Lögberg - 21.02.1894, Blaðsíða 2
2.
LÓGBF.TL MIDVIKUDAGINN 21. FEBRÚAR 1SP4.
J ö g b t x rj.
GefiS út að 148 Princess Str., Winiipi; Mn
f The Lögberg Printing & Publishing Co'y.
(Incorporated May 27, i S9o).
Ritstjóri (Editor);
EINAR HfÖRLEIFSSON
Business manager: li. T. BJORNSON.
AUGLÝSINGAU: Smá-aug'ýsingar í eilt
skipti 25 cts. fyrir 30 orð eCa 1 þuml.
dálkslengdar; 1 doll. um mánuðinn. A stærri
auglýsingum eða augl. um lengri tíma aí-
sláttur eptir samningi.
BUSTAD A-SKIPTI kaupenda verður að ti!
kynna slcrijlega o% geia um fyrverandi bú
stað jafnframt.
UTANÁSKRIPT til AFGREIÐSLUSTOFU
blaðsins er:
TI|E LÓGBE^G PHIMTINC & PUBLISH- CO.
P. O. Box 368, Winnipeg, Man.
UTANÁSKRIFT til RITSTJÓRANS er:
E»ITOK LÖGBKKft.
P. O. BOX 368. WINNIPEG MAN.
—miðaikudaginn 21. feb. 1894.
jggf Samkvæm ranaslögum er uppsögn
kaupanda á blaöi ógild, nema hann sé
skuldlaus, þegar hann segir upp. — Ef
kaupandi, sem er í skuld við blað-
ið flytr vistferlum, án þess að tilkynna
heimilaskiftin, þá er það fyrir dómstól-
unum álitin sýnileg sönuun fyrir prett-
vísum tilgang'.
ty Eptirleiðis verður hverjum þeim sem
sendir oss peninga fyrir blaðið sent viður
kenning fyrir borguninui á brjefaspjaldi,
hvort sem borganirnar hafa til vor komiö
frá Umboðsmönnum vorum eða á annan
hátt. Ef mennfáekki slíkar viðurkenn-
ingar eptir hæfilega lángan tíma, óskum
vjer, að þeir geri oss aðvart um það.
— Bandaríkjapeninga tekr blaðið
fullu verði (af Bandaríkjamönnum),
og frá íslamli eru íslenzkir pen-
ingaseðiar teknir gildir fullu verði sem
borgun fyrir blaðið. — Seudið borgun í
/*. 0. iloruy Orders, eða peninga í He
gúlered Letter. Sendið oss ekki bankaá
vísanir, sem borgast eiga annarstaðar en
í Winnip6g, nema 25cts aukaborgun fylgi
fyrir innköllun.
Heiinskringla
°g
fylkisreikningariiir.
II.
Ljós sönnun f>ess, bve neyðar-
lega lítið Ileimskr. liefur út á fj’lkis-
stjórnina. að setja, pegar Itlaðið tekur
siir til að ófrægja liana, er það, að enn
skuli |>að vera að tönglast á Ryans og
Haneys peningakröfunni. í>að mál
var vitanlega gersamlega útrætt fyrir
heilu ári siðan, eða par um bil. I>á
var búið að segja af hálfu stjóruar-
andstæðinganna hvert orð, sem unnt
var að koma með í f>ví skyni að gera
stjómina tortryggilega í augum al-
mennings fyrir f>að mál, og það er
ölium kunnugt, er fylgdu þeim um-
ræðum, er út úr því spunnu3t, með
nokkurri athygli, að stjórnarandstæð-
ingarnir liöfðu hina mestu óvirðing af
þeirri frammistöðu sinni.
Það stendur í fylkLreikningun-
um síðustu, að stjórnin hafi á síðasta
ári borgað út fjárkröfu þeirra Ryans
og II ineys, $45,000, og Heimskringla
talar um þið sem einhverja dæma
lausa ól æfu, sern engum liafi reyndar
kom ð á óvart, en sje þó alveg ófyrir-
gifanleg.
Ónei! 4>að hefur vístfáum kom-
ið á óvart sú fjárgreiðsla. Ilún var
sem sje si.mþylkt af þinginu í fyrra,
24. febr., mjð 19 atkvæðum gegn 10,
ep'.ir mjög ytirlegar nmræður.
f>að er bersýnilegt, að Heims-
kringla gerir sjer í hugarlund, að ís-
lindingar muni vera búnir að gleyina
þeim skyringum, sem þeir fengu í
fyrra um það, hvernig á því máli stæði.
Dví að eins getur hún hugsað sjernú
að takast kunni að launa inn í huga
manna þvættingnum um það, að eng-
inn flugufótur hafi verið fyrir þessari
kröfu o. r. frv. Jafnvel þótt vjer ekki
ímyndum oss að þess gerist þörf, að
því er allan þorra manna snertir, skul-
um vjer enn af n/ju ryfja upp fyiir
mönnum, hvernig þvl máli er varið.
Árið 1887 gerði þáverandi Mani-
tobastjórn samning við þá Ryan og
Haney um að leggja Iiauðárdals-
brautina, en skipaði þeim síðar að
liætta við verkið. Svokomu þeir sjer
ekki saman við stjórnina urn borgun
fyrir það verk, er þeir höfðu unnið,
þe>ar þeir voru iátnirhætta við vcrk-
ið. Málið var lagt í gerð, og gerðar-
mennirnir uiðu ekki á eitt sáttir,
Meiri hluti þeirra taldi fylkið eiga að
borga $58,804,40. £>á var Greenway-
stjórnin komin að völdum, og lög-
stjórnarráðherra liennar og járnbrauta-
umsjónarmaður, Mr. Martin, vildi
ekki hlíta úrskuiði meiri hlutans,
heldur að eins borga $14,108,20, og
sú upphæð var borguð í febr. 1889.
En Mr. Martin snerist synilega
hugur í þessu efni. Nokkru eptir að
hann hafði afsagt að borga meira af
þessari kiöfu, samdi hann við North-
ern Pacific járnbrautarfjelagið uin
kaup á Rauðárdaisbrautinni. í þeim
samningi var það tekið fram, að N.
P. skyldi borga fylkinu allan þann
kostnað, som það hefði haft af braut-
inni, og þar á meðal kröfu þeirra
Ryans og Haneys. Þar með var rjett-
mæti kröfunnar óbeinlínis viðurkennt,
Og Mr. Martin ljet ekki þar við sitja,
heldur bauð harin skuldheimtumönn-
unum $40,000 sem full borgun. En
þeir höfnuðu boðinu. Eptir að Mr.
Martin haíði sagt af sjer, ráðlagði hann
eptirmanni sínum, Mr. Sifton, að
borga, fremur en láta þetta fara I mál,
með því að ö.l líkindi væru ti) að
fylkið mundi tapa.
Þetta er nú allur sannleikurinn í
staðhæfing Hkr. um það, að þetta sje
krafa, „sem stjórnin hifi áður lyst að
væri ástæðulaus, og hún skyldi aldrei
greiða“.
Uvert þingið eptir annað veitti
fje til þess að verða við þessari kröfu
og fól stjórninni á hendi að ráða
þessu máli til lykta á þann hátt, sem
hún sæi hentast. Stjórnin hafði því
f ullt vald til að borga kröfuna að f ullu,
hvenær sem henni syndist.
í apríl 1892 fóru þeir Ryan og
Haney að ganga harðara eptir skuld
sinni en áður, og gerðu sig líklega
til lögsóknar. Upphæðin var þá með
leigum komin upp í $57,556,50. í
næsta mánuði á eptir var svo sam-
þykkt á stjórnarráðsfundi að bjóða
skuldheimtumönnunum $45,000, ef
þeir vlidu svo sleppa öllum frekari
kröfum. Pessi stjórnarráðsályktun
var að eins tilboð um það, hverju
stjórnin skyldi fram halda í þinginu.
Hún hafði, eins og áður er sagt, full-
an rjett til að borga kröfuna upp á
sitt eindæmi, en til þess að málið
skyldi verða almenningi sem Ijósast,
áður en því yrði ráðið til lykta, dró
hún borgunina, þangað til hún hafði
verið samþykkt af þinginu, eins og
áður er sagt.
Allt þetta virðist vera svo bl&tt
áfram og krókalaust, að oss er lirein
ráðgáta, hvað nokkrnm manni getur
fundist ískyggilegt við það, að fje
þetta hefur verið borgað. En blátt
áfram hlægileg verður rekistefnan,
þegar þess er gætt, að það gerir fylk-
inu ekki lifandi vitund til, hvort Iíyan
og Haney hefðu fengið þessa peninga
eða ekki ef þeir hefðu ekki fengið þá,
þá hefði fylkið orðið að borga
þá til Northern Pacific fjelagsins,með
því að fje þetta var innifalið í þeirri
upphæð, er fjelagið borgaði fylkinu
fyrir Rauðárdalsbrautina.
t>á er ein ákæran gegn stjórn-
inni sú, að hún láti ótilhlýðilega mik-
ið af fylkisins fje ganga til íslendinga
Oss furðar nú ekki svo mikið á
því, þó að Heimskringla sjái ofsjón-
um yfir því, að Lögberg hefur um
nokkurn undanfarinn tíma haft aug-
lýsingu frá stjórninni, að nokkuð af
upplagi þess hefur verið scnt til ís-
lands á hennar kostnað og að í prent-
smiðju þess hefur verið prentað fyrir
hana ymislegt, svo sam til dæmis að
taka sænskir og danskir bæklingar,
af því að tilboðið frá því var lægra en
frá öðrum prentsmiðjum, sem um þá
prentun sóttu. En látum vera, þótt
Heimskr. beri sig illa út af því, að
prentfjelag vort hefur fengið þessa
atvinnu. Það er breiskleiki, sem vjer
tökum ekki hart á henni fyrir, jafnvel
þótt slík öfunds/ki gagnvart henni
sje fjarri oss. Vjer sjáum meira og
minna af auglysingum jafnt og stöð
ugt í Ileimskr. frá matmóður hennar
Ottawa stjórninni, og vitum vel, að
þær eru borgaðar og það heldur vel.
En vjer sjáum ekkert eptir því, og
oss dettur ekki í hug, út af því, að
brígzla þeirri stjórn um ósæmilegt
fjárbruðl.
En það er rekistefnan 1 Heims-
kringlu út af því, að nokkrir íslend-
ingar hafa, á árinu sem leið, náð í
ymsa atvinnu, sem Greemveystjórn’n
hefur yfir að ráða, sem oss furðar
meira á, og oss finnst sitja enn ver á
blaðinu. Það er kvikindisháttur af
fslemku blaði, að ætla að ganga af
göflunum út af því,að stjórn þess fylk-
is, sem þessir íslendingar eiga heima
í, setur þá ekki algerlega hjá allri
þeirri vinnu, sem þingið ár frá ári
setur hana yfir og fær henni í hendur
ákvtðna peningaujiphæð til að launa
með. Fyrir slíkt tiltæki á stjórnin
að vera óhafandi, og ætti tafarlaust að
setjast frá völdum. En þá íslendinga,
sem þessa atvinnu hafa, kallar blaðið
„þingseppa11 og þesskonar sæmdar-
nöfnum, sem ritstjóri þess blaðs á
ævinnlega miklar byrgðir af. Atvinna
þeirra á að vera óheiðarleg, reikning
ar falsaðir og allt eptir því.
Tökum til dæmis:
Árni Einarsson fær vinnu fáeina
daga í marz-mánuði í fyrra vetur við
að flytja syningarmuni úr vöruhúsi
hjer í hænum á járnbrautar-stöðvarn-
ar. Detta var mjög hörð vinna, og
Árni er mesti dugnaðar maður, svo
hann vann víst fyrir þessum $6,00
sem liann fjekk fyrir það verk. En
þrátt fyrir það, gefur blaðið í skyn
að þetta sje allt fals í reikningunum
en Árni liafi fengið þetta sem kosn-
ingamútu fyrir að greiða atkvæði
vestur í Urandon fimm mánuðum síðar,
Sama mætti segja um hinar aðr-
ar ákærur blaðsins. Eða hvað er það
óheiðarlegra af Greenway-stjórninni
að senda menn til íslands, heldur en
af Ottawastjórninni, sem blaðið held
ur mjög mikið með, að hafa ár eptir
ár sent Mr. B. L. Baldvinsson þang
að, í alveg aömu erindimV Vjer vit-
um ekki til að blað vort, sem annars
er andmælandi þeirrar stjórnar, hafi
nokkurn tíma skammað liana fyrir
það,nje Mr. Baldvinson fyrir að þiggja
þá atvinnu. Nei, það er þvert á móti
eitt af því, sem vjer höfum að þeirri
stjórn að finna — að hún setur ís
lendinga algerlega hjá þeirri feikna
miklu atvinnu, sem hún ræður yfir
Það er þessi eini maður, Mr. B. L
Baldwinson sem hún gefur atvinnu
Það efu lians árslaun og ferðakostn
aður og ekki annað, sem til íslend
inga gengur af öllum þeim mörgu
hundruðum þúsunda, sem sú stjórn
borgar árlega t verkalaun. Að
því hefur Heimskr. ekki neitt að
finna; það er eptir liennar geði. En
þegar Greenway-stjórnin, með sínum
litlu tekjum í samanburði við Ottawa
millíóna-tugina, er að leitast við að
gefa íslendingum jafnt atvinnu-tæki
færi sem annara þjóða mönnum, þá
fær hún blóðugar skammir og van
þakklæti fyrir það hjá ritstjóra
Ileimskr., og Islendinga þá sem þessa
atvinnu þiggja reynir hann að hund
elta og rægja burt frá henni.
Þessi sami ritstjóri varð feginn
hjerna um árið að þiggja vinnu um
þingtímann hjá Greenway-stjórninni
en þá Jónas Bergmann og Þorvald
Þórarinsson kallar liann nú hunda
fyrir það, að liafa þegið sömu vinnuna
Þá fær Mr. P. S. Bardal ráðning
hjá honum fyrir það að hann hefur
útvegað örsnauðum og atvinnulaus
um manni, Mr. Sigurði Jónasson
þessamiklu atvinnu að {>yða þyzk
brjef, fyrir $1.50. Svo blóðugum
augunum sjer ritstjórinn eptir hverju
centi sem til íslendinga hefur farið,
að það er eins og hann langi til að
gleypa mennina, sem þau hafa fengið'
Mr. Bardal útvegaði hjer r.m árið rit
stjóra Heiinsk. atvinnu við að þyði
þyzku, sem hann fjekk mikið meira
en $1.50fyrir, og var ekki Mr. Bardal
að kenna, þótt honum hjeldist ekki á
henni til lengdar. Nú er þessi dána
maður að launa Mr. Bardal þá góð
vild og fyiirhöfn.
Það var sú tíð, að ritstjóri Hkr
hefði ekki þurft að kvart undan þv(,
vc mikið af fylkisfje gengi til Is-
lendinga, því að á meðan apturhalds-
flokkurinn var hjer við völdin, vitum
vjer ekki til að nokkur íslendingur
íengi nokkurn tíma eins dags vinnu
hjá þeirri stjórn, og bar þó ekki á
öðru en að fylkistekjurnar ynnust
upp, enda er nú ritstjórinn farinn að
hlynna eindregið að þeiin flokki, og
telur mjög nauðsynlegt að hann kom-
ist til valda aptur. Það yrðu víst
mikil atvinnumeðmæli, sem íslend-
ingar mættu eiga von á frá þeim rit-
stjóra, ef hinir conservativu vinirhans
væru komnir til valda.
Vjer skulum ekki vera margorðir
um þau ummæli ritstjórans, að blað
vort sje keypt og orð vor seld. Að
fá slíkan áburð frá núverandi rit-
stjóra Heimskringlu er blátt áfram
hlægilegt. Eða kannske hann vilji,
svona til fróðleiks, benda á, hvað opt
blað vort hefur skipt um stefnu í
stjórnmálum, og geta þá lesendurn-
ir borið það saman við þessa fáu
snúninga hans, ekki að eins I póli-
tiskum efnum heldur í öllum málum.
sem íslendinga í þessu landi varðar
Já, sá má nú trútt um tala!
Bænarskráin góða.
Hr. ritstjóri.
Ef jeg má reyna á gestrisni Lög-
bergs í annað sinn, langar mig til að
svara hr. Sölva Þorlákssyni fáeinum
orðum, þótt ekki sje miklu að svara í
grein hans, sem kotn út í síðasta blaði
yðar.
Hr. S. Þ. byrjar með því að taka
sjer það til, að jeg skyldi kalla það
,,rekistefnu“, að hann og fleiri liafa
tekið sjer fyrir hendur að smala und-
irskriptum undir bænarskrána til Dr
Halldórssons, og kemst að orði á þessa
leið: „Því skammaði hann ekki lút
erska söfnuðinn, þegar sjera Hafsteinn
Pjetursson var fenginn til að gegna
hjer prestsverkum, eða stjórnarnefnd
Lögbergs, þegar hr. Jón Ólafsson var
fenginn til að vera ritstjóri fyrirblað
ið, sem í sjálfu sjer var engu minni
„rekistefna“.“
Svo hr. S. Þ. finnst það svo líkt!
Lúterski söfnuðurinn hjer og Lög-
berg eru ákveðin fjelög, sem ráða til
sín menn til að vinna ákveðin verk
fyrir ákveðna borgun. Og að þvl er
Lögberg snertir, þá er það, að þvi er
jeg bezt veit, löggilt, og ber ábyrgð
gagnvart lögunum á þeim samning-
um, sem það gerir, alveg eins og ein-
stakir menn. Þar á móti getur hr
Sölvi og hans íylgifiskar um ekkert
samið við Dr. Halldórsson — llklegast
ekki einu sinni fyrir sína eigin hönd,
hvað þá almennings, sam Dr. Hall-
dórsson á að lifa af, eins og aðrir
læknar. Að minnsta kosti hef jeg
sjeð það staðhæft I Lögbergi, að hr.
Sölva hafi verið gefin sú læknishjálp
sem hann hefur hingað til þegið af
Dr. Halldórsson.
En auk þess sem þessi samlik'
ing hr. Sölva er ekkert annað en bull
er hún líka alveg ástæðulaus. Jeg
hef ekki með einu orði fundið að því
að reynt er að fá Dr. Halldórsson
hingað. Mjer liggur reyndar við að
brosa í kampinn að öðrum eiris gífur
mælum eins og þeim, að Dr. Halldórs
son sje „óefað einna mesti læknir
Norður Ameríku11. Jeg veit sem sje
alveg uppá víst, að hr. Sölvi hefur
engin skilyrði til að geta kveðið upp
slíkan dóm um nokkurn lækni. En
það skyldi gltðja mig einlæglega, ef
það gæti tekizt að fá hann hingað til
Winnipeg — þótt jeg liafi að liinu
leytinu heyrt, að 5C00 íslendingar
sjeu í nylendunni norður af lionum
og þótt jeg viti að þeir hafa alveg
eins mikla þörf á honum eins og
Winnipeg-íslendingar. Jeg verð
því fegnari, sem íleiri íslenzkir lækn
ar koma hingeð, og mjer skyldi, meira
að segja, ekkert þykja að þvi, þótt
þeir næðu einhverju af því starfi með
al hjerlendra manna, sem nú er ein
göngu í höndum þeirra lækna, er hafa
enskuna að móðurmáli. Jeg hef
reyndar enga trú á, að þessi viðleitni
takist, að því er þennan lækni snertir.
er fullkomlega sannfærður um, að
liún tekst ekki. En mjer hefði ekki
dottið í hjartaDS hug að amast við
henni, — ef ckki hefði verið farið að
málinu með öðr'im eins ódrengskap
eins og gort hefur verið.
Hr. Sölvi neitar þvf, að „I sam-
bandi við þessa bænarskrá hafi verið
reynt að ófrægja Dr. Stephensen bið
minnsta“. Vill lmnn þá neita þvl,
sem jeg benti á I grein minni um dag-
inn, að það sje tekið fram I bænar-
skránni sjálfri, að hjer sje enga lækn-
ishjálp að fá, og hjer sje enginn mað-
ur, sem liafi vit á íslenzkum sjúkdóm-
um? Vjer trúum því naumast að
hann sje svo djarfur. Og í hverju
skyni er þá slíkt ritað, öðru en því,
að ófrægja þann lækni, sem hjer er
fyrir?
Það er þetta atriði, sem jeg
vildi biðja hr. Sölva að atliuga —■
hugleiða það vandlega, hvort það er
drengilegt og heiðarlegt af honum, að
vera að fá menn til að setja nöfn sín
undir slíka staðhætíng. Það er miklu
rjettara af honum að taka sig til og
gera sjer grein fyrir þessu í einrúmi,
heldur en að vera að stæra sig af
nöfnum þeirra manna, sem látið hafa
leiðast til að skrifa undir hjá bonum.
Það er ekki heldur alveg vlst, að
>eir kunni honum nú svo mikla þökk
fyrir að vera að hampa nöfnum sínum
I þessu máli, eða að þeir kæri sig um
að standa við þennan vitnisburð, sem
þeir hafa skrifað undir í — hugsunar-
leysi, eptir þvl sem jeg er sannfærð-
ur um.
Hr. Sölvi Þorláksson er drjúgur
út af þeim „lífsspursmálum íslend-
iaga,“ sem hann og fylgifiskar hans
hafa tekið að sjer. Ilann má vera
það fyrir mjer. En I bróðerni vildi
jeg leyfa mjer að benda þeim herrum
á það, að ef þeir geta ekki unnið að
þessum „lífsspursmálum14 á annan
hátt en með þvl að ófrægja vita-sak-
lausa menn, þá verður happadrýgzt
fyrir þá að „passa sig sjálfa,44 og lofa
„llfsspursmálunum44 að eiga sig.
Fair play.
Aths. kitstjókaxs. Með því að
báðir málspartar hafa nú fengið tæki-
færi til að setja frarn sína skoðun á
þessu máli, og með því að oss virðist
ekki líklegt að fleiri atriði verði dreg-
in fram I því, til verulegrar leiðbein-
ingar fyrir almenning, þá skoðum
vjer það útrætt í Lögbergi, og verða
hlutaðeigendur nú að leita sjer að
öðrutn orustuvelli, ef þeir eru ekki
ásáttir með að leggja niður vopnin.
Odyrasta Lifsabjrgd!
Mutual Reserve'Fund Life
Association of New York.
Assf.ssment Svstem.
Tryggir lif karla og kvenna fyrir
allt að helmingi lægra verð og meö
betri skilmálum en nokkurt annað jafn
áreiðanlegt fjelag í heiminum.
Þeir, sem tryggja líf sitt í fjelaginu?
eru eigendur þess, ráða (>ví að öllu leyti
og njóta alls ágóða, því hlutabrjefa höf-
uðstóll er enginn. Fjelagið getur því
ekki komizt I hendur fárra manna, er
hafi það fyrir fjeþúfu fyrir sjáífa sig Og
ef til vill eyðileggi það.
Fjelagið er innbyrðis (mutual) lífsá-
byrgðarfjelag, og hið langstærsta og öfl-
ugasta af þeirri tegund i veröldinni.
Ekkert fjelag í heiminum hefur
fengið jafumikinn viðgang á jafnstutt
um tíma. Það var stofnað 1881,enhef-
ur nú yflr
Sj tíu þiisund meðlimi
er hafa til samans lífsábyrgðir úpp á
meir en tvö hundruð og þrjátíu milljónir
doUara.
Fjelagið hefur slðan það byrjaði borg-
að ekkjum og erfingjum dáinna meðlima
Ufir 14% mitljónir dollara
Árið sem leið (1892) tók fjelagifi
nýjar lifsábyrgöir upp k liöugar <>» millj-
ónir dollara, en borgaði út sama ár erf-
ingjum dáinna meðlima $2,100,000,00.
Varasjóður fjelagsins, sem nú er
orðinn nál. milljon dollara, skiptist
milli meðlima á vissum tímabilum.
í fjelagið hafa gengið yflr 370 /«-
lendingar er hafa til samans tekið lífs-
ábyrgðir upp á meír en $600,000.
Upplýsingar um fjelagið eru nú til
prentaðar á Islenzku.
W, II. Paulson
Winnipeg, Man
General agent
fyrir Man, N. W. Terr., B. Col. etc.
A. R. McNICHOL, Mclntyre Block,
Winnipeg. Manager í Manitoba, Norfi-
vesturlandinu og British