Lögberg - 22.06.1892, Blaðsíða 2

Lögberg - 22.06.1892, Blaðsíða 2
2 LOCBERQ, MIÐVIKUDAGINN 22 JUNI 1S92 Sögbcta. 6*6« át a* 573 Maia Str. Wianipes, »í Thi J,i[btrg Printing ér" Publishing Coy. (Inccrporated 27. May 1890). RrrsTjáRi (Editor): EJKAR H/ÖRLEIFSSON PUSINKSS MANAGF.K: A/AGNÚS PAULSON. Al oLVSINIjAR: Smá-auglýsingar í eitt skipti 25 cts. fyrir 30 orö eða 1 þuml. riálkstengdar; 1 doll. um mánuðinn. Á stærri auglýsingum eöa augl. um lengri tíma aj- sláttur eptir samningi. RÚSTADA-SKIPTI kaupenda verSur a8 til kynaa sknjlega og geta um fyruerandi bú stað jafnframt. UTANÁSKRIPT til AFGREIÐSLUSTOFU blaðsins er: THE LGCBE^C PI^INTINC & PUBLISH- CO. P. O. Box 368, Winnipeg, Man. UTANÁSKRIFT til RITSTJÓRANS er: EDITOR LÖOBERti. P. O. BOX 368. WINNIPEG MAN. — MIÐVIKUDAGINN 22. JÚNÍ 1892.- |:gr Samkvæmt landslögum er uppsögn kaupanda á blaði ógild, nema hann sé skuldlaus, begar hanm segir upp. — Ef kaupandi, sem er í skuld við blað- ið flytr vistfsrlum, án þess að tilkynna heimilaskiftin, þá er það fyrir dómstól- unum áiitin sýnileg sönuun fyrir prett- vísum tilgang'. . jry Eftirleiðis verðr á hverri viku prent- uð S blaðmu nðikenr.ing fyrir móttöku allra peninga, sem t>ví hafa borizt fyrir- farandi viku í pósti eða með brcfum, en ekki fyrir peningum, sem menn af- henda sjálflr á afgreiðslustofu blaðsins* því að þeir menn fá samstundis skriflega viðrkeaning. — Bandaríkjapeninga tekr blaðið fullu verði (af Bandaríkjamönn- n»), og frá ísiandi eru Islenzkir pen ingaseðlar teknir gildir fuliu verði sem borgun fyrir blaðið. — Sendið borgun í P. 0. U»ney Orders, eða peninga í Re gittertd Letter. Sendið oss ekki bankaá visanir, sem borgast eiga annarstaðar en í Wiasipeg, nema 25ct3 aukaborgun fylg fyrir innköllan. SLÓLAMÁLIÐ. Mjög merkilegur ritlingur kom út hjer í bænum fyrir fáum dögum. Hann er um aðalmál J>að sem Mani- tobamenn eiga nú að leggja úrskurð sinn á við næstu kosningar, skólamál fyl/cisins. Með J>ví að ritlingurinn er á ensku, og allmargir landar vorir geta f>ví ekki haft hans not, skulum vjer með nokkrum orðum gera grein fyrir efni hans. Áður en Manitoba varð partur af Canada sambandinu, voru hjer engin skólalög, og engir almennir skólar. Enska kirkjan, kapólska kirkjan og presbyteríanar hjeldu að eins uppi skóluin fyrir sína eigin peninga. En pegar Manitoba gekk inn í fylkjasam- bandið, tók fylkið að sjer skólana, pannig, að peir voru tvískiptir, aðrir ætlaðir kaþólskum mönnum, hinir pró- testöntum. • í prótestanta skólunum voru engar trúargreinir kenndar, en í kaþólsku skólunum var öll aðaláherzl- an lögð áað innræta nemendunum ka- þólska trú, en miklu minni á það að kenna þeim veraldlegan fróðleik. Til dæmis um það, hvernig kennsl- unni var háttað, má þess geta, að eng- inn söngur var kenndur nema sálma- söngur og tón. Sagnafræði var engin kennd fyrr en í 5. deild, að undantek- inni biblíusögu. í 5. deild var kennd sarra Canada meðan liún var undir n stjórn Frakka. í 6. deild kom saga Canada undir Bretum, og í 7. deild Knglandssaga. Nú komust mjög fá frönsk börn lengra en í 5. deild, og þess vegna lærði allur þorri þeirra ekki hið minnsta um Canada, ættjörð sína, eptir að það fyrirkomolag á þjóð- fjelaginu, sem Bretar hafa hjer komið á, náði hjer fótfestu. Að hinu leytinu var mikil álierzla lögð á að kenna börnunum námsgrein, sem kölluð var „velsæmi11; þar fengu þau meðal ann- ars tilsögn í því að skrifa brjef til presta og preláta, titla þá rjett o. s. frv., hvernig þau ættu að liegða sjer í kirkjunni og m. m. Erkibiskupinn rjeð, hverjar kennslubækur skyldu notaðar, og umsjónarmenn skólanna, sem jafnan voru jirestar, áttu að hafa vakandi auga á að í hverjum skóla væri krossmark eða einhver heilög mvnd. Tache erkibiskup kallaði skól- ana „kirkjur barnanna“, enda verður því ekki neitað, að það var sanmr.æli. Skólarnir yoru í raun og veru kirkiur miklu frernur en nokkuð annað. Svo sem til dæmis um það, lrvað heirntað var af þeim mönnum, er ger- ast vildu kennarar við þessa kaþólsku skóla, setjum vjer lijer nokkrar spurn- ingar, sem lagðar voru fyrir kennara- efni við kennarapróf hjá kaþólskum mönnum árið 1885. „Ilvað er kirkjan? Hvar er liin sanua kirkja? Eigum vjer að trúa því sem kaþólska kirkjan kennir oss? Og hvers vegna?“ „Hvað er messan? Hvað verða menn að gera til þess að geta skilið hana rjettilega?“ „Hvaða tilfinningar eigum vjer að hafa gagnvait verndarengli vor- um?“ „Hverjir eru aðalleyndardómar trúarbragða vorra?“ „Hvað er meint með syndalausn? Hvað þurfum vjer að geratilað öðlast hana?“ En þó að þessi menntun kaþólsku skólanna væri nokkuð ankanr.aleg frá almennu sjónarmiði, þá fyrirlitu ekki kaþólskir fjárstyrk almennings. t>eim tókst að koma svo vel ár sinni fyrir borð, að þar sem prótestantisku skólahjeruðin fengu að eins $ 197.55 hvert frá löggjafarvaldinu, þá fengu kaþólsku skólahjeruðin $347.02 hvert. t>ar sem aptur á rnóti skólahjeruð pró- testanta lögðu á sig skatta, sem námu $450.20 á hvert þeirra, þá lögðu ekki kaþólskirmenná sig skólaskatt,sem nam meira enn $277.95 fyrir hvert lijerað. í stuttu máli, þar sem prótestantar lögðu sjálfir fram 70 cent af hverjum dollar, sem þurfti til að halda við skólum þeirra, þá lögðu kaþólskir menn fram að eins 45 cent af dollarn- um og fengu hin 55 cent af fje al- mennings — til þess að halda uppi barna-kirkjum sínum. Allt þetta fyrirkomulag breyttist með skólalögunum, sem gefln voru út 1890. Aðskilnaður prótestantisku og kaþólsku skólanna var úr lögutn numið. Við guðræknisiðkanir þær sem um hönd á að hafa f skólunum, iná ekki kenna neins trúarágreinings^ sem á sjer stað meðal kristinnamanna, og börnin eiga alls ekki að vera við- stödd þær guðræknisiðkanir, ef for- eldrum þeirra eða fjárhaldsmönnum er það á móti skapi. Og öllum skólum, sem fylkið viðurkennir, á að gera jafn hátt undir höfði, að því er skattaálög- ur og fjárveitingar þingsins snertir. Móti þessum sameiginlegu fylkis- skólum berjast nú kaþólskir menn með oddi og egg. Aðalmótbárur þeirra eru þessar: 1. Kaþólskum mönnum voru tryggðir sjerstakir skólar með lögum í stjórnarskrá Manitoba. 2. Kaþólskum mönnum voru tryggðir sjerstakir skólar m«ð stjórn- arsamningi, sem við þá var gerður, áður en fylkið gekk inn í Canada- sambandið. 3. Samvizka kaþólskra manna býður þeim að heimta sjerstaka skóla, af því að ------ 4. sameiginlegu skólarnir, sem ekki kenna kreddur kaþólskra manna, eru „guðlausir“ ogleiða til óráðvendni og glæpa. 5. Sameiginlegu skólarnir geta ekki staðizt, ef kaþólska klerkavaldið er þeim andstætt, og það hefur úr- skurðað, að þeir skuli verða að víkja. Hessum mótbárum svárar nú höf. í öfugri röð við það sem þær hjer hafa verið taldar upp, og talar fyrst um það, hvort sameiginlegu skólarnir muni getastaðizt þrátt fyrir mótspyrnu kaþólska klerkavaldsins. Hann bendir þar fyrst og freinst á reynslu annara þjóða í þessu efni. í Sveiss eru sum fylkin alveg kaþólsk, í öðrum fylkj- um þar eru j>rótestantar í miklum meiri hluta. í skólunum þar eru guð- ræknisiðkanir utn hönd hafðar, en foreldrar barnanna ráða því, hvort þau skuli taka þátt f þeim eða ekki. Engin ágreiningsatriði í trúarefnuin eru þar kennd.— í Belírfu telur nálesra hver n O maður sig rómversk-kuþólskan. í miklu iðnaðarborgunum þar eru engin trúarbrögð kennd í skólunum, þrátt fyrir baráttu klerkanna fyrir að gera trúarbrögðin að ákveðinni námsgrein. — Á Ítalíu hefur stjórnin á hinum síð- ari árurn verið að draga skólana úr hö:id:im pn stanna, og þar á trúar- bragða kennsla sjer stað að eins einu sinni í viku; leikmenn veitatilsögnina, og eingin börn þurfa að sækja hana, nema foreldrar þeirra vilji það. Klerk- arnir eru nrjög mótsnúnir þeirri fræðslu, sem ríkið vTeitir í þessum skól- um.— A Frakklandi hefur trúarbragða kennsla gersamlega verið útilokuð úr alþyðuskólum þeim sem styrktir eru af almennings fjc, og prestarnir telja því þessa skóla guðlausa. —- Á írlandi fá börn kaþólskra manna og jiróte- stanta tilsögn í sömu skólunum. Ef einhver börn, sem sækja skóla, hafa aðra trú en kennarinn, þá mega þau ekki vera viðstödd trúarbragðakennsl- una, nema kennarinn fái skriflegt og vottfast levfi því viðvíkjandi frá for- eldrum barnsins, eða þeim sem ganga þeim í foreldra stað. Páfinn var í fyrstu mótsnúinn þessu fyrirkomulagi, en skoraðí að lokum á biskupana, að þakka stjórninni fyrir, að hún skyldi leggja svo mikið fje fram til upp- fræðslu fátækra barna í landinu. — í Astralíu og Bandarikjunum eru sam- eiginlegir skólar einu alþyðuskólarnir sem styrktir eru af almenniugs fje, og það ber ekki á öðru eu þeir gangi pryðilega. Par næst bendir höf. á þá reynslu sem menn hafa í þessu efni lijer í landinu. í New Brunswick hafa sam- eiginlegir skólar staðið meira en 20 ár, og engar minnstu horfur á, að því fyrirkomulagi verði breytt. Par eru engin trúarbrögð kennd. — í Nova Scotia eru trúarflokkaskólar óþekktir. I>ar er fjórði hver maður kaþólskur, en almenningsálitið er fastlega andstætt skipting á alþyðuskólum, og róm- verska kirkjan hefur aldrei fyrir al- vöru þorað að gera tilraunir til að koma þeirri skipting á. — A Prince Edward Island hefur tvískipta skóla- fvrirkomulagið verið afnumið, og vant- ar þó lítið á að helmingureyjarskeggja sje kaþólskur. Og það ber ekki á öðru en sameiginlegu skólarnir sjeu þar með góðu líti.— í Britisb Colum- bia eru og eingöngu sameiginlegir al- þyðuskólar. í þeim má ekki kanna neinar ákveðnar trúarsetningar. Og svo spyr höfundurinn: „Getur verið þörf á nokkurri sterkari sönnun fyrir því, að sameiginlegu skólarnir sjeu mögulegir, og að engin nauðsyn sje á því að baygja sig fyrir kröfum kaþólskra manna viðvíkjandi kennslu í ágreiuingsatriðum trúarbragðanna? Ileynsla úianna í Sveiss, Belgíu, Italíu, Frakklandi, írlandi, Ástralíu og Bandaríkjunum og flestöllum fylkjum Canada sýnir, að kennsla í ágreinings- atriðum trúarinnar erekki nauðsynleg, og að barnaskólar, sem lausir eru við trúarflokkana, eru ekki að eins mögu- legir, heldur og að þeir reynast vel að öllu leyti. (Meira.) EPTIRTEKTAVERÐAR TÖLUR. II. Til þess, að menn skuli geta feng- ið ljósa hugrnynd um, hvernig fje fylkisins er varið, er útgjöldnrn stjórn- arýrnar skipt í þrennt. Þeir þrír liðir eru kallaðlr á ensku „civil govcrn- ment“, „public service“ og „miscellan- eous“. Með „civil government“ er átt við þann kostnað, sem gengur til þings- ins, embættismanna stjórnarinnar, dóinþinga, lögreglustjórnar af fylkis- ins hálfu, fangelsa og handtekinna manna, þinghússins o. s. frv. Þetta er með öðrum orðum kostnaðurinn við að halda ujijil stjórn fylkisins frá hinum ýmsu liliðum. „Public service“ eru aptur á móti kölluð þau útgjöld, sem varið er beint í þarfir almennings, svo sem til mennt- unarstofnana, brúa, vegagerða, inn- flutninga, búnaðarfjelaga, opinberra guðsþakka-stofnana o. s. frv. ,,Miscellaneous“ eru kölluð þau ýmsu útgjöld, sem að miklu leyti eru fyrirfram fastákveðin, og því ekki til fulls á stjórnarinnar valdi, og geta ekki heimfærzt undir liina liðina, svo sem leigur af peningum, kostnaður við landsöluskrifstoíurnar og ýmislegt fleira. Það liggur í augum uppi, að þvi minni s_m kostnaðurinn verður við „civil governrnent11 og því meiri sein útgjöld þau verða, sein heyra undir „jiublic ser\ice“, því betra er það fyrir fylkið, og því sparsamari sýnir stjórn- in sig. Lítum svo á, hvernio’ samanburð- urinn verður í þessu efni milli núver- andi fylkisstjórnar og Nonjuay-stjórn- arinnar. Árið 1884 varði Norquay-stjórnin 79 af hundraði af tekjum fylkisins til „civil governemcnt“, 1885—0 47 af hundraði og 1886—7 53 af hundraðj. En síðari Hluta ársins 1888 varði Greenway-stjórnin að eins 30 af lindr- af fylkistekjunum til samskonar út- gjalda, 1889 29 af lindr., 1890 33 af hndr. og 1891 81 af hndr. Fyrra hluta ársins 1888 er hjer slej>pt, af því að þá varð stjórnin að standa við þá samninga, sem Norquaystjórnin var búinn að gera, og gat því ekki ráðið útgjöldunum sjálf. t>egar vjer aptur á móti snúum oss að þeim útgjöldnm, sem talin eru undir „publio service11, þeim útgjöld- um, sem almenningur manna nýtur beinna hagsmuna af, þá sjáum vjer, að hæð talnanna verður öfug við það sem átti sjer stað í hinum fyrri lið: nú fara tölurna* að verða hærri lijá Greenway- stjórninni. Norquay-stjórnin varði árið 1888 59 af lindr. af fylkistekjunum beint í þarfir almennings, 1885-6 34 af lindr. og 1886-7 37 af hndr. Greenway- stjórnin hefur ajitur á móti varið 66, 52, 53 og 65 af hndr. af fylkistekjiín- um beint til almennirigs þarfa þessi ár, sem hún hefur setið að vö'.dum. Það er svo að sjá, sem þeir er nú vilja fá vijjdin aptur í hendur aptur- haldsflokknuin lijer í fylkinu, þeirvilji koma_á gamla laginu, draga úr styrk- veitinguin til skólanna, búnaðarfje- laganna, vegabótanna, innflutninga- málanna o. s. frv., en auka fjárfram- lögin til embættlsmannanna, prent- unarkostnaðarins og þar fram eptir götunum. Þeir vilja setja af sparsama ráðvanda stjórn til þcss að kotna að bruðlunarsamri óráðvandri stjórn. Reyndar segja sumir sem svo, að það sje ekki víst að stjórn apturhalds- flokksins verði nú eins og hún var, áð- ur en Greenway-stjórnin tók við — og það er líka satt. Það »r alls ekki víst að hún verði eins (jM, og það eru meira að segja engin líkindi til þess. Það mátti margt að Ncrquay heitnum finna, en flestir munu þó í lijarta sínu fúsir á að kannast við, að þakkarorð sje gefandi milli hans og Mr. Hagels, mannsins, sem reyndi að færa sjer í nyt atkvæðakassabrennuna illræmdu til þess að komast á lóggjafarþing fylkisins. ÍSLE NDINGAR SVÍVIRT1R. Þingmannsefni stjórnarandstæð- inganna í Mountain (kjördæmi Green- ways), Mr. Rogers, hjeltfund að Baldri í síðustu viku. Þar var tækifærið not- að af hálfu hans og eins af hans fylg- ismönnum, McDougalls frá Pilot Mound, til að svivirða íslendinga. Blaðið Tribune segir að McDougall hafi lokið ræðu sinni með því að óvirða íslendinira með hiuum allra svívirði- legustu orðum, og kallað þá öllum þeim ljóturn nöfnuin, sem honum liafi til hugar kornið. Rogers segir blaðið og, að liafi tekið í sama strenginn. Ajitur á móti mótmæltu á íundin- urn tveir aðrir ræðumenn hjerlendir kröptugloga þessu svívirðulega hátta- lagi. Annar var sjálfur stjórnarfor- maðurinn Mr. Greenway; hinn \arMr. Strang, formaður sveitarstjórnarinnar í Argyle. Og einn af löndum vorum, sem annars var ekki ætlazt til að hjeldi neina ræðu, Mr. Christian Johnson, bað um orðið í fundarlok og fjekk það, og I jet það sköruglega, einarðlega og afdráttarlaust í ljós, að þessi svívirð- ing, sem íslendingum hafði þann dag verið gerð af ajiturhaldsmönnunum, mundi ekki verða gleymd, þegar til næstu kosninga kæmi. Vjer biðjum hann mæla manna heilastan, og vonum að spádómur hans rætist. Það er ekki heldur neinn vafi á þvf, að apturhaldsmennirnir búast við íslendingum á móti sjer við þessar kosningar. Annars mundu þeir ekki hyllast til að hella yfir þá smánaryrð- um. En þó kemur þessi háttbreytni flokksins Óneitanlega nokkuð kynlega við. Fyrir fáum vikum hefur aptur- haldsflokkurinn skjallað íslendinga á hvert reipi, og talið það einstaka ó- liæfu, að þeim, öðrum eins ágætis- tnönnum, skyldi livergi vera fengið sjerstakt kjördæmi til umráða. Og í einu kjördæminu ætlast flokkurinn til að íslendingar rjúki upp til handa og fóta, einmitt sem íslendingar. og setji inn á þingið mann, sem er af allt öðru sauðahúsi í jiólitiskum efnum en þeir sjálfir. Menn skyldu því halda, að aptur- haldsn.ennirnir sætu ofurlitla ögn á sjer fram yfir kosning<.rnar. þó aldrei nema þeini væri dálítið I nöp við ís- lendinga. En svo stæk er auðsjáan- lega vonzkan í íslendinga garð, að þeim er ómögulegt að bíða þessar fáu vikur, sem að líkindum eru eptirþang- að til kosningarnar eru um garð gengnar. íslendingar reyna vonandi að sjá það við þá kosningadaginn. Þeir munu hugsa sem svo, að það sje illtað heita hundur og vinna ekkert til. Bermæli vinar vors Christjáns John- sons munu í einu orði reynast sann- mæli. íslendin'rar sem ekki baka sín brauð sjálfir á sumrin ættu að reyna hvernig það er að kauj>a brauð af mjer eða þeini verzlunum sem verzla m«ð mín brauð, áður en þeir kaupa þau annars,aðar, jeg þori að ábyrgj- ast að þeir kæra sig ekki um að skipta um aptur. — Jeg vil mælast til við þá landa mina sem að ein- hverju leyti hugsuðu til að verzla við mig, að láta mig vita annað- livort með orðsending eða á póst- spjaldi ef þeir ekki geta komið því við sjáltir, addressi sitt svo jeg geti komið við hjá þeiin þar jeg keyri út með brauð á hverjnm degi til allra parta borgarinnar. Cr. 1‘. l>órdarson. 587 Ross Rt. I o G W o JARDARFARIR. Hornið á Main & NOTRE DAMEEjj Líkkistur og allt sem til jarð-| arfara þarf. ÓDÝRAST I BŒNUM. Jeg geri mjer mesta far um, að| allt geti farið sem bezt framl við jarðarfarir. Telephone 2W. 413. Ojiið dag cg nótt M IIlHiHKS. ——SOM

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.