Lögberg - 22.01.1890, Blaðsíða 5

Lögberg - 22.01.1890, Blaðsíða 5
* LÖGBERG, MIDVIKUDAGINN 22. JANÚAR 1S90. 5 eins og nóttin, tvo enginn sjer neitt til nema bara að rata með matinn í munn- inn.“ HvaS velúur nú ]>essu hörm- ungar-ástandi eptir skoSun Oests Pálssonar ? Menntunarleysið í landinu. Höf. kannast reyndar við, að töluvert hati verið gert í ]’á stefnu að auka menntun landsmanna : alþýðu- skólar, kvennaskólar, barnaskólar og sveitakennarar. En hann held- ur því jafnframt skarplega fram, að til alþýðumenntunar útheimt- ist annað og frekara en skólar. „þeirra hlutverk er einungis und- irbúningur", segir höfundurinn, „þeir fá unglingunum í hendur lykil að þeirri menntun, sem ligg- ur í bókmenntun Jýóðarinnar, og þeir gera ] fsera um, að taka móti áhrifum af því andlega lííi, sem hreytir sig lijá þjóðinni. það er allt og sumt'". En íslcndingar eigi í raun og veru cngar bók- vienntiv, að eins „einstöku bsek- ur í einstöku fróðleiksgreinum", og allt andlegt líf á landinu sje „dofið o'f kalt eða dautt“. þetta liefur, að því er vjer bezt vitum, aldrei verið sagt áð- ur af neinum lslendingi. A Is- landi hafa menn sannarlega hald- ið hingað til, að allt væri fengið mcð skólunum. En þó aö \ jer sjeum ekki samdóma höfundinum um gildi fornsagnanna, og vjer sjeum sannfærðir um, að hann hafi ekki sjeð allt, sem í þeim liggur, þá erum vjer honum sam- dóma um þetta atriði. Um það má reyndar deila, hvort þessar „einstöku bælcur í einstöku fróð- leiksgreinum" sjeu nú í raun og veru ekki bókmenntir. En það oferir minnst til. Hitt or aðalat- o riðið, að þessar bókmenntir, sem til eru á íslenzkri tungu, geta ekki til lengdar borið uppi mcnnt- unarlíf neinnar þjóðar. Vjer getum hugsað qss, að cngir hafi fundið átakanlegar til þcssa, en eintrdtt vjer hjer vestra. sem stönduui í baráttunni fyrir þjóðemi voru. Staða vor í því efni er svo einstakleg, svo örðug og þreytandi, og svo injög mis- skilningi uudirorpin, að það ger- ir sjer naumast nokkur sá grein fyrir því, sem ekki hefur 1 það komizt. Að öðru leytinu er fyrst o" fremst sú sannfæring vor, að O þjóð vor hjer vcstra þurfi að vakna til nýrrar menntunar, nýs andlegs lífs; þar næst að hún geti ekki vakn- að til slíks andlegs lífs, neina með með því að rækja sitt eigið þjóð- erni; hún er nú einu sinni ís- lenzk, og getur ekki orðið neitt annað á skörnmum thna. það hef- ur sýnt sig bezt ú. því, hvc gróð- urlaust og volað hefur orðið líf þeirra Islendinga hjer vestra, scm farið hafa að fyrirlíta og vanrækja Jtjóðerni sitt með öllu; þeir hafa víst fæstir fengið nokkra lifandi vitund í staðinn. En svo er að hinu leytinu ]tessi óumræðilega fátækt í bókmennturn vorum. Oss dylst ]>að ekki, því að engum hugsandi mönnum, sem til þekkja, mun ]>að geta dulizt, að eptir því sem hið andlega lif meðal Islend- inga hjer vestra fær meiri vöxt, meiri fyllingu, meiri sfyrk, eptir því standa og bókmenntir vorar ver að vígi; jafnframt því sem hussunarlíf vort allt fær meiri þroska, koma og fram tleiri og fieiri þ.ær þrár andans, sevn bólc- menntir vorar ekki fullnægja að neinu leyti, fleiri og fleiri spurs- mál, sctn þær láta ósvarað. Og þegar svo er komið, er þjóðerni voru hin mesta hætta búin. þann- ig getur þeim mönnuvn, sein hjer eru að berjast fyrir viðhaldi og sóma íslenzks þjóðernis, stundum fundizt setn þeir allt af vera að vinna rnóti sjálfum sjer, allt af vera í raun og veru að íjarlægj- ast sitt takmark, því meira sem þeir herða sig. Og slík tilfinning er aldrei uppörfandi. það er óncitanlega kominn tími til þess, að Islendingar geri sjer ]>að ljóst, að á bókmenntum þeirra, eins og þær eru þann dag í dag, geti ckki grundvallazt nje staðið neitt sannarlegt menntalíf fyrir heila ]>jóð. það er næstum því ótrúlegt, og það er í fyllsta máta skaðlegt, hvað litla hug- mynd menn sýnast hafa um þetta atriði á íslandi, og hvað óumræði- lega háar og meinvitlausar hug- mvndir menn gota gert sjer um þetta litla, sem til er. Vjer þurf- um ekki aö fara lengra en í citt íslenzka blaðið, sem einmitt barst til vor með sama póstinum, eins og þessi fyrirlestur Gests Páls- sonar. það er Nor&urljósið frá 28. okt. síðastliðnum. Guðmundur Hjaltason, sem annars er ó- efað einn af hinum mest hugs- andi mönnum á ættjörð vorri um þcssar mundir, segir þar : „þótt vjer eigum nú fremur fátt af skáldsögum, söguljóðum og sjónar- leikjum, þá eigum vjer samt sjálfs- óð (lyrik) líkt og aðrar þjóðir, og í honuin stöndum vjer á baki mjög fárra, ef nokkurrar þjóðar annars“. það er reyndar sjald- gæft, oð sjá aðra eins fjarstæðu og þessa á prenti á í.slandi, en það kemur til af því, að það er svo sjaldgæft að sjá þar nol'.kuð á prenti viðvíkjandi bókmenntum Jandsius. Og það er áreiðanlegt, að þessi hjátrú er framúrskarandi almenn. ]>ví að þetta er hjátrú, svartasta, fjarstæðasta vithvysa. Hitt mundi láta nær sanni, að af öllum menntalöndum heimsins sje ekki jafnlítið til af góðri „lyrik" í neinu laudi eins og á Islandi. Enginn maður, sem nokk- uð þekkir til bókmennta heims- ins, og sem jafnframt hugsai' sig nokkra lifandi vitund um, mundi geta verið lengi að átta sig á því, að flestar menntaþjóðir heims- ins hafa átt eða eiga ljóðskáld, sem skáld vor geta að mjög fáu leyti jafnazt við. það væri og ekki örðugt, ef á þyrfti oð halda, að sýna fram á, aö það væri hreinasta kraptaverk, ef þessu væri öðruvísi varið. þó að það sjc nú framúrskar- andi algengt á Islandi, að halda að vissar greinir hinna íslenzku bókmennta standi makalaust hátt, þá er það auðsjáanlega farið að komast inn í suma inenn að menntalíf þjóðarinnar muni ekki vera á sem allra ákjósanlegustu stigi. Höf. minnist á þá menn með þessum orðum: „En jeg veit líka uf öðrum mönn- um, sem játa fúslega að andlega mennt- unarástandið bjer á landi sje fram úr hófi hraparlegt, en þeir bæta því við, að þetta sje allt eðlilegur gangur og við engu sje hætt; áður en að andlegt líf og menntunarþroska komi, þurfi ntenn að þroskast í efnalegu tilliti. Nú sem stendur sjeu monn önnum kafuir að reyna til á allan hátt að bæta sín líkam- legu iífskjer, og þegar það sje komið í gott horf, þá komi andlega lífið af sjálfu sjer eins og eðlileg afleiðing af hinu“. þessi kennig segir höf. sje sú algengasta á Islandi, en hann mótmælir hcnni vel og skörulega. Hann segir, það sje einmitt and- lega fjörið og andlegi þroskinn, sem knúi fram verltleg fyrirtæki og efnahags-framför, en það sje ekki hægt að benda á eina ein- ustu þjóð, þar scm andlega líflð hafi komið sem uflciðinir af bætt- um efnahag. Og hann bendir á þá reynslu, sem einmitt íslend- ingar sjálfir hafi fengið. þeir hafi byrjað á ýmsum fyrirtækjum og gert ýmsar tilraunir á síðari tím- um til að bæta efnahaginn, en allt slíkt hafl mistekizt og farið illa úr hendi, einmitt af þeirri á- stæðu, að menntalítið á Islandi sje dolið og dautt. Höf. setur í euda fyrirlest- ursins fram þá spurning, hvernig ríða eigi bót á þessu, hvernig efla eigi andlegan þroska og bók- menntalíf á landinu. ]>ví svarar hann á ]>á leið að fjárveitingar- valdið verði að hlaupa undir bagga með og styrkja þesskonar fyrir- tæki. Ekkert verði gert í þessa stefnu, meðan sá, sem vinna vill með andanum fyrir þjóðina, geti cng- an skapnðan hlut fengið fyrir starf sitt. „Skilyrði fyrir allri vinnu, bæði andlegri og líkamlegrí, er það, að maður megi lifa fyrir liana. Allt annað, öll hálfvcrk, öll brotaverk eru meira og minna þýðingarlaus eöa þýðingarlítil". Og svo bætir lmnn þessu við: „Það er ekki til neins að segja, að vjer höfum ekki efni á slíku. Vrjer verðnm að hafa efni á því, svo framar- lega sein vjer gerum kröfu til að vera þjóð en ekki sltrælingjahópur, og svo framarlega sem vjer viljum þjóðlif en ekki þjóðdauða.....Vjer höfum líka efni á að gera mikið og margt til að bæta samgöngur bæði á sjó og landi. Því má nií ekkert gera til að efla and- legar samgöngur, bókmenntasamgöngur, lika? Er ekki svo, þegar ijett er litið á að þessar samgöngur á sjó og landi fá þá fj'rst sína verulegustu þýðingu ef þær geta fluttandlegt fjör og andlegan þroska út um landið? það hefur ekki margt verið ritað á Islandi, að því er vjer framast vitum, á síðustu tímum, sem jafn-djúp hugsun liggur í, eins og í þessu, að minnsta kosti ekki viðvíkjandi þessu sarna at- riði. Eins og vjer bentum á í byrjun þessarar greinar, hefur kröf- unni ttm bókmenntir handa ]>jóð- inni aldrei verið haldið fram á þennan hátt. Islendingum hefur aldrei verið sagt það fyrr en i þessum fyrirlestri, að annaðhvort verði þeir að auðga bókmenntir sínar eða hætta að kalla sig ]>jóð. það er djarfmannlega talað, cn því mun naumast verða neitað með rjettu að þetta sje sannleikur. Og vjer höfum fyrir vort leyti enga athugasemd við þessa kenn- ing að gera aðra en þá innilega ósk, að kenningin mætti bera ein- livern ávöxt, Áður en vier skiljumst að fullu við þennan fyrirlestur, sem hefur fengið oss svo mikillar á- nægju, virðist oss rjett að taka það fram, að eitt atriði er í hon- um, sem vjer hyggjum að þar hefði bctur ekki staðið. það er kaldrandalega glensið uin starf Sig- urðar Vigfússonar. Að sönnu höf- um vjer ekki haft færi á að kynna oss árangurinn af starfi hans svo vel sem skyldi. En vjcrhöfum ekki getað betur sjeð, en það sje unnið af framúrskarandi eindreirnu kappi og elju, að minnsta kosti eptir íslenzkum mælikvarða. Mark og mið vinnu hans er það tvent: að safna samau fornmenjum lands- ins og með því frelsa þær frá glötun, og rannsaka áreiðanleg- leik fornsagnanna íslenzku. Vjer fáum ekki sjeð, hvernig nokkur Isleudiugur getur litið hornauga til þess starfs, ef það er vel og samvizkusamlega af hendi leyst. Og skyldi því ekki einmitt vera svo varið, að ef það hefði yfir höfuð verið siður menntamanna á Islandi að rækja sina köllun af jafn-mikilli alúö og einlægni eins og Sigurður Vigfússon gerir, ]'á Iiefði livorki Gestur Pálsson nje neirtn annar nokkurn tíma haft ástæðu til að taka saman annan eins fyrirlestur urn menntunará- standið á landinu? Margt er fleira í þessum fyrir- lestri, sem vjer liefðum gjarnan viljað minnast á; því ]>að er ein- mitt cinn af fyrirlestrarins stóru kostuin, að hann vekur s\ro marg- ar hugsanir hjá lescndunum, og að það er yfir höfuð svo mikið, sem um hann má segja. En ]>essi grein er þegar orðin löng. Vjer t skulum því að eins bæta því við að lielzt enginn Islendingur lijer vestan hafs ætti að sitja sig úr færi að ná í þennan fyrirlestur, ef liann verður lijer nokkurn tíma á boðstólum. Enn hefur •'kkort cintak af honum, oss vit- anlega, verið hjer til sölu. Nýlege höfum við fengiö nicírst ftf alskonar Jóla og Nýárs gjöfum með á- gætu verði, svo að þeir sem ekki hafa peninga til að kaupa dýra hluti, geta fengið þá mjög lagiega fyrir fáeiu eent (í Dundee íiouse). Söniuleiðis gjörum við okkar bezta til að fá þá hluti fj'rir fólk sem við ekki höfum sjálfir, ef nokkrir væru, af hvaða tegund sem er. Iiomið þvi sem fyst og látið okkur vita, iivers þið óskið fj’rir Jólin og Ny- árið. Allt cr í tjc, og alla gjörwm tið dnwgða, cf mögulegt er. KOMIÐ þVÍ BEINT TIL Dundee House N. A. Horninu á Ross & Isabel Str. áOuuui Sc (Eo.. LJÓSMYNDARAR. McWilliam Str. West, Winnpieg, E i: I j > 4 myndi staðurinn í bæa um sem íslendingur vinnur á. 143 manngrúi var að þjo'past þangað, og hafði haun sum- part safnazt saman vegna orðróms um það, hvað til stæði, og sumpart olli þessari þyrpingu sú rafurmagn- uða ákefð, sem hleypur í skrílinn í Lundúnum, úr ein- um manni í annan, líkt og eldur læsir sig í þurru grasi. Ilann ljet vagninn fara leiðar sinnar, og fleygði liáifri krönu* í ökumanninn, sem var nokkuð gapaleg borgun, þegar þess er gætt, að hann liafði ekkert of mikið af hálfúm krónum. Svo ruddist hann dugnaðar- lega gegnum mannþröngina, þangað til hann komst þangað sem vagninn og hestarnir stóðu. \ agninn var alveg nýfarinn að iireyfast úr stað. „Iliðið Þjer!“ lirópaði hann svo liátt sem hann gat til vagnmannsins; hann nam aptur staðar. A næsta augnabliki var hann korainn að hliðinni á vagninum, og þar sá haun enn ástipey sína elskulegri og J'ndis- legri en itokkrn sinni áður. Ilún hrökk saman við að heyra rödd lians, og virtist þekkja hana, og augu þeirra mættust. Augu þeirra mættust, og það brá gleðiljósi á andlit liennar, og |.að Ijós skein þar þangað til andlitið var allt þakið þeim heita roða, sem á eptir kom. Hann reyndi að taia, en gat það ekki. Tvisvar sinn- um reyndi hann það, og tvisvar sinnum mistókst hon- um það, og á meðan grenjaði manngrúinn, eins og haun væri genginn af goflunum. Loksins tókst honum samt að koma orði út úr sjer — ,,Guði sje lof!“ stam- aði liann, „guði sje lof að þjer eruð heil á hófi!“ í staðinn fyrir að svara, rjetti hún honnm hönd- ina og leit á hann blíðlega. Hann tók í höndina, og aptur fór vagninn að hrej'fa sig. * Ivróna — 5 shillings. — Atlis. þýð. 142 þess að lesa það. Það fyrsta, sem honum varð litið d, var ritstjórnargrein ein stutt. „Annars staðar í blaðinu11, þannig var greinin, „er stutt saga, sem vjer fengum senda með frjettaþræðinum frá Southampton, rjett þegar blaðið átti að fara að prentast, um það merkilegasta sjóæfintýri, sem vjer höf- um hejut getið um.' Vafalaust verður það talið með hinum rómantiskuatu viðburðum í annálum skiptirota á .síðari tímum, hvernig Miss Ágústa Smitliers og litli Holmhurst lávarður — eins og vjer báumst við að mega kalla hann nu sluppu frá óláns-skipinu Ivangaroo, og livernig ameríkanska livalaveiða-skipið svo bjargaði þeim af Kerguelan eyjunni. Miss Smithers, sem al- menningur manna kannast betur við sem höfund liinn- ar ágætu bókar, Áhciti Jemímu, er allri Luridúnaborg fanust evo framúrskarandi mikið til um, þegar er hún kom út fyrir lijer um bil ári síðan, kemur á járnbraut- arstöðvarnar í Waterloo með lestinni kl. 5.4, og mun- um vjer þá--------“ Eustace ins ekki lengra. Geðshræring hans var svo áköf, að lionum vurð illt, eins og ætlaði að liða yfir hann; hann hallaði sjer upp að búðarhuiðinui, og lnín opnaBist þegar í stað einstaklega gestrisnislega. A næstu sekúndu var liann staðinn upp og hafði stokkið út úr búðinni í slíkum flj'ti, að búðarmaðurinn ætlaði að fara að hrópa að menn skyldu „taka þjófinn". Klukkan var á minútunni fimm, og hann var ekki nema fjórðapart úr mílu eða svo frá járnbrautarstöðvunum 1 Waterloo. Leiguvagn var að flækjast aptur á bak og áfram rjett fyrir fr.aman liann; hann stökk upp í vagninn. „Til aðal-jarnbrnutarstöðvarinuar í Waterloo", lirópaði hann, „eins hart eins og þjer komizt, og einu augnabliki síð- ar var hann kominn út á brúna. Ilann var ekki nema 5 eða 6 míuútur til járnbrautarstöðvanna. Geysilegur 129 vagninu, Mrs. Tliomas sett á framsætið, og I.iuly llohn- liurst og Águsta á aptursætið; Dick sat i keltu móður sinnar, og var alveg frá sjer numinn. Og nú er Diek litli úr sögunnni. Þá bar við annar atburður, sem vjer ekki getum skýrt á annan luitt en þann, :ið hverfa dálítið aptur í tímann. Þegar Eustace Meeson hafði komið til London, ept- ir að hann hafði verið gerður arflaus á formlegan hátt, |>á hafði honum tekizt að fá atvinnu við að lesa iatn- eskar, franskar og fornenskar prófarl'ir fviir valinkunn- ugt forlagsfjelag. Nú vildi svo til þetta sama kveld að honum varð reikað niður „Ströndina"; liann haföi lokið nokkuð örðugu dagsverki, og hugur lians var fullur af þessum gagnslausu og nokkuð rugluðu lieila- brotum, sein flestir þeir kannast við, sem með heilan- um vitnm. llann sýndist vera eldri og fölari, heldur en þegar vjer hittum hann síðast, því að sorg og ó- gæfa liöfðu tekið á lionum höröum liöndum. Þegar Ágústa liafði farið burt, liafði liann komi/.t að raun um að hann hnfði fengið ást á henni á )ann ógæfusamlega liátt — því að í níutíu og níu skipti af liverjum hundrað fcr slík ást illu - seni miirgum tilfinningaríkum mönnum verður að fá ást á konum í æsku sinni; sií ást brennir sig inn í hjartað, og það er jafn-omögnlegt að ná af fadnu eptir hana eins og að ná af likamanum merkinu epTir sjóðheitt brennimark. Þegar slík tilfinning — seni ekki lieyrir að öllu lejti jörðunni til — fær vald j’tír manninum, þá verður hún annaðhvort liin mesta bless- un fyrir líf lians, ellegar hin þj'ngsta, langvinnusta bölvun, sem illgjörn forhig geta hrúguð á höfuð lion- uvn. Þvi fái hann þrá sinni fullnægt, þá er áreiðanlegt, að helmingtirinn af bölinu hverfur úr lífi lians, og það euda þótt litiuu eigi að vinna fj rir kouuiu sín sjö ár

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.