Lögberg - 09.07.1892, Page 2

Lögberg - 09.07.1892, Page 2
2 1/HHiERU, LAUGARDAGINN 9. JÚLI 1892 fíefis fit »8 573 fflain Str. IVinnipcs, if The J.ögberg Priníing &* Tublishing Coy. (Incorporated 27. May 1890). Ritstjóri (Editor): EJKAP ///ÖRLEIFSSON HUSiNRss managrr: MAGNÚS PAULSON. \UGLÝSINGAR: Smá-auglýsingar í eitt ;kipti 25 cts. fyrir 30 orð eða 1 þuml. ■álkslengdar; 1 doll. um mánuðinn. Á stærri . uglýsingum eða augl. um lengri tíma aj- sláttur eptir samningi. líÚSTADA-SKIPTI kaupenda verður að til • ynna sknjiega ->g geta um fyrverandi bú stað jafnframt. UTANÁSKRIPT til AFGREIÐSLUSTOFU blaðsins er: t.ÓCBERC P^INTINC & PUBLISK- CO. P. O. Box 368, Winnipeg, Man. UTANÁSKKIFT ul RITSTJÓRANS er: LDITOK LÖOKKKO. P. O. BOX 3tíS. WINNIPEG MAN. ---- LAU6ARDAG1NN 9. J ÚLÍ 1892.- Samkvæmt landslögum er uppsögn saupanda á blaði ógild, nema hann sé vkuldlaus, |>egar hann segir upp. — Ef kaupandi, sem er í skuld við blað- ð flytr vistferlum, án þess að tilkynna iieimilaskiftin, þá er það fyrir dómstól- iuium álitin sýnileg sönuun fyrir prett- vbtim tiigang'. Eftirleiðis verðr á hverri viku prent- iið í blaðtnu riðrkenning fyrir móttöku aiira peninga, sem því hafa borizt fyrir- Aiandi viku í pósti eða með bréfum, '-n e.kkt fyrir peningum, sem menn af- i'ftxla sjálflr á afgreiðsiustofu blaðsins* Ivi að þeir menn fá samstundis skriflega viftrkenning. — Bandarikjapeuinga teki biaðið fullu verði (af Bandaríkjamönn- um), og frá Islandi eru íslenzkir pert rigaseoiar teknir gildir fullu verði sem ■oigun fyrir blaðið. — Sendið borgun í / . 0. Uoney Orclera, eða peninga í lii -MoreA Letter. Sendið oss ekki bankaá visanir, sem borgast eiga annarstaðar en i Winnipeg, nema Sðcts aukaborgun fylg fyrir innköllan. 58 ÞÚSUNDIRNAR. Fyrir nokkrum döjru»i kom Free Press nieð f>á söo>u, að Greenway- stjórnin hefði borgað járubrautalagn- ingatnönnanum Ryan & Haney $58,- 000, sem þeir hafa gert tilka.ll til síð- an }>eir lögðu partaf Rauðárdalsbraut- inni undir stjórn Norquays, en sem fylkisstjórnin hefur ekki viljað greiða ódæmd. Sjálf átti stjórnin, eptir sögu- sögn blaðsins, að fá »vo eða svo mikið af pcssu fje tíl pess að verja f>ví til kosninganna, sem fram oiga að fara eptir hálfan mánuð. Sannanir færði blaðið engar fyrir pessari sögusögn sinni, sagði að eins, að svona væri pað, og par með bóið. Náttúrlega át Heimskringla petta tifarlaust eptir; ekki varð henni að vegi að kynna sjer sannleikann í pess- ari sakargipt hið allra minnsta, heldur veltur hún út um landið, organdi og skrækjandi, að „p*tta gangi úr öllu hófi“, og par frain eptir götunum. Lesendurnir aettu af öðru eins og pessu að geta ráðið áreiðanlégleik pessara blaða, cf peir eru ekki pegar áður komnir að fullri niðurstöðu um pað efni, sem r»yndar mætti búast við af hverjum meðalskynsömum manni. Því að sagan um borgun pessara $58,000 er gersamlega t’lhæfu- laus tilbúningur. Mr. Greenway minntist á pessa sögu á pólitiskum fundi, sem haldinn var í Manitou á mánudagiun, og neitaði afdráttarlaust, að nokkur flugufótur ræri fyrir henni, og blaðið Tribune, sem, eíns og kunn- ugt er, fer nærri um gerðir stjórnar- innar, segir í ritstjómargrein ápriðju- dagskveldið: „í viðbót við neitan Mr. Grcenways í Manitou komst Tribune að]>vl í gærkveldi frá ómótmælanlega áreiðanlegri lilið, að eina sanna atriðið I pessari sakargipt er pað, að Mr. Ryan koin liingað til bæjarins fyrir einni eða tveimur vikum síðan. Stjórn- in gat ekki táimað komu Mr. Ryans. Hann hefur komið hingað nokkrum sinnum áður til pess að garfa í að fá kröfu sinui fullnægt, og af pví að liann er frjáls maður, pá var ómögulegt að meina honum að koma aptur. En eng- inn samningur hefur verið gerður við hann um kröfuna, málið hefur aldrei komið fyrir ráðanevtisfniid, engin ráða-' neytis-sampykkt hefur verið gerð pví viðvíkjandi, og ekki eitt einasta cent borgað“. t>að væri akki undarlegt pó að Ó- kunnuga menn furðaði i, að svona gersamlega tilhæfulausar sögur skuli vísvitandi vera búnar til og bornar a borð fyrir almenniug manna sem áreið- anlegur, heilagur sannleikur, sögur, sem vitanlega er hægt aö sanna tafar- laust, að sjeu haugalygi. En pegar betur er að gætt, pá er petta í raun og veru ekki svo undar- legt. Eittlivað vorða stjórnarandstæð- ingarnir til bragðs að taka, úr pví að peir eru að sparra sig á annað borð, og hafa sett sjer fyrir mark og mið að svipta stjórnina völdunum og ná peim sjálfir. Og af pví að stjórnin er í fyllsta máta ráðvönd stjórn og heiðar- leg, og pegar allt kemur til alls sjálf- sagt einhver sú beztastjórn, sem nokk- urn tíma hefur í Canada verið, pá eru stjórnarandstieðingarnir svo sem af sjálfsögðu útilokaðir frá öllum öðrum ráðum en lygum og óbróðri í stjórnar- innar garð. En peir láta ekki helclur sitt eptir liggja, að neyta peirra ráða. Allri peirri ósanninda-svækju, sem myndazt getur í peirra óhreinu liugskotum, pirla peir út yfir landið, í peirri von, að eitthvað af henni kunni að festast I augum lesendann, pó að mestur part urinn sje jafnóðum pveginn burt. Allt er petta gert til að trufla sannfæring manna tyrir kosningarnar; tilgangur- inn er, að láta almenning, sem ekki er pví betur kunnugur stjómmálum, standa ráðalausan, vitandi ekki hverju hann eigi að trúa í öllum pessum ósköp- um, sem á ganga, ef ekki er hægt að koma lyginni til fulls inn í haan. Hað væri sannarlega illa farið, ef slíkum Loka-ráðum skyldi framgengt verða. Og frá voru sjónarmiði er pað allra- hörmulegast, ef löndum vorum skyldi ekki almennt takast að sjá gegnum svæluna. STJÓRNARANDSTÆÐ- INGARNIR. —o— Hverjir eru í flokki stjórnarand- stæðinganna? Hvaða menn eru pað, *em vilja koma Greenwaystjórninni frá völdum? I>að eru prenns konar menn, sem gegn stjórninni berjast. Fyrst og frcmst eru pað pær leyfar, sem eptir eru af conservatíva flokknum hjer I fylkinu, síðan sá flokkur sundraðist um pað leyti sem Norquaystjórnin varð að leggja niður völdin. í peim flokki eru menn, sem hafa tekið pað í sig, af einum eða öðrum ástæðum, að fylla ævinnlega conservatívan flokk, vera ævinnlega móti hinum libarala, 4 hverju sem gengur, og hvernig sem á stendur. Eins og kunnugt er, er allmikið hvervetna í hinu biezka ríki af mönnum, sem ávallt fylla »ama flokkinn, sem peir einu sinni liafa tek- ið tryggð við. Slíkir menn eru til í Manito'oa eins og annars staðar. l>air greiddu atkvæði móti Grennway- stjórninni sumarið 1888, p«gar hún var ný-tekin við völdunum, og peir greiða vafalaust flcstir atkvæði móti henni við kosningarnar í pessum mán- uði — ekki endilega af pví að peir hafi neitt út á hana að setja, heldur vegna pess að hún er líbsröl, en ekki conservatív stjórn. Svo eru kapólskir menn hjer í fylkinu. Þeir eru vitanlega flestir eða allir móti stjórmnni út úr skólamálinu. í>eir telja stjórnina hafa svipt sig rjettindum, sem peir eigi heimting á, og peim rjettindum vilja peir ekki slepjta, jafnvel pótt pað sje deginum Ijósara, að pau sjeu liið inesta tjón og hætta fyrir prif pjóðarinnar. Og svo eru að síðustu móti stjórn- inni nokkiir imaiu, sem áður hafa tal- izt til líberaia fiokkrins, menn sem töldu sjálfsagt, að sjer yrði leyft að mata krókinn af almenningsfje, pogar peirra ílokkur komst. að völdum. Þeg- ar sú von brást, pegar Grcenway- stjórnin sjfndi, að húu var staðráðin í að vera ráðvötul stjórn og bægja öll- um fjeglæframönnum frá fjárhirzlu fvlkisins, pá fei'.o'u pessir. inenn ó- slökkvaudi !>atur til stjóruarinnar, og rjeðu nf. að reyrla að komast í fjár- hirzluna með iilu, úr pví peim tókst pað ekki með góðu, koinast í liana á patin hfitt að reka stjórniua frá vötd- um, úr p\ í hún var ófáanleg til nð Ijá peim iykiiinn að peninoaskúffunni. Hvað iiuii git iiimngeridur pessir ,menn hafa, er eini ósjeð. I>að kemur fyrst til fuilsf Ijós p. 23. p. m. Getur nú nokkur íslendina-ur í alvöru og einlægni haldið pví fram, að pað sje ástæða til pess fyrir landa vora að fylla pann flokk, sem saman- stendur af premur slíkum klofningum? í hverjum klofningnum ættu peir eig- inlega að telja sig? Vitanlega hafa p#ir ekki tekið í sig að fylgja ævinu- lega apturhaldsflokknum. Deir munu hafa miklu tnoir tilhneiging tii að vera ávallt liinum megiu. Ekki eru peir kapóiskir. Og ólíklegt er, að peir muni taka sjer pað mjög nærri, pó að kumpánúm eins og Luxton,Roblin og Hugli Sutherland haíi ekki verið gefið tækifæri til að svíkja stórfje út úr almenningi. Hvað skyldi pá eiginlega eiga að draga landa vora yfir í flokk stjórnar- andstæðinganna? Naumast eru pað leiðtogar flokksitis. Aurnari leiðtoga en pá Robiin og Ilagel hefur aldrei nokkur flokkur á guðs grænni jörð liaft. Að liafa fyrir pólitiskan leið- toga mann eins og Rofclin, setn hefur orðið að sverja pað fyrir rjetti, að ekki sje að marka pað sem hann segi, pegar hanri tali um pólitík, pað er eitt með pví auðvirðilegasta, sem hugsazt getur. Hverjum sómasam- leeum flokki mundi detta í liusr að liafa slíkan leiðtoga? Og livað segja mc-nn pá umiía- gel, mann, sem, hvað sem öllu öðru líður, liefur gert pær ýtrustu tilraunir, sem í hans valdi stóðu, til pess að færa sjálfum sjer í nyt einn af liinum svívirðilegustu glæputn , sem unnir hafa verið í pessu fylki, brennu at- kvæðakassans frá Nf ja ísiaridi? Munu landar vorir, sem gefa sig undir forustu slíkra manna, halda Iieiðri sínum óskertum? Nei. Verði pað almennt gert af íslendingum í Manitoiia — sem vjer reyndar vonum fastlega að ekki verði — pá verður pað sá iangljótasti blettur, sem enn hefur fallið á pjóð vora í pessu landi. Því að pað verður viðkvæðið, með rjettu eða röngu, að pað hafi landar vorir gert fyrir peninga, peir hafi ver- ið keyptir — ekki eins og stórgripir fyrir tugi eða hundruð, heldur eins og sauðkindur fyrir sárfáa dollara. SKÓLAMÁLiÐ. (Niðurlag frá nr. -42.) Enn er optir að minnast á tvær mótbárur kapólskra manna gegn sam- eiginlegu skólunum. Önnur er sú, að samningur hafi verið gerður við Rauð- árdalsbúa, áður en fylkið gekk inn í fyikjasambandið, um pað, að hver kirkjudeild skyldi hafa sína sjerstöku skóla, og fá af skólafje fylkisins jafn- mikið, tiltölulegavið mannfjðlda. Dað er petta, sem Tache erkibiskup kom fram með fyrir nokkru síðan, sem eitt- livert lielzta aðalatriði málsins.En hon- um hefur enn ekki tekizt að færa neinar sönnur á mál sitt, og pessu er pver- neitað af mönnum, sem eru mjög kunnugtr sögu Manitoba frá peim I tímum. Og að síðustn er lögfræðis-mót- báran, sú að stjórnarskrá Manitoba gefi kapólskum inönnum heimting á sjerstökutn skólum. f 22. gr. stjórn- arskrárinnar stendur, að Manitoba pingið liafi fullt vald til að gefa út fyr- ir fylkið lög’ viðvíkjandi menntamál- um, pó með pessaii undantekning, að ekkeit í slíkuin lögum megi koma í bága við pau rjettindi áhrærandi trú- arflokka-skóla, er nokkur flokkur manna iiefur samkvæmt lömim eða hefð í fylkjasambandinu. Allir við- urkenna pað, að enginn flokkurmanna haíi haft slík íjettindi samkvæmt lötjmn, pví úður en Maiiitoba gekk inn í fylkjasambandið, voru bjer alls engin lagaákvæði til viðvíkjandi trú- flokka skólum. Spurningin verður pá pessi: Voru til hjer nokkur slík rjettindi, er skólaiögin frá 1890 komi í bága víð, og iiver voru pau rjettindi. Þessari spurning á nú leyndarráð Breta á Englandi að svara. Ilenni hefur pegar verið svarað hjer í landi af premur dómstólum, og tveir af peim dómstólum hafa úrskurðað, að ka- pólskir menn haíi engin slík rjettindi haft. Hæstirjettur koinst að gagn- stæðri niðurstöðu. Alls hafa prír dómarar dæmt fylkinu í vil, en sex hafa dæínt, að kapólskir menn hefðu á rjettu að standa. Af peiin sex eru prír franskir menn, kapólskir, og verður pví naumast búiztvið með fullri sann- girni, að peir geti verið gersamlega óhlutdrægir. Brezku dómararnir, sem dæmt liafa í málinu, eru prír gegn prerr.ur, og peir tveir brezkir dómarar í hæstarjetti, sem gerðu grein fyrir sínu dómsatkvæði, færðu til allt aðrar ástæður fyrir sínum dómi, lieldur en frönsku dómararnir, pó að niðurstað- an yrði sú sama. Vitaskuld er ömögulegt að segja með neinni vissu, hvernig málið inuni verða dæmt af leyndarráði Breta. En bæklingshöfundurinn bendir á, að sannarlega sje.ekki ástæða tii pess fyrir Manitobamenn að mi:3sa móðinn, pó að hæstirjettur Canada iiafi dæmt á pessa leið. Sá rjettur liefur sem sje dæmt í 9 málum, sem risið hafa út af deilum um stjórnaiskrá iandsins, og í 7 af peim málum liefur æðsti rjettur ríkisins komizt að gagnstæðri niður- stöðu. Austur í Ontarío hefur fynr fáum árum myndazt fiokkur, sem hefur fyr- ir aðalmark og mið og sporna við yfirgangi kapólsku kirkjunnar hjer í landinu. Flokkurinn kallar sig jafn- rjettisflokk (Equal Rights party), og hefur hann sampykkt eptirfylgjandi ástæður fyrir mótspyrnu sinni gegn liinum sjerstöku alpyðuskólum ka- pólskra manna: — 1. Almennings fje, sem veitt er peim skólum, er varið til að styrkja liinn kapólska trúarllokk, og er pað í raun og veru hið sama »em að styrkja kirkju og kennilyð með skattaálögum á almenning. 2. Ka- pólskn skólarnir skaða ríkið, með pví að stía stöðugt sundur fólki, sem ætti að vaxa upp sameiginlega sem borg- arar sama landsins. 3. Trú kapólskra barna er í engu skert í sameiginlegu skólunum; pví að pað er skýrt fram tekið, að börnin purfi ekki að vera viðstödd bænabald nje biflíulestur, ef foreldrarnir vilja, pað ekki. 4. E>að er viðurkennt, að kapólsku skólarnir sjeu lakari en saineiginlegu, slcólarnir og af pví að peir eru svo litlir og fáir má búast við, að peir verði framvegis lakari, pjóðfjelaginu til tjóns. I>að er vitaskuld alveg pað sama, sem vakir fyrir almenningi manna hjer í Manitoba í pessu efrii, eins og pað sem vakir fyrir jafnrjettisflokknum í Ontario. Reynslan hjer hefur sýnt, að rómversk kapólskir menn hafa að jafnaði fengið miklu minni menntun en aðrir borgarar landsins. Og höf. synir fram 4 með ljósum rökuin, að reynsla Manitobamanna í pví efni sje alveg liin sama sem reynsla annara pjóða. Hvar sem kapólska kirkjan nær tangarhaldi á alpyðumenntuninni, par er fólkið að jafnaði hörmulega fá- frótt. Hvernig stendur pá málið nú? l>að stendur pannig, að liæstirjettur hefur úrskurðað að ekki verði kallaðir af kapólskum mönnum skattar til við- halds sameiginlegum alpyðuskóhim. En jafnframt hefur Full Court í Mani- toba komizt að peirri niðurstöðu að pessir skattar verði ekki heldur kallað- ir af meðlimum biskupakirkjunnar, pví að liati kapólska kirkjan haft pessi rjottindi áður en Manitoba gekk inn í fylkjasambandið, pá hali biskupakirkj- an áreiðaulega iiaft pau líka. Og enginn vafi er á pví, að Prestbyterí- anarnir eru líka undanpegnir, svo framarlega sem peir vilja nota sjer pann rjett. í>að verða pví hinir trúar- flokkarnir, Mepódistar, Baptistar, Con- gregationalistar, Lúterstrúarmenn og fáeinir aðrir, sem mega bera allar skólabyrðarnar. Og lögfræðingarnir telja jafnfram vlst, aðkapólskir inenri, biskupakirkjumenn og Presbyterían- ar megi senda börn sín á pessa skóla, sem peir purfa ekki að greiða eitt cent tii, skóla, sem aðrir trúarflokkar einir eru skyldir til að halda uppi. Hver einasti maður mun geta gert sjer grein fyrir, hvert vit og sanngirni er í slíku. En jafnvel pótt leyndarráð Breta skyldi komast að gagnstæðri niður- stöðu við úrskurð hæstarjettar Cana- da, pi er óhætt að segja, að ekki sje nema nybyrjuð baráttan fyrir sameig- inlegum aipyðuskólum hjer í fylkinu. Ef stjórnarandstæðingunum skyldi verða lileypt að völdum við kosningar pær sem nú fara í hönd, pá er enginn vafi á pví, að tvískipta skólafyrirkomu- lagið verður aptur í lög leitt. Að sönnu hafa peir lyst yfir pví, að peir sjeu mótfallnir pví fyrirkomulagi. En vitanlega er pað ekkert annað en til- raun til að kasta ryki í augu manna. Allir stjérnarandstæðingarnir greiddu atkvæði móti skólalögunuin nyju á pinginu 1890. Og ef peir kæmust að völdum, pá yrði pað eingöngu fyrir fylgi kapólskra manna, sem ekki eiga neitt pólitiskt áhugamál jafnmikið sem pað, að fá að halda sínuin sjerstöku kapólsku alpyðuskólutn. Dettur nokkrum í hug, að peir muni sieppa peirri kröfu fyrr en í fulla hnefana? Til hvers skyldu peir vera að styðja til valda menn eins og Roblin og Hagel, ef peir ættu ekki von 4 pvi, að peir fengju í staðinn sinni aðal- kröfu framgengt. En auk pessa er pað ekkert leyndarmál, að Ottawastjórnin ætlar að beita öllum brögðum til pess að hjálpa kapólskum mönnum til að fá vilja sínum framgengt í pessu efni, hvernig sem úrskurður leyndarráðsins verður. Slíkum tilraunum verður að veita alla pá mótspyrnu af Manitoba hálfu, sem mögulegt er, ogfyrirsiíku verki er sannarlega ekki trúandi nú- verandi stjórnarandstæðingum hjer í fylkinu. Skólamálið er pannig aðal- málið, sem liggur fyrir kjó*endum pessa fylkis, og skólamálsins vegna á Greenwaystjórnin lieimting á fylgi hvers einasta manns, sem ann frelsinu, livers einasta manns, sem er pví mót- fallinn, að kapólskir klerkar ráði yfir málum pessa fylkis. iná láða við á liennar fyrstu stigum með ]>ví aö viðhafa tafarlaust Áyers Cherry J'ectoral. .Tafnvcl þótt sýkin sje kemin langt, linast hóctinn merkilea- af þessu lyti. “ Teg hef uotað Ayers Gherry Pecto- ral við sjúklinga míua, og það lieur reynzt mjer ágætalega. Þetta merkilega lyf bjargaði einu sinni lífi minu. Jeg liafði stöðugan liósta, svita á nóttum hafði megrast mjög, og læknirinn, sem stundaði mig, var orðinn vonlaus um mig. Hálf-önnur flaska af Pectoral lækn- aði mig.“—A. J.Edison, M. D„ Middle ton, Tennessee. “Fyrir nokkrum iruni var jeg al- varlega veikur. Lækuarnir'sögðuað það væri tæring, o g a ð þeir gœtu ekkert hætt mjer, en ráðlögðu mjer, semsið- u»tu tilraun, að reyna Áyer Cherry Pectoial. Eptir að jeg liafði tckið J>ett- að meðal inn tvo eða þrjá máuði. var mjer batnað, og lief jeg alltnf síðan verið lieilsugólur fram á þennan dag.— James Birchard, Darien, Conn. „Fyrir nokkrum árum var jeg á heimleið á skipi frá Californiu, og fjekk jeg ]>á svoillt kvef, að jeg varð nokkra daga að halda kyrru fyrir í káetnni og læknir, sem á skipinu var, taldi líf mitt í hættu. Það vildi svo til, að jeg hafði með mjer flösku af Ayers Cherry Pectoral; jeg notaði )>að óspart og það leið ekki á löngu, að lungun i mjer urðu aptur alheil. Síðan hef jeg ávalt inælt, með þessu lyfi.“— J. B. Candler unction, Ya. Ayers Cherry Pectora, Búið til af Dr. .T. C. Ayer & Co., Lowell, Mass Brúkað á rnillíónum heimila. 40 ára á markaðinum.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.