Lögberg - 14.07.1894, Page 2
2
LÖGBERO LAUGARD A.GINN 14. JÚLÍ 1894.
ö g b £ r g.
Geíið út að 148 Prinoess Str., Winnipeg Man
of The I.ögberg Printing & Publishing Co'y.
(Incorporated May 27, l89o).
Ritstjóri (Editor);
EINAR HJÖRLF.IFSSON
B jsimms M\N4'jtR: B. T. BJORNSON.
AUGLÝSINGAR: Smá-augiýsingar i eitt
skipti 25 cts. fyrir 30 orð eða 1 þuml.
dálkslengdarj 1 doll. um mánuðinn. A stærri
auglýsingum eða augl. um lengri tíma af-
sláttur eptir samningi. ____________
BÚSTAD A-SKIPTI kaupenda verður að til
kynna skrtjlega og geta um fyrvtrandi bú
stið jafnframt.
U rANÁSKRIPT til AFGREIÐSLUSTOFU
blaðsins er:
THE LÓCEEHC P^INTiNG & PUBLI3H. CO.
P. O. Box 338, Winnipeg, Man.
UTANASKRIFT til RITSTJÓRANS er:
FUITOK LftCBFJlfi.
P. O. BOX 368. WINNIPEG MAN.
miðviicudaqinn 11. jíídí 1894.
jy Samkvæm iaDr.slögum er uppsögn
kaupanda á blað'. ógild, nema bann sé
skuldlaus, þegar haDn segir upp. — Ef
kaupandi, sem er í skuld við blað-
ið flytr vistferlum, án þess að tilkynna
heimilaskiftin, þá er þaö fyrir dómstól-
uuum álitin sýnileg sðnuun fyrir prett-
vísum tilgangú
jy Eptirleiðis verður hverjum þeim sem
sendir oss peninga fyrir ldaðið sent viður
kenning fyrir borguninni á brjefaspjaldi,
hvort sem borganirnar hafa til vor komið
frá Umboðsmönnum vorum eða á annan
hátt. Ef menn fá ekki slíkar viðurkenn-
ingar eptir hæfilega lángan tíma, óskum
vjer, að þeir geri oss aðvart um þuð.
__ Bandarikjapeninga tekr biaðið
fullu verði (af Bandaríkjamönnum),
og frá íslandi eru íslenzkir pen-
ingaseðlar teknir gildir fullti verði sem
borgun fyrir blaðið. — Sendið borgun í
i*. 0. Money Orders, eða peninga í Re
gistered Letter. Sendið oss ekki bankaá
visanir, sem borgast eiga annarstaðar en
í Winnipeg, nema 25cts aukaborgun fylgi
fyrir innköllun.
Frikirkjuhuginyndin á Is-
landi.
Ritstjóri Kirkjublaðsins gerir 5
f>vi númer blaðs síns, er síðast hefur
hingað boiizt, grein fyrir undirtekt-
um f>eim er ritgerði hans um aðskiln-
að ríkis og kirkju hefur fengið. Lög-
berg skyrði frá p>ví, pegar Kirkju-
blaðið fór að hefja máls á f>ví efni, og
með bví að f>etta er vitanlega einhver
liin merkasta hreyfingin,sem um lang-
analdur hefur átt sjer stað meðal f>jóð-
ar vorrar, f>á f>ykir oss vel hlýða að
prenta hjer aðalkaflann úr pessari síð-
ari grein Kirkjublaðsins, sem að máli
þessu 1/tur. Vjer efumst ekki um,
að m 'rgum muni f>ykja sú grein fróð-
Jeg, 0g virðast undirtektirnar benda
á, að íríkirkjuhugmyndin sje komin
lengra á ættjörð vorri en þeir hafa
gert sjer í hugarlund.
Sjera Þórhallur ritar meðal annars:
„Hjer skal að eins svolítið skýrt
frá undirtektunum.
„t>ær hafa rjett sem engar komið
ojiinberlega fram hjer heima, en blöð-
in vestra hafa farið mjög vinsamleg-
um orðum um f>essa litlu vakning
hins mikla máls. Undirtektirnar hafa
einkum verið í brjefum til ritstjórans,
og er hann nú nokkru nær um pað, en
í haust sem leið, hvernig /msir prest-
ar landsins líta á málið.
„Að eins úr einni átt hafa komið
bein og hörð andmæli, og f>au eru frá
peirn manni, sem einna mest hefur
um f>að mál hugsað og ritað á undan-
farandi árum. Vonandi misvirðir
hann og fáeinir aðrir stjettarbræður
dgi, pótt jeg tilgreini eigin orð peirra
úr brjefum, fengnum í vetur og vor,
og skrifuðum til mín sem ritstjóra
Kirkjublaðsins.
„Sjera Hórarinn prófastur Böðv-
arsson skrifar:
„Að aðskilja kirkju og ríki vona
jeg að lengi verði ekkiannað en vind-
ur í munni peirra, sem ekki hugsa
um, hvaða afleiðingar pað hefur.“
„Jeg vona og óska, að þessum
háttvirta öldungi kirkju vorar megi
sem lengst endast líf og heilsa til að
rökstyðja pessa skoðun sína, pá er
kemur til sóknar og varnar í málinu.
t>að er mjer en eigi honum að kenna,
að þessi áður kunna skoðun hans kem-
ur hjer fram í svo hörðum orðum,
sjálfur mundi hann hafa stillt þeim
vægilegar hefði hann ætlað þau til
birtingar. Eflaust taka eigi svo fáir
undir með sjera t>órarni, þótt eigi
hafi þeir enn kveðið upp með það.
„t>á eru margir I miðflokknum,
sem telja aðskilnaðinn fagraogbáleita
hugmynd, en þó frernur draumvon að
sinni. Spursmálið er ekki ,,tímabært“
enn. t>að er mjög algeng mótbára
gegn mörgum ef eigi flestum stærri
nýjungum, og hún er á tíðum eins
hættuleg og bein mótstaða. t>essir
menn hafa, og það er lika meir en
von, svo margar „vafaspurningar“ og
enn fleiri „vandaspurningar“, en eðli-
lega bíða þeir átekta með þær, til
þess er málið er verulega tekið á
dagskrá blaðanna og fundanna. En
um fram allt mega þeir þá eigi leng-
ur búa yfir þeim þegjandi.
t>á kemur framsóknarflokkurinn í
þessu máli. Eðlilega hafa flestir úr
honum gefið sig fram við ritstj. sam-
sinnandi og fylgjandi stefnu Kbl.
Hjer skal að eins getið þeirra prófasta,
sem mjer er fuilkunnugt um að
fylgja vilja fram aðskilnaðinum og
skoða hann sem tímafiært spursmál á
yfirstandandi tíð.
„Á alþingi í fyrra lystu þeir því
yfir prófastarnir eystra, sjera Sigurður
Gunnarsson í Norður-Múlaprófast-
dæmi og sjera Jón Jónsson í Austur-
Skaptafellsprófastsdæmi, að nú bæri
að stefna að fullum aðskilnaði ríkis og
kirkju.
„Vera má að fieiri geistlegir þing-
menn hafi ritað eða talað í þá átt, þó
að mjer hafi skotizt yfir það. Af öðr-
um próföstum landsins skrifar sjera
Guðmundur Helgason í Borgarfjarð-
arprófastsdæmi:
„Vel fellur mjer hvaða stefnu
Kbl. ætlar að taka í kirkjupólitíkinni.
Mjer þykir neyðar-kostur, að kirkjan-
standi undir stjórn þings, sem er
henni andvígt að ininnsta kosti undir
niðri, en gægist þó fram.“
„Sjera Páll pófastur Ólafsson I
Strandaprófastsdæmi skrifar:
„Þjer mirtnist á hina stóruspurn-
ingu um framhald fríkirkjumálsins,
eða aðskilnað ríkis og kirkju. Jeg hef
allt af haft þá skoðun, að þetta sje
í rauninni lífsspursmál fyrir kirkju
okkar, fyrri verður ekki um neitt
verulegt safnaðarlíf að tala. En mjög
er hætt. við, að varlega þurfi að fara
og langan undirbúning, til þess að
það geti komizt í kring í viðunanlegu
lagi. Bað er í mínum augum svo
margt, nærri því hvert einasta atriði,
er þessum rnálum við kemur, sem,
þegar það er rækilega skoðað, sann-
færir mig að minnsta kosti um, að öll
framtíð vorrar kirkju sje undir því
komin,að hún ráði sjálf sínum málum.“
„Sjera Zófónías Halldórsson, pró-
fastur í Suður-Þingeyjarprófastsdæmi,
skrifar.
„Aðalstefiian er frá mínu sjónar-
miði aðskilnaður ríkis og kirkju. Jeg
sje ekki aunað en það hljóti að liggja
fyrir, og að það sje líka langrjettast
og bezt.“
„Þessar undirtektir — og marg-
ar fleiri í sama anda hefði mátt nefna
— er hjer mest getið til að syna, að
hreifing þessa máls var ekki neitt íljót-
færnis-frumhlaup í Kbl. Það hlytur
að vera öllum lyðum ljóst, að svo
mikill hluti prestastjettarinnar ís-
lenzku skoðar þetta mál sem kirkj-
unnar mesta velferðarmál á yfirstand-
andi tíð, að það verður að komast á
dagskrá kirkjumálanna.
Smápistlar úr Dakotaferff.
Eptir E. H.
Það hefur verið ein samanhang-
andi liátíð, tveggja vikna tíminn frá
24. júní síðastliðnum til 7. þ. m. fyrir
mig og aðra Manitoba-menn, sem ver-
ið hafa gestir Dakóta-íslendinga
þennan tíma — ekki að eins að því er
snertir rausnina og höfðingskapinn,
heldur og að því er snerti synilegan
áhuga manna fyrir þeim málefnum,
sem þeir telja farsæld almennings og
einstaklinganna vera bundna við, og
þá góðvild og þann fagnaðarauka,
sem allur syndust vilja láta öllum
í tje.
Norðanmennirnir fóru á nokkr-
um strjálingi suður. Fulltrúarnir frá
Argyle og fleiri menn þaðan, sem
ætluðu að vera viðstaddir kirkjuþing-
ið, óku suður beina leið, Þrír Winni-
peg- fulltrúarnir fóru suður á undan
aðalflokknum. Sá hópur lagði af stað
mánudaginn 25. júní, eins og áður
hefur verið frá skyrt í Lögborgi, og
var allfjölmennur, því að nokkrir,
bæði karlar og konur, sem eigi ætluðu
sjer að taka þátt í kirkjuþinginu á
annin hátt en sem áheyrendur, slógust
í förina. í þeim hóp var sá er þntta
ritar.
Rausn Dakota-íslendinganna ljet
ekki lengi bíða eptir sjer, þegar stig-
ið var af járnbrautarlestinni í Glass-
ton. Þar er íslenzkur kaupmaður
með fjölskyldu sína, Mr. I. V. Leifur.
Ilann sótti allan íslenzka hópinn á
járnbrautarstöðvarnar og fór með
hann heim til sín. V.ar þar fyrirbú-
inn liinn ágætasti miðdcgisverður með
ótal rjettum. Þegar kirkjuþings-
menniruir* og samferðamenn þeirra
voru á ferðinni suður til Gardar í
hittifyrra, sat þossi sami maður um að
ná í lestina og stakk inn í hana full-
um vindlakassa lianda löndum sínum,
sem þar voru á ferðinni. Nú tók
hann á móti þeim á þann hátt, sem
þegar hefur verið frá skyrt. Það
leynir sjer ekki, að manninum leikur
hugur á að láta landa sína njóta góð
vildar sinnarum það leyti sen. kirkju-
þing er á ferðinni. En þeim sem
þekktu hann þar syðra bar líka mjög
vel saman um, að liöfðingsskapur
hans og drenglyndi væri ekki bundið
við neina ákveðna tíma, heídur kæmi
mjög afdráttarlaust fram hvenær, sem
íslendingar hefðu nokkuð saman við
hann að sælda.
í Glasston hittum við tvo Winni-
pegmenn og góðk jnn'ingja þess sem
ritar þessar línur: Mr. Benidikt
Pjetursson og Mr. Ólaf .J. Ólafsson.
B. P. hafði flutt suður fyrir eitthvað
viku, alfarinn lijeðan úr bænum, og
hafði koypt sjer jörð á Sandhæðuuum
svo nefndu. Frá voru sjónarmiði að
minnsta kosti er eptirsjá í brottflutn-
ingi hans. Hann hefur jafnan verið
einn af hinum einlægustu fylgismönn-
um frjálslynda flokksins lijer nyrðra,
og kom þar, eins og annars staðar,
fram til góðs. Ó. J. Ó. var um nokk-
ur ár einn af hinum ötulustu for-
göngumönnum bindindisfjelagsskap-
arins meðal íslendinga. Nú hefur
hann aktygjabúð í smábænum Canton,
sem er hjer um bil miðja vegu milli
Glasston og Mountain, og gengur
honum vel. Þegar þangað kom, var
fyrirbúin hjá honum önnur veizlan
fyrir alla norðaDgestina. Svo það
leyndi sjer ekki þegar áður en til
Mour.tain var komið, að aðalhættan,
sem yfir ferðamönnnnum vofði, var
sú, að þeir hefðu ekki styrkleik til að
standast ofnautnar-freistinguna, sem
Páll postuli varar *vo mjög við ásamt
öðrum yfirsjónum.
Slík rausn, sem Víkur-söfnuður
syndi, meðan stóð á þessu kirkjuþingi,
mun enn vera dæmalaus meðal ís-
lendinga I þessu landi, og bar hún
sannarlega ekki vitni um það harðæri,
sem nú er svo mjög kvartað um lijer
meginn Atlantshafsins. Allan kirkju-
þingstímann var hver maður velkom-
inn að borðum safnaðarins, og borð-
uðu þar við sumar máltíðirnar 150
manns. Forstöðukonur þessarar löngu
veizlu voru þær Miss Þorbjörg
Sveinsd. Sölvason og Miss Anna Jó-
hannsd. Kristjánsson, og fór þeim
starfið úr hendi af hinni mestu snilld.
Auk safnaðarins í heild sinni syndu
að minnsta kosti þrir Mountainbúar
mikla og stöðuga gestrisni allan
kirkjuþingstímann: Þeir herrar Har-
aldur Thorlacksson, Loptur Good-
raannsson og Elis Thorvaldsson — og
sjálfsagt fleiri, sem sá er þessar línur
ritar hafði fyrir annríkis sakir ekki
tök á að kynnast.
Að kirkjuþinginu loknu, var
kirkjuþingsmönnunum og ymsum
fleirum boðið í eina stórveizluna enn,
í þetta skipti hjá sjera Fr. J. Berg-
mann og konu hans að Gardar. Það
er hvortveggja að Mr. Bergmann á
eitt stærsta íbúðarhúsið, sem nokkur
íslendingur vestap hafs liefur enn
eignazt, enda varhonum þörf á miklu
húsrúmi þetta kveld — og víst annars
mjög opt endrarnær.
Sunnudaginn 1. júlí var kirkja
Vídalínssafnaðar á Sandhæðunum
vígð. Þar var fjölmenni niikið sam-
komið og að afstaðinni guðsþjónustu
var framreiddur þar dyrindis kveld-
verður á safnaðarins kostriað hverjum
er þiggja vildi.
Sá sem þetta ritar var ekki þar
viðstaddur. Hann var þá orðinn svo
latur eptir allharðar kirkjuþings-
skriptir, að hann langaði til að njóta
meiri hvíldar en þeirrar sem fæst þar
sem mikill fjöldi fólks er saman kom-
inn. En þar með var veizlum eigi
lokið. Næstu viku varði liann til
þess ásarnt ymsum kunningjum sln-
um að ganga á milli góðbúanna að
Gardar, Park River, Edinburg, Hall-
son og Cavalier, og hvervetna voru
viðtökurnar svo stórmannlegar, að
hann minnist ekki að hafa lifað annan
tíma jafnlangan I slíkum „vellysting-
um praktuglega“.
Af því sera hjer að ofan er sagt
munu menn geta ráðið, að P.tið hafi
verið að heyra meðal landa vorra I
Norður Dakota af þeim volæðisanda,
sem svo hörmulega hátt lætur til sín
heyra um þessar mundir á þessu meg-
inlandi, og það síður en ekki að á-
stæðulausu. Mjer gat ómögulega
annað virzt, en að menn teldu al-
menntsjer líða vel og horfðu öruggir
til ókomna tímans. Auðvitað er
kvartað um viðskipladeyfð, en þó
ekki neitt líkt og í fyrra sumar, og
peninga eru menn nú farnir að geta
fengið til láns, sem var ómögulegt í
fyrra, hvað margfalt veð sem boðið
var. Uppskeran verður fráleitt mik-
il, eptir þeim mælikvarða, sem þar er
á uppskeru lagður, en hún virtist
raundi verða vel viðunanleg, og að
því er mjer skildist ekki mjög mis-
munandi manna á meðal, að undan-
teknu því raunalega tjóni, sem marg-
ir bændur fyrir norðan Mountain urðu
fyrir af hagli, eins og þcgar hefur
verið getið um hjer í blaðinu. Það
óhapp var því átakanlegra, sem flestir
eða allir þeir bændur á þessum stöðv-
um, sem urðu fyrir haglinu í fyrra,
urðu líka fyrir því nú. í þetta skipti
náði haglið til enn fleiri mama en í
fyrra, og var yfir höfuð niiklu stór-
felldara nú — svo stórkostlegt, að
það lá sumstaðar í sköflum daginn
eptir. Vonandi liafa ílestir þcssara
manna tryggt akra sína gegn hagli að
einhverju leyti. En víst er um það,
að ekki höfðu allir gert það, nema ef
vera skyldi eitthvað lítilfjörlega. Ekki
töldu mcnn lieldur örvænt um, að
eitthvað af því hveiti, sem niður
hafði barizt kynni að reisa sig við
aptur, og að tjónið kynni því ekki að
verða alveg eias stórkostlegt eins og
í fyrstu áhorfðist. En áreiðanlega
verður það allt of mikið. Mcrkilegt
fannst mjer, að alls engin æðru orð
heyrðust út af þessu tjóni. Jeg heyrði
einn aldraðan inann, sem misst hafði
alla sína upjiskeru, minnast á þetta.
„Guð hefur gefið mjer góða uppskeru
svo opt, að jeg fer ekki að nöldra út
af því, þó að hann taki hana frá mjer
einu sinni“, sagði hann.
Mjer fannst hljóðið tiltölulega
lakara í mönnum í jiólitískum efnum.
Mikill meiri hluti landa vorra þar syðra
hefur liallazt að demókrata-flokknum
á siðustu árum, og mjer fannst bysna
almenn óánægjan í mönnum út af því,
hve hraparlega flokknum hefur tekizt
að standa við loforð sín, nú, þegar
hann hafði fengið vald bæði yfir um-
boðsstjórn landsins og báðum deild-
um congressins. Jeg átti t. d. tal við
einn afgáfuðustu íslenzku demókröt-
unum, kaujimann þar syðra. „Hvar
á maður nú að vera?“ sagði hann,
„ekki getur maður verið með demó-
krötunum í haust“. Jegþekkti mann-
inn vel, og jeg hugsaði með mjer. að
þegar hann væri orðinn staðráðinn I
að yfirgefa sinn flokk, mundu fleiri
vera farnir að linast; því að maðurinn
er fastur í lund. Vitanlega hafði jeg
ekki nema ónógt tækifæri til að kynna
mjer pólitíska hugi manna þar syðra;
en af því sem jeg gat komizt að virt-
ist mjer sem íslcndingar mundu skipt-
ast milli popúlistanna og repúblíkan-
anna í haust.
(Niðurl. næst).
Islands írjettir.
Akureyri 7. maí 1894.
Þann 13. apríl næstl. andaðist úr
inflúenzaveikinni ekkjufrú Elín Ein-
arsdóttir að Bæ í Króksfirði í Barða-
strandasyslu, hjá tengdasyni slnum,
Ólafi lækni Sigvaldasyni. Frú Elín
var ekkja Jóns sál. prófasts Jónssonar
að Steinnesi I Húnaþingi.
Akureyri, 21. maí 1894.
. Sjílfsmorð. Maður á fimmtugs-
aldri, að nafni Guðjón Sigfússon, skar
sig á háls 11. þ. m. á Oddeyri. Hann
var staddur í afskekktu húsi á Eyrinni,
er hann framdi verkið, og urðu menn
þess því ekki varir fyr ea eptir nokkra
klukkutíma, er að honum var komið,
og var þá mjög af honum dregið, og
dó hann eptir tæpan sólarhring.
Guðjón heitinn var beykir og þótti
afbragðsvandvirkur á smíðar. Hann
var maður dável greindur og ráðvand-
u-, en hneigðist mjög til ofdrykkju,
og inun hann naumast hafa verið með
fullu ráði síðustu dagana.
Akureyri 2. júní 1894.
Inflóenzan geysar nú um mik-
inn hluta Norðurlands, og leggst tals-
v )rt þungt á fólk. í Skagafirði var,
er síðast frjettist, dautt um 20 manns.
Hjer í bænum hefur hún tekið flest-
alla. Margir eru nú í apturbata. Fá-
einir liafa dáið, þar á meðal llergvin
Bergvinson, er bóndi hefur verið i
Hamarkoti undanfarin ár.
Amtskáðsfundur Norðuramts-
íqs, er átti að byrja 31. þ. m., varð að
fresta sökum þess að amtmaður J.
Havsteen var veikur af inflúenza.
Tíðarfar er lengst af fremur
kalt, opt næturfrost og afskaplegir
þurkar. Útlit með grassprettu er því
híð versta.
Akureyri, 18. júní 1894.
Inflóknzan geysar enn í full-
um krapti víða hjer nyrðra og drepur
fólk hrönnum saman. P'lestum sem
deyja verður lungnabólga að bana.
Margir sykjast hvað eptir annað og
verður veikin þeim flestum hættuleg.
Hjer í bæ er sóttin nú heldur í
rjenun, en margir eru þó sárlasnir
enn, og það jafnvel þeir, sem veiktust
fyrir 3—4 vikum. í Akureyrarsókn
er nú dáið 9 manns og óvíst enn hvort
þar nemur staðar.
Mannalát. Meðal þeirra scm
dáið hafa úr inflúenza eru:
Bókbindari Aðalsteinn Frið-
björnsson (Steinssonar) á Akureyri,
tæplega 32 ára gamall, mjög dugleg-
ur bandverksmaður, vel látinn og vin-
sæll. Hann lætur eptir sig ekkju og
2 ung börn.
Madama Guðrún Jónsdóttir á
Akureyri, ekkja hafnsögumanns
Magnúsar Jónssonar, er lengi bjó 4
Akureyri. Hún var komin hátt 4
sjötugsaldur, og hafði lengi verið
heilsutæp.
Bókbindari og bóksali Halldór
Pjetursson 4 Akureyri, gamall maður
Veitt
Hædstu verdl. a heimssyningunni.
11
DR*
BAHING
POWMR
HIÐ BEZT TILBÚNA.
Óblönduð vínberja Cream of Tartar
Powder. Eljkert álún, ammonia eða.
önnur óholl efni.
40 ára reynzlu.