Lögberg - 29.08.1894, Blaðsíða 1

Lögberg - 29.08.1894, Blaðsíða 1
Lögbbrg er gefið út hvern miðvikudag og laugardag af THE LÖGBERG PRINTING & PUBLISHING CO. Skrifstola: Atgreiðsl ustota: I'ícr.temiðj'' 148 Prinoess Str., Winnipeg Man. Kostar $'2,oo um árið (á íslandi 6 kr, borgist fyrirfram.—Einstök númer 5 cent. Lögberg is published every Wednesday an 1 Saturday by The LöGBKRG PRINTING & FUBI.ISH1NG CO al 148 Princess Str., Winnipeg Man. S ubscription price: $2,00 a year payable *n advance. Single copies 5 c. Winnipeg, Mtmitoba, miðvikudaginn 2Í). ágúst 1894. 7. Ar. | SIERSTÖK JAKKA-AUGLYSING ♦♦♦♦♦♦♦♦ 200 Kvennjakkar ------ --- og- Mötlar keyptir mcS fyrirtaks lágu verSi og verða seldir með cptirfylgiandi verði í tvær vikur að eins. Öllu er raSaö niöur á búöarborö- in þannig: Lot 1. . . .Barnakápur.. .80.75 Lnt 2.. . .Barnojakkar. .. 1.25 Lot 3.. .. Kvennjakkar. .. 0.75 Lot 4.. .. Kvennjakkar. .. 1.00 Lot 5.. . .Kvennjakkar. .. 1.75 Lot 6.. . .Kvennjakkar. .. 2.75 Lot 7.. .. Kvennjakkar. .. 3.75 ♦♦♦♦♦♦♦♦ Gætið að, góður jakki eins og sá, sem myiulin er af hjer að ofan fyrir ein 75e. ♦♦♦♦♦♦♦♦ þessir jakkar cru búnir til úr góSum dúkum ogeru hentugir hvort heldur sem er fyrir haust eða vetr- artíma. ♦♦♦♦♦♦♦♦ Komið sem fyrst og takið fyrsta val. Allar okkar vörur eru merktar með skýrum tölustöfum, og cru billcgri cn í nokkurri annari búð í Winnipcg. Darsleu & Go. 344 MAIN STREET. Sunnan við I’ortage Ave, FRJETTIR CANADA. Frjetzt hefur austan frá Ottawa, að almennar kosningar eigi að fara fram í marzmánuði í vetur; en eptir er að vita, live áreiðanleg sú frjett er. Eir hefur fundizt í jörðu í órann- sökuðum hjeruðum austan við Winni- pegvatn. Með pví að landslag á austurströnd vatnsins er mjög líkt landslaginu við Skógavatn, þykir ekki ólíklegt, að par muni vera eitt- hvað töluvert af málmum. BAKMRIKIN. Pílagrímsferðir frá Ameríku til hins nafnfræga Norðurálfu-krapta- verkastaðar Lourdes eru nú mjög farnar að tíðkast. í pessum mánuði lögðu 150 pílagrímar af stað frá Brooklytt. Sumpart eru pað sjúk- lingar, sumpart mæður, sem ætla að biðja fyrir bömum sínum, sem komizt hafa Cit á glapstigu. Margir, sem ekki geta farið sjálfir, senda bænar- skrár, sem lesast eiga fyrir framan altarið í kirkjunni óg svo leggjast á altarið. Kapólskur prestur fer roeð pílagrímunum til pess að leiðbeina peim, og Satolli, ameríski varapáfinn, hefur gefið peim blessan sína. Finnsk-lúterska kirkjufjelagið í Bandaríkjunuro hjelt nýlega kirkju- ping sitt í Superior. 50 prestar og leikmenn sóttu. pÍDgið. Fjelagið ætlar að koma upp lærðum skóla svo fljótt setr. pví verður unnt. Einkennileg málshöfðun á sjer stað um pessar mundir við háskólann í Madison, sem er eign Wisconsinrík- isins, gegn einum kennaranum par, prófessor R. T. Ely. Ilann er ákærð- ur fyrir að kenna sósíalismus, og slíkt pykir svo mikil óhæfa, að pað ætti að varða burtrekstri frá liáskólanum. Annars kvað við fleiri háskóla í pessu frelsislartdi, Bandaríkjunum, vera far- ið að gera ráðstafanir til pess að tálma útbreiðslu peirra skoðana, sem peim er völdin hafa pykir ganga of langt í byltingaáttina. Frá Franklin, Wash., frjettist, að hræðilegt slys hafi orðið í kolanáma par. Eldur kom upp í námanum á föstudaginn Og misstu par 40 manns lífið. ÍTLÖXD. Voðalegur fellibylur fór fram mcð ströndum asovska hafsins á föstu- daginn og gerði afarmikið tjón. Sum- staðar feyktust heil porp fram í haf- ið. Mörg gufuskip sukku eða strönd- uðu, og telst svo tilj sem 1000 manns að minnsta kosti hafi misst lífið. Eptir pví sem telegraferað er frá Lundúnum, eiga miklar deilur og mik- il óánægja sjer stað um possar mund- ir innan frjálslynda flokksins á Stór- bretalandi, svo að menn eru ekki ó- hræddir um, að hann sje að leysast sundur. t>að er lávarðamálstofan, sem örðugleikunum veldur. Svo megn er óánægjan, að margir pino- menn, sern stjórninni fylgja, hafa af- sagt að halda ræður yfi.r kjósendum sínum í haust, af pví að stjórnin hef- ur ekki látið í ljós að hún ætli sjer að ráðast á lávarðamálstofuna og neit- unarvald hennar. Þykir tvísýnt, að slík afsvör hafi nokkurn tíma komið frá pingmönnum, pótt ágreiningur hafi átt sjer stað innan flokkanna. Ástæðan fyrir pví, að stjórnin hefur ekki látið uppi, hverri stcfnu hún ætli að fylgja viðvíkjandi lávarðamál- stofunni, er sú, að ráðaneytið getur ekki komið sjer saman um stefnu í pví máli. John Morley írlandsráð- herra, Spencer lávarður sjóliðsráð- herra og fleiri úr ráðaneyti drottn- ingarinnar vilja fyrir hvern mun taka neitunarvaldið af lávarðamálstofunni. Aptur vilja aðrir fara vægra í sakirn- ar. En Rosebery lávarður, Sir.Wil- liam Harcourt og Mr. Asquith, leið- togar ráðaneytisins sýnast óráðnir í pví, hvað gera skuli, og vilja láta málið falla niður um stundarsakir. Flokkurinn er að komast í fjárpröng. Ilingað til hafa margir af auðmönnum flokksins gefið stórfje árlega í sjóð hans, og úr peim sjóði hafa verið borguð útgjöld hinna efnaminni ping- mannaefna. En nú pykir auðmönn- unum allmikill hluti flokksins vera farinn að sækja svo la-ngt í byltinga- áttina, að pcir vilja ekki leggja fram fje að svo stöddu. Fjelag pað sem myndazt hefur til pess að berjast fyrir afnámi lá- varðamálstofunnar hjelt fund í Hyde Park á sunnudaginn. Lundúna-blöð- unum kemur svo illa saman um, hve margir hafi sótt pá samkomu, að sum segja, að par haíi að eins verið 10.000 manna, en önnur talð um 100,000. Helztu ræðumennirnir voru prír írskir pingmenn. og gáfu peir stjórninni pá aðvörun, að fylgi Irsku pingtnannanna væri undir pví komið, hvort liún berð- ist dyggilega gegn lávörðunum. Drepsóttin í Kina hefur sett trú- boðana par í mciri hættu en pe’r hafa nokkru sinni áður verið í par i landi, pví að Kínverjar hafa breitt út um landið pann orðrórn, sumpart að trú- boðarnir hafi citrað vatnið í brunnun- um, og sumpart að guðirnir sjeu svo reiðir út af hinni nýju kenttig, að pest- in sje hegning frá pe.im. Fyrir prem vikum virtist svo, sem hveitiuppskera á Englandi ætlaði að verða afarmikil í ár, meiri af ekru hverri en nokkurn tíma áður. En nú er hún orðin stórskemmd af stöðugum rigningum sfðustu vikuna og fullyrt, að eptirspurn eptir Ameríku-hveiti verði meiri en menn bjuggust við nýlega. Norðmenn í Minnesota og Dakcta. Sktjrsla Jlobes Jconsúls til sendisveit■ arinnar i Washington. l>að var með congress-sampykkt 3. marz 1849, að Minnesota var gerð að terrítóríi, og svo hlotnaðist henni sú virðing 1857 að verða að sjerstöku ríki innan ríkjasambandsins. Á peim tíma, er hún var gerð að terrítóríi, voru par 6000 manns og par af voru 7—sjö—Norðmenn. Núerparsam- tals meira en ein millíón manna, og par af er hjer um bil nákvæinlega tí- undi parturinn menn fæddir í Noregi. Innflutningar Norðmanna til Minnesota byrjuðu eiginlega ekki fyrr en 1851-52. t>á settust nokkuð margir Norðmenn að í countíunum Fillmore og Houston, og með peim mynduðust norsku nýlendurnar í pessum countíum, sem síðar uxu og blómguðust svo mjög. Rangað koaiu stnámsaman fleiri og fleiri Norðmenn frá Iowa og Wisconsin. í Wisconsin höfðu pegar myndazt stórar norskar nýlendur á árunum 1839—44. Þegar fregnin kom um að Minne- sota hefði verið opnuð fyrir nýbyggja, varð pegar mikill útflutningur beint pangað frá Noregi, og sá fólksfjöldi, sem á pv( tímabili kotn til að leita hamingjunnar í Ameríku, fór nú smátt og smátt aðallega að streyma til ó- byggðujfrjósömu sljettanna í pví ríki. Á fyrsta innflutninga-tímabili Norðmanna var pað algengast, að peir settust að í sveitunum, par sem aptur á móti bæirnir voru að mestu stofnað- ir af írum og Hjóðverjum og sömu- leiðis af Ameríkumönnum úr austur- ríkjunum, sem farið höfðu vestur í petta auðga landtil pess að komasttil metorða og verða ríkir á stuttum tíma. I>að að landar vorir völdu pannig einkum landbúnaðinn sem sína at- vinnugrein, var vafalaust fyrst og fremst komið af pví, að peir liöfðu flestir komið úr sveitum I Noregi, < g pað var peim eðlilegast að leira sjer atvinnu viðsama starf, sem peir höfðu frá barnæsku vanizt við á ættjörð sinni. l>ar við bættist, að heimilis rjettarlögin gerðu mönnum nijög Ijett fyrir með að ná I landeignir. Ekki má heldur láta pess ógetið I pessu sambandi, að járnbrautafjelögin settu peim mjög auðvelda skilmálr, sem vildu kaupa landeignir. I>essi fjelög liöfðu bæði hjá stjórn Banda- ríkjanna og bjá Minnesota ríki fengið injög mikinn styrk I landveitingum, stórum flæmum, sem lágu f,-am mtð brautum peirra, og pað var áríðandL fyrir pau, að sem mest yrði ræktað af pví landi, pví að ræktuninni voru sam- fara auknir vöruflutningar og par af leiðandi meiri gróði. Annars voru samgönguruar af- Litará pessu fyrsta nýbyggja-tíma- bili. Venjulegast urðu Norðtnenn að aka frá 30 til 50 mílur til næsta mark- aðar með afurðir sínar, og opt vofði yfir peim sú liættn, að pá mundi kala til stórskemmda úti á afdrepslausum, veglausum sljettum á vetrum. En eptir pví sem samgöngurnar uxu og nýir bæir spruttu upp hjer og par í nýlendunni, færðist petta í lag, og jafnframt pví sem verzlunarviðskiptin urðu fjörugri og nýir markaðsstaðir mynduðust fyrir lan dbúnaðarvörurnar pá varð og almenn velmegun tneðal bænda — velmegun, sem Norðmenn liafa fengið pátt í í ríkum mæli. Hinar miklu framfarir að pví er samgöngur snerti, pað að bæir risu upp og pað að mjög jókst útflutning- ur iðnaðarmanna, verzlunarmanna o. s. frv. frá bæjum og kaupstöðuin I Norvegi, manna, er aptur vanalega leituðu sömu atvinnu eins og heiti.a, — allt petta miðaði síðar meir til að leiða útflutningsstrauminn frá ætt- jörð vorri til hinna stærri bæja, par sem innflytjendur fengu liátt kaup fyrir vinnu sína. Verð á lóðum og húseignum var pá eigi jafn-hátt og nú, og gat pá tnargur norskur iðnað- armaður eignazt hús fyrir næsta lítið. Hefur og fjöldi landa vorra með skyn- samlegri spekulation í húscignum í bæjunum lagt grundvöllinn til all- mikillar auðlegðar. Yfirleitt má svo segja, að bæði norskir iðnaðarmenn og almennir verkamcnn komist vel af, pó að bæirnir sjeu nú sem stendur nær pví troðfullir af verkamönnum og samkeppnin pví mjög mikil í nær pví bverri atvinnugrein. Það má pví sjá af pví, sem hjer að ofan er ritað, að pó að landar vorir hafi á hinum fyrstu tlmum útflutn- inganna einkum lagt fyrir sig land- búnað, pá er nú sá tími löngu liðinn, að petta sje hinn einasti atvinnuveg- ur peirra. Eins og pegar hefur verið getið, er efnahagur Norðmanna f Minnesota góður, og eru margir peirra sem byrjuðu búskap sinn I pá daga pegar landið var ódýrt og hveitiverðið hátt, jafnvel efnaðir menn. Þó að veð- skuldir kunni að vera á jörðunum, pá eru pær venjulega borgaðar á nokkrum árum. Þó hefur hið lága verð á korntegundum valdið löndum vorum talsverðra örðugleika, jafn- framt pví að tvískipting í búnaðar- hætti, pað er að segja bæði kornyrkja og kvikfjárrækt, liefur verið nær pví ópekkt meðal Norðmanna og annara bænda í norðvesturhluta rlkjanna. Stærð jarðanna er vanalega 160— 300 ekrur, og er sáð að mestu hveiti. Eu sunnan til í ríkinu cru Norðmenn á síðari tímum farnir að stunda meira margbreyttari búskap. Snemma fór að bera á trúar- Nr. 07. bragða pörfinni meðal Norðmanna í Minnesoia, og pað ei- einkum með myndun safnaða í nýlendunum að laudar vorir hafa sýnf, að hugur peirra gat hafizt yfir jarðneska hagsmun-', sem, eins og eðlilegt er, hlutu að vaka fyrir peim seint og snemma fyrst fram- an af, áður en peir gátu komið sjálf- stæðum fótum fyrir sig. Það er og næsta eðlilegt, að hin fyrsta andlega pörf nýbyggjans hljóti að sýna sig f mjög sterku trúarlifi. Það er eins og hið h'ilf-einmanalega, tilbreytingar- lausa líf úti á sljettum Vesturlands- ins, par sem jafnan verður að vinna hart, og engar eru skemmtanir, hafi vakið menn sjerstaklega í pá átt. Niðurl. næst. Jfmtbarbob. Á safnaðarfundi 9. p. m. var mjer falið á bendur að gera tilraun til að mynda nýjan íslenzkan söfnuð hjer f bænum. Samkvætnt peim fyrirmæl- um hef jeg afráðið að hafa alœennan fund um petta mál næsta laugardag 1. september, kl. 8 e h. í s tmkomusal Guðm. Johnson’s (Noith West Ilall), á horninu á Isabell og Ross. Allir peir, sem ætla að taka einkvern pátt í pcssari safnafarmyndun, eru vinsam- legast beðnir að mæta á fundi pessum. Winnipeg, 28. ágúst 1894. Hafsteinn Pjetuksson. Aukafund hcldur hið fslenzka Verkamannafjelag á fimmtudags- kveldið 30. p. m. Uinræðuefni verð- ur mest, hvaða pátt fjelagið vill taka f verkamanuadeginum, semáað verða 3. næsta mánaðar. — Allir beðuir að konia. J. Gottskálksson. (Forseti.) Kennara vantar við Árnes- skóla. Kennsla byrjar með novcmb- er, og verður fimm ntánuði. Uin- sækjendur segi bvaða kaup peir vilja fá um mánuðinn. Jóhannes Magnússon, ysec. treas. Arnes P. O. Man. Sejiot Hiiuse, ÍTlarKet Square ^ Winitípeg. (Andspænis Marka<5num). Allar nýjustu endurbtetur. Keyrsla ókeypis til og frá vagnstoðvum. Aðbúnaður hinn bezti. John Baird, eigandi. Capital Steara Dye Works T. MOCKETT & CO. DUKA OC FATA LITARAR. Skriítð cptir prislisla yftr lilun á dúkum og bandi, etc. 241 Portage Ave., Winnipeg, Man. J>ID KEYRID °K VID LEGGJUM TIL IIESTANA. Vlð höfum ætíð á reiðum höndum góða keyrsluhesta, sem við lánum mót mjög lágri borgun. WOOI) & IÆWIS, 321 Jemiina St. TELEI’UONE 357.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.