Lögberg - 29.07.1891, Blaðsíða 5

Lögberg - 29.07.1891, Blaðsíða 5
LÖGBERG.MIÐVIKUDAGINN 20. JÚLI 1801. ISLANDS FRJETTIR. (Kptir „ísaföld“). Rvik 17. júní. Af Hólasiíóla útskrifuðust 6. og 8.-9. raaí pessir 5: Ásmundur Kristjánsson, dáv. 4- (4.85) Helgi Jóhannesson vel + (4.63) Gísli Bjarnrason vel (4.18) Kristján Kristjánsson vel + (3.85) Jón Marteinsson lakl. + (3.58) Rvík 20. júní. Ai.mngiskosnikg. Rangvelling- ar hafa kosið til f>ings 15. f>. m. sjera Ólaf Ólafsson í Guttormshaga, með 58 atk. Þórður hreppstjóri Guðmuadsson í Hala hlaut 54. Ilafði orðið að kjósa tvisvar, með pví að i fyrra skiptið hlaut enginn helm- ing atkvæða, — þeir sjera Ólafur 53 og Þórður 50, en Jón Jónsson söðlasmiður frá Hlíðarendakoti 9; hafði hann verið á atkvæðaveiðum um sysluna á undan kjördegi; slóst meiri hluti pessara 9 atkvæða hans í lið með sjera Ólafi í seinni kosn- ingunni, en nokkrir höfðu tínzt af fundi. Mannalát. Ekkjufrú Steinunn Bjarnadóttir (amtmanns Thoraren- sens) í Klausturhólum, ekkja sjera Jóns próf. Melsteds, andaðist að- faraaótt hins 15. f>. m. Hinn 18. apríl f>. á andaðist eptir langvinnar sjúkdómsþjáningar ekkjumaðurinn Jón Jóhannesson á Breiðabólsstað í Sökkólfsdal, 71 árs að aldri. Vestmannaeyjum 9. júní: Um- liðinn maímánuður var fremur kald- ur og þnrviðrasamur, mestur hiti 21. og 25. + 13,4 gr.; minnstu aðfaranótt hins lö—1,0 gr. Úrkoma var all - an mánuðinn að eins 47 millimetr- ar, og hefur hjer ekki komið deig- ur dropi úr lopti frá 22. maí til pessa dags, svo að sárilla lítur út með grassprettu og garðrækt, jörð sumstaðar jafnvel farin að brenna af purki og hita, pví að síðustu viku hefur verið vel heitt á daginn, í gær 18gr. Maímánuður var allur fremur vindasamur, gengu austan- áttir um byrjun og lok mánaðarins, en vestan- og norðanáttir um mið- bik hans. Ofsaiok á austan var 4., 5. og 6. maí, svo og 1. þ. m. Gæftir á sjó liafa pví verið mjög stirðar og lítill afli. Helzt hefur aflazt trosfiski hjer í djúpinu og ysa allvel uadir Sandi, pegar pang- að hefur orðið komizt, en við porsk og löngu hefur að eins orðið vart. Fjenaðarhöld urðu yfir höfuð í meðallagi og sauðburður hefur geng- ið vel. Heilbrigði ágæt. Barðástrandarsýslu sunnanv. 28. muí: Veðuráttin hefur yfir höf- uð mátt heita góð í vor, pó liún hafi einlægt verið fremur köld og stundum umhleypingasöm. Vegna vorkuldanna hefur petta vor verið eitt hið gróðurminnsta; grænn litur sást ekki á túnum fyrr en í 5. viku sumars og sauðgröður kom ekki fyrr en í 6. vikunni. Talað er pví um að liey hafi gefizt mikil í vor, eins og í vetur, og heyfyrn- ingar hjá almenningi pví engar. Bæði vegna pess, að sauðfje gekk vel feitt undan vetrinum, og hey voru viðast til að gefa i vor, eru bæði góð höld á sauðfjenaði og hann víðast í bezta standi, og aldrei hefur kvikfjenaður selzt með eins háu rerði eins og í vor á upp- boðum hjer og í nálægum plássum. Stiiandasýslu 3. júní: Tíðin hefur verið köld optast og er því gróður heldur lítill; ís hefur verið að flækjast öðru hverju hjer inn með Ströndunum, pó hefur hann eigi hindrað siglingar og nú sem stendur er haun horfinn. Skepnu- höld góð og sauðburðurinn gengur vel, enda stórhretalaust í allt vor. Jörð er vel þíð, ög vinnutíð góð, en vinnukrapta vantar hjer mjög um pessar mundir, því hjer í plássi er fylgt peirri gullvægu(!) regla, að flestallir verkfærir menn labba sig vestur að Djúpi um páska °g l'ggja par pangað til 10 vikur af sumri, og er pað óbætanlegt tjón fyrir landbúnaðinn. Á vetrum er hjer ávallt nóg af iðjulausum lausamönnum; þeir fara ekki til sjávarins fyr en um pað leyti, sem útiverk byrja. Að þessu sinni koma peir líklega hoim, því allt af er aflalaust fyrir vestan. Rvík 24. júnl. Skipstrand. Ensk brigg, Echo, er komin var frá Englandi fyrir skömmu með saltfarm til Fichers verzlana hjer við flóann, rak á lxnd í Hafnarfirði 20. p. m. og brotnaði svo að varð að strandi. Skaptafellssýslu miðri 9. júní: „Frá pví jeg skrifaði yður síðast, 5. apríl, var tíð mild og góð par til fyrsta laugardag í sumri, að gjörði kuldakast með snjó, sem tók samt brátt upp aptur. Síðan var kuldi og frost til 18. maímán., netna fáa daga um uppstigningardag, að mýkti. Síðan hafa verið stöðugir purkar og fremur lítill gróður. Fjárhöld eru enn samt góð; fje hefur farið vel úr ullu og sauðburð- ur gengið vel. Heilbrigði manna almennt góð“. , Rvík 27. júní. Hjeraðsfundur Hónvetninga. Sunnudag 14. p. m. áttu allir prestar Húnvetninga og flestallir safnaðarfulltrúar (12) fund með sjer að Þingeyrum eptir messu (síra Stefán M. Jónsson stje í stólinn), samkvæmt skriflegu fundarboði hjer- aðsprófastsins, sjera Hjörleifs Einars- sonar í Undornfelli. Fundurinn byrj- aði á fyrirlestri prófasts: „Hvernig eigum vjer að byrja?“um hið fyrsta mál á dagskrá, kristindómsmálið, er síðan urðu lar.gar og fjörugar umræður uin, og ýmsar tillögur sam- pykktar, par á meðal: a) ein frá prófasti um, að prestar gengist fyrir pví í sókr.um sínum, að börn frá 11 ára til fermingaraldurs gangi undir opinbert próf prestsins með tilkvöddum prófdómendum ár hvert fyrir miðjan maí, í barnalærdómi, biflíusögum, skrift og reikningi, og sendi siðan prófasti skýrslu um próf- ið; b) að prestar og hreppsnefndir geri pá kröfu til sveitakennara, að þeir geti útlistað fyrir börnum lær- dómskverið; c) að prestar og sö'fn- uðir gangi eigi út úr kirkjunni að aflokinni messugjörð svo framarlega sem presturinn eða einhver af söfn- uðinum vill vekja eitthvert samtal eða utnræður kristilegu lífi til efl- ingar, fyr en pessu e^ lokið; d) að láta í ljósi pá innilegu ósk til biskups og kennara prestaskólans, að þeir geri sitt ýtrasta til að koma sem fyrst á kirkjulegu tímariti, en á meðan slíkt tímarit geti eigi kom- izt á, þá noti menn „Sameininguna“ sem málgagn íslenzku kirkjunnar, og leitist af alefli við að styðja að viðgangi henrar og útbreiðslu; e) að fela prófasti að skrifa biskupi um, að koma því til leiðar, að prestum hjer á landi sje leyft að viðhafa alla sömu biflíutexta við guðspjónustugjörðina, sem lögleiddir eru í Danmörku. Prófastur las upp brjef frá bisk- upi með þakklæti til prófasts og hjeraðsfundar fyrir frammistöðuna í fyrra og ýmsum bendingum hjer- aðsfundum viðvíkjandi. Um bindindismál urðu talsverð- ar umræður og sampykkt að lokum sú uppástunga prófasts, að prestar geri sitt bezta til að fá börn á fermingaraldri og aðrá unga menn til að neita sjer um áfenga drykki og tóbaksbrúkun. Eptir uppástungu prófasts gengu prestarnir allir í fjelag með að kaupa guðfræðisbækur eptir framúr- skarandi guðfræðinga og útlend kirkjuleg tímarit, til þess að geta því betur fylgzt með tímanum. Allir viðstaddir prestar gengu í fjelag petta með 5 kr. tillagi. Til prestsekknasjóðsins gáfu nokkrir fundarmenn 2—5 kr., eptir áskorun prófasts. Fundurinn samþykkir, að Stað- arbakkasöfnuður og Hofssöfnuður á Skagaströnd taki að sjer umsjón og fjárhald kirknanna. Kirkjureikningar voru endur- skoðaðir o. s. frv. Nefnd á fund- inum áleit Þingeyrarkirkju purfa bráðrar viðgerðar við, „par sem hún auðsjáanlega lægi undir stórskemmd- um sökum pakgalla og vantandi veggjalíms“. Næsti lijeraðsfundur skyldi hald- inn að ári á Undornfelli, að und- angenginni guðspjónustugjörð. Þingvai.lafundur. Árangurinn af hinni ótímabæru Þingvallafundar- áskorun isfirzku pingmannanna er þessi, að pví er frekast vita menn nú: í Austur-Skaptafellssýslu enginn kosinn á Þingv.fund, í Yestur-Skapta- fellstýslu sömul. enginn, í Rangár- vallasýslu enginn, í Vestmannaeyj- um enginn, í Árnessýslu tveir, í Kjósai- og Gullbringusýslu enginn, í Borgarfjarðarsýslu enginn, í Mýra- sýslu enginn, í Snæfellsnessýslu eng- inn, í Dalasýslu einn eða enginn, í Barðastrandarsýslu engiiin, í ísa- fjarðarsýslu (náttúrlega) tv«ir, í Strandasýslu enginn, í Húnavatns- sýslu enginn, í Skagafjarðarsýslu enginn, í Eyjafjarðarsýslu einn, í Þingeyjarsýslu enginn, í Norður- Múlasýslu engian, í Suður-Múlasýslu enginn. Ekki hefur heyrzt enn, hvað forsprakkarnir, ísfirzku ping- mennirnir, ætla fyrir sjer, hvort heldur að nalda Þingvallafund sjálfir og einir síns liðs, sem líklega væri snjallast, eða að láta pessa 5—6 kosnu fundarmenn gera það, auð- vitað í nafni alls landsins. Kollabúðarfund, er haldinn var 20. p. m., eptir ráðstöfun hinna ísfirzku pingmanna, sótti strjálingur manna úr vestursýslunum 4, flestir ókosnir, og allmargt af innanhrepps- mönnum, Reykhólasveitungum, kon- um og körlum, ungum og gömlum; par höfðu allir fermdir atkvæðis- rjett. Mergð af málum var uppbor- in og afgreidd. Viðvíkjandi stjórn- arskrármálinu var samin af nefDd og sampykkt í einu hljóði einstak- lega hógvær ályktun, sem allir mundu undirskrifa, jafnt miðlunar- menn sem hinir; en einum ungum stjórnvitring á fundinum, Þórði presti Ólafssyni, mun hafa þótt liún dauf á bragðið og vildi bæta inn í hana einu smáorði, orðinu „eingöngu“, pannig, að landstjórn og löggjöf færi eingöngu fram í landinu sjálfu. Var viðbót pessi síðan sampykkt „með miklum atkvæðamun11. Ekki mun hafa verið nefnt samt neitt um pað, hvar kóngurinn, Danakonungur, ætti að setjast að hjer, hvort heldur á Kollabúðum, ísafirði eða hvar, hug- myudin llklega að fresta pví til næsta Kollabúðafundar, heldur en að láta Þingvallafund núna útkljá pað. Veðrátta og grasvöxtur. Frá- bær veðurblíða með fádæma sólar- hita hefur haldizt hjer um liríð. Vegna hita og náttfalls hefur gras- vexti farið mjög fram á skömmum tíma, og eru tún sprottin í meðal- 3 lagi og paðan af betur sumstaðar hjer um sveitir, þrátt fyrir mikil purviðri og kulda framan af vorinu. Votlendi er þar á móti illa sprott- ið; hefur pornað um of. Hjer í Rvík var farið að slá túnbletti um 20. p. m. og er pað meðal slátt- arbyrjun hjer; stöku sinnum nokk- úð fyrr, — nema livað Austurvöllur var í fyrra sleginn 31. maí, full- sprottinn, en pað er eins dæmi. Lengra að er að frjetta líkt tíðar- far, og líkur fyrir góðan grasvöxt, pótt seint byrjaði I vor. Afi.abrögð. Vorvertíð hefur verið dágóð I Grindavík, afbragðs- góð í Höfnum og á Miðnesi, mikið rýr I Garði og Leiru, sæmileg í Keflavík og Njarðvíkum lijá þeim er sjó hafa stundað par bærilega, ónýt í Voguni og á Vatnsleysu- strönd, nema hjá þeim sem öfluðu 1 net framan af vertíðinni, þetta allt að 110 I hlut af porski eða par um bil, og allgóð hjer á Innnesj- um að tölunni til, en lítil kaupstað- arvara. Gufubáturinn Faxi, peirra Rigf. Eymundssonar og hans f jelaga, kom loks í gær hingað á höfn. Hann hafði komið inn á Berufjörð í leið- inni og tékið par 4 farpega, er af- hlaaps urðu Laura, með pví hún kom par eigi við vegna þoku. Bát- urinn pykir nokkuð lltilmótlegur. En „margur er knár þótt hann sje smár“ og má vera að reynslan beri honum allgott vitni, pegar hún er fengin. Slysfarir. — „Mánudaginn 22. p. m. var Jóhann Hannesson tómt- húsm. frá Bergsstöðum kaupstaðar- erindum út á Eyrarbakka; mun hafa orðið paðan nokkuð síðbúinn, en töluvert óveður var; kom hann ekki heim um kveldið, en um morgun- inn fannst hann örendur skammt frá heimili sínu. Er helzt til getið að hann hafi dottið af baki og steinn hafi orðið undir honum, par eð vottað hafði fyrir blett eða meiðslaáverka á höfði fyrir ofan gagnaugí, en liestur hans var með reiðtygjum eigi alllangt frá. Jóliann sál. var einn af sonum Hannesar bónda í Tungu, Einarssonar frá Kaldaðarnesi. Hann lætur eptir sig ekkju heilsu- veika og fjögur börn I ómegð. Formaður var hann talinn góður, en efnalitill. Hann mun hafa verið nær fertugsaldri“. Hinn 13. p. m. drukknaði verzl- unarmaður Árni B. lvnudtsen á Blönduós, ungur maður efnilegur (21 árs); var að baða sig í ósnum á sundi, og haldið, að hann hafi fengið krampa. Barðastr.sýslu 17. júní: „Veðr- áttufar hefur slðan um Trínitatis verið ágætt, liver dagurinn öðrum (Framh. á 6. bls.). 524 ekki verri. Það síðasta, sem menn hugsa um, áður en þeir velta út af á kvöldin, eru raunirnar, og með fyrstu dagsskýmunni koma pær hugs- anir aptur, og hamra á veikum heilanum allan daginn. En meðan maður getur sofið, er lífið að minnsta kosti bærilegt; og af öllum gæðum, sem forsjónin hefur veitt mannkyn- inu, eru engin eins dýrmæt eins og svefninn, sem vitringurinn Sancho Panza segir að „vefjist utan um hvern mann eins og skykkja“. Brian fann sjer þörf á hvíld, og pví sendi hann Calton hraðskeyti um, að hann skyldi koma og finna sig morguninn eptir, og annað hrað- skeyti sendi hann til Madge, og lofaði henni að koma um hádegis- bilið; svo hjelt hann kyrru fyrir heima hjá sjer allan daginn og skemmti sjer við að reykja og lesa. Hann fór snemma að hátta, og hon- um tókst að sofna vært, og var hann því töluvert hressari og fjör- ugri, þegar liann vaknaði morgun- inn eptir. Hann sat að morgunverði sín- qum kl. hálf-átta, pegar hann heyrði niður fyrir fótum sjer. Galton sneri sjer skyndilega við, þegar hann heyrði ópið, sá Brian hníga niður á stól náhvítan I fram- an, tók upp telegrammið og las pað. Honnm brá við það Jíkt og Fitzgerald, varð náfölur, lypti upp höndunum og sagði hátíðlega: „Það er dómur guðs!“ XXX. KAPÍTULl. Nemesis. Eptir pvl sem gömlu Grikkir sögðu, „eru mennirnir leiksoppar guðanna“; peir sitja hátt uppi á Ólympi, og leggja illar eptirlanganir í hjörtu mannanna; og pegar ill- gerðir voru afleiðingar hinna illu hugsana, skeramtu guðirnir. sjer við að horfa á pær árangurslausu til- raunir, sem mannskepnurnar gerðu til að koraast undan peim miskunn- arlausa guðdómi, sem kallaður var Nemesis, og kom refsingu fram á hendur peim fyrir illgerðir þeirra, Það var vafalaust mjög skemmti- legt —fyrir guðina, en það er vafa- 532 ina. Þegar hann tók aptur sam- pykki sitt, hefur Whyte hótað hon- um að ljósta öllu upp. Jeg man, að hann fór út frá Frettlby I mik- illi geðshræringu kveldið sem hann var myrtur. Frettlby hlýtur að hafa farið á eptir honum upp í bæinn, farið inn I kerruna með houum, drepið liann með klóróforminu, tek- ið lijónavígslu-vottorðið út úr leyni- vasanum, og komizt svo undan“. Brian stóð upp og gekk hart aptur og fram um herbergið. ,,Nú getið pjer skilið, hvílíkt helvíti líf mitt hefur verið nokkra síðustu mánuðina“, sagði hann, „þar sem jeg hef vitað, að hann hefur drýgt glæpinn; og pó hef jeg orð- ið að sitja hjá honum, borða með honuin og drekka moð honum með pá meðvitund að hann sje morðingi, og Madge — guð minn góður —- Madge dóttir hans!“ Rjett I pessu bili var barið á dyrnar, og Mrs. Sampson ’ kom inn með telegramm, sem hún rjetti að Brian. Hann reif það upp um leið og liún fór aptur út úr dyrunum, rak upp skelfingaróp, og Ijet pað falla 525 vagnskrölt, og var klukkunni svo hringt rjett á eptir. Ilann fór út að glugganum, og sá að pað var hestur Caltons og vagn, sem var fyrir utan dyrnar, og skömmu síðar var eigandanum vísað inn I herberg- ið til hans. „Þjer eruð fallegur náungi“, sagði Calton, þegar peir höfðu heils- azt. „Jeg hef verið að blða eptir yður með allri polinmæði Jobs, og haldið að pjer væruð enn úti á landi“. • „Viljið þjer taka yður bita?“ spurði Bnan og hló að gremju hins. „Hvað hafið þjer?“ sagði Cal- ton og leit á borðið. „Svínslæri og egg. Það or ekki um auðugan garð að gresja. Húsmóðir yðar sýn- ist ekki vera takmarkalaust uppá- finningasöm í matartilbúningi“. „Það eru fæstar húsmæður, sem leigja mönnum lierbergi“, svaraði Fitzgerald og fór aptur að borða. „Svo framarlega sem drottinn finni ekki upp einhverja nýja skopnu, þá fá leigjandi menn nautasteik og sauðaket, og svo ketkássu til skipt-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.