leyti hætt við málafærsluna, þ4 að- stoðar hann Davitt við að leggja fratn rök sín. Setn dæmi upp á harðstjórn þá, sem nú. á sjer stað á írlandi, er það til fært, að merkir Englendingar kvarti nú sífeldlega undan því, að ef þeir ferðist um Irlatul, anuaðhvort sjer til skemmtunar eða í öðrum erindagerðutn, þá^je lögregluliðið þar sífelt á hælunutn á sjer og sýni sjer ýmsan ósóma. Einn af heldri mönnum frjálslynda flokksins, sem heima á í London og er góður vin- ur Oladstones, var þannig nýlega. A ferð um írland og varð svo reiður út af aðförum lögregluliðsius, að hann tók sig til ásamt þjóni sínum og lúbarði tvo lögregluþjóna, setn lengi höfðu verið f hælunum á hon- um. Entyar tilraunir hafa verið gerðar til að taka manninn fastan fyrir þetta. labouchere, eiuii af hinuni radí- kölustu f frelsisfiokki enskra stjórn- málamanna, er að ferðast um Skot- land um þessar mundir, og halda þar pólitískar ræður. Hann hefur þar lýst yfir því, ltver mál þeir menn úr frjálslynJa flokknum, sem lengst vilja fara (Radicals), nú hafa sett á tlagskrá sína. Breytingar þær sem þeir vilja fá framgengt eru stórkostlegar. þeir vilja fá kosning- arrjettinn færðan út; þingkosningar vilja þeir láta fram fara þriðja hvert ár; þá vilja þeir og afnetna ensku kirkjuna sem þjóðkirkju, láta ríkið draga undir sig eignir hennar og verja þeitn f aðrar þarfir en þær sem kirkjunni við koma. Landlög- unum vilja þeir fá breytt á þann veg, að ótnögulegt verði fyrir nokk- urn einn mann að eignast stórmikl- ar landeignir. Hreyfingar meðal erfiðismanna á Stórbretalandi um þessar mundir eru all-eptirtektaverðar. Lesendur vorir munu kanna^t við Rurns þann, er var foringi erfiðismanna við verkfall- ið mikla i London fyrir fáunt vik- um, og sein leiddi þá stórkostlegu deilu svo liamingjusamlega til lykta. Burns er nú, ásamt öðrum inanni úr erfiðismannaflokknum, Tillet að nafni, að reytia að koma á verka- mannasambandi út uin allt Stórbreta- land, f því skyni að fátæklingarj skuli geta fylg/.t að málum gegn verkgefendum sfnum. þeim virðist verða allmikið ágengt; að minnsta kosti halda þeir afar-fjölsótta fundi. þannig er sagt, að Tillet hafi haldið ræðu yfir 60,000 manna á mánu- daginn var. það einkennilegasta við þetta mál er það, að þeir eiginlegu sósialistar vinna á móti þvf af al- efli. þeim nægir ekkert miuna en gersamleg umturnun 4 öllu fyrir- komulagi mannfjelagsins, og allar smá-umbætur á kjörum fátæklinga álíta þeir að fremur muni seinka en flýta fyrir að slikri byltingu fáist framgengt. Nihilistar á Ilússlandi hafa eijn komið lögregluliðinu í stamlandi vandræði. þennan mánuð, sem nú er að enda, hefur þeim tekizt að breiða út u.n alla Pjetursbofg uppreisnar-seð'a. Lögregluliðið skil- ur ekkert í því, hvernig þessir seðl- ar hafa náð að prentazt, nje hvern- ig þeim hefur verið komið út um borgina. Ætlun manna er, að þeir hafi verið prentaðir í Parfsarborg. Merkileg jarðfræðisleg uppgötv- un var gerð fyrir einum mánuði sfðan í Frakklandi, o: fljót niðri f jörðinni. Menn urðu varir við vatn- ið við það að kanua feykimikla gryfju, sem menn áður hafa þekkt, og þá f>egar fóru menn tvær mfl- ur fram með fljótinu. Siðan hefur mönnum tekizt að komast sjö mfl- ur eptir ánni, og hafa menn farið mestan þann veg á bátum úr segl- dúk. þrjá daga og þrjár nætur þurfti til að komast þessar sjö míl- ur, enda má geta nærri að ferðin er ekki árennileg, þar sem niða- myrkur er yfir öllum árfarveginum, nema að eins á þeim stað, sem tnenn fyrst urðu fljótsins varir. Fljótið rennur á þessutn 7 mílum, sem rann- sakaðar hafa verið, gegn utn fjölda af hellum, þar sem fullt er af stöngla- bergi. þar sem þessar 7 mílur enda steypist áin niður í jörðina, og menn hafa enga hugmynd getað gert sjer um, hve hár sá foss muni vera, en þykjast vissir um að dýpið muni vera ógurlegt. Ráðstafanir hafa ver- ið gerðar til frekari rannsókna. Á sunnudaginn var gekk krón- prins Grikklands, sonarsonur Kristj- áns 9. Danmerkur konungs, að eiga Sofíu, systur Vilhjálms þýzkalands- keisara. Framúrskarandi mikið var um dýrðir, eins og nærri má geta, þar sem flest af nánasta ættfólki brúðhjónanna var viðstatt. Sá kvittur gaus nýlega upp f Washington og barst þaðan út, að líklegt sje, að þáfinn mutii verða látinn jrera út um deiluna út úr Bærings-sundinu. Sú frjett er nú borin til baka, og jafnframt bent á, að Bandaríkja-stjórn muni ekki þykja líklegt, að páfinn sje sro vel að sjer í sjórjetti og þjóðarjetti, að hann mundi vera vel fallinn til að gera út utn annað eins mál. Mjög tnikið er gert þessa dagana í blöðunum úr neyð f vissum pört- utn af Norður Dakota. Nefnd hef- ur myndazt i St. Paul og Minnea- polis til þess að bæta úr eymdinni. Forinaður þeirrar nefndar lýsti þvf yfir 4 mánudagtnn var, að eptir þeitn upplýsiuguin, sem hann hefði fengið, ntundu allt að 100,000 manna vera utn það bil matarlausar. Mest er neyðin sögð í Nelson oounty og llatnsey county. Bændur í Missisippi-dalnum eru um þessar mundir að ganga i fje- lagsskap til þess að geta sjálfir ráðið kornverðinu á sama hátt eins og auðmenu ráða verðinu á öðrum vörum — og anuars á korninu ’ika- Fjelag það, sem tekið hefur tnál þetta að sjer, er þegar löggilt með 20 millfónhm dollara í höfuðstól. Maður var grafinn lifandi fyrir fánm dögum f Quehec-fylkinu ná- lægt Montreal. Læknar höfðu skoð- að Ifkamann og fullyrt að maður- inn væri dáinn. Hann stóð svo uppi tvo daga, og fjöltli manna fylgdi honum til grafar. Kistan var látin sfga niður i gröfina og svo var farið að moka moldinni ofatt í haná af miklu kappi. þá heyrðist einliverj- um hann heyra stunur. Allir fóru að hlusta, og það fór hehlur en ekki að fara um inenn, þegar menn þóttust vissir um, að stunumar kærnu úr gröfinni. Kistunni var náð upp í mesta ofboði og opnuð, °g þá var maðurinn að berjast við að ná andanum. Tveir læknár voru sóttir, og þeim tókst að lífga mann- inn við. Hann er nú á góðum batavegri. O Sagt er að Canada-þingið eigi að koma saman 16. janúar í vetur, þó að enn hafi ekkert verið auglýst urn það frá stjórnarinnar hálfu. það verður að líkindum eitt af hinum merkilegustu þingum, sem haldin hafa verið í Canada. þar kemur til umræðu .Tesúíta-málið, deilurnar milli Canada og Bandaríkjanna bæði út af fiskiveiðunum og Bærings-sundinu, og svo mögulegleiharnir á því að auka verzlunarviðskiptin niill Canada og Bandarfkjanna. Alexander Morris, sem varfylkis- stjóri í Manitoba frá 1872—1876, andaðist í Toronto á mánudaginn var. Morris hafði tekið mjög mik- inn þátt f stjórnmálum Canada; bæði var hann einn af þeim sein gengu ötulast fram f því að koma á fylkja- sambandinu, og eins vann hann að því af kappi, að koma norðvestur- landinu inn í sambandið. Frá 1869—- 72 sat ltann í stjórnarráði Canatla. Einkcnnileg málsókn vofir yfir um þessar mundir í Montreal. Franskt blað þar, la Afinerre, var fyrirfjór- um árum í mesta basli. Tveir auð- menn hlupu þá undir bagga með því, hvor með $ 10,000. Skömmu síðar komust þeir báðir inn í öld- ungaþing Canada. Annar þessara öld- ttnga er nú dáinn, og erfingjar lians heimta að blaðið borgi þeim $ 10,000. Hins sama krefst og öldungurinn, sem enn er á lífi. Blaðið neitar að borga, segir að þeir hafi fengiðfulla borgun með því að tekizt hafi að koma þeim inn í þingið, og til ann- arar borgunar hafi aldrei verið ætl- azt. Málið er enn ekki koinið fvrir dómstólana, en mönnum leikur tals- verð forvitni á að fá að vita, hvern- ig það muni fara, emla gefur það og nokkra hugmyml um, hvernig pólitfk gengur stuiidum í þessu landi. Ketill sprakk í þreskivjel við þresk- ingu að Castleavery, Man. á föstu- daginn var. Fjórir menn biðu bana, tveir þegar í stað, og tveir litlu síðar. Af þeim teimur, sem ekki tlóu strax, fótbrotnaði annar á báðum fót- utn, en af hinum rifust báðir fseturnir. Auk þess særðust tveir menn, en ekki svo tnikið að líf þeirra sje í hættu. þetta er talið eitthvert versta slysið, úeui kouúð lieíur fvrir bjer i fylkiuu, 1 . •

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.