Lögberg - 06.06.1895, Blaðsíða 3

Lögberg - 06.06.1895, Blaðsíða 3
LÖGJ3ERG FIMMTl;DAGINN 6. JÚNÍ 1895 O O Bru P. 0. 25. maí 1895. Kæri herra ritstjóri Lögbergs. Sama öndvegistíðin helst fyrir jarðargróðann, gras og korntegundir; því flegir fram mótspyrnulaust að lieita má, enn sem komið er. Að vísu komu nokkrar frostnætur fyrri pavt pessa mánaðar, og snjóveður nóttina milli 18. og 19. p. m. en hvorugt til meins fyrir okkar góðu uppskeruvon- ir; aðeins hafa frostin flutt proska hveitisins frá fjöðrinni til rótarinnar á hentugasta tíma til þess, að gefa hveitinu pví meiri gróðar-styrk og hreysti 1 baráttunni við illgresi og aðrar mótspyrnur, sem kynnu að mæta pvl á meðan pað stendur á akrinum. Nú er blíðviðri, fjöðrin búnin að reisa sig aptur og heldur óðum áfram að vaxa. Herra Pjetur Christophersson hefur vakið fjörugarhreifingar meðal landa í pá átt, að halda pjóðminning- arhátíð (,,íslendingadag“) hjer vestra í sumar. Hafa tveir fundir verið haldnir til að ræða pað mál, og kjósa nauðsynlegar nefndir tilpess að koma pví áfram í svo skipulegu og skemmti- legu formi, sem föng eru á. Er nú pegar ákveðið að byggja laufskála við kirkjuna, oghafa 16. dag jvlímdn- aðar til hátíðarhaldsins, með hliðsjón af pví, að pað er hentugur tími fyrir bændur og sá dagur sem fyrstu Is- lendingar stigu fæti á land hjer í Manitoba fyrir 20 árum. Auðvitað er ekki búist við, að samkoman geti orðið nema ófullkom- in, en hún ætti að verða nóg til pess, að kenna okkur að laga með framtíð- inni pær misfellur og ánægjuskort, sem kemur í ljós fyrir vankunnáttu eða of mikla nærfærni í peningafram- lögum, til pess að gera daginn sem hátíðlegastann. En eigi að slður er pessi byrjun okkar hjer vestra mjög heiðarleg, af pví hún synir að vjer tilheyrum peim mannflokki, sem hefur löngun til pess að láta sjer lærast að virða og elska pað eitt úr pjóðerni sínu, sem göfgar manninn, en varpa hinu fyrir borð, sem ekki samrýmist frelsi og framför pessa lands. Að við höfum I sannleika flutt með okkur pað göfugasta, fegursta og be/.ta, sem nokkra aðra pjóð hefur prýtt, pað er viðurkennt með pví almcnna hrósi, sem vjer fáum I pessu landi fyrir and- leigt og líkamlegt atgerfi, ráðvendni og heiðarlegt viðskiptalíf. Að pessu litla, en fagra mannorðsblómi okkar íslend- inga, sem liefur opnast fyrir hlylegar umsagnir annara pjóðflokka lijer I Ameríku, ættum við að finna skyldu okkar að hlúa sem bezt, og ekki ein- asta að láta pað vera okkar heitustu prá og bjargföstu viðleitni, að halda pessum dyrmæta pjóðernisarfi, heldur og að lielga peim arfi ákveðinn dag árlega, til pess einkum og sjerílagi a'ð minnast feðranna og pjóðarinnar mcð pakklátum hjöitum, sem við erum komnir af. Yjer búumst við, að slíkur pjóð- minningardagur verði árlega haldinn sama dag I hverri íslendinga byggð hjer I Ameríku, og pykir jafnvel bezt tilfallið, að til pess verði ákveðinn sá pyðingarmikli happadagur fyrir pjóð- flokk vorn, sem fyrstu íslendingar stigu fæti á land hjer I Norður Amer- íku árið 1870, ef sá dagur ekki kemur of mjög I bága við mestu annir bænda—uppskerutímann. Og ef vj<r viljum syna, að vjer kunnum að me1a og sjeum, pennan ákveðna dag, að- eins að meta hið góða og göfuga I pjóðerninu, pá vill svo vel til, að með- al peirra, sem fyrst tóku sjer bólfestu I pessu landi, var ágætismaður’nn sjera Páll heitinn Þorláksson, sem mjög mikið lagði I sölurnar fyrir pjóðernis- legan kœrleika—að slðnstu lifið— til pess að hjálpa löndum sínum hjer vestra til velferðar, bæði I líkamlegum og andlegum efnum. Jón Ólafsson. Simrningar og svör. Hvað pyðir orðið ,,bos“? Forvitinn. Svar:— „Bos“ er latneskt orð, og viðhafa vísindamenn pað til að tákna pá tegund dyra, er á íslensku nefnast naut eða nautakyn, og til- heyrir hún flokk peim er grasbítar nefnast. Aðal einkenni allra dyra, sem tilheyra pessari tegund, eru sem fylgir: E>au eru nokkuð stór, með einkennilegu höfuðlagi, tennur aðeins I neðri skolti og bíta pau pvl við góm, °g jórtra. I>au hafa kvíslalaus, bog- iu horn, er smá mjókka eptir pví sem frá hausnum dregur, og klaufir á fótum. Hala hafa pau nokkuð lang- an, með hárbrúsk á endanum. E>ó er til tamin nauta tegund, sem er kollótt, og eru pau dyr vanalega svört. Ekki hefurpessi tegund eins mikið vitog sum önnur dyr, t. d. hestar, og af pví mun dregin íslenska samlíkingin, að pessi eða hinn sje „nautheimskur“. í viltu ástandi eru dyr af pessari tegund opt hættuleg, t. d. á Indlandi og I Afríku. En tamiu eru pau meinlaus og gæf. E>ó verða tamin naut stundum „vond“ eða „mannyg“, og er pað einkenni peirra, að pau rífa upp jörðina og „bölva“, sem kallað er. Til pess að gera „vond“ naut viðráðanleg og hættulaus, er setlur járnhringur I gegnum brjóskið milli nasanna, sem kallað er „misnesi“. Á Indlandi láta menn sjer nægja snæri til pessa. Enn er eitt skrltið einkenni á dyrum af nauta tegundinni, pað nefnilega, að rauður litur hefur æsandi áhrif á pau, og ef nokkur vonska er I peim, pá ærast pau pegar pau sjá pann lit. Af pvl er komið enska orðtakið um pá menn, sem æsast af vissum hlutum, að petta eða hitt verki á pá eins og rauð d ila á vont naut (as a red rag on a mad bull). Herra ritstjóri Lögbergs. í skammagrein sem Kristján nokkur Lífmann á Gimli ritaði I 20. nr. Hkr., um Mr. G. Eyjólfsson, ber hann honuro á bryn, að hann hafi með svikun náð I póstflutning „yfir sund- ið“ og haft atvinnu af fátækum bónda- mmni og borgað honum með upp- sprengdum vörum út úr búð. Af pví að bjer getur ekki verið um nekkurn annan mann en mig að ræða, par eð pað hefur enginn annar en jeg flutt póst „yfir sundið“, pá finn- jeg mjer skylt að geta pess, að petta, semKrist- ján segir um póstflutninginn, er lygi frá upphafi til enda, eins og að líkind- um allt ani að I grein hans. Jeg hef nú flutt póstinn „} fir sundið“, sem hann svo kallar, milli Hecla og Icelandic River I nokkur ár. Um tlma gerði jeg pað eptir samningi (contract) við páststjórnina, en sagði pvl síðan lausu I fyrra, pví jeg vildi fá hærra kaup. Siðan hef jeg flutt póstinn samninga- liust, og Mr. G. Eyjólfsson borið alla ábyrgð af flutningi lians, og ábyrgst mjer kaup mitt, en ekki haft sjálfur svo mikið sem eins cents hagnað. Hann heflr aldrei borgað mjer með uppsprengdum vörum; Kristján lygur pví; hann hefir borgað mjer kaup mitt I peningum skilvíslega I hvert skipti, nema einusinni I ávisun, sem var mjer sama og pcningar. Jeg vil ennfrem- ur geta pess, að pað er eingöngu fyrir hans hjálp að jeg hef náð I pennan póstflutning milli Hecla og Icelandic River (»yfir sundið“ sem Kristján er svo gleiður út af). Hvaðan sem Kristján hefur fengið slúður sitt, pá er pað ekki eptir mjer, pví jeg pekki manninn ekki, og hef litla löngun til að kynnast honum, en jeg álítsiðferð- islega skyldu bjóða mjer að rita línur pessar, sem jeg vona að pjer, herra ritstjóri, ljáið rúm I blaði yðar. Jeg hef pekkt Mr. G. Eyjólfsson I nokkur ár, og aldrei pekkt hann að öðru en að vera áreiðanlegan og heið- virðan mann. Icelandic River, 28. maí 1895. Ingimundur Guðmundsson. í RAKARABÚÐ M. A. Nicastros áið pið ykkur betur rakaða fyrir lOc. en annarsstaðar I bænum. Hárskurður 25c. fyrir fullorðna, 15c. fyrir ung linga. Tóbak og vindlar til sölu. 837 Main Strcct, næslu dyr við O’Connors Hotel. HOUGH & CAMP3ELL Málafærslumenn o. s. frv. Skrifstofur: Mclntyre BlockMainSt. Winnipeg, Man . Arinbjorn ,S. Bardal Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Opið dag og nótt. 629 ElQin /\ve. As many good things are likely to. But you are safe in running the risk if you keep a bottle of Perry Davis( PAIN KILLER at hand. It’s a never-failing antidote for pains of all sorts. Sold by all Druggists. water or milk (warm if convenieaL> þessar myndir s/na fram- lilutann Gg ba - lilutann af axla- böndun- um, er brúkuð eru með Hafurmagnsbeltuxu 3Dr* öwexiSj sem lækna Langvarandi sjúkdóma taugaerlisins, Reynux mörg relti, en batnaðx ekki fyrr ne iiann fjekk belti frX Dr. Owen. Dr. A. Owen. Norcross, Minn., 12. janúar 1894. Eins og pjer munið, pá keypti jeg fyrir tveim árum belti nr. 4 af yður, og sendi yður nú mitt innilegasta pakklæti. Jeg kvaldist I mörg ár af gigt og jeg hafði pegar revnt tvö rafurmagnsbelti frá öðrum verksmiðjum, en mjer batnaði ekkert, par til jeg loksins ásetti mjer að reyna einnig belti frá Dr. Owen, og frá peim tíma hefur mjer batnað dag frá degi. Jeg ráðlegg hverjum poim beltin sem líða af gigt. Louis Anderson, FaNN ÍIVÍLD IIVORKI NÓTT NJI5 NÝTAN DAG, EN BELTI Dr. OwENS LÆKNAÐI ÍIANN. Dr. A. Owen. Thor, la, 29. nóv. 1893. í næstl. júlímánuði keypti jeg af yður belti No. 4 handa konunni minn>. E>egar hún bvrjaði að brúka beltið var hún svo mögur, að hún var ekki ann- að en skinn og bein. I>að er ómögulegt að lýsa peim kvölum sem bún tók út áður en hún fjekk beltið. E»egar hún hafði brúkað beltið í sex vikur fór henni auðsjáanlega að batna, og nú get.ur hún sofið á nóttunni og unnið á daginn sem önnur liraust og dugleg kona. ilún er nú orðin svo digur og feit að beltið nær ekki utan um hana. Virðingarfyllst Hadle Thorson. Skrifið eptir príslista og upplysingum viðvíkjandi beltunum til B. T.BJÖRNSON, agent meðal íslenndinga P. O. Box 368, Winnipcg, Man 189 borguð víss uppíiæð með honum um árið. E>jer meinið pað ekki — hvað meintuð pjer?“ sagði Mr. Montgomery. Mr. Porter psgði ofnrlítið augnablik; svo kallaði hann sjer áfram, lagði handleggina á borðið og sagði I lágum róm: nHin ákœran er st/, að hann hafi strokið frd konunni sinnifi1 „Strokið frá konunni sinni!“ át Mr. Montgomery ej>tir forviða. „Er yður alvara að segja, að hann sje giptur?“ Mr. Porter játti pví með pví að hnegja liöfuðið. „Hverri er hann giptur?“ spurði Mr. Mont- gomcry. „Henni Júdit parna“, svaraði Mr. Porter. Mr. Montgomery var alveg orðlaus af undran, og gat ekkert gert um stund nema stara út I loptið með undrunina útmálaða I andlitinu, sem snart breyttist pó í mesta ánægju-svip. „Hjer er efni I meiri hefnd á konuna sem jeg hata“, flaug lionum strax I liug. „Jæja, pjer hafið gert mig forviða I petta skipti“, kallaði Mr. Montgomery upp. „En jeg hefði ímyndað mjer, að Júdit hefði valið Silas Carstonsíð- astan allra manna I veröldinni fyrir herra sinn og drottinn. E>að er b/sna varasamt að leggja svo mik- ið I hættu upp á pað, hvað mikils virði hann kunni að vera peningalega, «/ það var engin önnur d- #tœða“} bætti hann við um leið og liann leit beint 196 mönnutn I London, sem verzluðu með myndir, hvort peir hefðu nokkra mynd eða málverk sem nafnið „Clara“ stæði á; en hann hefði einkis orðið vísari. E>ar eð petta var nú seinasti dagurinn, sem jeg ætl- aði að vera I I^ondon, pá datt mjer I hug að ganga um bæinn og aðgæta myndirnar I búðunum sjálfur. Jeg hef verið á ferðinni I allan dag, og var rjett I pann veginn að verða vonlaus og hætta, pegar jeg sá pessar myndir. Mjer sýndust pær líkir málverkum hennar, enda er nafn hennar lijerna á horninu á peim. Bíðið pjer samt við augnablik: Til pess að ganga úr skugga um, að sú, sem málað hefur pessar myndir, sje hin sama og jeg er að leita að, pá ætla jeg að sj^na yður mynd af henni, sem máluð var fyrir sex árurn síðan. E>i getið pjer vafalaust sagt mjer, hvert pað er hún“. Svo tók aldraði maðurinn upp hjá sjer söinu myndina og Silas hafði fundið I Idtlu Betlehem, og scm liann, eins og lesarann mun reka minni til, skildi eptir I vasa á fötunum, sem hann fjekk Jónatan Rodwell. Kaupmaðurinn hikaði sjer ekki lengur, pegar hann hafði sjeð myndina, heldur ljet aldraða mann- inn fá númerið á húsinu, se.n stúlkan, er málað hafði myndirnar, bjó I. ALdraði maðurinn keypti svo myndirnar og borgaði vel fyrir pær, fór svo I vagn, sem búðarmaðurinn hafði sótt handa honum, og ók I burt I áttina til norðvestur liluta bæjarins. llann koin til húsins, sein Mrs. Wilson bjó í, 185 liafið veður af pví, að jeg hef ekki komiðhingað ein- göngu að gamni mínu, svo vænt sem mjer pykir um yður. En jeg gleymdi pví, að pjer eruð of guðræk- inn til að gera kaup á sunnudag!“ ,,E>að er engin regla án undantekningar11, sagði búsbóndinn og fitjaði upp á trýnið. „E>jer meinið með pví, að pjer £ruð ekkert á móti pví að gera kaup, ef pað er nokkur ávinningur í pví — livað dag sem er“, sagði Mr. Montgomery. „Á jeg að fara út úr herberginu?11 sagði Júdit. „Þvert á móti, góða mín; jeg vil að pjer sjeuð kyr, til pess að halda föður yðar í skefjum, svo hann rugli ekki of mikið. E>jer settuð pessa auglysing í blöðin, er ekki svo?“ sagði Mr. Montgomery, og breytti röddinni um lcið og liann dróg blað ujip úr vasa sínum. E>að kom ákefðar svipur á andlit Júditar, og pað hýrnaði yfir föður liennar um leið og liana ját* aði pví. „Gott og vol, jeg veit hvar pilturinn er nú nið* ur kominn“, sagði Mr. Montgomery. „Vitið pjer pað“, kölluðu bæði feðginin upp yfir sig í einu. „Já, jeg veit pað. En áður en við förum lengra út I sakirnar, verð jeg að setja tvo skilmála. Fyrst og fremst verðið pjer að segja mjer allt, sem pjer vitið um piltinn, og livers vegna pjcr eruð að reyna að ná lionuni. Og svo, ef nokkur hagur er í pví, sem jeg cr viss um, af pvi hvað uiikið óinak J-jer

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.