Lögberg - 19.07.1893, Blaðsíða 2

Lögberg - 19.07.1893, Blaðsíða 2
2 LOGUEIvG MIÐYIKUDAGINN 19. JULÍ 1893 ö g b t x g. öeiiS út aS 148 Princess Str., Winnipeg Man. af The Lögberg Printing ór3 Publishing Co'y. (Incorporated May 27, l89o). Ritstjóri (Editor); EINAR HfÖRLEIFSSON Business managkr: JOHN A. BLÖNDAL. AUGLÝSINGAR: Smá-auglýsingar í eitt skipti 26 cts. fyrir 30 orS eSa 1 þuml. dálkslengdar; 1 doll. um mánuSinn. A stærri auglýsingum eSa augl. um lengri tíma af sláttur eptir samningi. Bt STAD A-SKIPTI kaupenda verSur aS til kynra slnflega og geta um fyrvcrandi bú staS jafnframt. UTANÁSKRIPT til AFGREIÐSLUSTOFU blaSsins er: THF LÚCBEHC PH1NTINC & PUBLISH- CO. P. O Box 368, Winnipeg, Man. UTANÁSKRIFT til RITSTJÓRANS er: EDITOR LðCBERC. P. O. BOX 368. WINNIPEG MAN. -- MIÐVIKUPAOItfN 19. JÚLÍ 1893.- t®1* Samkvæm lanaslögum er uppsögn kaupanda á blaði ógild, nema hann sé skuidlaus, þegar hann segir upp. — Ef kaupandi, sem er í skuld við blað- ið flytr vistferlum, án þess að tilkynna heimilaskiftin, þá er það fyrir dómstól- unum álitin sýnileg sönuun fyrir prett- vísum tilgang'. (Sr Eptirieiðis verður hverjum þeim sem sendtr oss peninga fyrir blaðið sent viður kenning fyrir borguninni á brjefaspjaldi, hvort sem borganirnar hafa til vor komið frá Umboðsmönnum vorum eða á annan hátt. Ef menn fá ekki slíkar viðurkenn- ingar eptir hæfilega iángan tíma, óskum vjer, að þeir geri oss aðvart um það. — Bandaríkjapeninga tekr blaðið fullu verði (af Bandarikjamönnum), og frá íslandi eru íslenzkir pen- ittgaseðlar teknir gildir fullu verði sem borgun fyrir blaðið. — Sendið borgun í 0. Money Orders, eða peninga í Ile yistered Letler. Sendið oss ekki bankaá vísauir, sem borgast eiga annarstaðar en f Winnipeg, nema 25cts aukaborgun fylg f.vrir innköllun. EFNAHAGUIT MANNA A ÍSI.ANDI. Hr. Sæmundur Eyjólfsson, bú- fræðingur og guðfræðingur, hefur sent oss prentaðan fyrirlestur eptir sjálfan sig, fluttan í Jarðræktarfjelagi Reykjavíkur 11. marz í vetur, og er hann mjög merkilegur. Höf. sýnir par með skyrum og skilrnerkilegum rökunt, að landbúnaðurinn á íslandi hefur aldrei staðið jafnillasem nú, fyr en undir lok 17. aldar, en ekki kennir hann bað landinu, hve illa er komið, Jiví að hann fullyrðir, að ísland hafi frjósamastan jarðveg af öllum norð- urlötidum. Vjer getum ekki stilltoss utn að lofa lesendum vorum að sjá sýnishorn af pessum ágæta fyrirlestri, og prentum hjer nokkur ályktunar- orð úr síðari parti hans: „Aldrei hefur hagur landsins stað- ið jafnilla sem síðara bluta 18. aldar; aldiei hefur verið jafnmikil fátækt og vesaldómur í landinu sem pá. Dað er þessi eymdartími pjóðarinnar, sem liggur næstvorri „framfaraöld“. Nú þekkjum vjer ávalltpann tímann bezt, er liggur oss næst, og höfunt mestar sögur af honum. Fyrir pví hættir mörgum við að hafa einkum þann tíma fyrir augum, er þeir tala um, hversu menn standi framar nú en fyr á tímum, eða þeim hættir við að hugsa sjer allan fyró tímann sem líkastan þessum eymdartíma, er þeir þekkja bezt og hafa heyrt flestar sagnir um. Það er því skiljanlegt, þótt margir ætli að landbúnaðurinn hafi tekið meiri framförum frá því á löngu liðn- um tímum en hann hefur gert í raun rjettri, og það er skiljanlcgt þótt margir ætli, að landsmenn nú bafi meiri yfirburði yfir fyrri menn í ýms- um greinum en þeir hafa. Þá er vel er gætt að öllu og hlutdrægnislaust, verður því eigi neitað, að flest s/nist bera vott um það, að frá öndverðu og fram á miðja 16. öld hafi ávalt verið ineiri auður í landinu en nú, og fram nndir lok 17. aldar mun efnahagurinn landsmanna varla hafa staðið ver en nú. Það er eigi að marka þótt optar sje talað um hallæri á 17. öld en á þessari öld, því þá v ir kúgunin og ó- frelsið svo ramt og ríkt, að eigi var unnt að hafa þau not af efnum síi.um ogkröptum, er ntenn liafa nú. E>ess ber og vel að gæta, að bændur verða að hafa stærri bú nú og eiga meiri efni en á 17. öld til þess að hagur þeirra standi jafnvel sem þá, fyrir því að þarfirnar hafa aukizt svo mikið. Tekjurnar verða að vaxa að sama skapi sem gjöldin, ef efnahagurinn á eigi að versna. I>ess verður og að gæta, að þótt búin kunni að vera nokkru stærri nú en á 17. öld, þá var á hverju efnaheimili miklu meira af verðmætum hlutum en nú er, svo sem kvensilfri og borðbúnaði. Skemmu- loptin voru full af fiski. Smjörbelg- irnir lágu í stórum röðum o. s. frv. I>á voru engir sparisjóðir til í landinu, og menn lögðu eigi peninga á vöxtu, enda hefur fyrri mönnum verið brugð- ið um það, að þeir hafi legið áfjesínu sem „ormar á gulliu. E>að væri rangt að bregða nútíðarmönnunum slíku. A efnaheimilum nú á tímum er svo sem ekkert til af verðmætum hlum, nema það er nauðsynlega þarf til búsins. Væri það fje nú, er áður lá arðlaust í kvensilfri, borðbúnaði o. s. frv., komið í sparisjóði, þá væru það góð um- skipti. Nú eiga fáir peninga á vöxt- um, þótt efnamenn sje kallaðir, en hitt er miklu tíðara, að stórbændur eru í stórskuldum. Dað er auðsætt, að betra er að eiga fje í verðmætum hlutum, þótt eigi sje það á vöxtuin, en eiga það eigi. Svo sem það er betra, að eiga eitthvert ákveðið fjár- megin á vöxtum en eiga það arðlaust, svo er þó betra af tvennu, að eiga það arðlaust en eiga það eigi, en sjfnu verst er hitt, að vera skuldugur uro það, og gjalda vexti af því. „E>á er vjer berum nútímann sam- an við liðna tímann, getur oss eigi dulizt, að fratnfarirnar eru allmiklar í /msum greinum;—margt hefur breytzt á betra veg. Margbreytt þægindi og hægindi fylgja lífinu nú, er eigi voru til áður. E>að mátti heldur eigi öðru- vísi verða, en að vjer í ymsu nytum góðs af ltinum margbreyttu framför- um, er orðið hafa í heiminum umhverf- is oss. En þrátt fyrirþetta iná einnig í ymsn sjá vott um apturfarir. Dugur, þrek og manndómur, er minni en í fornöld. Iðni og ástundun, þraut- seigja og þolinmæðl, eljusemi og al- úð, er minni en nokkru sinni áður. Sparsemi, varkárni og varhygð í með- ferð fjár og fjárgæzlu allri, er miklu minni en áður, enda er það sannast af að segja, að efnahagur landsmaqna hefur sjaldan staðið jafnilla sem nú. „Til þess að sjá, hvort oss ltefur farið fram eða aptur er eigi nóg að bera saman atvinnuvegi vora og lifn- aðarháttu við atvinnuvegi og lifnaðar- háttu fyrri manna. Vjer megum eigi gleyma því, að þá er um frainfarir er að ræða, er annað sem meira er undir komið. Vjer erum á samleið ineð öðrum þjóðum, svo sem vjer höfum ávallt verið, og þá er vjer tölum um það, hvort oss hafi farið fram eða aptur, þá er mest undir því komið, hvort vjer erum framar en áður, eða vjer erum orðnir á eptir, á þessari samleið. I>að varðar eigi mestu, hvort vjer stöndmn forfeðrum vorum framar eð< eigi. E>eir eru e;gi ke[)pinautar(konkúrrent- ar) vorir í lífinu, heldur eru það nú- tímans menn, það eru aðrar þjóðir nú á tímum. Hvort oss hefur farið fram eða aptur, er þvf mest undir því komið, hvort vjer stöndum vorum keppinaut- um betur á sporði en forfeður vorir gerðu sínuin keppinautum. A öllum tímum hafa íslendingar orðið að keppa við aðrar þjóðir í baráttunni fyrir til- verunni. Ilvort oss hefur farið fram eða aptur, fer eptir því, hvort vjer stöndum framar en forfeður vorir í þessari baráttu,eða vjer stöndum þeim að bakt. „í fornöld stóðu íslendingar ná- granna þjóðum sínum fullkomlega jafnfætis. Atvinnuvegirnir voru eigi stundaðir ver, oða með minni kunn- áttu, en í nágrannalöndunum. Ef vjer athugum þá tíma, er liggja oss nær, og gætum þess, hversu hjer var högum háttað á 15. og 16. öld, þá s/nist svo, sem íslendingar hafi enn eigi staðið nágrannaþjóðum sínum mjög að baki. Atvinnuvegirnir voru eigi stundaðir með miklu minnadugn- aði og þekkingu hjer en annarsstaðar. Sá sem hefði flutt hingað um þær mundir frá Noregi, Danmörk eða Skotlandi, mundi eigi liafa fundið til þess, að hann þyrfti að fara hjer á mis við nein veruleg þægindi, er hann gat notið í sínu landi, og hann mundi eigi hafa getað sjeð, að atvinnuveg- irnir væri stundaðir hjer með miklu minni kunnáttu. „A síðara hluta 16. aldar og á 17. öldinni fer ísland fyrst að verða til muna á eptir öðrum löndum, og á 18. öldinni er það orðið langt á eptir. E>að er þó fyrst á vorri öld, að íslend- ingar, eru orðnir mjög langt á eptir öllum menntuðum þjóðum. Utlend- ingur sem hingað flytur nú, honum finnst nær þvísem hann sje kominn út úr mannheimum. öðrum þjóðum hefur farið geysimikið fram frá því á fyrri tímum, en íslendingum miðar lítið áfram. E>ví eru þeir ávalt að verða meir og meir á ejitir öðrum þjóðum. Fjarlœgðin millurn Islend- inga og annara þjóða er ávallt að verða meiri og meiri, og hefur aldrei verið svo mikil sem nú... Sumir segja að hagur landsmanna sje góður og atvinnuvegir landsins í góðu lagi, og hafa þeir þessa kenn- ingu að vopni gegn Ameríkuferðum; en þeir vinna þjóð sinni ekkert gagn með slíkri kenningu, af þvl að bún er ekki sönn. Alþyða manna finnur, að hún á við erfiðan hag að búa, og þá tilfinningu er eigi unnt að svæfa með neinum fortölum. Kenning þessara manna er meir til skaða en gagns. Alþyða trúir ekki kenningu þsirra, sem eigi er von, og því getaþeir ekki með þessum fortöltim snúið huga manna frá að leita eptir betri lífskjör- um í fjærlægum löndum, og því síður geta þeir með þessu vakið og glætt þá trú, að til nokkurs sje að leita eptir betri lífskjörum í landinu sjálfu. E>essi kenning hindrar miklu fremurað slík trú festi lætur í hugum manna. A1 þyða finnur að hagur hennar er eigi góður, og það er eigi ólíklegt, að hún fái þá trú, að hjer sje eigi kostur ann- ars betra, er leiðtogar hennar láta það um mælt, að nú eigi hún við góðan hag að búa. E>að er hætt við, að af- leiðing þessarar kenningar verði öll önnur en til er ætlazt. Að öllum lík- indum styður hún Ameríkupostulana í því að gróðursetja þá trú hjá lands- fólkinu, að hjer sje eigi lífvænt. H’nir munu þó vora fleiii, er eigi fá dulizt þess, að hagur landsins sttfndur með litlum blóma. Ameríku- postularnir fylgja þessari kenningu, og hafa I því efni rjett að mæla. En þeir segja að landsfólkið sje fátækt og eigi við þröngan kost að búa fyrir þá sök, að landið sje svo gæðasnautt, að mönnum geti eigi liðið hjer vel. E>essi kenning er bæði röng og skað- leg. Landið er auðugt að gæðum, og því getur oss liðið hjer vel; en þetta má því að eins verða, að vjer tökum ástfóstri við land vort og gæði þess. Sú tilfinning verður að vera rík og heit bjá oss, að ættland vort, þar sem saga þjóðar vorrar hefur gerzt, að landið sem fóstrað liefur afa og ömmu, föður og móður, að það sje oss kær- »,ra og dyrra en nokkurt annað land í veröldu. Vjer verðum að elska land- ið og allt sem það á gott, því að þá, en eigi fyr, getum vjer sjeð til fulln- ustu hve auðugt það er. E>á er sem vjer verðum „skygnir11 og sjáum í gegnum „holt og hæðir“. E>á sjáum vjer auðæfi og fjársjóði, er áður voru huldir. E>á verður oss ljúft og inn- dælt að styðja og efla öll gæði lands- ins, og þá fyrst getum vjer notið þeirra til fulls.. „Jeg minnist þess nú, að á einum stað í „Konungs skuggsjá“ er talað um ymiskonar hallæri eða „árgallau svo sein það er kallað þar; þar er tal- að um hallæri af uppskerubresti, um hallæri af drepsóttum, hallæri af ó- friði við útlendar þjóðir o. 11., en síð- ast eru þessi orð: „Nú er sá enn ú- taldr árgalli, er miklu er þyngri einn en allir þessir, er nú höfum vjor tahla, ef úáran kann að koma í fóikið sjálft, er byggir landið, eða enn heldr ef árgalh kemr í siðu þeirra og mann- vit eða meðferðir, er gæta skulu stjórnar landsins, fyrir því at margt liggur til ráðs að hjálpa því landi, er úáran er á, ef á þeim löndum er gott, er íhjá liggja, og vjela vitrir menn um. ’ En ef úáran verðr á fólkiuu eða siðum lindsins, |>á standa þar miklu stærstir skaðar af; því at þá má eigi kaupa af öðrum löndum tneð fje hvárki siðu nje mannvit, ef það týnisk eða spillisk, er áðr var í landinu“. „E>ví að eins má hagur landsins batna, að vjer tynum hvorki „siðumu eða „mannvitiu, eða neinu öðru góðu, er til er í landinu, en höfuin alla við- leitni til að auka það og efla, og bæta sem mestu við það. E>etta er oss öll- um skylt, en þó hafa þeir mest í á- byrgð, er vilja vera leiðtogar lyðsins, og hafa áhrif á hugsunarhátt almenn- ings, eða siðu, mannvit og meðferðir. Ef vjer tynum því eða spillum, er vjer eigum gott með sjálfum oss, þá er oss eigi til neins að Ieita að gæð- um annar3staðar frá, fyrir því að þá getur e’gi heldur neitt útlent lifað eða þrifizt í landinu, hversu gott og nytsamt sem það er;—}>á frjósa allar lífsins lindir á voru kalda landiu. V E R K INNFLUTNINGA- AGENTANNA. Ut af greinum þeim um innflutn- ingamál, sem nylega voru í Tribune, og Jón Ólafsson með sinni alþekktu hógværð minnist á í síðustu Heims- kringlu, vil jeg geta þess, að þær voru ekki ritaðar tilefnisiaust. E>ær voru svar á móti greín í Free Press, sem staðhæfði það, að þeir umboðsmenn Manitobastjórnarinnar, sem lieim v*ru sendir, hefðu reynzt öldungis gagns- lausir, því allt það sem unnið hefði verið á þessu ári að því, að koma ís- lendingum hingað vestur, hefði verið unnið af Mr. Baldvvinson einum, og engum öðrum. Jeg skal fúslega játa það, að I svarinu í Tribune er ógætilega talað um verk Mr. Baldwinsons og of lítið gert úr því. Mjer ætti að veita ljett að gera þá játningu, ekki sízt meðþví að jeg vissi ekki neitt um þær grein- ar, fyrr en jeg las þær í Tribune. En hitt skal jeg taka fram, að hin á- minnzta grein í Free Press er mikið ógætilegar skrifuð. E>ví að þar er blátt áfram sagt, að sendimenn Mani- tobastjórnar liafi ekki gjört neitt, bók- staflega ekkert. Má jeg spyrja, hvort það sje þá ekki álas og rógur um Mr. Christoplierson og Mr. Jónas- son, sem báðir eru alveg jafn-illa sett- ir til að bera hönd fyrir höfuð sjer, eins og Mr. Baldwinson? Um þá er sagt, að þeir liafi verið gjörsamlega handónytir og gagnslausir, og send- ing þeirra heim sje eigi til annars en baka fylkinu kostnað. Slík óhæfa er hvergi sögð um Mr. Baldwinson, en þess er getið til, að hann mundi hafa unnið meira gagn með því að vera heima hjer og sjá um að ritstjóri Heimskringlu spillti ekki með lyga- álasi sínu utn þetta land og llðan fólks hjer fyrir þvl verki, sem agentarnir heima voru að vinna. Menn geta nú dæmt um, í hvoru af þessu tvennu liggur meira álas eða rógur um agent- ana, og mcga menn þá ekki heldur gleyma því, að miklu veldur sá sem upphafinu veldur, og uppliaf þessa máls er Free Press greinin, en Tribune greinarnar svar. Og enn fremur blandast víst engum hugur um það, að Free Press greinin er byggð á lygaslúðri og söguburði Jóns Ólafs- sonar sjálfs, og þess vegna er það átakanlega líkt þeim náunga, að fár- ast nú ósköpin öll yfir þvi að -til sjeu þeir „íslenzkir óþokkar“, sem jafnvel lilífist ekki við að seilast með álas um landa sína inn á meðal hjerlendra manna. W. 11. Paulson. SVARAÐ ASKORUN. Herra ritstjóri. Lögberg flutti mjer 24. júní á- skorun frá Mr. G. Thorsteinsson, og kemur það af þvf að jeg hef verið við annað hundinn, að jeg ekki hef getað sinnt henni fyr. Fyrst segir Mr. G. Thorsteinssor, að I fyrri grein minni I Lögbergi um daginn gefi jog fyllilega í skyn, að sjera M. J. Skajitason hafi verið byrl- að svefnlyf kveldið góða, sem hann hafi verið með sjer og Jónasi Stefáns- syni. Svo skrítilega er kunningi minn skilningsbetri en ritstjóri Lög- bergs, sem ekki fann út úr henni annað en sönnun á sögn Jónasar, að liann sá að almenningi kynni að virð- ast eitthvað óþægilegt I því, sem frá var sagt; og fann sig því knúðan til að vinda því ofboð lltið við. í seinni grcininni segir hann að jeg komist svo ákveðið að orði að úr henni dragi hann að jeg gruni sig um að hafa byrlað presti svefnlyf og skorar svo á inig að syna hvaðan jeg hafi það. Jeg hef því að svara, að fyrst og fremst var mjer aldrei hugs- anleg nein skynsamlegri ályktun, en sú, að líkja þvf við sveinlyfja-inn- töku; og úr pví svo að Mr G. Thor- steinsson er manna fjrstur til að gcra úr því grun, skal jeg gjarnan láta hann um það, því að með því eina móti yrði skiljanlegur víkingsblærinn á orðum Jónasar, enda erfiðislítið að sjá að slík byrlun þyrfti ekki að vera tilgangslaus, þar sem ekkert vantaði nema vopnin nógu sterk. En því vona jeg Mr. G. Tborsteinsson taki ekki hart á mjer fyrir, að I hans eigin máli sem hann ályktar að sje, fæst jeg alls ekki til að taka sjálfs lians sc gn gildari en orð annara eins góðra kunningja minna, sem að efninu til hafa sagt frá eins og jeg þegar er búinn að gera. Með því að „vinur er sá, er til vamms segir“ verð jeg stuttlega að vara Kunningja minn við að kasta oj)t fram öðrum eins sotninguui og euda- greininni sinni; en »amt skal jeg gera mig ánægðan með ummæli hans, ef hann verður við þeirri áskorun minni, að tílgreina eitt einasta skipti á þeim tíma, sem jeg hef verið á Gimli, þeg- ar honuin ekki hafi venð sýndur meiri kærleiksvottur af sjera Magnúsar mönnum, heldur en híjnn með nokkru móti gat verulega átt skilið; en ekki má hann búast við að sleppt verði að gegna því er svaravert kann að þykja. Winnijæg, 10. júlí 1893. Jóhann P. Sólmundsson. Atiis. RITST. — Prentan greinar þessarar hefur dregizt vegna þrengsla I blaðinu, enda búumst vjer við, að hvorki lesendum Lögbergs yfir liöfuð, nje jafnvel Mr. Jóhanni P. Sólmunds- syni sjálfum, þegar hann fer að átta sig, muni finnast sjerlega mikið gera til, þótt dráttur yrði á, að slíkt dókú- ment kæmi fyrir almennings sjónir. E>ví að með þessu sem hjer stendur fyrir framan er eigi hið minnsta svarað áskorun Jieirri sem )>eint var til J. P. S. Hann hafði dróttað [>ví að fáein- um mönnum, að j>eir hefðu I samein- ingu eða einliver þeirra, drjgt þann viðbjóðslega gltvp, að byrla sjera Magnúsi J. Skaptasyni svefnlyf gegn vilja lians og vitund. Mr. Guðni Thorsteinsson, einn af þeim mönnum sem varð fyrir þessari aðdráttan, skor- aði svo á Jóhann P. Sólmundsson, að segja og syna, hvaðan hann hefði fengið þennau grun, og hverjir glæp- inn hefðu drygt. Meðan Jóhann P. Sólmundsson verður ekki við þeirri áskorun, stendur liann vitanlega sem I meira lagi ómcrkur fjölmælismaður, og ætti óneitanlega lielzt að hafa lágt um sig I því máli, sem hann í clirfsku sinni er að rita um frammi fyrir al- menningi þjóðar vorrar. Paul Hagen Verzlar með ÁFENGA DltYKKI og SIGARA. Aðalagent fyrir Pabst's Milwaukee Becr. East Grand Forks, Minn.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.