Lögberg - 09.04.1890, Side 2
LÖGBERG, MIDVIKUDAGINN 9. AI’RÍL 1890.
Í3
William Csillen Bryant.
Fvkirlestur eptir
Friðrik J. Bergmann.
Bryant hefur verið kallaður
Bkáldafaðir Ameríkumanna. Og f>að
uafn verðskuldar hann fyllilega.
Hinn nafnfrægasti af sk&ldum þeim,
sem komu rjett á eptir honum,
Longfellow, viðurkenndi þetta fað-
erni afdráttarlaust, pótt hann væri
Bryant að mörgu leyti fremri. t>að
er hættulegt að vera hinn fyrsti í
hverjum leik sem er. Hinu norska
skáldi Welhaven fórust vel orð,
pegar hann sagði um þann, sem
fyrstur berst fyrir einhverju n/ju:
„hann sigrar ei, en berst að eins
og fellur".
I>etta á að því leytí við um
Bryant, sem hann eins og aðrir var
barn sinnar tíðar. L>ótt hann væri
löndum sínum fremri í mörgu, var
hann pó ef til vill likur peim í fleiru.
Andrúmsloptið, sem hann lifði í,
var ekki hollt. t>að var of mikið
af frumbýlingsskap og frjmbýlings-
hugsun kríngum hann. í auðnum
lágu enn hin einu metorð. Landið
átti enn ekki nærri nógu mörtr mikil-
menni til að leysa úr hinum ótal
praktisku spurningum, sem lágu
lyrir framan pjóðina til úrlausnar.
I>ess vegna purftu peir, sem eigin-
lega voru fæddir til alls annars en að
standa í praktisku stappi, opt að
eyða kröptum sínum á pví að hafa
mál til meðferðar, sem öðrum lágu
miklu nær. Bryant var barn hins
elzta tímabils í sögu pjóðarinnar.
Hann byrjaði að yrkja undir áhrif-
utn 18. aldarirnar, stældi fyrst Pope
en síðan Wordsworth, en hrissti pá
pó báða af sjer vonuin fljótar. En
pað loddi einlægt við Bryant eitt-
hvað af stiiðleik 18. aldarinnar.
Hann var einlægt samur og jafn.
I>að var eins og honum dytti aldr-
ei f hug, að laga sig neitt eptir
hinum breytilegu skoðunum sinuar
eigin aldar. Skáldagyðjan mældi
honum af heldur skornum skammti.
t>að er ekki næsta mikið, sem hann
orti pessi 70 ár, pegar maður ber
verk hans saman við pað, sem
liggur eptir hin önnur ensku skáld,
t. a. m. Shelly, er dó 20 ára gam-
all. — Enginn ástamaður var Bryant,
sem skáldunum er pó fremur gjarnt
til. t>að er petta heimspekilega jafn-
vægi yfir lund hans og tilfinningum,
sem mönnum með beitara eðlisfari
stundum finnst vera kuldi. Einlæg
vinátta og sonar-eða bróður-ást sýn-
ast hafa verið haus sterkustu til-
finningar. Jeg hef talað uin pað
áður í fyrirlestri um sama efni, að
kímnin er eitt af aðal-einkennum
ameríkanskra rithöfunda. En hún var
engan veginn einkenni Bryants.
Hann kunni ekki að vera kíminn í
bundnum stíl og honuin fór pað illa,
ef Iiann reyndi pað. En I ræðum sín-
um tókst honum pað stundum all-
vel og sór hann sig pá í ættina
sem góður Yankee. — Se.ri skáld
var hann naumast nótru einkenni-
n
legur, en pað kom aptur til af pví
að hann var hinn fyrsti. Hann gat
að eins stigið hin fyrstu spor í
áttina, en pað varð líka til pess
að ótal fylgdu honuin og hafa
komizt langt fram fyrir hann. Mál
hans er fagurt og hreint, en færri
orð brúkar hann en nokkurt annað
skáld, sein hefur orðið honum jafn-
frægt.
I>egar allt petta er tekið sam-
«n, liggur töluverð takmörkun í
pví fólgin. I>að hefðu fáir menn,
sömu gáfutn gæddir, og eins tak-
markaðir á ýmsar hliðar, orðið eins
frægir. Mikið af Ijóðum huns mun
lifa meðan lar.d petta stendur og
hrífa hverja sál, sem les menning-
arsögu lands pessa ofan í kjölinn.
En nú viljum vjer að síðustu gefa
ofurlítið yfirlit yfir pað, sem ligg-
ur eptir hann, pennan skáldaföður
pessa frjálsa lands.
Árið 1808 gaf hann út fyrsta
kvæðið sitt; hann var pá að eins
14 ára gamall. X>að var pólitískt
háðkvæði og lýsir undraverðri eptir-
tekt á peim aldri. Mönnuin liefur
víst pótt töluvert mikið til pess
koina, pví pað var gefið út öðru
sinni skönnru seinna. l>egar hann
var 21 árs gaf hann út annað
kvæði, sein eiginlega gerði hann að
skáldi. Hann nefndi pað Thana-
topsiK, — sjón dauðans. Sumt af
pví hafði hann ort lö ára, en
lokið pví tveimur árum áður en pað
kom út. t>etta kvæði og atinað stutt,
sein hann orti seinna — To a
Waterfowl — voru fyrirmynd alls
pess, sein kveðið var og fagurt
pótti, pangað til Langfellow
var búinn að koma fótum fyrir
sig og finna sjálfan sig. Sá sem
ber saman Langfellows Voices oi
the Niglit við pessi tvö kvæði með
dálítilli eptirtekt, getar gengið úr
skugga um, hvílíka p/ðing orð
pessa tvítuga pilts höfðu fyrir kom-
andi tíma.
En, eins og áður var vikið á,
Bryar.t var enginn afkastamaður sem
skáld. Hann hristi ekki ljóð sín
fratn úr ermi sjer, eins og sumir.
Frá pví 1821 að hann gaf út ofur-
iítið kver 44 blaðsíður á stærð,
kom ekkert út eptir hann pangað
til 1840 að annað dálítið hepti kom
út og enn annað 1844 með nýjum
Ijóðmælum. I>egar Bryant var orð-
inn sjötugur öldungur, var kvæð-
um hans loksins safnað saman I
beild. Seinna gaf hann út dálítinn
bækling, sem hann kallaði „30
kvæði“; pau voru að engu leyti
lakari en pað, sem bann hafði ort
áður; hann sýndi einmitt ineð pessu
siðasta kvæðasafni sínu, að hann
átti enn eptir töluvert fjör í sinum
fjörgamla búk. Samt var iekið
heldur kaldrandalega við pessu sein-
asta safni; pað var eins og hin
yngri kynslóð væri gröm við hann
út af pví, að hann breytti aldrei
neitt til og hirti ekkert um pá
breyting á smekk pjóðar sinnar,
se:r. á var orðin.
Bryant las lög pegar á unga
aldri og starfaði sem lögmaður í
New York í 9 ár. En hann var
fátækur og sýnist lítið hafa orðið
ágengt í peiiri stöðu. Til pess var
hann of beinn og blátt áfram og
einlægur. Hann hefði ef til vill
verið góður málaflutningsmaður með-
al Rómverja, pví hann skoðaði lög
og rjett einungis frá peirra sjón-
armiði. En liann hataði alla pessa
Yankee-króka og fannst pað að lít-
ilsvirða sjálfan sig að nota pá.
Hann hætti pvf við lögin og tókst
ritstjórn á hendur, fyrst fyrir tíma-
rit, síðan fyrir New York Evening
Post, sem hann sfðar keypti og var
hann ritstjóri pess blaðs til dauða-
dags. Ekki skaraði hann eiginlega
neitt fram úr sem ritstjóri, en
manna vinsælastur var hann í peirri
stöðu og flugríkur á skömmum tíma.
Aldrei orti hann neitt á móti
prælahaldinu eins og bróðir hans á
Parnassus, John Greanleaf Whittier,
og hafa sumir iáð honum pað og
haldið pað kaldlyndi hans að kenna.
En við pað er tvennt athugandi.
Fyrst pað, að hann ritaði hverja
greinina á fætur annari í blað sitt
pví máli viðvíkjandi. Hann lá eng-
an veginn á liði sfnu og enginn
getur með rjettu sagt »ð hann
leiddi pað mál hjá sjer, pótt hann
skoðaði pað ætið með stilling og
hægð. í öðru lagi pað, að gáfur hans
voru ekki pannig lagaðar, að hann
hefði getað vegið óvini pess máls
með kvæðum sfnum. Öðru máli
var að gegna um Whittier; hann
var eins og til pess skapaður að
vega með orðum, pótt hann sem
góður kvekari aldrei hafi porað að
sjá blóð. En pegar sigurinn var
unninn og niálið var leitt til Iykta
o<r sannleikurinn hafði loksins borið
O
sigur úr býtum, pá hóf Bryant
rödd sfna og söng Jehova lofkvæði,
pví börn hans höfðu sigrað og
voru nú aptur frí og frjáls. The
Death of Slavery er eitt af hans
áhrifamostu kvæðum.
O .tliou great Wrong, that, through
the slow-paced years,
Didst hold tby millions fettered;
Go now, accursed of God, and
take thy place
Whith hateful memories of the
elder time!
Lo! the foul phantoms, siient in
the gloom
Of the flown ages, part to yield
thee room.
Það má segja hið sama um
Bryant eins og öll hin stærri skáld
lands pessa, að peir ’nafa ekki að
eins ort kvæði fyrir pjóð sína og
leitt henni fullkomnunar og feg-
urðar-hugmynd mannsins fyrir sjónir,
heldur hefur líf peirra sjálfra verið
fagurt, sönn fyrirmynd fyrir pjóð-
ina. J>eir hafa ekki einungis get-
að talað skáldlega. heldur einnig
lifað skáldlega. I>að eru í raun-
inni fæst af hinum mörgu augna-
blikum lífsins, sem jafnvel skáldin
verja til pess að yrkja ljóð, en
pað er einstaka peirra, sem varið
hefur lífi sínu pannig, að pað hef-
ur verið sífelldur skáldskapur. Með-
al pessara fáu eru öll hin helztu
skáld Amerík jmanna og pekki jeg
enga pjóð, sem getur talið sjer
pað eins til gildis.
MÁLMETANDI planta.
Professor Schelwisch, nafnkunn-
ur náttúrufræðingur frá Bajern, sem
liefur verið með Stanley á ferðum
hans í Afríku til að ranns ika jurta
og dýralífið í „meginlandinu dimma“,
var sá fyrsti hvítur maður til að
uppgötva pessa undarlegu plöntu.
Einn dag, pegar flokkur Stan-
leys áði hjá dálitlu porpi, skammt
frá rótunum á fjallinu Milosis í
Umbopo-hjeraðinu, tók professor
Schelwisch eptir hríslu, sem greri
par, með undarlegum stál-litum
blöðum, og pegar að var gætt, var
hríslan í raun og veru að miklu
leyti úr járni, jafnvel pó hún sprytti
eins og aðrar plöntur á jörðinni.
I>ó blöðin væru punn, var samt
tæpast mögulegt að beygja pau og
stilkurinn og greinarnar poldu við-
líka mikið átak og jafndigrir járn-
teinar; til pess að ná laufi af plönt-
unni purfti að halda á pjöl.
I>egar professor Schelwisch var
að grafa í kringum ræturnar, til
pess að skoða hana betur, pyrptust
landsmenn kringum hann og fórn-
uðu upp höndunum eins og peir
væru óðir. Professorinn hætti og
sendi eptir túlkinum. Hann gaf pá
skýringu að petta trje væri heilagt
og landsmenn tryðu á pað eins og
guð, og ef nokkurt peirra væri
grafið upp, mundi pað leiða eyði-
leggingu og hörmungar yfir allt
porjuð og hjeraðið í kring.
Prófessorinn bauðst til að borga
fyrir hrísluna, og greip handfylli af
eirpeningum upp úr vasa sínum,
sem hann gaf villumönnunum; peir
tóku feginsamlega móti peningunum
og skijitu peim milli sín; prófessor-
inn fór pá aptur að grafa pessa und-
arlegu jilöntu uj)j>, en hafði ekki orð-
ið mikið ágengt áður en villumönn-
unum fór að verða órótt aptur. Pró-
fessorinn ljet túlkinn segja peim, að
hann hefði keyjit plöntuna löglega
og hann ætláði að hafa hana á braut.
Undir eins og peir heyrðu pað, komu
peir, liver einasti, sem nokkra borgun
hafði fengið, með sinn pening, og ljet
liann ofan í holuna, sem prófessorinn
hafði grafið. Hann ljet peningana
vera, en gekk í burt og áleiðis til
fjallsins til að leyta að annari jurt
af sama tam.
r>
Þegar flokkurinn var að búa sig
á stað daginn eptir, var prófessorn-
um forvitni á að vita, hvort hjátrúar-
seggirnir hefðu ekki hreyft við pen-
ingunum um nóttina; en pegar hann
nálgaðist plöntuna varð hann forviða
við að sjá að hún hafði alveg
skipt um lit. í staðinn fyrir stállit-
inn, sem á henni var áður, hafði hún
nú fengið, bæði á stilkinn, blöðin og
pað sem sást af rótinni, svo fagran
eirlit eins og nýslegnir eirjieningar,
og glóði nú jilantan í morgungeisl-
unum eins og fægt gull. I>egar að
var gætt, kom pað ujip úr kafinu að
pessi undarlcga jilanta hafði sogið í
sig nærri allc. peningana og breytt
um leið lit.
I>að sem eptir var af jieningun-
unum í holunni sýndi að peir voru
meir en hálf etnir eða að rætur málm-
jilöntunnar liöfðu sogið pá I sig.
Plantan liafði ekki að eins skipt um
lit heldur hafði líka allt hennar ásig-
komulag breytzt að sama skapi.
Nú mátti vefja blöðin utan um
fingur manns og pau hjeldu sjer í
hverjum peim stellingum, sem pau
voru beygð í, og pað mátti nú klijijia
pau með almennum skærum.
Prófessor Schelwisch heppnaðist
með kænsku að ná nokkrum grein-
um af pessari málmetandi jilöntu og
tókst líka að fá góða ljósmynd af
henni. Hvorgi fannst meira af pcss-
ari plöntu, pangað til flokkurinn kom
í Uniamesi-landið, rjett meðan við
Nkomabakosi fjallið; par fannst
reglulegur skógur af slíkum plönt-
um; með pvl að par voru óbyggðir
voru engin vandræði að fá sýnishorn
til að liafa með sjer til Englands.
Meðan peir voru í pessum á-
fangastað fengu jnenn nóg tækifæri
til að kynna sjer ásigkomulag og
eiginlegleika pessarar lang-einkenni-
legustu tegundar sem til er í plöntu-
ríkinu. Eptir margvíslegar tilraunir
gengu menn úr skugga um, að
jilanta pessi gat nærzt á hvaða
málmi sem er, ef liann er lagður
við rótina; og innan fárra daga fær
plantan sömu einkenni og málmur
sá hafði, sem hún liefur etið; ef
um linan málm var að ræða, purfti
opt ekki nema nokkra tíma til
pess gagngerð ummyndun á taug-
um og lit plöntunnar færi fram.
Menn langaði til að vita, hver
áhrif eldur liefði á hana, svo að
tilraun var gerð í pvf skyni. Menn
náðu í gnægt af purruin við, sem
hlaðið var upji í langan köst yfir
hjer um bil 30 af plöntunum, og
kveiktu svo í endanum á kestinum
vindstöðumegin. Stanley og allir
hans menn gættu að atliöfninni og
peim veitist sú ánægja, að ganga
úr skugga um að sá ógnahiti, sem
jilantan varð fyrir, liafði engin áhrif
á hana önnur en pau að blöðin
sortnuðu af reyknum. Eptir viku
mátti sjá að rigning hafði pvegið
reykjarsortann af henni og plantan
leit út fyrir að vera eins heilbrygð
og áður.
Rótin er ólík pví sem er á
nokkurri annari jilöntu. Ilún kvísl-
ast út frá stofninum á allar hliðar
líkt og á vínviðum og er jafnaðar-
lega frá 6—8 pumlunga niðri í
moldinni. Með 7—8 puml. milli-
bili kvlslast rótin, og á hverjum
greinamótum vaxa tveir einkenni-
legir íhvelfdir f.etir og eru fastir
saman líkt og skeljar. Fletir pessir
snúa kúpunum út á við og eru
bálfopnir, pangað til peir verða
varir við málm; pá smálokast peir
utan um málminn og fer pá frain
efnabreyting, sem menn halda sje
ekki ólík pví, pegar notað er raf-
urmagn til að leysa efni sundur;
á pann liátt tekur jilantan málm-
inn I sig.— Úr Philadeljihia Times.
MITCHELL DRUfi CO.
— STÓRSALA Á —
I})fjum og patcnt-mcíiotum
Winnipeg, Man.
Einu agentarnir fyrir hið mikla norður-
ameríkanska heilsumeðal, sem keknar h ó s t a
kvef, andþrengsli, bronchitis.
Jaddleysi, hæsiog sárindi íkverk-
u n u m.
Grays síróp rtr kvedu lir
ramlii grcni.
Er til sölu hjá öllum alminnilegum
Apólekur u m ogsveita-kaupmönnum
GRAYS SÍRÓP læknar verstu tegundir af
hósta og kvefi.
GRAYS SÍRÓP læknar hálssárindi og hæsi,
GRAYS SiRvtP gefur Jcgar í stað ijetti
bronchitis.
GRAYS SÍRÓP er helsta meðalið við
andþrengslum.
GRAYS SÍRÓP læknar barnaveiki og
, kíghósta.
GRAYS SJRÓP er ágætt meðal við tæringui
GRAYS SIRÓP á við öllum veikindum í
, hálsi, lungum og brjósti.
GRAYS SIRÓP er betra en nokkuð annað
meðal gegn öllum ofannefnd-
um sjúkdómum.
Verd 25 cents.
Við óskum að eiga viðskipti við yður.
NORTHERN PACIFIC
AND MANITOBAcRAILWAY.
T me Table, taking effe t Dec. 30. 1889.
North B’n’d l South B’n’d
Daily ' Exept Sunday Daily Passen- ger. - & 2 0 JS s STATIONS. c æ rt Ph Freight. J
N°. 55 No. 53 Cent. St. Time No. 54 N056
i.3°p 4-15 P 0 a Winnipeg d 10. 'oa 4-30P
I-25P 4. np 1.0 Ivennedy Aven 10.532 4-35P
1 •15 P 4.07 p 3.0 I’ortagejunct’n i°-57 a 4-45P
12.47P 3-54P 9-3 .St. Norbert.. 11.II a 5-o8p
12.20 p 3-42p '5-3 .. .Caitier.... 11.24 a 5-33P
11.32 a 3-24P123.5 3.16P27.4 ..St. Agathe. 11.42 a 6.05P
11.12 a .Union Point. 11 •5°a 6.20P
10.47 a 3.05 p 32.5 .Silver Plains. 12.02 p 6.4015
10.11 a 2.48 p 40.4 . .. Morris ... I2.20p 7.09P
9.423 2.33P 46.8 .. .St. Jean... I2.40p 7-35P
8.58a 2-I3P 56.0 .. Letellier .. I2-55P 8. I2p
8.15 a 7- >5 a 1-53P i.48p 65.0 a}wLynne{2 I. 15 P J. J7P 8.50P
7.ooa i-4°P 68.1 d. Pembina.. a I.25p 9-°5d
10. ioa 268 • Grand Forks. 5-2op
5-25a Winnip Junct’n 9-5°P
8.353 . Minneapolis . 6.353
8.oop d. .St. Paul. .a 7.053
Westwr rd. Eastward.
10.20 a .. Bismarck .. 12.35 a
10.11 p .. Miles City.. 1 i.o6a
2.50P . .. Helena ... 7.20p
io.5oa Spokane Falls . Pascoe Tunct. 12.40 a
5-4°P 6. iop
6.4oa .. Portland.. . (via O.R. &N,) 7.ooa
6.453 . . .Tacoma.. . (v. Cascaae d.) 6.453
3->5P .. Portland.. . (v. Cascade d.) io.oop
PORTAGE LA PRAIRIE BRANCH.
Daily
ex. Su
STATIONS.
Daily
exSu.
n.ioa
10.57 a
10.24 a
io.ooa
9-35 a
9-15»
8.523
8.25.1
8.10 a
3-o
I3.S
21.0
35-2
42.1
S°-7
55-5
........Winnipeg........
....Kennedy Avenue....
....Portage Junction....
........Headingly.......
.....Ilorse Plains......
....Gravel Pit Spur.....
.........Eustace........
........Oakville........
... Assiniboine Bridge... .
. ..Portage la Prairie....
4.20p
4- 32P
5- obp
5-3°P
5-55P
6.i7p
6.38p
7.05 p
7.2op
Pul'lman Palace Sleeping Cars and Dining
Cars on Nos. 53 and 54.
Passengers will be carried on all regular
freight trains.
Nos. 53 and 54 will not stop at Kennedy
Ave.
J. M. GRAHAM, H, SWINFORD,
Gen’l Manager. Gen’l Agent.
Winnipeg. Winnipeg
NORTHERN PACIFIC
-------OGr----------
IV[AjllTOB/y J/\RtJBI[AUTARFJ/yGID
Selur farbrjef
til allra stada ‘i Canada og Bandaríkjunun;
LÆGRA EN N0I{KURN TÍMA ÁDUR.
florthern Paciflc og Mariitoba járnbrautarfjelag-
ið sendir lest á
-----IIVERJUM DF.GI,--------
sem er fullkomlega útbúin með siöustu um-
bætur, Jar á meðal skrautlegir dagverða- og
svefnvagr\ar, sem gera ferðir með Jeirri
braut fljótar, skemmtilegar og Jægilegar fyrir
fólk austur vestur og suður. Náið samband
við lestir á öðrum hruatum.
Allur farangur merktur til staða í Can-
ada fluttur alla Ieið án Jess tollrannsókn
sje við höfð.
Far yfir hafið með sjerstiikun; svefnherbergj-
um útvegað til Stórbretalands og Evrópu
og Jaðan. Samband við allar beztu
gufuskipalínur.
Farbrjef VESTUP Á KYRRAHAFSSTRÖND
og TIL BAKA, sem duga 6 mánuði.
Viðvikjandi frekari upplýsingum, kortum,
tímatöflum og farbrjefum sem gilda á miðdegis-
verðarvagna brautinni, skrifi menn eða snúa
sjer til einhvers af agentum Northern Pacific
& Manitoba brautarinnar eða til
HERBERT J. BELCH,
Farbrjefa agent 486 Main St.. Winnipeg,
J. M. GRAHAM. H. SWINFORD,
Aðalforstöðumaður. Aðal agent.
Winnipeg.
CHINA IIALL.
430 MAIN STR,
(Efinlega miklai byrgðir af Leirtnui,
Postulínsvöru, Glasvöru, Silfurvöru o. s.
frv. ú reiðum liöndum.
Prísar Jeir lægstu í bænum.
Komið og fullvissið yður um Jetta.
GOWANKENT&CO.
JARSARFARIR.
Hornið A Main k, Notre Damee
Líkkistur og allt sem til jarð-l
arfaya þarf.
ÓDÝRAST í BŒNUM.
Jeg geri mjer mesta far um, aðl
allt geti farið sem bezt fnun)
við jarðarfarir.
Telephone Nr. 413.
Opið dag og nótt.
M HUOHES.