Lögberg - 23.09.1893, Blaðsíða 2

Lögberg - 23.09.1893, Blaðsíða 2
2 JÖjgberQ. GefiS út a8 148 Princass Str., Winnipeg Man. af T!e í.ögberg Printing &* Publishing Co'y. (Incorporated May 2", l?9o). Ritstjóri (Edi rOR); EINAR H/ÖRLEJFSSON Business manager: /OJ/N A. BLÖNDAL. AUGLÝSINGAR: Smá-auglýsingar í eitt skipti 25 cts. fyrir 30 orö eöa 1 þuml. dálkslengdar; 1 doll. um mánuöinn. A stærri auglýsingum eöa augl. um lengri tíma al- sláttur eptir samningi BÚSTAD A-SKIH I kavpenda veröur að til kynna skrtJUg i og geta um fyrotrandi bú staö jafnframt. UTANASKRIBTMil AFGREIÐSLUSTOFU blaðsins er: TKE LUÚBEKC PRINTINC & PUBLISH- C0. P. O. Box 368. Winnipeg, Man. U TANASKRlFr til RITSTJORANS er: P.DITOS LUOKF.KO. P. O. BOX 368. WINNIPEG MAN -- LAUGAItDAOINN 23. SKI’T. 1893. - Samkvœm lanaslögum er uppsögn kaupanda á blaði ógild, nema hann sc skuldlaus, þegar hann segir upp. — Ef kaup3ndi, sem er i skuld við blað- ið flytr vistferlum, án )>ess að tilkynna heimilaskiftin, fá ei bað fyrir dómstói- unum álitin sýnileg sönuun fyrir prett- visum tilgang'. ty Eptirleiðis verður hverjum þeim sem sendir oss peninga fyrir blaðið sent viður kenning fyrir borguninni á brjefaspjaldi, livort sem borganirnar hafa til vor komið frá Umboðsmönnum vorum eða á annan liátt. Ef menn fá ekki slikar viðurkenn- ingar eptir hæfilega lángan tíma, óskuni vjcr, að þeir geri oss aðvart um það. — Bandarikjapeninga tekr blaðið fullu verði (af Bapdaríkjamönnum), og frá íslandi eru íslenzkir pen- ingaseðlar teknir gildir ful’.u verði sem borgun fyrir blaðið. — Sendið borgun i V. 0. Money Orders, eða peninga í 1U gintered Letter. Sendið oss ekki bankaá vísanir, sem borgast eiga annarstaðar en í Winnipeg, nema 25cts aukaborgun fylg fyrir innköllan. Stjóriiarliót Islamls. Stjórnarskrár/rumvarp neðri deild- r.r alpinjris frá 1891 hefur nú verið sampykkt af báðuni deildum alþingis, og j>ví verður J’ing rofið og efnt til nrrra kosnings, og kemur svo J>ing sin an að sumri. Vjer óskum lönduro vorum hein a til lukku með góðan frungang málsins og sampykkt kon- un js, sem beldur mim samt vera tví- sýnt að fáist. Svo framarlega sem me ín 1 afa þá trú, að mikið sje komið undir stjórna-fyrirkomulaginu, J>á leyn’r það sjer ekki, að eitthvað þarf að breyta til á íslandi. Núverandi s'")Ó 1 a-fyrirkomuhig íslands liefur sanuarlega gefizt illa, þóti ekki sje tekið till.t til neins annars en þess, hve mjög þinginu heíur undir því fyr- irk unulagi hrakað að því er snertir hvggni og frjálslyndi, sbr. útflutninga- frumvarpið illratnida og fleira, sem til mætti tína. Xý j>rælasólu-liugni,\ rul. Einhver vitringur úr Myvatns- sveit ritar Djóðólfi þá speki, að vest- 111 heitnsfotðir þaðan úr sveitinm líkist „reglulegri þrælasölu“. Þessi „þræla- sala“ er svo fólgin í því, að Mr. Sig- urður Christopherssen liefur lánað nokkrum aiöm.um þar fargjöld til þess að þeir kæmust vestur. Jafnvel þótt vjer gætum ekke.t botnað í þvS, bvcrnig |>essu láni hefur verið báttað, inundi oss þykja [>essi samlíking all- kynleg; þvl að vjer veittuiri því eptir- tekt, að Mývetningarnir voru ckki sjerlega Jtrcdalegir, þegar þeir komu hingað. En svo þorum vjer auk þess að fulJyrða, að bæði Mývatns- vitring- urinn og eins ritstjóri Þjóðólf?, sem teki-r þessari þrælasölu-frjett með fögtiuði og spinnur út úr lienni rit- Stjórnirgrein í blaði sínu, skilja það báðir e’nstaklega vel, að þessari skuld, sem menn hafa á þennan hátt komizt í við Sigurð Christoph.rf.on, er ekkert öðruvísi varið, ru liverri annari lög- metri skuld. Ilún á sjálfsagt að Jpjr^a-d, Jiegar lántakendprnir verða L0GBERO LAUGARDAGINN 28. SEPTEMBER 1893 færir um það, en hún veldur þeim að engu leyti ineiri óþæginda, og bind- ur þá ekki að neinu leyti meira, en liver önnur veðlaus skuld mundi hafa gert, til hvers sem helzt fvrirtækis,sem þeir hefðu ætlað að verja þeim pen- ingum, er J>eir hefðu að láni [>egið. Þetta vita [>eir auðvitað vel, Mývetn- ingurinn og Þjóf ólfs-ritstiórinn; J>eir eru fráleitt hein skari en l'óik er flest, og hver maður með mcðalgreind hlýt- ur að sjá annað eins og þetta I hendi sjer. En af því verður maður þá jafnframt að álykta, að þeir Mývetn- itigurinn og ritstjóri Þjóðólfs haldi að „regluleg þrælasala“ hafi verið í því fólgin, að einstakir menn hafi, án þess að heimta nokkra trygginga, lánað sveitungum sínum nokkra dollara til hinna og annara fyrirtækja, sem þeir hugðu mundu verða sjer til góðs. Hvað rjett sem þessi hugmynd um þrælasöluna kann nú að vera, þá er það alveg víst, að hún er ný.— Ilins viljum vjer ekki geta til, að Þjóðólf- ur liafi með þessari þrælasölu- samlík- ing verið að reyna að kasta ryki í augun á þeim sem allra-minnst hef- ur verið gefið af greindinni og allra- minnst hafa öðlazt af fróðleiknum. Skyldi nú samt sem áður svo hafa verið, og eitthvað þess háttar hafi vak- að fyrir Þjóðólfi, þá liggur oss við að segja því háttvirta hlaði það í bróð- erni, að enginn hjer vestra æskir eptir slíkum niönuum sem þeim er láta hlekkjast afslíku. Þjóðólfi og hrepps- nefndunum heiroa er velkomið fyrir öllum hjer vestra að húa að þeim pilt- um. Því að eitt fyrsta skilyrðið fyrir, að nokkur maður geti orðið lijer nýt- ur, er það, að hann hafi verksvit. Og það þarf enginn að segja oss, að sá maður hafi verksvit, sem lætur blekkj- ast af öðrum eins grýlum — nje ann- ars af neinum þeim vesturferða-grýlu- myndum, sem Þjóðólfur er að rcmb- ast við að draga upp. UtHnt ninga-friimvjirps- ÍHrgitiiUT. Utflutninga-frumvarjiið, agenta- frumvarpið, faumvarpið urn að lasta ekki landið, frumvarpið utn að kenna ekki lar.dafræði, frumvarpið um að tala ekki um veröldina — hvað sem roaður nú á að kalla það, hneykslis- frumva p’ð alræmda, sem þótt hefur eiuna kynlcgastur vottur um ófrelsis °g þrælkunaranda heldri mannanna á íslandi og tnun enda hvergi eiga sinn líka í heiininum, hefur verið samþykkt af frelsisgörpunuro í ncðri deild al- þingis. Nokkrar breytingar hafa þó verið á því gerðir frá því er það barst oss í hetidur. Enn höfum vjer ekki baft sögur af, hverjar þær breytingar liafi verið. En af því litla, sem sjá rná í íslenzku biöðunum því viðvíkj- andi, má ráða, að frumvarpið liafi við þær breytingar orðið enn afskræmis- legra en áður. Þótt ekki kæmi nein bending um J>að önnur en sú, að Þjóð- ólfur segir, að J>essar breytingar sjeu „fremur til bóta“, þá væri það nokk- urn veginn góð sönnun fyrir, að mál [>etta hafi orðið enn vitlausara í með- ferð neðri deildar en það var ujiphaf- lega. En svo skýrir og ísafold frá þeirri breyting, að bann sje lagt ,-gegn því, að nokkur maður ferðist bjer um land í [>eim erindum, að æsa menn til að flytja af landi burt, að viðlögðum allt að 2000 krónasektum; og sje útlendur maður dæindur fyrir brot gegn því banni, skal einnig með dóminum skylda hann til að fara af landi burt með næstu vísri skipsferð, að viðlögðum þingunarsektum, 30 kr. fyrir hvern dag, er liann óhlýðnast dómin jm, enda sje hann háður gæzlu lögreglustjórnarinnar meðan liann fer eigi úr landi“. En jafnvel þótt J>essi frusivarps- andstyggð næði sam[>ykktum í neðri deild, varð hún þó ekki að lögum. Frumvarpið komst ujipí efri deild, og J>ar var því vísað til 2. umræðu, en svo var þinginu slitið áður en sú um- ræða yrði haldin. Málið er því óút- rætt, og verður að öllum líkiudum vakið upp aptur á næsta þingi, nema tekið verði í taumana. En einipitt það ætti nú íslenzka^ þjóðin að gera áður en næsta þing verður haldið. Tækifærið er ágætt, með þ\í að kosningar fara fram fyrir næsta þing, sein haldið verður að sumri. Það væri moira en meðal- skömm,ef J>jóðin reyndi ekki að koma sínum tilvonandi fulltrúum í skilning urn það, að hún ætlisjerað vera frjáls þjóð, að svo miklu leyti, sem í hennar valdi stendur, að hún ætli ekki að líða þjóðmálaskúmum' sínum að leggja höpt í aðalatriði þess frelsis, sem til er í landinu, málfrelsið, að hún hafi eltthvað botnað í sínum frelsiskvæð- um, sem hún hefur mest þótzt af, eins og t. d. þessum línum: „Svo frjáls sjertu, n:óðir, sem vindur . á vog. og vorhlær í fjallshlíðar runni, sem himins þíns bragandi norðljósa lojr og ljóðin á skáldanr.a munni“. Það er vafasanit, hvort nokkurn tíma hefur reynt jafn-mikið á frelsis- ást þjóðarinoar á þessari öld, eins og í þessu máli. Það cr vitanlega girni- legt fyrir þá sam eru staðráðnir í því að fara aldrei til Ameríku, að stöðva vesturflutningana með harðstjórn. En menn mega reiða sig á, að það hefnir sín, þegar fram í sækir, eins og allt annað ófrelsi. Það liefur lengi brunn- ið við að mönnum hefur þótt girni- legt að Læla það niður rneð ofn'ki og kúgun, sem þeim liefur ekki getizt að. Kirkjan hefur aliopt haft til- hneiging til að vinna á þann hátt móti vantrúnni. Konunga- og höfðingja- valdið hefur notað slík roeðöl gegn frelsishreyfingum almennings, o. s. frv. En nú er heimurinn sannarlega kominn að raun um, að slík meðöl verða að lokum beizkust fyrir J>á sem beita þeim. Það er óhætt að fullyrða að svo framarlega sem þetta enderois- frumvarp verður nokkurn tíma að lögum, J>á stendur ísland sern við- undur í augum alls hins menntaða heims. Við því ætti íslenzka þjóðin að gjalda varhuga — og það því fremur sem fæstir menn á ættjörð vorri hafa mikla hugmynd um, að hverju kann að reka fyrir þeim sjálfum. Ef nokk- uð má ráða viðvíkjandi ókomna >ím- anuin af reynslu siðustu 15 til 20 ár- anna, þá er það sannarlega það, að margir af þeim sem nú tala verst um vesturferðirnar muni- verða fegnir, fyrr en þá vaiir, að leita burt af ætt- jörð siuui til þessa lands, þar sem vinna þcirra gerir þá að sjálfbjarga, sjálfstaðum mönnuni, og þar sem ekkert þing reynir að gera þá að ó- frjálsum rolum, sem liahla þuríi að stöðlinum nje sitja þurfi yfir líkt og kvíám, til þcss þeii ekki skuli spranga burt af þeim stöðvum, sem heldri mennirnir vilja fyrir hvern mun halda [>eim á. FÁEIN ORÐ til Nt. Ö. EirtkMonar. Niðurlair. O St. 0. E. segir: „Já, jeg get nú vel skilið [>að, að það hefur verið þungt fyrir liann (inig) að hera sinn kross, [>egar álilauj) .Jónasar Stefáns- sonar fór eins og það fór“. Þar fæ jeg pað loksins opiuberlega fraro an í, sem þessar göfugu sálir eru búnar að dylgja með og nota sem æsinga með- al gegn mjer í allt sumar, við þá, sem ekki eru nógu kunnugir öllum mála- vöxtum. En jeg var alls ekki við þetta „áhlaup“ riðinn og hvatti ekki til þess. En þótt mjer sárnaði eptir þvl S3m á leið, þegar öllum hefndum fyr ir þetta „áhlaup“ var snúið á hcndur rojer, og einhver hinn ósvífnasti lyga- vefur að mjer ofinn, þá vona jeg að allir sanngjaruir menn virði mjer [>að til vorkunnar. En ef jeg hefði óskað JóriHsi sigurs, þá hefði jeg ir.átt vel v:ð una, því sá sigur, setn Jónas vann, var svo alger, svo fullkominn, sem fraroast mátti verða. Jónas er hraustur maður og gerigur nokkuð harðfengt að verki. Sjera M. hafði verið honum liinn fjand- samlegasti í skólamálinu, en Jóuas ljet sjer annt um skólann, átti þrjú börti á skóla aldri, og ljet sjer því ekki standa á sama, hver væri kennari. Eti jirest vantaði safnaðarstóljia, og hugði gott til að fá hann, þar sem Sólmundsson var, en hirti því minna um kennara hæfileika hans. Þegar Jónas kom frá veiðum norðan af vatni, varð hann að taka börn s!n af skólau- um fyrir ólag og stjórnleysi þar, en binsvegar dundu nú að Jónasi iiáð- glósur prestsliða um ófarir J. í þess'. skólamáli. Svo var Jónas áheyrandi á kirkju- þingi sjera Magnúsar í vctur; fannst honum fátt um, en þó sízt um það, er St. O. E. gerði háðeitt að upj>fræðslu barna í kristindómi; fjekk J. skömm á ölln, og ritaði frjettagrein af þingi þessu, lýsti þar práðbeint gangi þess- arar fundarnefnu, en skaut í nepju- orðum á milli, og þá byrjaði orrabríð- in, eins og flestum er kunnngt. Jón Stefánsson gerðist lepjHir fyrir sjera M., ritaði skaminir um Jónas, án þess Jónas hefði minnstu öron irieitt Jón, eii Jónas gekk fram bjá leþpnu.u, og hjeít sjer fast að presti, sem hann átti eiginlega orðastað við, því Jón bar þar að eins og flugu úr sauðarlegg. Aðdragandinn var því orðinn æði lai.gur, og .Jónas hafði ærnar sakir, og mætti það vera honuin afsökun, ef hann liefði farið of laugt. Nú þurfti J. P. Sólm. að laur.a presti atvinnu útvegun, samdi yfirlýs- ínro sem liann og St. O. E. nörruðu svo fólk til að rita undir, en um saro.a leiti sömdu þessir herrar hverja grein- ina á fætur annari undir sínum oigin nöfnum, sem sönnuðu allt með Jónasi, og gerðu yfirlýsinguna mikið verri en ónýta, því nú voru lleiri hundruð manns, sem sumir í blindni, og sumir af góðmennsku og ræktarsemi höfðu ritað uiidir yfirlýsitiguna, — nú voru þeir geiðir að opinberutn ijúgvottum með greinum Jóh.P.Sólmundssonar og St.Ó.Eiríkssonar, sem eindregið sönu- uðu það, sem Jónas hafði sagt um jirestinálin. Ilver hefur því unnið sigur á ritvilli, ef Jónas hefur ekki gert það/ Að vera því drembilátari sem rnaður fellur optar á einu máli, að vera gerfallinn á því, og liafa fellt sig sjálfur á þvl livað eptir annað, en segjast samt hafa sigrað, til þess þarf meira en náttúrlegan kjark, til þess þarf óvanalegan kuldaog trassadjarft skeytingarlcysi,gjörsneytt liinum við- kvæmari tilfinningum, og með engu er hægt að misbjóða almenningi meira en því, að ætla liann svo heimskan að kunna ekki að meta slikt, enda er nú fjöldinn hjer í kring farinn að sjá, hvernig liann liefur verið leíkinn í þessu máli af sjera M. og flokksniönn- um hans. Ekki undrar mig, þótt St. Ó. E. komi slúðurkerlingar ojit í hug; hann liefur meiri mætur á iðju þeirra en svo. Jeg hef áður getið þess, að jeg hafi einu sinni liaft álit á Stefáni fyrir hæfileikavott, enda eru allt af að koma fram hjá lionum nýir hæfileikar, því í sumar hefur hatin á embættisferðum sínuni um byggðina sem meðráðandi leikið slúðurkerlingu, og það í stór- skornum stíl. Ilann fylgir ojitast hreina Cream Tartar Powder.-Engin amónía; ekkert álún. Brúkað á milliónum heimila. 40ára á markaðnum. jiósti ej>tir, til að leggja'út sínar eig- in blaðagreinar, stundum tekur hann það ómak af n'iunganuin, og í öllu þessu ferðaflakki slúðrar hann meira eða iniúna. Af öllu því marga og illa, sem hann hefur um roig slúðrað, skal jeg aðeins nefna eitt: hann bar það suður um alla byggð að jeg væri orðinn vit- laus, án þess þó að heimsækja mig til að sannfærast um, hvort það væri satt; lianti hefur haldið þess þyrfti ekki með, sagan væri sönn; hann mun hafa drukkið hana úr fróðleiks og sannleikslindunum hjá presti. Guði sje lof, að þó tilraunir hafi verið gerðar til að gera mig vitlausan, þá er jeg enn með mínu vanalega viti, nema hvað vit mitteykst nú dag- lega í þvl er að mannþekkingu lýtur. Um sama leyti og St. O. E. með góðu viðskiptin við mig, bar það út að jeg væri vitlajs orðinn, þá lagði guðsorðsþjónninn og ljúfmennið sjera M. Skajitason norður í Breiðuvík til að jirjedika sannleikann og vitna um kærleikann, og gat þess uin leið — ekki man jeg livort það var af stóln- um — „að nú væri G. Thorsteinson að fara í burtu úr nýlendunni, hann væri svo illa þokkaður í kring um sig, að liann hjeldist J>ar ekki við“. Þe.ssi og íleiri eru prestsins orð, og megn er hans sannleiksást, von er að lionum finnist ti! um lygi prestanna, og prje- diki um hana af stóln.um. Það má St. (). E. eiga, að áður en hann skilur við þessa seinustu II.- kr.grein sína, bregður fyrir lijá hou- uin dálítilli vináttu til mín, og jafn- vel snilld í því, á hvaða hátt liann læt- ur hana í ljósi. Hann viðurkennir að fjandmenn minir muni vera á leiðinni með að eyðileggja líf mitt og fjöl- skyldu niinnar, og verður þá svo ljett- ur í lund yfir þessari hamingju minni, að hann bregður á leik í kringum ná- inn, sem honum finnst hann vera að hvgræða í seinasta sinni, á svo vina- legan liátt sem unnt sje. En þó hann vilji mjor nú svona vel, |>á kynnu sumir að skilja það öðru- vísi en velgjörð við konu mína, sein ekki liefur annað til þessarar velvildar unnið, en það, að ganga honum fyrir bsina, iniðla lioniim drykk,þegar liann var þyrstur, og seðja hann er liann var að slæpast hungraður. Margbreyttur er liinn únitariski kærleiki, og ekki er von að allir glej'jii við honum fyrirhafnarlaust, enda eru sumir svo ósvífnir, að þeir eru farnir að fá á lionum hryllilegan viðbjóð. Og svo fáein orð um gestrisni mína, sem viuurinn Stefán talar um í liiði. Jeg kannast, lireint og beint við það, að mjor er efnalega ofvaxið að sýna Ný-íslendinguin eins mikla gestrisni eins og jeg er þeim skyhlug- ur um, og [>ó svo sje, að gestrisni mín sje makleg háðsins hjá St. Ó. E., þá vil jeg benda honum á, að stundum getur liin minnsta gestrisni alið upj> liroka hjá taugalausum og sálarlitluin mannpoka, sem flaggar með slúður- kerlinga- og lygalækjabunum úr Jó- hanni P. Sólmundsson sem heimildar- riti. - Þó ýmislegt, sein lijer hefur ver- ið sagt, sje að nokkru leyti prlvat, þá eru þessir Óvinir, sem aldrei láta mig í friði, húnir að margvefja það inn I almenn málefni, tilþess að haldaþeim af almenningi, sem þeim ermögulegt, j fáfræði og æsingi, og vona jeg því að allir sanngjarnir menn vorkenni tnjer, ef jeg hef farið lengra en jeg hefði gert, ef jeg ætti orðastað við kurteisa menn. Ef það kæmi fyrir, að jeg svaraði ekki prestsliðum ojitar, [>á verður það ekki af því, að jeg hafi ekki )>cnna og nóg til að segja, en jeg hef opt nauin- an tíma, því á mjer hvílir sú kvöð, að halda við lieilsu þeirra, svo [>eir dugi betur til að skamma mig og vinna mjer inein. Gimli, 14. sejit. 1893, G. Tiiokstkinson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.